Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007
28.8.2007 | 02:52
BERAST NÚ BROTHLJÓÐ FRÁ GLERHÚSUM
Bara til að fækka í mótmælendakórnum sem bíður hér með með hvíta hnúa og önnur barefli; mæli nú sá hæst sem hvergi hefur manni hallmælt, hvorki í máli sínu né skrifum.
Það var verið að ráða Reyni Traustason sem annan ritstjóra DV. Fyrir var þar, og verður, Sigurjón M. Egilsson. Nú vill svo til að ég kannast vel við báða þessa menn sem gamla kollega. Það er því af reynslu sem ég fullyrði að betri, vinnusamari og heiðarlegri blaðamenn eru vandfundnir á Íslandi. Ég var vitni að því hversu gríðarlega mikla undirbúningsvinnu þessir menn lögðu á sig til að allir sjáanlegir fletir málanna kæmu sem gleggst fram hverju sinni og sannleikurinn yrði sagður, hvernig sem hann hljómaði.
Fréttamennskan sem slík er pólitísk fram í klær. Ekki þó flokkalega séð, heldur í mati fólks á því hvað má segja, hvenær, hvar og hverjum. Um það verðum við seint öll sammála. Það er líka í góðu lagi, mikið voðalega væri heimurinn snautlega leiðinlegur er við værum öll sammála um allt. En það er nauðsynlegt að eiga val. Þeim sem einungis vilja heyra ávæning og sögusagnir er ennþá frjálst að glugga bara í það sem troðið er inn um bréfalúguna hjá þeim eða fara í te og ristað hjá Stínu á móti og fá allan gúmorinn í skjóðu merktri: Sjaldan lýgur almannarómur.
Það er gott að eiga val.
Nýr ritstjóri DV | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
24.8.2007 | 02:22
SKANDALLINN ER SKEYTINGALEYSIÐ
Ég veit að að fyrirsögnin Bannað að reykja í eigin garði hljómar illa og nú hnussar örugglega í mörgum. Og sem hrokafullur reykingaglæpon, þá myndi ég nú bara glotta að Nonna nöldrara í næsta húsi ef hann ætlaði að fara að grenja yfir því þótt ég kveikti mér í réttu í sólstólnum mínum.
En EF þessi Nonni hefði svo mikið ofnæmi fyrir reyk að hann þyrfti GRÍMU til að komast frá útidyrum heimilis síns að bíl sínum vegna reykinga minna í garðinum... þá myndi ég nú, og held ég flestir, sýna þann lágmarks grannavinskap og kurteisi að reykja einfaldlega annars staðar á heimilinu. Nema kannski þegar vindáttin væri hagstæð og þú vissir að hann væri ekki væntanlegur heim á næstunni...
En ekki þessi sjálfselska, bitra kona. Hún ætlar að vísu að virða dóminn, en hún ætlar samt að reykja eins nálægt heimili mannsins og henni sé unnt, miðað við þær takmarkanir sem á hana voru settar!
Svona reykingafólk kemur óorði á reykingafólk!
Bannað að reykja í eigin garði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.8.2007 | 00:13
EFTIR HVERJU ERUÐ ÞIÐ AÐ BÍÐA?
Fyrr má nú vera mannvonskan, og ekki mikil samúð með rónavini mínum sem, eftir að hafa lagt á sig tveggja tíma vinnu í betli, launuðu götumunnhörpuspili eða götusöng, og hafa gengið niður millimetra af sólunum sem áttu ekki marga millimetra eftir í heildina... eftir allt þetta erfiði á einum heitasta sumardegi reykvísks gróðurhúsaveðurs, þá hafði hann náð saman tvöhundruðkalli í krónum af nískum samborgurum sínum sem þó höfðu fundið hjá sér þörf til gjafmildis á þessum glóheita degi... hann viktar með sér kostina í stöðunni; einn þriðji úr sómasamloku, eða ískaldur öllari úr aussanum til að svala þorstanum... hann ákveður sig... og fær hann VOLGAN!!:
Volgan af því að Villi sagði það, sögðu menn og allir héldu að hann hefði fengið sólsting en nú...:
Borgarstjóri segir núna að það sé sér að meinalausu að umdeildur vínkælir í ÁTVR við Austurstræti í Reykjavík yrði settur upp aftur... svo áður en honum snýst hugur...:
UPP MEÐ KÆLANA!! --- NIÐUR MEÐ FORNALDARHUGSUNARHÁTT OG FORRÆÐISHYGGJU Á TÍMASKEKKJUFLAKKI!!!
Borgarstjóri: Mín vegna má setja kælinn upp aftur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.8.2007 | 02:49
HVAR VAR ÓLAFUR HELGI?
Bill Murray gripinn drukkinn á golfbíl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.8.2007 | 13:06
SAGÐI GUNNAR SORRY?
Kevin Rudd fór blindfullur á strippbúllu, en viðurkenndi mistök sín og baðst afsökunar. Hann á enn möguleika á að verða forsætisráðherra. Gunnar Birgisson fór líka blindfullur á strippbúllu. Reyndi fyrst að ljúga það af sér en sagði svo að okkur kæmi það ekki við. Hann verður aldrei forsætisráðherra. Það er ekki sama að vera Ruddalegur og ruddalegur.
Baðst afsökunar á heimsókn á nektardansstað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.8.2007 | 13:34
BRUNASTIGINN VAR ÚR TIMBRI
Nú var að koma fram sú ótrúlega frétt frá hótelbrunanum í Cornwall að maðurinn sem lét þar lífið í nótt, henti sér út um glugga brennandi byggingarinnar vegna þess að brunastiginn á bakhlið hótelsins var úr timbri og eitt það fyrsta sem varð eldinum að bráð!
Maður er orðlaus.
Eldur kom upp á hóteli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.8.2007 | 11:42
EKKI FARA TIL JAMAICA
Rétt í þessu var verið að vara Breta við að fara EKKI til Jamaica næstu daga, þar bíða menn komu fellibylsins Dean, sem reiknað er með að verði gríðarlega öflugur. Ekki veit ég hversu margir, ef einhverjir, Íslendingar hyggja á frí til Karabíska hafsins nú um eða uppúr helgi, en ástæða er fyrir fólk að kynna sér málið, og íslenska fjölmiðla að vara fólk við. Fellibylur þessi, sem flokkaður er á stærðargráðunni 4, fyrir þá sem það þekkja, er talinn verða mannskæður og geta jafnað byggingar við jörðu þar sem hann nær hámarki sínu eftir helgi.
Enn er leitað 6 manna eftir hótelbrunann í Newquay (frb.Njúkí) í Cornwall í nótt, þar sem einn maður lét lífið og fjórir særðust. Vonast er til að þeir hafi verið úti þegar eldurinn kom upp rétt eftir miðnætti, og verið er að kalla eftir að þeir gefi sig fram svo hægt sé að útiloka að þeir hafi látist í eldsvoðanum. Fjögurra hæða Penhallow hótelið er nú nokkurnveginn hrunið til grunna. Ekki hefur verið greint frá ástæðu brunans.
Einn lést og sex saknað eftir hótelbruna á Englandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.8.2007 | 08:53
FÖÐURMINNING FRÁ PABBASTELPU
Í kvöld kveiki ég á kertum við mynd yndislega pabba míns, sem lést þennan dag fyrir 22 árum.
Með óendanlegu þakklæti, virðingu og takmarkalausri ást. Frá Helgu litlu pabbastelpu.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
15.8.2007 | 04:02
MOGGABLOGGSRITSKOÐUNARYFIRSTJÓRNARNEFNDARMENN, ÉG KREF YKKUR SVARA!
Að gefnum tilefnum, þá spyr ég ykkur fyrir mína hönd og annara bloggskrifara:
1. -Hvað megum við skrifa um og hvað ekki?
2. -Hvar liggja mörkin og hver setur þau?
3. -Er gagnrýni á Moggabloggið, Moggann eða þá sem þar starfa eða stjórna, bönnuð?
4. -Er bannað að grínast með fréttir mbl.is?
5. -Má setja út á suma pólitík en ekki aðra, og þá hverja og hverja ekki og af hverju?
6. -Má tala illa um suma menn en ekki aðra, og þá hverja og hverja ekki og af hverju?
7. -Hvað þurfa margir, ef einhverjir, að kvarta yfir tengingu bloggfærslu við frétt til að tengingin sé rofin, eða er það geðþóttaákvörðun Stóra Nafnsins í fyrirsögninni hér að ofan?
8. -Hversu mörg gul spjöld megum við fá áður en okkur er sýnt rauða spjaldið og vísað af velli?
9. -Ætlar mbl.is að beita sér fyrir því að tekin verði upp ritskoðun á Íslandi umfram það sem stjórnarskrá landsins kveður á um?
10. -Hefur Stóra Nafnið leitað álits lögfræðinga á stöðu sinni ef til þess kæmi að útstrokaður skrifari kærði skerðingu á tjáningarfrelsi sínu?
VIÐ BÍÐUM SVARA!
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 04:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
15.8.2007 | 01:55
HENRY - BEITTASTI HNÍFURINN Í SKÚFFUNNI
Bloggið hér að framan tileinka ég Bolnum. http://blogg.visir.is/henry
Ég tek undir spurninguna:
-Af hverju var lokað á hann?
Mér finnst þessi vikuvinna hans alger snilld!
(Þori að veðja að það líður ekki langur tími þar til einhver vísar í þessa "rannsókn/tilraun" í lokaritgerð frá H.Í.)
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 02:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)