Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

WHAT ELSE IS NEW?

Það geta ekki allir verið 90-60-90 eins og ég! Whistling Tounge


mbl.is Kúluvömbin óholl hjartanu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

KVALAFULLT AÐ LESA SVONA

Maður er orðinn svo bólusettur sálarlega fyrir öllum þeim viðbjóði í þessum heimi sem maður les daglega í fréttum að fátt kemur manni virkilega úr jafnvægi. Ég er hvorki sálfræðingur né séní, en ég giska á að þetta sé eitthvað varnarmekanik hjá manni til að brotna hreinlega ekki saman í hvert sinn sem maður opnar dagblað eða heyrir fréttir. En þessi voðafrétt var svo hryllileg að ég hreinlega grét við lestur hennar. Þetta er eitthvað það allra átakanlegasta sem ég hef lesið lengi.
mbl.is Egypsk stúlka lést af völdum kynfæraskurðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HVAR ER FRÉTTIN?

Ég er kannski bara svona gamaldags, en ég hélt að segði sig nokkurn vegin sjálft að fólk gæfi kynlíf með öðrum en maka sínum uppá bátinn þegar það gifti sig eða kvæntist. Kynlíf með manneskju af sama kyni ætti því að lúta sömu lögmálum, og óþarfi að taka það sérstaklega fram.
mbl.is Angelina fórnaði ærslunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SILLY ME

Hermannaveiki sem leggst á lungu? Jahérna, og ég sem hélt að hermannaveikin væri bundin við Reykjavíkurdætur þegar herskipin leggjast að bryggju og kátir dátar ganga frá borði í veiðivon. Þau bregðast líka sjaldan aflabrögðin á þeim miðunum, enda kvótalaus með öllu og stofninn vænn. Og þeir fiska sem róa.


mbl.is Íslendingur greindist með hermannaveiki
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

-HVAÐ SÖGÐU SKEYTIN?

Ég hef verið að fylgjast með umræðunni um óveðrið á Veðurstofunni undanfarna daga. Aðallega gegnum skrif hjá bloggvini mínum og sveitunga, JensAlmáttugum, og sýnist þar sitt hverjum eins og gengur.

En mér datt í hug í framhaldi af því, að á æskuheimili mínu var þess ávallt gætt að alger þögn ríkti í eldhúsinu meðan veðurfréttir voru lesnar. Bændur urðu að heyra spána. En ef einhver missti af veðurfregnunum þá var aldrei spurt hvernig spáin hefði verið, heldur "-hvað sögðu skeytin?".

Gaman væri að vita hvort þetta hafi verið bundið við Skagafjörðinn, eða hvort þetta hefði verið sagt víðar. Ég heyri þetta allavega ekki sagt lengur.

 


TRACES OF BLOOD - EKKI BLÓÐSLÓÐ

Óskaplega finnst mér leiðinlegt að lesa fréttir sem þýddar eru af blaðamönnum sem kunna ekki málið sem þýtt er úr. Í þessu tilfelli er það hreinlega grátlegt hvernig fréttin er gerð svo kolvitlaus að ekki stendur steinn yfir steini. Ef þessi blaðamaður væri einhvers staðar annarstaðar en á Mogganum, þá yrði hann látinn hætta. En hann heldur því miður sennilega áfram að skrifa nafnlaust og segja okkur rangt frá. Örugglega ekki viljandi, hann er bara alls óhæfur í þessu starfi og yfirmenn hans ættu að sjá til þess að hann verði í öllu falli ekki látinn þýða fleiri fréttir.

Hið rétta í málinu er að breskir sérfræðingar fundu leyfar af agnarsmáum blóðdropa á vegg herbergisins þar sem Maddie litla svaf í þegar henni var rænt. Engin blóðslóð liggur frá hótelinu. Þýðandinn á Mogganum hefur haldið að "traces of blood" þýddi að elta mætti blóðslóðina úr herberginu og útúr hótelinu, sem er auðvitað fjarstæða.

MaddieNú á laugardaginn eru liðnir 100 dagar síðan litla stúlkan hvarf. Vissulega hafa foreldrar hennar sætt gagnrýni fyrir að hafa sýnt það dómgreindarleysi að skilja börnin eftir sofandi og gæslulaus í íbúðinni meðan þau snæddu á útiveitingahúsi í 30 metra fjarlægð. Það þarf þetta blessaða fólk að lifa með alla ævi og sektarkenndin nagar þau hverja sekúntu, ofan í lamandi sorgina.

Steininn tekur þó úr í þessari fréttaómynd þegar blaðamaðurinn þýðir það svo að lögreglan í Portúgal hafi þessa nágranna mína (fjölskyldan býr í hálftíma fjarlægð frá okkur hér) grunaða um að hafa ekki hreint mjöl í pokahorninu. Það er fullkomlega fjarstæða og ég var rétt í þessu að sjá viðtal við McCann hjónin þar sem þau eru niðurbrotin og örþreytt, en ákveðnari sem aldrei fyrr að hætta ekki leitinni að dóttur sinni fyrr en hún finnst. Þau sögðu að portúgalska lögreglan væri í góðu og stöðugu sambandi við þau og að hún segði þeim að þeir leituðu enn að lifandi barni, en ekki líki. Guð gefi að þeim verði að ósk sinni og þeir finni þetta litla, fallega barn á lífi.


mbl.is Telja að Madeleine hafi verið myrt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ENN EINU SINNI ELTIR LÖGREGLAN UNGAN MANN TIL DAUÐA

Hvað þarf þetta að gerast oft til að megi fara að ræða það?

Blessuð sé minning piltsins og samúðarkveðjur til þeirra sem um sárt eiga að binda.


mbl.is Banaslys á Laugarvatnsvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

NOSTALGÍA MIÐALDRA MÓÐUR

Verslunarmannahelgin er að baki, reyndar fór hún að mestu framhjá okkur hér í útlöndum. Ekki helgin sjálf auðvitað, hennar nutum við hér í blíðunni, m.a. með að bjóða góðum vinahjónum okkar í íslenska lambasteik með brúnuðum kartöflum, rjómasósu, íslenskri rabbabarasultu og öðru góðu meðlæti. Drukkum "dýrt" rauðvín með sem kostaði heilar 700 krónur í Co-Op, þar sem meðalverð er um 400 krónur fyrir gott matarvín. Borðuðum svo úti í bakgarðinum í 22ja stiga hita klukkan 8 um kvöldið. Röbbittinn! Röbbittinn!  Tounge

Maður er orðinn svo rosalega ráðsettur og rólegur á efri árum, en sú var nú ekki raunin hér áður fyrr meðan maður var (barn)laus og liðugur og lífið eitt látlaust laugardagskvöld. Man þá gömlu góðu daga þegar tjaldað var við Miðgarð og djammað út í eitt alla helgina og rétt skroppið heim til að fá sér eitthvað ætilegt og skjótast í sturtu. Eða verslunarmannahelgina sem ég eyddi uppi í Reykholtsdal hjá vinum mínum Óla og Gerðu á Bergi. Þar var sko aldeilis stuð og stemning; mikið drukkið, mikið sungið og mikið riðið út. Og örugglega mikið fleira af mörgu öðru sem orð eru ekki gerandi á hér. Já, í þá gömlu góðu daga.

Hagyrðingasamkoman í Borgarfirði Eystri var það sem helst hefði heillað mig á Íslandi um nýliðna helgi. Það er eitthvað við vísurnar sem er í senn heillandi, grípandi, rómantískt, mystískt, spennandi og óvænt. Ég hef sennilega fengið þennan vísnavírus með móðurmjólkinni því ég byrjaði kornung að safna vísum, stökum, limrum og ljóðum. Man sérstaklega eftir neyðarlegu kæri-guð-láttu-mig-hverfa-núna mómenti þegar ég var ca 12 ára og pabbi heitinn fann stílabókina mína með um 600 númeruðum klámvísum sem ég hafði safnað og skrifað niður með blýanti.

Hvað varð svo síðar um þá bók, ásamt öllum hinum vísnabókunum mínum veit ég því miður ekki. Það var stórt safn og merkilegt, enda hefur aldrei verið skortur á hagyrðingum í Skagafirði. Löngu seinna startaði ég svo vísnaþætti í Vestfirska fréttablaðinu, sem naut mikilla vinsælda. Að öðrum hagyrðingum þar vestra ólöstuðum er mér minnistæðastur Elís Kjaran, en hann var endalaus uppspretta af snjöllum tækifærisvísum. Af snillingum af heimaslóðum er af nógu að taka, en þar voru Jói í Stapa og Kiddi í Gilhaga í sérstöku uppáhaldi.

Það er við hæfi að enda þetta skraf um vísur og verslunarmannahelgar á limru sem ég hef lengi haft dálæti á og tileinka hér manninum mínum yndislega, sem tókst það sem engum öðrum hafði áður tekist; að temja eina tryppið frá Vallanesi sem Eiríkur náði aldrei að gera bandvant. 

Pabbi og RósinÉg aðhefst það eitt sem ég vil,

og því aðeins að mig langi til.

En langi þig til

að mig langi til

þá langar mig til svo ég vil.

 

 


HREINT ÓTRÚLEGUR BJÁNASKAPUR..

Mac.med.bjor... eins og svo margt annað hjá þessum apakattadýragarðsbörnum sem sett eru í það djobb að hafa vit fyrir fullorðnum Íslendingum. Hér í Englandi ætluðust fávísir stéttbræður apanna til að fólk hætti bara að reykja og allir myndu sitja sælir og sáttir við sínar kollur á umhverfisvænum hverfispöbbunum. Það var auðvitað misreiknað eins og flest hjá þessum yfirborguðu jakkafatatrúðum. Þeir pöbbar sem ekki hafa bjórgarða og útihúsgögn húrra nú á hausinn hver af öðrum og götudrykkja og útifyllerí fullorðinna horfir til vandræða. Svo ekki sé nú minnst á sóðaskapinn af filterum og glerbrotum sem nú er aðal dekkorinn í kringum H+E.uti.ad.bordastaði sem áður voru spikk og span. Svona "nanny state" fíflagangur er ekki til annars en að pirra fólk sem annars er seinþreytt til vandræða.

 (Myndir: 1. Mack nágranni okkar brosir út að eyrum, enda með kolluna sína. Hann reykir ekki og segist vera orðinn einmana. 2. Við hjónin að njóta góðra veitinga á matsölustað meðan ennþá mátti reykja innandyra. Núna eigum við Jameson á heimabarnum.)  


mbl.is Bannað að taka drykki með sér út af veitingastöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband