Í draumi sérhvers manns er fall hans falið

Töfrar vors og vængja  

eða varhugaverður draumur?

43oruk8.gif butterfly fairy image by friskitz

 

Í draumi sérhvers manns er fall hans falið.
Þú ferðast gegnum dimman kynjaskóg
af blekkingum, sem brjóst þitt hefur alið
á bak við veruleikans köldu ró.

Þinn draumur býr þeim mikla mætti yfir
að mynda sjálfstætt líf, sem ógnar þér.
Hann vex á milli þín og þess, sem lifir,
og þó er engum ljóst, hvað milli ber.

Gegn þinni líkamsorku og andans mætti
og öndvert þinni skoðun, reynslu og trú,
í dimmri þögn, með dularfullum hætti
rís draumsins bákn og jafnframt minnkar þú.

Og sjá, þú fellur fyrir draumi þínum
í fullkominni uppgjöf sigraðs manns.
Hann lykur um þig löngum armi sínum,
og loksins ert þú sjálfur draumur hans.


Steinn Steinarr
butterfly water fairy                butterfly                  Sad Butterfly Fairy

mbl.is Vorhátíð í Hastings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Ég elska Stein Steinarr. Hann var einnig uppáhalds skáld Föður elstu barnanna minna og móðir hans. Þegar hann lést 2005, fékk hann hvílu við hlið móðir sinnar í Gufuneskirkjugarði og ég valdi lítið brot úr ljóði eftir Stein Steinarr og er það nú á leiðinu þeirra mæðgna. Brotið er svona: Hér hvíla þeir sem þreyttir göngu luku í þagnarbrag, ég minnist tveggja handa er hár mitt struku einn horfinn dag.

Takk fyrir kvittið mín kæra og já, myndir koma seinna

Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 6.5.2008 kl. 08:27

2 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Já, Elín, ég ólst upp með hann í fanginu líka en fyrir utan ljóðaást mína á honum þá var hann langömmubróðir dóttur minnar.. pínu langsótt en engu að síður  

Þetta ljóð sem þú valdir fyrir barnsföður þinn heitinn þekki ég vel, það er hljóðlátt og fallegt og mjög vel viðeigandi á legstein. Eigðu góðan dag, Sprella mín.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 6.5.2008 kl. 12:09

3 identicon

http://vimeo.com/7939952

vera (IP-tala skráð) 30.1.2010 kl. 02:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband