WELL DONE Lára! (a lot less cooked than burned, dear)

 

Ég endurtek (með nokkurn vott af hluttekningu, sem ég myndi ekki fyrir mitt litla líf viðurkenna upphátt) orð mín frá því í morgun hjá sveitunga:

Það hreinlega krulluðust upp á mér tærnar og mig langaði til að deyja fyrir hennar hönd. Verðskuldað og í hvelli. En þó ég hafi vorkennt henni í upphafi þá tók reiðin yfirhöndina í kjölfarið. Hvernig dyrfist hún að sverta heiður blaða- og fréttamanna með svona ótrúlega lágkúrulegri skrumskælingu á fréttamennsku? Svona gera leikstjórar, ekki fréttamenn með virðingu fyrir sannleikanum.

Og eins og þetta hefði ekki dugað á einum degi þá beit hún hausinn af skömminni með því að ljúga blygðunarlaus uppí opið geðið á fólki í annað sinn. Í það skiptið með því að segjast bara hafa verið að grínast. Ofboðslega hlýtur hún að halda að við séum heimsk. NEWS4U LÁRA: Við sáum hvað var í gangi og heyrðum hvað þú sagðir.

Lára skuldar fjölmiðlastéttinni afsökunarbeiðni og kollegum sínum á fréttastofunni að hún finni sér aðra vinnu. Það er engin keðja sterkari en veikasti hlekkurinn og með því að tapa trúverðugleikanum er hún orðin að keng sem þarf að hverfa.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 25.4.2008 kl. 10:01

Ég sé enga þörf á að umorða þetta eða ritskoða sjálfa mig frekar. Ég meinti það þegar ég sagði það, sagði það vegna þess að ég meinti það og er enn sama sinnis.

LIFI MÁLFRELSIÐ!

 


mbl.is Hættir sem fréttamaður á Stöð 2
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hvar endar frelsið?

Hrönn Sigurðardóttir, 25.4.2008 kl. 22:06

2 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Þetta er eitt af sárafáu sem ég tek alvarlega.

LIFI MÁLFRELSIÐ!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 25.4.2008 kl. 22:28

3 Smámynd: Halla Vilbergsdóttir

æi stelpan..ég vorkenni henni ég klárlega er ein af þeim sem allt læt flakka...en svosem ekki í ábyrgðarstöðu nema húsmóðir hehe en ég held eða allavega vona að hún hafi verið að gantast...finnst smá að hún sé samt að viðurkenna þetta með að segja af sér en  ég veit ekki....mundi allavega ekki vilja vera hún núna;) en kvitt kvitt þþú ert frábær

Halla Vilbergsdóttir, 26.4.2008 kl. 00:06

4 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Ég hef nú sjaldan séð annann eins ásetning; fyrst bankar hún karlmannlega á dyr glötunar og síðan brýst hún inn.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 26.4.2008 kl. 02:04

5 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Helga ????

Já en eru ekki fréttamenn oft svona fyrir útsendingar ? ... með eitthvað ottalegt bull ?... Í sannleika sagt þori ég ekki að dæma um það hvort hún sé að grínast eður ei en finnst hún sýna ábyrð með því að segja af sér.  

Brynjar Jóhannsson, 26.4.2008 kl. 12:01

6 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Brynjar: Ég var mörg ár í blaða- og fréttamennsku, ásamt ögn af þáttagerð. Svona vinnubrögð hef ég ALDREI séð áður og vona að ég sjái aldrei aftur.

Það voru einmitt svona spurningar eins og þínar sem ég óttaðist mest að almenningur færi að spyrja sig. Ég segi almenningur, því fjölmiðlafólk veit betur. En ég get alveg lofað þér því að svona bjánagangur er einsdæmi hér og afsögn Láru var óumflýjanleg.

Henni er sjálfsagt vorkunn, okkur verður öllum á og þá er í sjálfu sér lítið annað að gera en biðjast afsökunar, reyna að læra af mistökunum og halda svo ótrauður áfram. Lífið er fullt af spennandi tækifærum... til nýrra mistaka.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 26.4.2008 kl. 12:37

7 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Halla: Takk fyrir þetta, stelpuskott. Það er sko ekkert bara við ábyrgðarstöðu eins og "húsmóðir".. svo ekki sé nú minnst á "foreldri". Þar stendurðu þig líka pottþétt eins og herforingi! Mér finnst fátt skemmtilegara en skemmtilegt fólk og þeir sem tala á mannamáli og þora að "láta allt flakka" eru í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Velkomin í þann góða hóp, Halla mín, mér finnst þú líka frábær!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 26.4.2008 kl. 12:47

8 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Helga Guðrún ???????

 Er rangt að mér að efast ??? Finnst þér það virkilega vitlaus afstaða hjá mér að fullyrða ekkert og gríta ekki einhverja manneskju af óþörfu fyr en ég veit um hvað málið snýst og kynnt mér allt sem var í gangi ? Ég hef nú séð myndskot af fréttamönnum fyrir útsendningar og eiga þeir til með að láta ýmislegt ábyrðarlaust út úr sér. Mér finnst manneskjan hafa sýnt ábyrð með því að segja af sér því að það eru nú margir sem tækju það ekki einu sinni til greina.

Með fullri virðingu fyrir að þú sést blaðamaður ... þá EFAST ÉG UM ALLT SEM KEMUR FRAM Í FJÖLMIÐLUM , Af fenginni reynslu þá hef ég séð það að blaðamenn eru engu fróðari um tilveruna en ég sjálfur.

T.d byggir blaðamennska sem fjallar um erlend málefni fyrst og fremst um það að vera góður þýðandi. Stundum eru upplognar fréttir birtar í fjölmiðlum hérlendis og aldrei síðan leiðréttar. Mér nægir að nefna frétt sem byrtist af aröbbum sem voru að fagna því að turnarnir hrundu 11september en það hefur fengist sannað myndskotið var uppspuni og myndin er tekin úr brúðkaupi 10 árum aður. Sú leiðrétting kom aldrei fram í fjölmiðlum og engin blaðamaður virtist efast um þá lygi þegar hann fjallaði um hana. Stærstur hluti frétta sem ég sé hérlendis er lykta af grátbroslegum gúrkutíðaáróðri eins og nú þegar morgunblaðið ætlaði að gera stórmál úr því að bréfberi hafi gleymt einhverjum póstpoka á víðivangi. 

á sautjándu öld átti einhver maður að hafa sagt.

Maður sem les bara upp úr fjölmiðlum er fáfróðari en maður sem les aldrei neitt.Mér sýnist lítið hafa breist síðan þá

Annars

Gleðilegt sumar.  

Brynjar Jóhannsson, 26.4.2008 kl. 14:15

9 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Brynjar: Takk fyrir mjög gott komment. Það er alveg rétt hjá þér; þú átt að efast og spyrja útí það óendanlega og mynda þér sjálfstæða skoðun út frá bestu fáanlegu heimildum. Og jafnframt vera reiðubúinn að skipta um skoðun ef aðstæður breytast... og jafnvel þó þær breytist ekki neitt. Það er merki um þroska og víðsýni þegar fólk er opið og tilbúið að taka við nýjum hugsunum og hlusta ný sjónarmið og fersk rök. Skoðanir geta verið eins margar og mennirnir sem hafa þær og oft eru "margir sannleikar" í sama máli. Sannleikurinn er nefnilega hvergi nærri svart-hvítur.

Það er líka alveg rétt að því miður eru ekki allar fréttir réttar. Sumar meira að segja kolrangar. En það er betur fer undantekningin. Á þeim stöðum sem ég hef unnið var aldrei sett út frétt nema hún væri talin, og eftir okkar bestu vitneskju) rétt og sönn. Allir mínir kollegar hafa svo ég viti verið strangheiðarlegir í skrifum sínum og fréttaflutningi. Það er heiður að veði. Síðan lýsa menn skoðunum sínum í pistlum og greinum sem þeir skrifa oftast undir nafni, en þannig skrif flokkast ekki undir fréttir. (Þó mjög oft séu þau full af fréttum).   

Mér þykir mjög vænt um heimsóknina, Brynjar. Þú ert bæði skemmtilegur og kurteis og eins langt frá að vera einstrengingslegur og hugsast getur. Ófeiminn við að segja skoðanir þínar og verja þær með rökum ef með þarf. Kemur oftar en ekki með ferska hlið á málum sem maður vissi ekki að hefðu fleiri hliðar... Svona menn er gaman að fá í kaffi, komdu sem oftast.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 26.4.2008 kl. 15:45

10 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Takk fyrir málefnalegar umræður Helga....

Mig langar nú samt að ræða meira við þig um fjölmiðla því ég hef mjög sterkar skoðanir á þeim og hvert hlutverk þeirra eru. Ég efast ekki um að flestir fjölmiðlamenn séu stálheiðanlegir og geri sitt besta að útskýra sína upplifun í einu og öllu. Takktu samt mið á því að upplifun fólks á hlutum eru eins misjöfn og hugsast getur og er það mín skoðun að hið sama gildi um fjölmiðlamenn. Besta dæmið um misjafna upplifun er að finna úr nýja testamenntinu þegar Lærisveinar jesúsar voru að lýsa sinni upplifun á því hvað gerðist fyrir Jesú á sínum áhveðnu augnablikium. Meðan kannski einn Lærisveinninn sagði að djöfullinn hafi farið í gegnum sál hans þegar haninn gall þrisvar og jesú var svikin, þá lýsti annar lærisveinninn frá þessum sama viðburði á allt annan máta og laus við alllt ofstæk. Hið sama gildir um blöðinn. T.d greinir Dv og stöð tvö allt öðru vísi frá þeim óeirðum sem gerðust á milli vörubílsstjóra lögreglumanna en t.d morgunblaðið eða ruv. Þeir voru þvi eins og lærisveinarnir að reyna að greina frá því sem þeir sáu en byrtingarmyndir þeirra voru ótrúlega fjölbreittar af sama málinu.

Ég er og verð alltaf mjög efins um hlutleysi blaðamennsku því mér finnst þeir oft á tíðum hafa brugðist hlutverki sínu á svo skammarlegan hátt að ég hálf pirrast við tilhugsunina. Nærtækasta dæmið er um aðhaldsleysið sem þeir veittu bönkunum á sínum tíma þegar íbúðarlán var gefið frjálst og bankar fengu að keppa við íbúðarlánasjóð. Á þeim tíma fannst mér að það átti að streyma gagnríni fjölmiðlamanna á þessa aðgerð sem framin var að hálfu stjórnvalda og gagnrína hana eins mikið og auðið er. Þeir áttu að vekja athygi á því Að þegar bankanir fengu samkeppni við íbúðalánasjóð á sínum tíma varð þess valdandi að bankanir græddu á tá og fingri en íbúðarverð rauk upp úr öllu valdi. Ég varð virkilega reiður því að þetta er án nokkurs vafa ein mesta kjaraskerfing sem framin hefur verið fyr eða síðan á íslenskum almúgamanni. MÍn upplifun var sú sú að fjölmiðlar veittu ekki bönkunum það aðhald sem mér finnst að þeir ættu að fá var EINFALDLEGA VEGNA ÞESS að á sama tíma AUSAÐI BANKINN PENINGUM Í FJÖLMIÐLA í formi auglýsinga.  Það er algild regla að  það er ekki slegið á hendina sem fæðir þig og því steinhéldu fjölmiðlar kjafti yfir því að veita  bönkum það aðhald sem hann átti að fá.

Einnig veit ég það sjálfur því ég á fjölmiðlafólk sem mjög góða vini að t.d sá aðili sem auglýsir í blöðum fær oft meiri umfjöllun í blaðinu. Þar að leiðandi mun ég aldrei taka neinu trúanlegu nema mögulega veðurfréttum nema að ég hafi myndað mér einhverja raunverulega skoðun um það sjálfur.

Það sama gildir um þessa fréttakonu. T.d finnst mér hálf furðulegt að hún þurfi að svara til saka og vera rekin en það STEINGLEYMIST AÐ HÚN VAR AÐ TALA VIÐ EINHVERN Á SAMA TÍMA ?  ef við segjum sem svo að þetta hafi allt verið satt sem þú villt halda fram er þá ekki rétt AÐ SÁ SEM HÚN TALAÐI VIÐ SÉ LÍKA DREGINN INN Í UMRÆÐUNA OG LÁTIN SEGJA AF SÉR ?  Nei í staðin fyrir það SKJÓTUM VIÐ SENDIBOÐANN en látum þann sem hún talaði við eiga sig sem gæti jafnvel verið sekari en hún í þessu máli. 

Hitler myrti aldrei einn einasta mann  en það er nú samt meira honum að kenna hvernig fór fyrir gyðingum en þeim sem drápu þá.

Ég vona að þú takir harðyrði mín í garð ekki persónulega því það er ekki takmarkið.

Eigðu góðar stundir.  

Brynjar Jóhannsson, 26.4.2008 kl. 20:23

11 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Brynjar, því fer fjarri að ég taki vangaveltur þínar, spurningar eða gagnrýni persónulega. Og þetta finnst mér ekki harðyrði heldur fullkomlega eðlilegar og réttlætanlegar hugrenningar manns sem lætur sig málin varða. Ég hef ekki verið búsett á Íslandi í 7 ár svo mig langar pínulítið að biðja einhvern úr fjölmiðlastéttinni heima, sem kynni að vera málið kunnugt eða skylt, að svara þér með þann þátt bréfsins.  

Ég ætla að fá að svara þér á morgun um Lárumálið (eða Lárubálið, fyrir þá sem álitu þetta nornarbrennu) og skoðanir mínar á því og öðru beintengdu. Þetta er nefnilega of mikilvægt efni til að ræða það í glasi eftir miðnætti á laugardagskveldi. Skilurðumigelskan? *BlikkBlikk* wink.jpg

drinksAlcoholweekend

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 27.4.2008 kl. 00:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband