9.5.2008 | 14:17
Varlega - varlega - varlega!
Bróðir minn, sem er kennari í Mosfellsbæ og ökukennari að aukastarfi, sagði mér litla sögu síðast þegar ég kom í heimsókn. Hann á tvær yndislegar dætur frá fyrra hjónabandi og hafði verið með aðra þeirra í ökutíma. Í lok tímans lét hann stúlkuna aka að heimili hennar og leggja á bílastæðinu fyrir framan blokkina. Eftir stutt spjall stigu þau bæði út úr bílnum og brósi gekk hringinn að bílstjórahurðinni, gaf dóttur sinni koss og faðmaði hana innilega að skilnaði. Þegar hann var sestur undir stýri kom hann auga á vandlætingarfull andlit úr þremur gluggum blokkarinnar og áttaði sig á því hvernig þetta gat litið út fyrir þá sem ekki vissu að ökukennarinn var að kveðja dóttur sína, en ekki bara nemanda sinn.
Ráðið
Ef ætlarðu að svívirða saklausan mann.
Þá segðu aldrei ákveðnar skammir um hann.
En láttu það svona í veðrinu vaka,
þú vitir að hann hafi unnið til saka.
**
En biðji þig einhver að sanna þá sök,
þá segðu að til séu nægileg rök.
En að náungans bresti þú helst viljir hylja,
það hljóti hver sannkristinn maður að skilja.
**
Og gakktu nú svona frá manni til manns,
uns mannorð er drepið og virðingin hans,
og hann er í lyginnar helgreipar seldur
og hrakinn og vinlaus í ógæfu felldur.
**
En þegar svo allir hann elta og smá,
með ánægju getur þú dregið þig frá
og láttu þá helst eins og verja hann viljir
þótt vitir hans bresti og sökina skiljir.
**
Og segðu hann brotlegur sannlega er
en syndugir aumingja menn erum vér
því umburðarlyndið við seka oss sæmir
en sekt þessa vesalings Faðirinn dæmir.
**
Svo leggðu með andakt að hjartanu hönd
með hangandi munnvikjum varpaðu önd
og skotraðu augum að upphimins ranni
sem æskir þú vægðar þeim brotlega manni.
**
Já hafir þú öll þessi happsælu ráð
ég held þínum vilja þá fáir þú náð.
Og maðurinn sýkn verði meiddur og smáður
en máske að þú hafir kunnað þau áður.
***(Höf: Páll J Árdal)
******
Svari nú hver fyrir sína samvisku.
Fagráð ræddi ekki við meintan þolanda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Einmitt Helga mitt fagra skott.. þetta sýnir einmitt hve fljót við erum ætíð að dæma fólk út frá því sem virðist vera og oft án þess að hafa grænan grun um hvað liggur að baki því sem við oft sjáum.
Snilldar vísa þarna með færslunni .. Knús í helgina þína mín ljúfa og njóttu vel!
Tiger, 9.5.2008 kl. 14:25
Hehe... þetta hefur bjargað deginum hjá þeim vandlætingarfullu.
Gunnar Th. Gunnarsson, 9.5.2008 kl. 14:28
Það er mikið til í þessu. Hugsum aðeins áður en við dæmum.
Markús frá Djúpalæk, 9.5.2008 kl. 14:29
Mig langar voða mikið að fá að vísa hérna til færslu hjá góðum bloggvini mínum. Ég hef sjaldan eða aldrei lesið færslu sem ég hef verið meira sammála. Skyldulesning: http://valli57.blog.is/blog/valli57/
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 9.5.2008 kl. 15:27
Ó Helga
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 9.5.2008 kl. 15:40
Málin eru mörg og misjöfn. Fritzl fjölskyldan og þeir sem þar þekktu til dæmdu greinilega ekki nógu hratt eða ákveðið. Byrgismálið, Breiðavíkurmálið og fjölmörg önnur mál gengu lengi án þess að neinn sagði neitt, en grunaði margt. Afleiðingarnar eru skelfilegar. Hér er verið að saka fólk um að drepa mannorð. Hvar liggur línan?
linda (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 15:43
Mér finnst það skelfileg tilhugsun ef þróunin verður sú að karlmenn hætti að þora að faðma, hvort sem það er dætur sínar og syni, vinkonur þeirra og vini, vini sína og vinkonur af ótta við að fá tortryggileg augnaráð eða godforbid verið sakaðir um kynferðislega áreitni.
Eins og góður vinur minn sagði við mig áðan: "Þetta er að verða þannig að maður þorir ekki að sýna börnunum sínum blíðuhót á almannafæri. Það er eiginlega orðið þannig að enginn er saklaus í svona málum fyrr enn sektin er afsönnuð."
Að dæma saklausan mann sekann er ennþá verra en að sekur maður sleppi.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 9.5.2008 kl. 16:15
Eins og þú veist Helga Guðrún mín, þá þarf ég ekkert að varast, myndi til dæmis alls ófeimin kyssa þig innilega og faðma fyrir framan alla íbua litla þorpsins þíns án þess að flikna og þótt þú sért nú ekkert dóttir mín síðast þegar ég vissi!En get ekki séð að þú látir nafn höfundarins að kvæðinu hér góða fylgja, sem var páll J. Árdal?
Magnús Geir Guðmundsson, 9.5.2008 kl. 16:22
Ég er fullorðin kona og mikill faðmari, Magnús minn, svo þú þyrftir örugglega ekkert að óttast úr þeirri áttinni. -En hvað finnst þér um ef þú fengir vandlætingarfullt augnarráð ef þú faðmaðir t.d. bróðurdætur þínar?
Takk fyrir ábendinguna um höfundinn.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 9.5.2008 kl. 16:45
Sæl aftur ljúfan, mig minnir að þetta sé eftir Pál., er samt ekki alveg viss.
Blessuð vertu, hef nú orðið var við það einvhern tíman, en ekki kippt mér upp við það.
Svo klappa ég´ófeimin hinum og þessum dömunum óhræddur á ýmsa staði og þær mér þá bara til baka, við ómælda hrifningu viðstaddra ef einvherjir eru!
Magnús Geir Guðmundsson, 9.5.2008 kl. 17:01
Hahaha .. ég er sko ófeiminn við að taka fram pískinn og flengja systur og frænkur, sem og aðra ættingja - án þess að hafa áhyggjur af því hvað nágrannakerlan heldur, en ég reyni samt að hafa það innandyra sko!
Reyndar er ég sannarlega ekki feiminn við knúserí, er mikill kelikarl og dúllari - en ættin er öll alin upp í góðri siðsamri snertingu og nálægð við náungan. Tilfinningar eiga að tjást með fallegri snertingu... wúhahhaaa!
P.s. hendum magnúsi út og knúsumst svo smá.. hell no .. KNÚSUMST HELLING!
Tiger, 9.5.2008 kl. 17:37
Þetta er hárrétt hjá þér Magnús minn! (shit... þetta var erfitt)
Gunnar Th. Gunnarsson, 9.5.2008 kl. 17:52
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 9.5.2008 kl. 18:54
Ég skoðaði skyldulesningu sem að minnst er á í nr.4 og hann vísar á þig aftur. Nú er ég búinn að þvælast á milli í tæpa þrjá tíma, er eitthvað að marka þetta?,mér finnst þetta alltaf eins.
Yngvi Högnason, 9.5.2008 kl. 21:05
Hann laumaðist til þess seinna, Yngvi. Við biðumst forláts á því að eyða tíma þínum í svona fáránlegt milliflakk. Vona að þú hafir allavega haft gaman og gott af fyrstu ferðinni. Ég býð þér drykk í sárabætur.. og vegna þess að örlæti minn finnur sér lítil takmörk þá ég best að skilja ekki hina útundan.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 9.5.2008 kl. 21:22
Þetta gæti allt misskilist....
Markús frá Djúpalæk, 9.5.2008 kl. 22:05
Hvað gæti misskilist, Markús minn...? Úúú nú er maður smeykur...
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 9.5.2008 kl. 22:37
Ég sagði að vísu örlæti minn í stað fyrir mitt.. en varla ætlarðu að fara að nudda mér uppúr því á aftanverðu föstudagskveldi..?? Þér er svo sem til alls trúandi sko.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 9.5.2008 kl. 22:41
Fúlt fyrir 'zuma' þegar 'hinir' fá allt gott votara en vott, óvottað.
Magnús & Gunnar sammála, má ekki steintafla þann part í athugasemdarkerfinu ?
Steingrímur Helgason, 9.5.2008 kl. 22:43
Steini, ég tók mynd af þessu á skjánum. Sérstaklega kom velgjan vel fram.. og einlægt óbragðið í sviganum.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 9.5.2008 kl. 23:00
Sæl og blessuð Helga Guðrún.
Þetta var virkilega fyndin færsla. Bróðir þinn fékk heldur betur stingandi augnráð fyrir að vera með kynferðislegt áreiti við nemanda sinn. Ótrúlegt en þetta var nú jú einu sinni dóttir hans. Við erum oft fljót að draga rangar ályktanir.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.5.2008 kl. 08:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.