Svarti hundurinn

Black...getur glefsað illa, það vitum við sem höfum haldið þannig hund. En mikið er hann Árni alltaf hugrakkur og yndislegur. Og svo skemmtilegur að maður kemst bara í gott skap við að hugsa um hann. Ég hlustaði á viðtalið við hann hjá Sverri og Halldóri um daginn og hann heillaði mig uppúr skónum sem aldrei fyrr, þessi 84 ára gamli mannvinur. Alltaf jafn fallegur líka. Heart

Reyndar eru Sverrir og Halldór báðir í þeim stóra hópi sem hefur barist við þunglyndi. Það hef ég gert líka í yfir 20 ár, en ef fólk tekur meðulin sín samviskusamlega þá er hægt að lifa með þessu nokkurn veginn án leiðinda. Maður tekur þessu bara eins og hverju öðru hundsbiti, eins og sagt er.Cool

En mikið hafa viðhorfin breyst á skömmum tíma. Ekki er langt síðan þessi sjúkdómur var svo mikið feimnismál að menn hefðu fyrr viðurkennt að vera með smitandi holdsveiki en að meðganga að þjást af þunglyndi. Reyndar er mér svolítið illa við að nota orðið þjást, því í raun þjást ekki margir af honum sem fá rétta meðhöndlun. Lang flest okkar lifum eðlilegu lífi og erum örugglega ekkert mikið leiðinlegri dags daglega en þeir sem hafa td sykursýki. Smile

Weekend 

Lífið getur verið svo undur fallegt. Góða helgi, heimsljósin mín! Heart

LIFI MÁLFRELSIÐ!

 


mbl.is Barátta við þunglyndi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Vonandi er bloggfærslan alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.

Markús frá Djúpalæk, 26.4.2008 kl. 12:45

2 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

NUNMarkús, ég hef ekki skoðanir nema ganga úr skugga um það fyrst að Morgunblaðið hafi þær líka.

Allur er varinn góður, sagði nunnan og setti smokkinn á kertið...

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 26.4.2008 kl. 12:56

3 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Alveg rétt, Keli, átsmarta kvikindið. Og passa að hann sé aldrei innilokaður og matarlaus. Þá fyrst fer hann að urra. Takk fyrir innlitið, vinur.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 26.4.2008 kl. 13:12

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Merkilegt mín kæra,held reyndar að flestir nútímamanngarmar kynnist þunglyndi einhvern tíman á ævinni, bara eins og ú segir, spurning hversu hart það leggst á hvern og einn og af hvaða rótum líka.Þú hefur áreiðanlega með grallaraskapnum í þér náð að vega eitthvað upp á móti, pillur duga nú aldrei einar og sér.

Magnús Geir Guðmundsson, 26.4.2008 kl. 16:53

5 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Mikið rétt, Magnús, Gralli góðvinur minn hefur oft létt mér (grísa)lundina.  

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 26.4.2008 kl. 17:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband