Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
26.4.2008 | 13:40
Bardagar
...mínir eru nú að mestu liðnir dagar, en einhvern tíma hefði maður nú kannski svarað þessari auglýsingu. Ha..? Nei nei, ég er ekkert hætt að drekka, mér finnst bara handónýtt að sitja með góðan drykk og fá ekki smók með... Það er líka orðið algengara að maður heyri að pöbbar hafi farið á hausinn hérna heldur en liðið sem stundar þá. Og þó eru víða flækjufætur...
Á launum við sumblið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.4.2008 | 11:59
Svarti hundurinn
...getur glefsað illa, það vitum við sem höfum haldið þannig hund. En mikið er hann Árni alltaf hugrakkur og yndislegur. Og svo skemmtilegur að maður kemst bara í gott skap við að hugsa um hann. Ég hlustaði á viðtalið við hann hjá Sverri og Halldóri um daginn og hann heillaði mig uppúr skónum sem aldrei fyrr, þessi 84 ára gamli mannvinur. Alltaf jafn fallegur líka.
Reyndar eru Sverrir og Halldór báðir í þeim stóra hópi sem hefur barist við þunglyndi. Það hef ég gert líka í yfir 20 ár, en ef fólk tekur meðulin sín samviskusamlega þá er hægt að lifa með þessu nokkurn veginn án leiðinda. Maður tekur þessu bara eins og hverju öðru hundsbiti, eins og sagt er.
En mikið hafa viðhorfin breyst á skömmum tíma. Ekki er langt síðan þessi sjúkdómur var svo mikið feimnismál að menn hefðu fyrr viðurkennt að vera með smitandi holdsveiki en að meðganga að þjást af þunglyndi. Reyndar er mér svolítið illa við að nota orðið þjást, því í raun þjást ekki margir af honum sem fá rétta meðhöndlun. Lang flest okkar lifum eðlilegu lífi og erum örugglega ekkert mikið leiðinlegri dags daglega en þeir sem hafa td sykursýki.
Lífið getur verið svo undur fallegt. Góða helgi, heimsljósin mín!
LIFI MÁLFRELSIÐ!
Barátta við þunglyndi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
25.4.2008 | 21:13
WELL DONE Lára! (a lot less cooked than burned, dear)
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 25.4.2008 kl. 10:01
Ég sé enga þörf á að umorða þetta eða ritskoða sjálfa mig frekar. Ég meinti það þegar ég sagði það, sagði það vegna þess að ég meinti það og er enn sama sinnis.
LIFI MÁLFRELSIÐ!
Hættir sem fréttamaður á Stöð 2 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
24.4.2008 | 10:32
Yndislega fólk
Óska ykkur öllum gleðilegs sumars og þakka stórskemmtileg samskipti, komment og kynni, rökræður og rifrildi, bros og hlátur á liðnum vetri.
Guð veri með ykkur öllum í leik og starfi - nú og ávallt!
LIFI MÁLFRELSIÐ!
Dægurmál | Breytt 25.4.2008 kl. 10:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
23.4.2008 | 08:33
Frábært viðtal!
Var að hlusta á viðtal Markúsar við þá Skúla Skúlason og Guðstein okkar Hauk á Rödd Alþýðunnar á Sögu. Ég sat eins og límd við lappann minn, því ekki aðeins var þátturinn stútfullur af frábærri umræðu þeirra allra þriggja heldur ekki síður; fullt af fréttum!
Ég spái því að þetta viðtal verði umræðuefni næstu daga og það á ýmsum vígstöðvum...
Það verður endurtekið kl 13 og 20. KVET YKKUR TIL AÐ HLUSTA!
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 08:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
23.4.2008 | 06:44
What's gayer than gay???? - Íslenska Júrólagið hahahaha
..."he looks like the only gay in the village from little britain funny though. this eurovision song contest gets more ridiculous year by year not a bad thing."...
..."this is the gayest thing i have ever seen in my life.
anyone find anything better and i will pay you.
but it is so great. and the accent
that just does it for me "...
Bara smá sýnishorn af mörgum drepfyndnum athugasemdum um Júrólagið okkar.
http://perezhilton.com/2008-04-22-this-is-not-a-joke-28#respond
Algert möst-sí fyrir íslenska Júrónöttara!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.4.2008 | 06:40
Heilinn í mér fer öðruvísi að
Hann setur einskonar sjálfsstýringu á fæturna á mér í átt frá leiðinlegum störfum og hefur leit að einhverju skemmtilegra að gera.
Það skýrir kannski hvernig umhorfs er hjá mér stundum; voða heimilislegt...
Leiðinleg störf setja heilann á sjálfstýringu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 06:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.4.2008 | 22:44
Heimsins þolinmóðasti eiginmaður
...á afmæli í dag.
Til hamingju með daginn, elskan!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.4.2008 | 22:19
SKÚLI MEÐ NÝJA BLOGGSÍÐU:
Skúli Skúlason hefur opnað nýja bloggsíðu á:
http://hermdarverk.blogcentral.is/
Ég endurtek fullan stuðning minn við Skúla og lýsi enn og aftur skömm minni á lokun vefsíðu hans á moggablogginu.
LIFI TJÁNINGARFRELSIÐ!
Friðarfundur á Íslandi? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.4.2008 | 21:22
SKÚLI SKÚLASON og GUÐSTEINN HAUKUR
..verða gestir Markúsar í Rödd Alþýðunnar á Útvarpi Sögu í fyrramálið milli kl 7 og 9!
Skúli varð fyrir barðinu á "ritstjórn" bloggsins, sem segist ekki stunda ritskoðun, heldur hafa lokað á hann að ráði lögfræðinga sinna og í fullu samráði við Skúla sjálfan. Heyrum hvað hann segir sjálfur um það.
Þar verður líka annar góður drengur, Guðsteinn Haukur Barkarson, súperbloggari og snillingur sem þekktur er fyrir allt annað en að tala tæpitungu um það sem honum finnst. Og málfrelsið er honum hjartans mál, eins og okkur flestum.
Skrítið að geta ekki sagt öllum.
HLUSTUM ÖLL!
Óánægja með lokun umdeilds bloggs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Ég endurtek (með nokkurn vott af hluttekningu, sem ég myndi ekki fyrir mitt litla líf viðurkenna upphátt) orð mín frá því í morgun hjá sveitunga:
Það hreinlega krulluðust upp á mér tærnar og mig langaði til að deyja fyrir hennar hönd. Verðskuldað og í hvelli. En þó ég hafi vorkennt henni í upphafi þá tók reiðin yfirhöndina í kjölfarið. Hvernig dyrfist hún að sverta heiður blaða- og fréttamanna með svona ótrúlega lágkúrulegri skrumskælingu á fréttamennsku? Svona gera leikstjórar, ekki fréttamenn með virðingu fyrir sannleikanum.
Og eins og þetta hefði ekki dugað á einum degi þá beit hún hausinn af skömminni með því að ljúga blygðunarlaus uppí opið geðið á fólki í annað sinn. Í það skiptið með því að segjast bara hafa verið að grínast. Ofboðslega hlýtur hún að halda að við séum heimsk. NEWS4U LÁRA: Við sáum hvað var í gangi og heyrðum hvað þú sagðir.
Lára skuldar fjölmiðlastéttinni afsökunarbeiðni og kollegum sínum á fréttastofunni að hún finni sér aðra vinnu. Það er engin keðja sterkari en veikasti hlekkurinn og með því að tapa trúverðugleikanum er hún orðin að keng sem þarf að hverfa.