12.10.2007 | 02:02
LÍF Í VOÐA
Ég er nú ekki mikið fyrir að eltast við hvað fræga, ríka og fallega fólkið er að gera þessa dagana og árin. Ekki síðan ég hafði það að atvinnu að skýra frá því hvað það aðhefðist eða aðhefðist ekki og hvernig þrútin brjóstin ýmist þrýstust út eða þrútnuðu inn, allt eftir tískustraumum árstíðarinnar.
En angans ólánstátan hún Britney. -Hvaða leiðindatilgangi þjónar það að meina henni aðgang að stuttuguttunum? Þetta eru börnin hennar og sennilega það eina í dag sem segir henni að lífið sé þrátt fyrir allt þess virði að lifa því.
-Af hverju hefjum við fólk til himins, án þess beinlínis að drepa það og binda það við ragettur, og vegsömum hæfileika þeirra, fegurð eða gáfur.. rétt til að troða það svo undir hælum og háði ef því verður á mistök?
Ekkert okkar er fullkomið og ég skal ekki segja með ykkur "aðalsfólkið", en ykkar einlæg hefur gert ótal mistök og bommertur á lífsleiðinni sem ég vildi ekkert endilega verða uppvís að, hvað þá að flaggað yrði í fjölmiðlum.
Hjá Brittustuttu virðast gilda sannindin; Þegar ég átti þig síst skilið, þurfti ég mest á þér að halda.
Og stuttu seinna:
"Þegar mest ég þurfti við
þá voru flestir hvergi".
Kannski ættum við að nota þetta til að staldra við. Kannski eigum við ástvini sem eiga erfitt án þess að tjá erfiðleika sína í fjölskylduboðum. Kannski gætum við lagt meiri áherslu á að hlusta. Ekki bara á tragedíur og vonbrigði heldur líka á hamingju og sigra. Taka þátt. Kannski gætum við verið betri vinir. Betri ættingjar. Betri manneskjur. Kannski. Vonandi.
Britney sækir um aukinn umgengnisrétt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 02:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.9.2007 | 15:56
ÚTFÖR OG AFMÆLI
"When it Rains it Pours", segja þeir hérna þegar ekkert hefur gerst lengi og svo hellist allt yfir á sama tíma. Við vorum búin að ákveða fyrir nokkru að halda uppá afmælið hjá Rósinni minni núna á laugardaginn. Mikill spenningur og búið að senda boðskort til allra bekkjarsystranna, allra leiksystkinanna í nágrenninu auk "kærastans" úr bekknum, sem fékk að bjóða vini sínum með til að verða örugglega ekki eini strákurinn. Það er sko ekkert smámál að verða átta ára. "Ég er næstum orðin teenager, mamma", sagði ungrúin með ákafa og eftirvæntingu. "Ekki gera mömmu hrædda", svaraði sú gamla, og fékk til baka elskulegt stríðnisglott.
Rétt þegar öll boðskortin voru komin til skila og mömmurnar farnar að hringja til að staðfesta mætingu í milli 20 og 30 barna garðveisluna hjá ungfrúnni, kom besta vinkona mín í heimsókn og sagðist vera boðuð inn á spítala á laugardagsmorguninn. Var búin að vera að bíða eftir að komast í aðgerð þar sem fjarlægja átti gallblöðru og steina. Hún spurði mig hvort sonur hennar 12 ára mætti koma til okkar á föstudagskvöldið og gista yfir helgina. Það var auðvitað ekki nema sjálfsagt, enda guttinn heimagangur hér og telst næstum til fjölskyldunnar, auk þess að vera jafnaldri og vinur Kristjáns míns. Samt vorum við báðar hálf svekktar, því við höfðum ætlað að vera með hvorri annarri, ég með henni í spítalaveseninu og hún með mér í krakkapartýinu. En ákváðum að við þessu væri ekkert að gera, við yrðum bara báðar að halda okkar striki úr því sem komið var og reyna að komast af án hinnar úr því að svona stóð á.
Í fyrrakvöld hringdi svo Óli til að segja mér að útförin hans Finna hefði verið ákveðin kl. 11 á laugardagsmorguninn. Sama laugardaginn. Og nú sit ég hér í algerri dilemmu. Þó að við gætum faktískt tímalega séð farið í athöfnina um morguninn og verið komin heim um eittleytið til að grilla kjúklingaleggi með öllu tilheyrandi fyrir allann hópinn sem væntalegur er kl 3, þá sé ég það ekki fyrir mér að maður verði upplagður fyrir að bregða á leik og vera skemmtilegur þann eftirmiðdag.
Rétt í þessu var Rósin að koma úr skólanum og við settumst niður í spjall. Hún sýndi því fullan skilning að við gætum ekki haldið uppá afmælið sama dag og við færum að kveðja Finna, en fannst óhugsandi að bíða í heila viku í viðbót. Svo nú höfum við ákveðið að ég skrifi bréf með útskýringum til foreldranna um að vegna nýuppkominna aðstæðna verði partýinu frestað um einn dag, og verði haldið á sama stað og sama tíma degi seinna, eða á sunnudaginn. Vona svo bara að þetta komist til sem flestra og það mæti ekki margar uppáklæddar dömur á laugardaginn.
Svona gengur nú lífið fyrir sig í fallega þorpinu okkar fyrir utan Nottingham þessa dagana.
25.9.2007 | 14:33
FINNI ER DÁINN
Þetta hafa verið dagar vondra tíðinda. Hryggilegust var fregnin um að hann Finni okkar væri dáinn. Finnbogi Már Ólafsson, hálfbróðir Rósu dóttur minnar, hefði orðið 33ja ára í desember. Rósa mín er rétt 8 ára svo það var mikill aldursmunur á systkinunum. Hann bjó inni í borginni en við í þorpi skammt frá.
Við bjuggum öll saman fyrsta árið okkar hér í Englandi, og þá kynntist ég þessum góða dreng náið. Hann var hámenntaður í tölvuforritun og vann við það heima hjá sér, einfari í mörgu en yfirburða greindur, orðheppinn og betur lesinn en flestir sem ég hef kynnst. Það áttu ekki margir roð í hann í rökræðum.
Það er ekkert leyndarmál að hann ákvað að binda sjálfur endi á eigið líf. Hvers vegna vitum við ekki. Hann var ekki í "rugli" og var ekki óreglumaður, þó honum þætti gaman að fá sér í glas af og til, og træði sér í pípu þegar þannig lá á honum. Hann var heiðarlegur og skuldaði engum neinar fjárhæðir. Maður stendur hálf lamaður, með hugann fullann af eigin spurningum og reynir um leið af vanmætti að svara erfiðum spurningum barnanna. Hugga, faðma og þerra tár lítillar stúlku í mikilli sorg.
Það er ekkert langt síðan að hann var hjá okkur í mat og eyddum við þá kvöldinu í stofunni með drykk, kröfðum heimsmálin og fórum langt með að leysa lífsgátuna, eins og oftast þegar við hittumst. Mig óraði ekki fyrir því að þetta væri í síðasta sinn sem ég sæi hann á lífi, þó við ættum eftir að spjalla oft síðan á msn. Ég sakna hans og tilfinningin er blanda af reiði og sorg. Reiði yfir hans síðustu ákvörðun og sorg yfir fráfalli yndislegs drengs.
Ég bið fyrir honum í nýjum heimkynnum, svo og Óla mínum og allri hans fjölskyldu. Missir þeirra er mikill og sorg þeirra og harmur er átakanlegur. Megi algóður Guð gefa þeim huggun og styrk.
(Standandi frá vinstri; Óli og Finni. Sitjandi frá vinstri; Eydís, Kristján, Búi og Ollý Björk situr með Rósu á fyrsta ári. - Mynd: Helga-vorið2000)
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
23.9.2007 | 17:26
DOGGIE STYLE
Gengur með strák | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.9.2007 | 05:27
BÖÐULLINN ER VERKEFNALAUS, HVER VILL VERA NÆSTUR
Má þá hætta að tormenta þetta aumingja vesalings fólk? Og kannski fara að beina sjónum að barninu sem enn er týnt. Litlu dóttur þeirra McCann hjónanna, sem ofan á sorgina yfir ráni og hugsanlegu morði á elskuðu barninu sínu, hafa undarfarnar vikur mátt þola að meirihluti mannheima gruni þau um að hafa sjálf drepið barnið sitt. Og hafi síðan sett á svið ótrúlegt sjónarspil til að villa um fyrir lögreglu og almenningi.
Trú mín á fólki hefur beðið hnekki. Verulega hnekki.
Saksóknarar segja enga ástæðu til að yfirheyra McCann hjónin frekar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.9.2007 | 00:36
SAKLAUS Í SAKAMANNASTÚKU
Dómara bannað að tjá sig um hvarf Madeleine | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.9.2007 | 22:29
NAGLINN HITTUR Á HÖFUÐIÐ
Hér útskýrir Muhammed Abdel-Al Kóraninn þeirra múhameðstrúarmanna í stuttu máli. Þær sviðskosssystur Madonna og Britney eru þarna samnefnarar allra þeirra sem ekki eru múslimar. Þetta er dagskipunin í hnotskurn.
PS. - Ég vil minna fólk á að taka þátt í skoðanakönnuninni.
Hótar að hálshöggva Britney og Madonnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.9.2007 | 10:03
BRESKA PRESSAN: IRISH SUNK BY GILLY COCK-UP
Another tragic own goal - this time by Keith Gillespie - dented Northern Ireland´s chances of making Euro 2008. Last weekend Chris Baird sent Nigel Worthington´s men crashing to defeat in Latvia. It meant they badly needed a win in Iceland but even another goal by free-scoring David Healy could not prevent another disaster.
Cursing
They fought their way back into the game when Healy cancelled out Ármann Björnsson´s opening goal from the penalty spot. Gillespie, however, was left cursing his luck when he put the ball in his own net in the last minute. Björnsson´s goal after six minutes left the Irish facing an upphill taks. He was first to react when Gunnar Thorvaldsson played the ball in and smashed a shot beyond keeper Maik Taylor. Record scorer Healy was showing no signs of the calf strain he has been carrying. But he was deprived of decent service and that must have been a concern to Worthington. They began to play with much more purpose and drew level in the 72nd minute thanks to Healy´s 12th goal of the Euro campaign. The Fulham striker scored from the penalty spot after being foulded by Ragnar Sigurðsson. It took his tally to 32 goals from 59 games - but dispair was just around the corner.
Góður dagur í boltanum. Þar sem leikur Íslendinga og "Níra" var á sama tíma og England mætti Rússum á Wembley, þá náði ég þeim báðum með því að horfa á England flengja Björninn í sjónvarpinu, meðan ég hlustaði á lýsingu frá Íslandi á rás2 gegnum internetið.
-Af hverju má ekki setja beinar sjónvarpssendingar frá landsleikjum á netið þannig að þeir sem ekki komast á völlinn geti fylgst með leiknum þar? Útvarpslýsingar eru ágætar þegar gott fólk lýsir, en sjón er sögu ríkari.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.9.2007 | 21:00
VODKAFLASKA Á 600 KALL
Í Asda kaupi ég vodkaflöskuna á 600 kall, viskýið og koníakið á 700, hvítvín og rauðvín á 400, after eight súkkulaði á 130 og blómvönd á 250 krónur.
Langaði bara að læða þessu inn áður en menn töpuðu sér af gleði yfir ódýra Íslandi!
Mjólk ódýrari hérlendis en í Bretlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.9.2007 | 17:54
VINDHÖGG REFSIVANDARINS
Portúgalska lögreglan afhenti nú síðdegis rannsóknargögn sín til saksóknara, sem áframsendi þau nærri rakleiðis til dómara. Hann mun í framhaldinu ákveða hvort hjónin hafi áfram réttarstöðu grunaðra, verði kölluð aftur til Portúgal sem sakborningar eða fellir niður "arguidos" statusinn, sem þau hafa nú sem grunaðir einstaklingar.
Nú er ég ekki sérlega lögfróð, en ég reikna með að ef saksóknari teldi sig hafa haldgott mál í höndunum þá hefði hann hafist handa við að undirbúa ákæru á hendur þeim, í stað þess að gefa það frá sér um leið og hafa séð þau ákæruatriði sem liggja að baki ásökunum á hendur McCann hjónunum.
Ég bara næ ekki uppí þá hryllilegu refsigleði í fólki gagnvart þessum lánlausu foreldrum. Þar eru landar mínir sko ekki barnanna bestir, og ég hreinlega skammast mín fyrir það fólk sem fær það af sér að dæma þau sek áður en nokkuð hefur sannast eða komið á daginn, og ekki nóg með það heldur heimtar að yngri börnin þeirra tvö verði tafarlaust tekin af þeim og komið í hendur vandalausra. Eins og sálarangist þeirra sé ekki nægileg fyrir.
Mér finnst það benda til ills innrætis þannig skrifara og vera þeim til lítils sóma.
Lögregla segir ekki fullvíst að erfðaefni sé úr Madeleine | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.9.2007 | 01:08
GOTT
Foreldrar Madeleine McCann komnir heim til Bretlands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
7.9.2007 | 13:35
MANNORÐSMORÐ Í BEINNI ÚTSENDINGU
Alger hryllingur að sjá vesalings foreldrana dregna til yfirheyrslu með mörg hundruð manns öskrandi ókvæðisorð að þeim fyrir framan lögreglustöðina.
Eftir að hafa séð viðtöl við foreldra og systkini hjónanna í sjónvarpinu hér í dag, þá hef ég styrkst enn frekar í þeim grun mínum að ef blóð úr Maddie hefur fundist í bílaleigubíl sem hjónin tóku 25 dögum eftir að barninu var rænt, þá getur enginn hafa komið því þangað nema sá eða þeir sem rændu barninu.
Og það gefur aukna von um að hafi hún verið á lífi 25 dögum eftir að henni var rænt, þá er ekki óhugsandi að hún sé enn á lífi. En eftir rúma 4 mánuði, þá verður að segjast eins og er að sú von fer þverrandi.
En McCann hjónin eru alsaklaus, svo mikið er á hreinu!
Móðir Madeleine hugsanlega ákærð fyrir manndráp af gáleysi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.9.2007 | 13:10
BARNSRÆNINGINN PLANTAR "SÖNNUNARGÖGNUM" - TILGÁTA
Mikið óskaplega vorkenni ég þessum blessuðu foreldrum. Nú ofsækir portúlalska lögreglan þau í formi yfirheyrsla og ásakana, eftir að hafa gersamlega klúðrað rannsókn málsins frá byrjun. Kate þurfti í gær að sitja í ellefu klukkustundir undir 22 sömu spurningunum sem hún var spurð aftur og aftur, og Gerry mun þurfa að standa í því sama í dag.
Ástæðan er sú að þeir segjast hafa fundið blóðleyfar úr barninu í bílaleigubíl sem þau hjónin leigðu í þorpinu 25 dögum eftir að dóttur þeirra var rænt úr íbúðinni sem þau leigðu. Allir sem til þekkja vita að það er óhugsandi í tengslum við foreldrana, því þau hafa ekki fengið að vera ein og óáreitt síðan Maddie litla hvarf þann 3. maí, sl.
Mín þeoría í málinu er sú að barnsræninginn hafi verið klókari en menn gera sér grein fyrir. Það gátu allir séð hvaða bílaleigubíl hjónin leigðu, og frá hvaða leigu hann kom. Það hefði því verið glæpamanninum léttur leikur að taka blóðdropa úr litlu stúlkunni (sem þá hefur væntanlega verið enn á lífi) og nudda þeim í bílinn innanverðan, vitandi að hann myndi að líkindum verða rannsakaður fyrir eða síðar.
Þetta er sorglegur farsi, sem því miður sér ekki fyrir endann á.
Lögregla segir blóð úr Madeleine hafa fundist í fjölskyldubílnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.9.2007 | 23:53
FELLIBYLJARINS...?
Mogginn er orðinn eitt allsherjar aðhlátursefni. Það er sko ekki hlátursefni.
Felix skilur eftir sig slóð eyðileggingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 6.9.2007 kl. 14:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
28.8.2007 | 02:52
BERAST NÚ BROTHLJÓÐ FRÁ GLERHÚSUM
Bara til að fækka í mótmælendakórnum sem bíður hér með með hvíta hnúa og önnur barefli; mæli nú sá hæst sem hvergi hefur manni hallmælt, hvorki í máli sínu né skrifum.
Það var verið að ráða Reyni Traustason sem annan ritstjóra DV. Fyrir var þar, og verður, Sigurjón M. Egilsson. Nú vill svo til að ég kannast vel við báða þessa menn sem gamla kollega. Það er því af reynslu sem ég fullyrði að betri, vinnusamari og heiðarlegri blaðamenn eru vandfundnir á Íslandi. Ég var vitni að því hversu gríðarlega mikla undirbúningsvinnu þessir menn lögðu á sig til að allir sjáanlegir fletir málanna kæmu sem gleggst fram hverju sinni og sannleikurinn yrði sagður, hvernig sem hann hljómaði.
Fréttamennskan sem slík er pólitísk fram í klær. Ekki þó flokkalega séð, heldur í mati fólks á því hvað má segja, hvenær, hvar og hverjum. Um það verðum við seint öll sammála. Það er líka í góðu lagi, mikið voðalega væri heimurinn snautlega leiðinlegur er við værum öll sammála um allt. En það er nauðsynlegt að eiga val. Þeim sem einungis vilja heyra ávæning og sögusagnir er ennþá frjálst að glugga bara í það sem troðið er inn um bréfalúguna hjá þeim eða fara í te og ristað hjá Stínu á móti og fá allan gúmorinn í skjóðu merktri: Sjaldan lýgur almannarómur.
Það er gott að eiga val.
Nýr ritstjóri DV | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
24.8.2007 | 02:22
SKANDALLINN ER SKEYTINGALEYSIÐ
Ég veit að að fyrirsögnin Bannað að reykja í eigin garði hljómar illa og nú hnussar örugglega í mörgum. Og sem hrokafullur reykingaglæpon, þá myndi ég nú bara glotta að Nonna nöldrara í næsta húsi ef hann ætlaði að fara að grenja yfir því þótt ég kveikti mér í réttu í sólstólnum mínum.
En EF þessi Nonni hefði svo mikið ofnæmi fyrir reyk að hann þyrfti GRÍMU til að komast frá útidyrum heimilis síns að bíl sínum vegna reykinga minna í garðinum... þá myndi ég nú, og held ég flestir, sýna þann lágmarks grannavinskap og kurteisi að reykja einfaldlega annars staðar á heimilinu. Nema kannski þegar vindáttin væri hagstæð og þú vissir að hann væri ekki væntanlegur heim á næstunni...
En ekki þessi sjálfselska, bitra kona. Hún ætlar að vísu að virða dóminn, en hún ætlar samt að reykja eins nálægt heimili mannsins og henni sé unnt, miðað við þær takmarkanir sem á hana voru settar!
Svona reykingafólk kemur óorði á reykingafólk!
Bannað að reykja í eigin garði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.8.2007 | 00:13
EFTIR HVERJU ERUÐ ÞIÐ AÐ BÍÐA?
Fyrr má nú vera mannvonskan, og ekki mikil samúð með rónavini mínum sem, eftir að hafa lagt á sig tveggja tíma vinnu í betli, launuðu götumunnhörpuspili eða götusöng, og hafa gengið niður millimetra af sólunum sem áttu ekki marga millimetra eftir í heildina... eftir allt þetta erfiði á einum heitasta sumardegi reykvísks gróðurhúsaveðurs, þá hafði hann náð saman tvöhundruðkalli í krónum af nískum samborgurum sínum sem þó höfðu fundið hjá sér þörf til gjafmildis á þessum glóheita degi... hann viktar með sér kostina í stöðunni; einn þriðji úr sómasamloku, eða ískaldur öllari úr aussanum til að svala þorstanum... hann ákveður sig... og fær hann VOLGAN!!:
Volgan af því að Villi sagði það, sögðu menn og allir héldu að hann hefði fengið sólsting en nú...:
Borgarstjóri segir núna að það sé sér að meinalausu að umdeildur vínkælir í ÁTVR við Austurstræti í Reykjavík yrði settur upp aftur... svo áður en honum snýst hugur...:
UPP MEÐ KÆLANA!! --- NIÐUR MEÐ FORNALDARHUGSUNARHÁTT OG FORRÆÐISHYGGJU Á TÍMASKEKKJUFLAKKI!!!
Borgarstjóri: Mín vegna má setja kælinn upp aftur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.8.2007 | 02:49
HVAR VAR ÓLAFUR HELGI?
Bill Murray gripinn drukkinn á golfbíl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.8.2007 | 13:06
SAGÐI GUNNAR SORRY?
Kevin Rudd fór blindfullur á strippbúllu, en viðurkenndi mistök sín og baðst afsökunar. Hann á enn möguleika á að verða forsætisráðherra. Gunnar Birgisson fór líka blindfullur á strippbúllu. Reyndi fyrst að ljúga það af sér en sagði svo að okkur kæmi það ekki við. Hann verður aldrei forsætisráðherra. Það er ekki sama að vera Ruddalegur og ruddalegur.
Baðst afsökunar á heimsókn á nektardansstað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.8.2007 | 13:34
BRUNASTIGINN VAR ÚR TIMBRI
Nú var að koma fram sú ótrúlega frétt frá hótelbrunanum í Cornwall að maðurinn sem lét þar lífið í nótt, henti sér út um glugga brennandi byggingarinnar vegna þess að brunastiginn á bakhlið hótelsins var úr timbri og eitt það fyrsta sem varð eldinum að bráð!
Maður er orðlaus.
Eldur kom upp á hóteli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)