Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
10.4.2008 | 14:28
Ég fæ tónverk
... þegar ég heyri Árna Johnsen syngja Kartöflugarðarnir heima.
-Eru til tónverkjatöflur?
![]() |
Heilsuspillandi tónverk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
10.4.2008 | 14:20
Það hressir Bragakaffið!
Top of the morning to you!
Cuppa, anyone..?
![]() |
Þefkattaskítskaffið hressir en kostar sitt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2008 | 14:44
Listdans
... þarf ekki að vera leiðinlegur.
Bjóðum upp í dans.
![]() |
Súluskattur" ekki leyfður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
7.4.2008 | 08:43
Ég elska giftan mann
... og við eigum brúðkaupsafmæli í dag.
Til hamingju með daginn hugrakka hetjan mín!
![]() |
Beyonce í það heilaga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.4.2008 | 20:47
PLÁGA ÞETTA FEITA FÓLK!
Nú gengur yfir faraldur af þessu... svona eins og rottufaraldur.
Ætli maður megi eitra?
![]() |
Offitufaraldur á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
6.4.2008 | 17:45
And your point is...?
-Er fréttapunkturinn sá að ekki alveg allir Indverjar ráðstafi ráðahag barna sinna?
-Að til séu indverskir foreldrar sem leyfi afkvæmum sínum að giftast þeim sem þeir vilji?
Vá, big deal.
![]() |
Giftist inn í indverska fjölskyldu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
4.4.2008 | 21:50
SJÖ MÍNÚTNA SJORTARI
"Dr. Irwin Goldstein, ritstjóri Journal of Sexual Medicine, sagði að fjögurra vikna rannsókn með þátttöku 1500 para árið 2005 hefði leitt í ljós að samfarir tóku að meðaltali 7,3 mínútur (konur voru látnar mæla þær með úri)."
Það tekur því nú varla að reima á sig reiðstígvelin ef maður er svo settur af baki rétt þegar búið er að koma sér fyrir í ístöðunum...
![]() |
Úthald ekki lykillinn að góðu kynlífi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.4.2008 | 07:45
Munnræpa Hannesar (í haustlitunum)
"...Hannes segir að hann vilji læra af mistökum sínum og uni bréfinu frá rektor og gera sitt besta að bæta fyrir þetta sem hann viti nú að var rangt en það hafi hann ekki vitað á sínum tíma."...
Ef þetta væri einhver annar en Hannes Hólmsteinn þá myndi ég segja að þetta væri skólabókardæmi um mann sem talaði út um rassgatið á sér.
En þar sem þetta er hann, þá ætla ég ekki að segja neitt.
![]() |
Ég hefði átt að vanda mig betur" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.4.2008 | 10:01
ALDEILIS FRÁBÆRT FRAMTAK!
Mikið rosalega er ég kát með þessi kröftugu mótmæli atvinnubílstjóra!
Loksins
tóku sig einhverjir til og gerðu eitthvað í málunum í stað þess að væla hver upp í annann og láta þar við sitja að vanda. Ég vona og held að þetta verði til þess að íslenskur almenningur finni röddina sína og sýni nú samstöðu um að hætta að láta bjóða sér hvað sem er!
Ég hlustaði á stórgott viðtal við talsmann aðgerðanna, Ágúst Fylkisson, í morgun hjá bloggvini mínum og uppáhalds útvarpsmanni, Markúsi Þ Þórhallssyni, í þættinum Rödd alþýðunnar á Útvarpi Sögu. Ég heyrði það á Ágústi að það var ekkert uppgjafarhljóð í mótmælendunum og þeir munu kalla þar til á þá verður hlustað. Frábært mál. Stoltar baráttu- og stuðningskveðjur héðan frá útlandinu!
![]() |
Mestu tafir hingað til |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.4.2008 | 01:30
POOKALEGIR GETA ÞEIR VERIÐ
...við löggustrákana á Höfn í Hornafirði! Horn á firði...
Sem minnir mig á eigin púkaskap heima í Vallanesi forðum. Á þeim árum voru kaupstaðakrakkar gjarnan sendir í sveit á sumrin, og ég man varla eftir sumri án þess að mitt gamla "ættaróðal" hefði nokkur stykki. Við Nonni bróðir vorum þá á líku reki og þau, með minna en árið á milli okkar og Sidda frænka, sem bættist í systkinahópinn á hverju sumri sællar minningar var 4 mánuðum eldri en ég. Saman mynduðum við eins heimaríka þrenningu og við komumst upp með. Það varð líka kaupstaðakrökkunum örugglega til happs að við vorum ekki látin komast upp með neitt.
En það kom ekki í veg fyrir að ég næði að hrekkja þau af og til með mismikilli haugalygi. Þau vissu auðvitað fæst mun á hornum og hala þegar þau komu fyrst og okkur þótti þau fáfróð um lífið. Og ótrúlega trúgjörn. Ein kvikindislegasta lygin mín var að segja þeim að það væri kallað stangaveiði þegar mannýgu nautin næðu að veiða sér krakka með því að hlaupa hann uppi og stanga hann niður. Rétt eins og þessháttar veiðar væru frekar algengar á bænum.
Jújú, ég skammast mín smá...
Þó að oftast yrðu þessir krakkar mínir bestu vinir, þá man ég að mér þótti oftast lítið til þeirra koma þegar þau komu. Í minningunni voru þau þá öll náföl í framan af inniveru og höfðu ógeðfelldar matarvenjur s.s. að setja sykur út á hafragrautinn og borða hrátt haframjöl með mjólk og sykri. Einstaka setti jafnvel kakó út í að auki, eins og þessi óbjóður hefði ekki verið nógu drullukökulegur fyrir.
Þau sögðu hæ og bæ í staðinn fyrir komdu sæl og vertu blessuð og handaband þeirra var máttlaust.
Okkur heimabörnum fannst þessir krakkar vera hálfgerð dekurdýr því allt var gert til að þeim þætti gaman og ekki máttu þau vinna því yfirleitt var borgað eitthvað með þeim. Við hin áttum okkar skylduverk þó ekki væru þau mörg. Helst var það að sækja og reka kýrnar kvölds og morgna og mjólka beljurnar sem voru þrjár eins og við. Stundum fengum við okkur far á beljubaki og bröltum þangað með því að nota þúfur sem hoppuhól. Við máttum það ekki og fengum skammir ef sást til okkar. Við reyndum því að láta ekki sjást til okkar.
En alltaf enduðu þessir krakkastubbar úr kaupstaðnum sem kærir vinir og leikfélagar okkar sveitakrakkanna. Heimilið varð hálf tómlegt þegar þau kvöddu í sumarlok. En svo kom nýr dagur með nýjum uppátækjum, nýjum ævintýrum...
Best að hætta nostalgíunni áður en krakkarnir ná í nægilega öflug skotfæri til að nota gegn manni með sannfærandi rökum þegar það hentar þeim... þau geta nefnilega verið stórhættuleg. En það hafa þau úr föðurættunum auðvitað.
![]() |
Stóra salernismálið enn óleyst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)