Sölva Ford á Íslandi - missið ekki af þessari frábæru söngkonu

Sölva Ford 

 

Kæru bloggvinir og aðrir lesarar. Það er mér sérstök ánægja að minna ykkur á tónleika færeysku vinkonu minnar Sölvu Ford á Menningar"nótt" í dag.

Hún mun koma fram eftir opnunarræðu nýrrar borgarstýru á Óðinstorgi núna á eftir og aftur kl 3 á Kjarvalsstöðum.

Þá getur fólk séð að þarna er á ferðinni hæfileikarík ung söngkona en ekki eitthvað hankí-pankí furðudæmi frá fráfarandi borgarstjóra eins og illar tungur hafa verið svo viljugar að láta liggja að. Það er bæði leiðinlegt og andstyggilegt fyrir fjölskyldumanneskju eins og Sölvu að lenda í svona kjaftagangi sem vitaskuld var tilhæfulaus með öllu. Það að Ólafur fv borgarstjóri hafi boðið henni að koma fram á Menningarnótt bendir bara á góðan tónlistarsmekk hjá kallinum og ég fullvissa alla forvitna um að það bjó ekkert misjafnt að baki því boði.

Svo kvet ég bara fólk að vakna snemma á mánudagsmorgunn og hlusta á hana í viðtali við Markús Þórhallsson í morgunútvarpi Útvarps Sögu. Mér þykir verst að hafa misst af henni á Íslandi en ég ætla að hlusta á þau spjalla í gegnum netið.


mbl.is Björk með tónleika í Langholtskirkju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég las einhvers staðar á mogga blogginu að þessi Sölva væri samvaxin Ólafi F Magnússyni að neðan verðu og að Ólafi hefði fengið hana hingað af einhverri annari ástæðu en út af sönghæfileikum. Ég man ekki hvaða illa innrætta manneskja sagði þetta en er þetta ekki bara enn ein gróusagan og heimsku slúðrið um Ólaf?

Ásdís (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 16:14

2 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Já, hún söng líka reglulega á Píanóbarnum þegar hún bjó á Íslandi fyrir allmörgum árum fyrir þá sem muna svo langt í pöbbsögunni.

Já, ég las það líka og kommentaði kröftuglega á viðkomandi stað. Ég ætla ekki að gera höfundinum þann óleik að birta slóðina. En þeir sem til þekkja vita að það koma ekki margir til greina.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 23.8.2008 kl. 16:38

3 identicon

Það var víst Jenný "ofurbloggari" sem var að rugla þetta um Ólaf F og Sölvu. Ekki í fyrsta skipti og ekki í síðasta skipti sem hún slúðrar einhverja steypu um þá sem henni er í nöp við. 

Sigurður (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 16:51

4 Smámynd: Sverrir Stormsker

Ég sá Sölvu í fréttunum áðan. Flott rödd og ekki síðri túttur. Tek hárkolluna ofan fyrir henni.

Sverrir Stormsker, 23.8.2008 kl. 18:36

5 Smámynd: Steingrímur Helgason

Það þarf 'bomzur' til að gera góða djúpa rödd...

Dittóa 'Zweddann' ..

Steingrímur Helgason, 23.8.2008 kl. 19:34

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ertu farin? Ætluðum við ekki að mála bæinn gulan?

Hrönn Sigurðardóttir, 23.8.2008 kl. 22:01

7 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Úff jú, Hrönn... ég rúntaði um alla borgina í brjálaðri leit að Kaffi Krús sem selur hvítvín líka... en komst svo að því að hún var bara allsekki í borginni risastóru... og frekar en að tapa prófinu í Kömbunum þá ákvað ég að gera eitthvað hættuminna.  En við klikkum ekki á þessu næst!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 23.8.2008 kl. 22:17

8 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Klikkaðir nú á fleiri frauka góð, komst til dæmis ekki í minn Bjarnarfaðm, en þér fyrirgefst, alltaf hættulegt að hætta sér í slíkan, manni langar oftast ekkert úr honum aftur!

En mér finnst nú ekkert að því þótt svo hefði verið að Ólafur yrði skotin í kvinnunni, eins og til dæmis ég las einhvers staðar eftir Ólínu Þ. Þó ég hafi gott fátt um karlinn að segja, þá get ég nú ómögulega láð honum að vera með hormónastarfsemina enn í lagi og skiptir þá engu hvort hún beinist að færeyskum fljóðum, kvæntum eða ekki, eður ei!

Sverrir er bara Sverrir, hreinn og beinn bullukollur!

Magnús Geir Guðmundsson, 23.8.2008 kl. 23:05

9 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

og því má við bæta mín kæra, að ég hef aðeins heyrt í henni já og líkaði bara vel!

Magnús Geir Guðmundsson, 23.8.2008 kl. 23:07

10 Smámynd: Steingrímur Helgason

Hrönnzla, skíriskógarmaddaman nennti ekki heldur að klífa eitt fjall yfir til mín, kví ert þú nú að kvarta, sem að býrð þínu bóli á stórhættulegu skjálftasvæði ?

Steingrímur Helgason, 23.8.2008 kl. 23:13

11 Smámynd: Helga Dóra

Missti að þessari píu syngja......

gott að heyra frá þér aftur.....  

Helga Dóra, 24.8.2008 kl. 01:05

12 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Hello folks!  Æi, þið vitið hvernig verður stundum úr góðum heimsóknaráformum þegar tíminn einhvern veginn stimplar sig út... og allt í einu er heimferð í fyrramálið og ekki byrjað að pakka niður. Ég er líka þekkt fyrir að vera alltof róleg í þessum málum, svo róleg að það á til að valda öðrum óróleika...  

Mér koma hormónamál manna úti í bæ einhvern veginn svo sáralítið við að ég leiði bara helst aldrei að þeim hugann. Og þaðan af minni er áhugi minn á rætnu slúðri sem búið er til með það að markmiði að meiða og særa. En Sverrir er enginn bullukollur, Sölva er bæði með flotta rödd og fínar túttur.   

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 24.8.2008 kl. 01:30

13 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Gengur bara betur næst

Hrönn Sigurðardóttir, 24.8.2008 kl. 08:40

14 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Vístvístvíst, er Sverrir bullukollur, en oftast bara í orði en ekki á borði!SVo er ég sjálfur lítið annað en bullari, þannig að slíkt er ekki endilega til vams talið!

Magnús Geir Guðmundsson, 24.8.2008 kl. 11:27

15 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Ágætu bullukollar og aðrir kollar, Sölva Ford var að staðfesta að hún yrði hjá mér á Útvarpi Sögu kl. 8:10 í fyrramálið. Ég hlakka til að hitta hana og er sannfærður um að þetta verður bráðskemmtilegt viðtal, hún geislar af gleði og þokka þessi kona, ég vona bara að ég verði nógu vel vaknaður til að halda í við hana .

Markús frá Djúpalæk, 24.8.2008 kl. 12:34

16 Smámynd: Yngvi Högnason

Gaman að það skuli vera komin ný fylling í blekpennan. Eftir tveggja vikna þurrð.

Yngvi Högnason, 24.8.2008 kl. 21:58

17 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

micro.gif Var að hlusta á viðtalið sem var auðvitað frábært, Sölva er sterk og heillandi persóna og Markús kom henni vel til skila. Þrátt fyrir að viðtalið hefði farið fram á ensku þá þýddi Markús inntak þess á milli og gerði það listavel eins allt sem hann gerir þessi hæfileikaríki strákur.  Þau spiluðu þrjú lög af diskinum Sölva gaf út í fyrra og ég þurfti að þurrka óboðið flökkutár meðan ég hlustaði, rosalega eru þetta falleg lög! Ég ætla að spyrja SF hvar er hægt að nálgast eintak af diskinum, þennan disk verð ég að eignast.

butterfly day

PS. Takk, Yngvi minn. Það þurfti að panta fyllinguna frá útlöndum. Það skýrir skrifhikið.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 25.8.2008 kl. 10:11

18 Smámynd: Yngvi Högnason

Þú skrifaðir einhvern tíma um texta sem að þú last ekki rétt. Skil þig núna,því að mér sýndist standa þarna:"Það skýrir skírlífið",og trúði ekki eigin augum.

Yngvi Högnason, 25.8.2008 kl. 15:25

19 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Ég skil að þú skiljir að sú setning hefði verið óskiljanleg. Og röng.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 25.8.2008 kl. 15:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband