BARNSRÆNINGINN PLANTAR "SÖNNUNARGÖGNUM" - TILGÁTA

Mikið óskaplega vorkenni ég þessum blessuðu foreldrum. Nú ofsækir portúlalska lögreglan þau í formi yfirheyrsla og ásakana, eftir að hafa gersamlega klúðrað rannsókn málsins frá byrjun. Kate þurfti í gær að sitja í ellefu klukkustundir undir 22 sömu spurningunum sem hún var spurð aftur og aftur, og Gerry mun þurfa að standa í því sama í dag.

Ástæðan er sú að þeir segjast hafa fundið blóðleyfar úr barninu í bílaleigubíl sem þau hjónin leigðu í þorpinu 25 dögum eftir að dóttur þeirra var rænt úr íbúðinni sem þau leigðu. Allir sem til þekkja vita að það er óhugsandi í tengslum við foreldrana, því þau hafa ekki fengið að vera ein og óáreitt síðan Maddie litla hvarf þann 3. maí, sl.

Mín þeoría í málinu er sú að barnsræninginn hafi verið klókari en menn gera sér grein fyrir. Það gátu allir séð hvaða bílaleigubíl hjónin leigðu, og frá hvaða leigu hann kom. Það hefði því verið glæpamanninum léttur leikur að taka blóðdropa úr litlu stúlkunni (sem þá hefur væntanlega verið enn á lífi) og nudda þeim í bílinn innanverðan, vitandi að hann myndi að líkindum verða rannsakaður fyrir eða síðar.

Þetta er sorglegur farsi, sem því miður sér ekki fyrir endann á.

 


mbl.is Lögregla segir blóð úr Madeleine hafa fundist í fjölskyldubílnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Þetta er sú eina skýring sem mér finnst sjáanleg í stöðunni. Hún kann að vera langsótt en er samt fullkomlega möguleg.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 7.9.2007 kl. 13:53

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Nema náttúrulega að barnsræninginn hafi verið með þennan sama bíl á leigu þegar hann rændi barninu. Ótrúlegri tilviljanir hafa gerst.

Svo getur annar eða aðrir verið með hjónunum í ráðum. Javnvel þó þau hafi verið vöktuð allan sólahringinn síðan barnið hvarf er ekki víst að bíllinn, sem þau voru með á leigu hafi verið það.

Sigurður M Grétarsson, 7.9.2007 kl. 14:40

3 identicon

langsótt, finnst mér... fóreldrarnir geta verid sek, thvi midur...

stefan (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 14:42

4 identicon

Mjööög langsótt og ólíklegt, en ekki alveg útilokað. Svo er líka ósanngjarnt að tala um ofsóknir ef líkur eru á sekt hennar. Það verður að yfirheyra alla grunaða, hvort sem þeir eru foreldrar eður ei. Allt of margir foreldrar hafa ráðið börnum sínum bana og það má ekki sleppa því að rannsaka þeirra hlut bara af mannúðarsjónarmiðum.

Magnús (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 14:57

5 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Auðvitað þarf að rannsaka allt og alla og foreldrarnir eru ekkert undanskildir í því efni. En með ofsóknum á ég við múginn sem stendur fyrir utan lögreglustöðina þar sem yfirheyrslurnar fara fram, og hrækir og öskrar morðingjar þegar hjónin koma í sjónmál.

Sakleysi þeirra á eftir að sannast. Þetta er skrípaleikur.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 7.9.2007 kl. 15:28

6 identicon

"Nú ofsækir portúlalska lögreglan þau í formi yfirheyrsla og ásakana, eftir að hafa gersamlega klúðrað rannsókn málsins frá byrjun." breytist í: "En með ofsóknum á ég við múginn sem stendur fyrir utan lögreglustöðina þar sem yfirheyrslurnar fara fram, og hrækir og öskrar morðingjar þegar hjónin koma í sjónmál".  Þetta mál stendur þér augljóslega mjög nærri einhverra hluta vegna en við skulum ekki skilja rökin bara eftir heima þegar rætt er um málin og ræða þau frá báðum hliðum.  Tölfræðin segir okkur til að mynda að í ótrúlega mörgum tilvikum eru það ættingjar sem reynast sekir í málum sem þessum.  Því miður er það svo að þetta móðurhjarta sem ég sá að þú virðist álíta "sektarmæli" er með mingallaðri og röklausustu mælitækjum sem til eru.

By the way þá er ég ekkert viss umað hjónin séu sek en finnst firra að útiloka það algerlega.....   

Hrafn (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 15:59

7 identicon

Gleymum ekki að mörg dæmi eru um það að foreldrar myrði börnin sín með köldu blóði. Við skulum bíða og sjá hvort lögreglan í Portugal er gengin af göflunum eða hreinlega hvort þetta mál ætli að verða eitthvert hrottalegasta morð forerldra á barni sínu. ÉG er sammála einhverjum sem hér skrifar að ofan, ef það reynist satt að ásakanirnar eru rangar þá er það alþjóðlegur áfellisdómur yfir lögregu og réttarkerfi í Portúgal, ég get ekki séð að nokkur vilji fara sem ferðamaður til slíks lands.

Stefan

stefan (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 16:31

8 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Hrafn,

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 7.9.2007 kl. 17:48

9 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

þetta mál stendur mér nærri á ýmsan hátt. Litla stúlkan og fjölskylda hennar eru nágrannar mínir. Hér er augljóslega um ofsóknir að ræða, líka af hendi getulausrar lögreglunnar á staðnum.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 7.9.2007 kl. 17:52

10 identicon

Ég hef nú grunað þau hjónin um græsku frá því þetta mál kom upp.

Finnst þau eitthvað undarleg í fasi.

Davíð Oddson (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 18:12

11 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Voðalega þykir óskráðum og nafnlausum einstaklingum gaman að kommenta um þetta mál. Komið fram undir nafni ef þið viljið láta taka mark á ykkur.

Já, ég er pirruð.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 7.9.2007 kl. 19:46

12 Smámynd: Taxi Driver

ég sé nú eiginlega ekki hvernig þú rökstyður að portúgalska lögreglan hafi klúðrað málinu.. hér er um að ræða stærstu leit sinnar tegundar í evrópu nokkru sinni, það  var ekki einu sinni leitað sona nákvæmlega að stríðsglæpamönnum nasista eftir stríðið.. hins vegar virðist breska pressan vera voða mikið inná þessari línu, þe að portúgalir hafi klúðrað þessari rannsókn og nú eigi að klína þessu á alsaklausa foreldrana afþví bara?? by the way, sama breska pressa og heldur í fullri alvöru að landsliðið þeirra í fótbolta sé gott.. sorry kenningin þín er alltof langsótt, einhvern vegin er hitt miklu miklu raunhæfara, því miður...

Taxi Driver, 7.9.2007 kl. 21:17

13 identicon

Sem móðir tveggja barna þá fannst mér mjög skrýtið hversu róleg og yfirveguð móðir telpunnar var þegar hún talaði við fjölmiðla innan við 48 klst eftir rán barnsins.... þ.e.a.s það sást ekki tár né nein merki um hræðslu og hver skilur börn sín eftir ein á hótelherbergi í ókunnu landi ? Ég geri mér grein fyrir því að pillur og annað róandi getur gert "kraftaverk" en common....

louisa (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 21:49

14 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Db, ég þarf ekki að rökstyðja það vinan. Ef þú hefur fylgst með fréttum þá VEISTU að þeir klúðruðu rannsókninni. En þú lest greinilega ekki mikið yfirhöfuð, ef marka má kommentið.

Louisa, þó að foreldrarnir hafi ekki komið hágrátandi í viðtöl 2 dögum eftir ránið á barninu, þá merkir það ekki annað en að þau náðu að sýna stillingu á skelfilegasta tíma æfi þeirra. Þá héldu þau í þá von sem þau gera enn, að barnið þeirra finndist á lífi, hvað svo sem gerst hefði í millitíðinni.

Ég er líka tveggja barna móðir, en ég er ekki jafn sterk og þetta fólk. Ef eitthvað kæmi fyrir börnin mín, þá myndi ég sennilega sturlast. En fólk er misjafnt og hver bregst við aðstæðum á sinn hátt. Þessi hjón eru kaþólikkar og hafa sótt styrk sinn í trúna, það hefði ég líka reynt í þeirra sporum, hefði ég átt orkuvott afgangs í aðrar hugsanir en þá að barnið mitt væri týnt.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 7.9.2007 kl. 23:11

15 identicon

Miðað við skoðun flestra, og þar er ég meðtalinn, á vinnubrögðum portúgölsku lögreglunnar hljóta allir þá að anda léttar við þær fréttir að allt að 55 breskir rannsóknarlögreglumenn eru að vinna að málinu nú og samvinna milli lögreglunnar í Portúgal og í Englandi aukist til muna:"After a slow start, the police inquiry is a lot more focused and professional.

"There is a great deal of co-operation between the Portuguese and British police. There are likely to be further dramatic developments in the next few days.

"A lot of people will be surprised by what else is going to come out."

Dozens of British detectives have been drafted into the inquiry in recent weeks. Sources said 55 officers were now working on the case. 

Þetta ætti þá að slá á þær raddir, sem að mínu mati eiga skylt við veruleikafirringu, að portúgalska lögreglan sé gagngert að vinna í því að klína morðákæru á saklaust fólk.  Það voru margir betri kandídatar til að nota sem blóraböggla í byrjun þessarar rannsóknar en McCann hjónin.  Það er leitt að heyra að þetta fólk tengist þér persónulega Helga og sannarlega vona ég að þau reynist ekki sek um neitt misjafnt.  Þó ég hafi aðra tilfinningu og skoðanir á þessum málum en þú Helga þýðir það ekki að ég vonist eftir því að ég hafi rétt fyrir mér.... 

Hrafn (IP-tala skráð) 8.9.2007 kl. 02:16

16 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Skil þitt sjónarmið þó ég sé ekki sammála. Vona líka að þú hafir ekki rétt fyrir þér. Það væri skipbrot fyrir þá trú sem ég á ennþá á það góða í mannheimum.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 8.9.2007 kl. 03:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband