MOGGINN HELDUR ÁFRAM - NÚ RITSKOÐAR HANN MITT BLOGG!

Mogginn ætlar ekki að gera það endasleppt! Nú rétt í þessu voru þeir að ritskoða bloggið mitt og taka út sárasaklausa grínmynd sem sjá má um gervallan netheim og hefur birst í óteljandi fjölmiðlum um heim allann. Hérna er myndin sem um ræðir og dæmi nú hver um sig:

Muslims nearby Ég er í sambandi við vini mína hjá BBC sem eru að undirbúa stóra frétt um ritskoðun Morgunblaðisins á Íslandi að undirlagi "íslenskra" múslima. Þær fréttir eiga án vafa eftir að vekja athygli annarra vestrænna fjölmiðla, sem vitaskuld allir (að Morgunblaðinu undanskildu) fordæma skerðingu málfrelsis.

Þetta er að verða hið athyglisverðasta mál.

 


mbl.is Sadr gefur lokaviðvörun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda

Þetta verður áhugvert að fylgjast með.

knús

Linda, 19.4.2008 kl. 23:41

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sagðir þú BBC ekki að þú ætlaðir að heimsækja þann sem þú telur eiga sök á kærunni og boðar vini þína einnig í heimsókn hvort sem honum líkar betur eða verr.  Ætlar þú kannski að festa upp þetta rasista skilti við húsið hans? Vinir mínir hjá BBC og sjálfsagt þínir vinir einnig, hafa örugglega áhuga á svoleiðis viðbrögðum. Hvaðan kemur þér þetta ofstæki?

Svanur Gísli Þorkelsson, 19.4.2008 kl. 23:43

3 Smámynd: Runólfur Jónatan Hauksson

jahá það bara það............

Runólfur Jónatan Hauksson, 19.4.2008 kl. 23:44

4 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Svanur: Ég bý í landi (Englandi) þar sem yfirgangur múslima er orðinn það yfirgengilegur að nú mega t.d. börnin mín ekki vera með skírnarkrossana sína í skólanum, því það gæti sært viðkvæmar tilfinningar múslima ef í hann sæist. Jesú- eða Maríumyndir mega ekki lengur hanga uppi á vinnustöðum af sömu ástæðum. Listinn er endalaus, og nú ertu hissa þó ég beiti mér gegn því að þetta fólk fari eins með föðurlandið mitt.

Hlustaðu og taktu eftir: ÉG MUN BERJAST GEGN ÞVÍ MEÐ ÖLLUM ÞEIM RÁÐUM SEM MÉR STANDA TIL BOÐA. Og þar er mér penninn nærtækasta vopnið. Ef þú vilt kalla það ofstæki þá mun ég vissulega virða þitt orðalag, sem og rétt þinn til að tjá þínar skoðanir, hér sem annars staðar. Mbk

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 20.4.2008 kl. 00:03

5 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Hvaða heimild hefur þú fyrir því, Helga Guðrún, að lokunin á bloggi Skúla hafi verið að "undirlagi íslenskra múslima"? Eigið brjóstvit, eða eitthvað traustara?

Ég hef líka búið í Bretlandi og ekki kannast ég við það sem þú lýsir, nema í gulu pressunni.

Svala Jónsdóttir, 20.4.2008 kl. 00:08

6 identicon

Sé ekki að því hjá mogganum að ritskoða rasisman í þér sem mér sýnist vera þónokkur.

Eyþór (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 00:24

7 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Hippo: Ég er ljóshærð, skandinavísk kona. "Blond"- skrítlurnar ættu því samkvæmt þinni viðkvæmni, og sumra annara að særa mig og meiða. Mér finnst þær nú yfirleitt bara fyndnar eins og flestum. Mikið væri vald okkar "ljóskanna" ef við gætum látið Morgunblaðið taka svona skrítlur út af öllum þeim síðum sem þeir halda úti.

Blonds

Úff, nú fæ ég skammir! Allt ljóshært fólk sameinist og látið nú fjarlægja ófögnuðinn!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 20.4.2008 kl. 00:26

8 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Moggin er orðinn að vinstri sinnuðu aumingjablaði

Alexander Kristófer Gústafsson, 20.4.2008 kl. 00:32

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Flott hjá þér að gera þetta Helga! Fyrir nokkrum vikum síðan setti ég þessa  "fótósjoppuðu" grínmynd af Ingibjörgu Sólrúnu inn á bloggið hjá mér. Pistillinn var í léttum dúr, en myndin var fjarlægð. Ég held að stjórnendur Moggablogsins sé bara að tapa sér!

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.4.2008 kl. 00:33

10 identicon

Heil og sæl; nafna og aðrir skrifarar !

Nafna ! Alveg ljóst; af öllu snakki Svans Gísla Þorkelssonar, jafnt hér, á þinni síðu, sem annars staðar, að hann gengur ekki heill til skógar. Öfugmæla maður, út í eitt, en vafalítið hrekklaus, og góður drengur, að upplagi.

Keli ! Já; nú verður spennandi að fylgjast með þróun mála, svo sannarlega. Nafna mín er engin andskotans liðleskja, þegar hún tekur á málum, hún hefir svo sannarlega sýnt það áður, í réttlætismálum mörgum. Mér er mikill heiður, að hennar spjallvináttu, að öðrum öllum ólöstuðum.

Með beztu kveðjum, sem fyrr / Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 00:34

11 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Svala J. kannast ekki við nein vandræði varðandi múslima í Bretlandi nema hjá gulu pressunni. Það er undarlegt verð ég að segja, því þeir Bretar em ég er í sambandi við tala á sömu nótum og Helga. Og í USA er sumstaðar bannað að kalla jólafrí, jólafrí. Nú skal það heita bara frí, af virðingu og nærgætni við múslima.

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.4.2008 kl. 00:41

12 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæl Helga.

Ég á einnig heima í Englandi og þekki einnig af eigin raqun þau vandamál sem Bretar eiga við að eiga í frekar óþróuðu fjölmenningarsamfélagi þótt gamlir í hettunni séu. Hér er hver höndin upp á móti annarri, eitthvað sem við íslendingar getum svo sannarlega lært af. Ekki með því að bregðast við eins og sakbitnir heimsvaldaseggir líkt og Bretar, heldur með þroskuðu lýðræði sem virðir lög og reglur samfélagsins. 

Á Íslandi gilda ákveðin lög, ekki fullkomin, en engu að síður lög sem vernda okkur fyrir hverskonar ofstæki og skaðlegum áróðri sem aðeins er til þess falinn að æsa til fordóma og yfirlýsinga á borð við þær sem þú viðhefur.

Kærir þú þig um að útlista nánar hvað vopna þú munir grípa til ef blekið í pennanum þínum þrýtur?

Tjáningarfrelsið er verðmætt, þess vegna verðum við að verja það með öllum tiltækum ráðum fyrir þeim sem misnota það til að særa og meiða, rétt eins og við eigum að rísa upp gegn þeim sem meina okkur eðlileg tjáskipti.

Svanur Gísli Þorkelsson, 20.4.2008 kl. 00:41

13 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þessar "alhæfingar", sem þú kallar þessar grínmyndir, eru grínmyndir. Einhverjir hljóta að muna eftir Dave Allen, hinum írska uppistandara og sjónvarpsstjörnu. Hann gerði nánast eingöngu grín að kaþólikkum. ´Dave dó nú samt eðlilegum dauðdaga

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.4.2008 kl. 00:45

14 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Og það er helvíti hart ef múslimar ætla að segja okkur hvað við meigum grínast með og hvað ekki, og svo taka einhverjir  Ísleningar undir þann söng af tilgerðarlegri samúðar og réttlætiskennd.

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.4.2008 kl. 00:51

15 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Hippo: Ég virði þinn rétt til að finnast það og tjá þig um það, hér sem annars staðar. Ég er hinsvegar ekki sammála því að grín og húmor eigi að ritskoða frekar en annað sem skiptar skoðanir eru á. En yfirgangur múslima um allann heim er svo sannarlega ekkert grín, eins og Íslendingar eru nú rétt að byrja að kynnast!

Blonds 

Æi! Þetta er nú ósanngjart að segja. Og það á laugardagskvöldi.  

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 20.4.2008 kl. 00:52

16 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Helgi Óskar. Þegar fólk er komið í rökþrot og veit það sjálft, beitir það svona setningum "Nafna ! Alveg ljóst; af öllu snakki Svans Gísla Þorkelssonar, jafnt hér, á þinni síðu, sem annars staðar, að hann gengur ekki heill til skógar. Öfugmæla maður, út í eitt, en vafalítið hrekklaus, og góður drengur, að upplagi"

Það væri heiðarlegra af þér að beina orðum þínum beint til mín en að rægja mig svona við annað fólk. Hvers vegna lætur þér betur að vega að fólki persónulega heldur en að svara því málefnalega?

Svanur Gísli Þorkelsson, 20.4.2008 kl. 00:52

17 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Ég lýsi enn eftir heimildum Helgu Guðrúnar varðandi það að lokun umræddrar bloggsíðu hafi verið "að undirlagi íslenskra múslima." Vonandi stunda vinir hennar á BBC vandaðri heimildaöflun en þetta.

Í því sambandi vísa ég t.d. í skrif Halldórs Elíasar Guðmundssonar, sem birtir á sínu Moggabloggi bréf sem hann skrifaði blog.is vegna bloggsíðu Skúla Skúlasonar. Þar segir hann m.a.:

"Ég er einn þeirra einstaklinga sem sá mig tilneyddan til þess að benda umsjónarmönnum blog.is á hatursáróður Skúla Skúlasonar og fara fram á að henni væri lokað. Enda væri á henni efni sem samræmdist að öllu líkindum ekki íslenskum lögum og væri meiðandi fyrir minnihlutahóp í samfélaginu sem ætti ekki auðvelt að halda uppi vörnum.  Í bréfi mínu benti ég einnig á að eigendur blog.is væru ábyrgir fyrir efni síðunnar en ekki einvörðungu höfundur, þar sem þeim hefði formlega verið bent á að þeir dreifðu hatursáróðri."

Svala Jónsdóttir, 20.4.2008 kl. 00:55

18 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Afsakaðu misnefnið ég ætlaði að ávarpa þig, Óskar Helgi.

Svanur Gísli Þorkelsson, 20.4.2008 kl. 00:56

19 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Bara svo það sé á hreinu, þá er Halldór Elías djákni hjá evangelísku lútersku kirkjunni á Íslandi. En kannski er hann hluti af alheimssamsæri múslima sem "ljóskan" Helga Guðrún virðist vita svo mikið um.

Svala Jónsdóttir, 20.4.2008 kl. 00:57

20 identicon

Komið þið sæl, á ný !

Svanur Gísli ! Gildir einu; hvort þér sé svarað, á þinni síðu, fremur en annars staðar. Sjúklegt dekur þitt, við óhugnaðinn frá Mekku ríður ekki við einteyming. Að þú skulir virða þessa heimsvaldasinna djöflahyggju, út í eitt, segir mun meir, um andlega kröm þína, en flest annað.

Sjáðu til; Svanur Gísli. Þá þeir Marx og Engels, heitnir komu fram, með hinn kommúníska boðskap sinn, vissi þó fólk, fyrir hvað þeir stóðu, sem arftakar þeirra Lenín heitinn, sem aðrir. Þeir fóru engar krókaleiðir, með boðskap sinn.

Múhameð bölvaldur; sem slekti hans, fylgja aftur óeðli hýenunnar. Heiglar, hverjir leynast í skúmaskotum, unz þeir ráðast til atlögu við þá, sem vart geta varist, þá þeir, þ.e., þeir Múhameðsku eru orðnir svo fjölmennir, í hverju tilvika, að þeir leggja í lítilmagnann. Sjáðu Darfúr; Svanur minn. Eitt nýjasta, sem gleggsta dæmið, um þennan óskapnað allan.

Reyndu að hugsa; maður, hafir þú getu til.

Með beztu kveðjum, á ný  / Óskar Helgi Helgason  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 01:06

21 Smámynd: Linda

Já þetta er ósmekkleg mynd, en það er líka ósmekklegt að hengja samkynhneigða, og ungar stúlkur sem hafði verið nauðgað, þessi dæmi voru bara úr Íran.  það fer ekki á milli mála að það er margt sem er ósmekklegt, eins og t.d. að kalla alla sem sem stunda trú á Jesú í öðrum söfnuðum en hinni Lútersku kirkju "öfgamenn sem flýgur á skotti djöfulsins" eða eitthvað þessu líkt, já það er margt sem er smekklaust sem kemur frá safnaðar meðlimi Fríkirkjunnar við tjörnina.  Annars hefur Hippokrates verið sómamaður/kona í allri þessari umræðu og það er bara til fyrirmyndar.

Knús kveðjur frá öfgakrislingi sem flýgur inn á skotti djöfssa 

Linda, 20.4.2008 kl. 01:09

22 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Ég gekkst svo upp við athygli Hippo að ég skrapp inn á síðuna hans til að sjá hver þar færi og hvað hann hefði haft þar fram að færa upp á síðkastið. Þar sem það er opið blogg, rétt eins og mitt hér, þá leyfði ég mér að "kópera" frá honum nokkrar línur. Þær gætu alveg hugsanlega "sært tilfinningar" helmings þjóðarinnar, en ég er enn að hlæja. Hann laug engu, hann er húmoristi:

How many men does it take to open a beer? None, it should be opened when she brings it.

Why do women have smaller feet than men? It is one of these "evolutionary gs" that allows them to stand closer to the kitchen sink.

If your dog is barking at the back door and your wife is yelling at the front door who do you let in first? The dog of course. He will shut up once you let him in.

I married a Miss Right. I just didn´t know her first name was always.

Women will never be equal to men until they can walk down the street  with a bald head and a beer gut and still think they are sexy.

In the beginning, God created the earth and rested.  Then god created the Man and rested. Then god created the Woman.  Since then, neither God nor Man has rested.

Scientists have have discovered a food that diminishes a women´s sex drive by 90%. It´s called a wedding cake.

Why do men pass more gas than women? Because women can´t shut up long enough to build up the required pressure. 

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 20.4.2008 kl. 01:25

23 Smámynd: Gulli Vídir

Þetta er ómerkilegt og siðlaust hvort sem ritfrelsi eða annað er ættir að skammast þín held að þú gengur ekki alveg í vitið þessi mynd er ekkert grín frekar ósmekklegt og særandi

" komdu fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig " 

Gulli Vídir, 20.4.2008 kl. 01:28

24 Smámynd: Linda

Það er gott að vita Hippó the man.  Guðlaugur við erum öll smekklaus af og til og sem betur fer búum við í samfélagi sem hengir okkur ekki fyrir ódæðið.  En, ég er búin að vera í miklum samræðum við eina Júlíu sem er Íslömsk og hún er hreint frábær hún hefur svarað og komið fram með hreinskilni og einlægni sem er aðdáunarverð, ég býst við að ég mun læra meira af henni um hliðsjón hins hógværa meðlimi Íslams.  það góða við þetta allt saman er að það opnast dialog á milli þeirra sem eru ekki skoðunarbræður eða systur og ég get ekki fyrir mitt litla líf litið á það öðruvísi en jákvætt skref.

Knús kveðja. 

Linda, 20.4.2008 kl. 01:43

25 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

GVG: Takk fyrir innlitið. Ég "geng" örugglega ekkert frekar "alveg í vitið" umfram aðrar ljóskur en ég skammast mín ekki fyrir að reyna að verja rétt landa minna til tjáningar á skoðunum sínum.

dumb blond

Hvurt í hoppandi! Ekki skánar það, mar!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 20.4.2008 kl. 01:43

26 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Yndislegt!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 20.4.2008 kl. 01:48

27 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Hippókrates hinn nafnlausi! Ég er fylgjandi því að íslenskum lögum sé framfylgt og að sama skapi á móti hatursáróðri, hvort sem hann beinist gegn múslimum, gyðingum, asíubúum, Pólverjum eða einhverjum öðrum.

Mig grunar að sumir sem fögnuðu skrifum Skúla hvað mest hefðu ekki verið eins fylgjandi honum og hans skrifum ef hann hefði skrifað á sama hátt um einhverja aðra en múslima.

Svala Jónsdóttir, 20.4.2008 kl. 02:01

28 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Mikil er heift þín Óskar Helgi. Orð þín eins og oft áður dæma sig sjálf.  Ég ræð þér að leita á náðir hverra þeirra meðala sem þú þarft til að róa hugann og sefa biturt hjarta.  Málefnaleg umræða gengur ekki út á að hrópa ókvæði að andmælanda þínum.

Svanur Gísli Þorkelsson, 20.4.2008 kl. 02:09

29 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Fólk hefur rétt á því að hafa SKOÐUN. Fólk hefur ekki rétt á því skv. lögum að stunda hatursáróður.

 Ég þekki skrif Skúla mætavel og þau voru ekki eins saklaus og þú vilt vera láta. Ég hef ekki séð nein sambærileg skrif frá félögum í félaginu Ísland-Palestína og þú værir maður að meiri, ef þú bentir beint á slík skrif, í stað þess að vera með óljósar dylgjur í skjóli nafnleysis.

Svala Jónsdóttir, 20.4.2008 kl. 02:21

30 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Hippo heitir það sem konur vilja ekki vera...

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 20.4.2008 kl. 02:41

31 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Hippókrates. Lastu aldrei bloggið hans Skúla? Gerir þú engan greinarmun á pólitískum erjum og trúarlegum hatursáróðri þar sem vegið er að sjálfum grundvelli trúarinnar og öllum brögðum beitt til að hafa niðurlæginguna sem mesta?

Út um allan netheim finnast haturssíður á báða bóga. Finnst þér alveg sjálfsagt að boðskap þessara síðna sé troðið inn á almennan vettvang eins og  moggabloggið er?

Svanur Gísli Þorkelsson, 20.4.2008 kl. 02:52

32 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Hippókrates. Þú villt sem sagt leyfa það sem slæmt er vegna þess að annað slæmt er í gangi. Skil ekki þessi rök.

Hvaða Gyðingahatursíðina á blog.is ertu að vísa til? Ég hef ekki séð neitt sem eins svæsið og það sem var að finna á Hrydjuverk.

Svanur Gísli Þorkelsson, 20.4.2008 kl. 03:26

33 identicon

Komið þið sæl; enn, Nafna og aðrir skrifarar !

Hygg; að þýðingarlaust sé, að beita Svan Gísla frekari fortölum. Sakar mig um ''heift'', þá ég bendi á einfaldar staðreyndir.

Svo mikil; getur glýjan verið, í augum sumra, að hressilegasta rafsuðublinda (rjómi; bezta meðalið þar) geti verið ákjósanlegri, þá óslökkvandi hugarórar manna byrgja alla heilbrigða sýn, endanlega.

Hafið þið nokkurn tíma, upplifað rafsuðublindu, lesendur góðir, sem skrifarar ? Mátti til; að spyrja, þótt óskylt sé, umfjöllunarefninu, hér hjá nöfnu. Ég hefi nefnilega; þáverandi starfa minna vegna, þurft að þola þá andskotans pínu, og óska engum slíks, hins sama, gott fólk.

Og; beztu kveðjur, enn / Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 03:38

34 Smámynd: Heimir Tómasson

Það má gera grín að öllum. Alveg sama hvort það er páfinn, Búddha, Gísli Marteinn eða Islam. Myndin sem hér um ræðir er ekkert meira meiðandi en myndir af Íslömum haldandi á borðum og spjöldum þar sem stendur á hvatning um að drepa alla sem eru ekki sammála þeim. Fyrir mér eru það meiðandi myndir.

Heimir Tómasson, 20.4.2008 kl. 05:29

35 identicon

Það eri nú meiri hálfvitarnir inn á milli hérna á klakanum.

Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 06:17

36 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Tildæmis Ísland-Palestínu samtökin Gunnar :)

Alexander Kristófer Gústafsson, 20.4.2008 kl. 06:29

37 Smámynd: Yngvi Högnason

Gaman að þessu nöldri en það breytir ekki því að múslimir eru pakk.Skítapakk.

Yngvi Högnason, 20.4.2008 kl. 09:18

38 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Hippokrates reit; "Er hrydjuverk.is það eina sem þú vilt ritskoða á blog.is og er ekkert annað þar sem má skoða betur að þínu mati sem leggja má að jöfnu við þau skrif?" Svar mitt sem þú greinilega ekki sást; "Ég hef ekki séð neitt sem eins svæsið og það sem var að finna á Hrydjuverk."

Hoppokrates reit; "Hvar vilt þú draga mörkin í ritskoðun? Er það ekki hvað hverjum og einum finnst í hverju tilviki fyrir sig?" Svar; Mörkin eru dregin af lögum landsins og þeirri túlkun sem ráðamenn (lögfræðingar)  bloggsvæðisins í þessu tilviki, leggja í þau. Finnist þér fólki mismunað og að fleiri eigi að fjúka, er það mál sem þú getur látið þig varða.

Þetta mál með helför þína gegn Íslam þekki ég ekki. Ég hefi allavega ekki tekið svona til orða.

Hippokrates reit; "Hvar getur þú svo haft eftir mér að ég segi að ég vilji leyfa það slæma?" Hippokrates reit: "Ef þú flokkar greinar Skúla undir hatursáróður þá vísa ég til þess sama Er með bloggvinkonu úr samtökunum Ísland-Palestína á síðunni minni sem skrifar frábæra pistla. Það er mér til fróðleiks að lesa hennar sjónarmið. Myndi bregðast eins við tæki e-r upp á því að ritskoða hana. 

Þú leggur að jöfnu hrydjuverk Skúla og þess sem skrifað er "í garð Ísraela." ERGO, Þú villt leyfa það slæma. 

Svanur Gísli Þorkelsson, 20.4.2008 kl. 09:27

39 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Einföldu staðreyndirnar hans Óskars Helga eins og þær koma fram í stuttri orðsendingu hans.

1. "óhugnaðinn frá Mekku" Hér er átt við Múhameð og Íslam

2. "heimsvaldasinna djöflahyggju" Hér er átt við Íslam

3. "Múhameð bölvaldur"; Hér er átt við Múhameð upphafsmann Íslam

4. "slekti hans"; Hér er á Óskar Helgi við múslíma

5. "óeðli hýenunnar". Álit Óskars Helga á eðli Íslam

6. "Heiglar"; Átt við múslíma

7. "óskapnað allan". Hér er átt við Íslam

 Mig undrar ekki Óskar Helgi, að þú og Skúli skulið eiga skap saman.

Svanur Gísli Þorkelsson, 20.4.2008 kl. 09:47

40 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Ég líka. Einfalt. Þær eru líka ólöglegar. Andstæðar stjórnarskrá og almennu lýðræði.

Markús frá Djúpalæk, 20.4.2008 kl. 11:23

41 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Hippókrates og Markús. Ef þið eruð alfarið á móti ritskoðunum, hversvegna undirgangist þið þá þær reglur sem gefa ykkur heimild til að tjá ykkur hér?

Svanur Gísli Þorkelsson, 20.4.2008 kl. 11:55

42 identicon

Um ritskoðun vælir kerlingakórinn

hvöss er á mörgum ygglibrún

en Mogginn verður að moka flórinn

og mykjunni koma út á tún.

Már Högnason (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 12:00

43 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Ja, ég gleðst yfir því að Már sé svona ánægður með "mykjuna" sem frá þeim sem mótmæla árásum á málfrelsið kemur. Mykjan sem borin er á túnið er nefnilega sá áburður sem eykur sprettu og gerir grasið grænna og safaríka, grasið sem verður að heyi sem síðan nærir og styrkir skepnurnar. Ekki slæm samlíking hjá þér Már. En ég er sammála Hippókratesi um að ég skyldi ekki síðustu athugasemd Svans, held ég fari í gáfnapróf á morgun.

Markús frá Djúpalæk, 20.4.2008 kl. 12:15

44 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þegar að þið skráðuð ykkur hér á blog.is undirgengust þið og samþykktuð vissar reglur. Þessar reglur fela í sér ákveðna ritskoðun og ákveðin viðurlög við brot reglum blog.is.  Get it?

Svanur Gísli Þorkelsson, 20.4.2008 kl. 12:51

45 Smámynd: Sævar Einarsson

Skúli var mest í því að þýða viðurkenndar síður um íslam og múslima, ef sá réttur er tekin af honum er gróflega brotið á honum og honum hlýtur að vera frjálst að virða sínar skoðanir, tjáningarfrelsi og málfrelsi er fótum troðið. Miðað við það sem maður hefir lesið um Íslam og þeirra frekju og yfirgang í vestrænum ríkjum þá skil ég vel að fólk annara trúarbragða sé orðið langþreytt að þurfa að lúffa fyrir þeim en þeir geta hótað morðum, gift ungabörn, grýtt konur til dauða, afneitað samkynhneigð (ég las einhverstaðar að samkynhneigt fólk sé réttdræpt) og fleira og fleira. Ég get ekki með nokkru móti skilið hvernig fólk getur tekið hanskan upp fyrir slíkum viðbjóði og mikið hlakkar mig til að lesa eða heyra hvernig BBC fer í þetta mál.

Sævar Einarsson, 20.4.2008 kl. 13:15

46 Smámynd: Sævar Einarsson

Og satt best að segja fagna ég þessari ákvörðun hjá mbl.is í dag, hún hefur gert meira ógagn en gagn fyrir múslima.

Sævar Einarsson, 20.4.2008 kl. 13:16

47 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Notandi samþykkir að miðla ekki ólöglegu efni, áreiti, hótunum, særandi skrifum eða nokkru öðru sem getur valdið skaða. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að grípa inn í, bregðist notandi ekki við óskum eða tilmælum um leiðréttingar/lagfæringar á skrifum sem teljast meiðandi eða brjóta gegn skilmálum þessum. Jafnframt áskilur Morgunblaðið sér rétt til að loka síðu notanda, að hluta til eða í heild, án þess að notandi eða þriðji aðili öðlist skaðabótarétt. Þarna segir ekkert um að ákveðnar skoðanir séu bannaðar, enda væri það kolólegt. Þess vegna er kolólöglegt og ekki í anda þessarrar reglu að loka á menn vegna skoðana þeirra.

Markús frá Djúpalæk, 20.4.2008 kl. 13:16

48 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Og þetta sem hér er rætt snýst heldur ekki um málefnin - innihald skoðananna, hvað einhverjum er hugnanlegt og öðrum ekki. Það sem er verið að mótmæla hér er grundvallaratriðið, brot á því að allir eigi að geta sagt sína skoðun án þess að vera þaggaðir niður. Hvort allir eða enginn er sammála þeirri skoðun er svo allt annað mál! Og þegar farið er að banna skopmyndir ofan í kaupið erum við komin í sömu stöðu þeir sem m.a. Morgunblaðið töldu vera að mótmæla grundvallarmannréttindum í kjölfar á birtingu dönsku myndanna af Múhammeð spámanni.

Markús frá Djúpalæk, 20.4.2008 kl. 13:44

49 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Hver var að tala um að ákveðnar skoðanir séu bannaðar? Það er meðferðskoðana fólks sem málið snýst um piltar. Ef einhver hefur þá skoðun að honum sé allt leyfilegt þá getur blog.is ekkert gert eða sagt við því. Blog.is getur hins vegar sett umgengnisreglur í mannlegum samskiptum rétt eins og Markús bendir á. Þessar umgengisreglur styðjast við lagabálk sem kölluð er meiðyrðalöggjöf og er einmitt ætluð til að vernda samfélagið fyrir þeim sem álítur að honum sé allt leyfilegt. Þið samþykktuð að fara eftir þessum reglum og það gerði Skúli líka. Honum og ykkur er alveg frjálst að hafa hvaða skoðun sem þið viljið, en það þýðir ekki að þið getið sagt hvað sem er, hvenær sem er. Endurtekin ósannindi, viljandi mistúlkanir, laumulegur og misvísandi hálfsannleikur, eru ekki skoðun heldur hluti af áróðurstækni sem er afar vel þekkt fyrirbrygði og lög flestra vesturlanda og mannréttindasáttmála taka mið af til að standa gegn.

Svanur Gísli Þorkelsson, 20.4.2008 kl. 13:47

50 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Var þannig fólk ekki kallað klöguskjóður í skólanum í gamla daga?

Markús frá Djúpalæk, 20.4.2008 kl. 14:07

51 identicon

Komið þið sæl; enn á ný !

Svanur Gísli ! Nákvæmlega; skv. athugasemd þinni, no. 56. Hárréttur skilningur þinn.

Það gat ekki verið, Svanur minn, að þú værir svo glámskyggn, að ná ekki þessum einföldu skilaboðum mínum. Líkast til; hefði ég átt, að kveða fastar að orði, mun fyrr, þér til glöggvunar, sem öðrum.

Svanur Gísli ! Einnig; er það hárrétt hjá þér, að skoðanir okkar Skúla Skúlasonar fara mjög vel saman, í þessum efnum, þótt svo ég hafi ekki þumlung þeirrar vitneskju, til að bera, sem hann, að þá reyndi ég þó, á mínum yngri árum., að kafa aðeins ofan í helztu trúarkenningar heimsins, sem og heimspekinnar, og eru þetta, mestmegnis, upprifjanir mínar, huglægar, úr þeim bókum, sem ég hafði aðgang að, á sínum tíma, og hefi enn, að nokkru, þótt nethjálp ýmis, í nútímanum spilli svo sem ekki heldur.

Svanur Gísli ! Met mikils; þrátt fyrir skoðanamun okkar, ótvíræðan, kurteisi þína, sem þolinmæði alla, gagnvart mér sem viðhorfum mínum, sem mótast einfaldlega, af mannkynssögunni. Veit; að við getum verið sammála, um að það lagar ekkert þróun mála, brölt bandarísku heimsvaldasinnanna, austur í Mesópótamíu (Írak), né Baktríu (Afghanistan), svo lítið eitt sé talið, ásamt þeim leppríkjum Bandaríkjanna, ýmissa, hver fylgja þeim út í hvert foraðið, á fætur öðru.

Með beztu kveðjum, sem fyrr / Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 14:13

52 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Mig langar að biðja þá sem eru vel inní þessu máli, og væru tilbúnir að tjá sig um það opinberlega, að hafa samband við mig gegnum netfangið mitt: helgaeiriksdottir@hotmail.com Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi a.m.k. þokkalegt vald á talaðri ensku og sé fær um að tjá sig sæmilega skiljanlega.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 20.4.2008 kl. 14:16

53 identicon

Komið þið sæl, enn !

Nafna mín góð ! Ahhhh...... þar er ég, á veikari grunni. Latína og danska eru mér nokkru skýrari, en engelskan, enda eru flest systkina minna, mun betur að sér, í öðrum þjóðtungum, hvar vitsmuni mína brestur, að nokkru, til lærdóms.

Líkt með mig; sem Kveldúlf úr Hrafnistu, forföður minn, að frekar er langtíma minni mitt skýrara, fremur en skammtímans. Hafa  þessir hnökrar viljað loða, við allmarga okkar Hrafnistu afsprengja, mest þó, að skaðlausu.

Með beztu kveðjum, enn / Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 14:29

54 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Óskar Helgi. Ég sé líka að við eigum ýmislegt sameiginlegt þrátt fyrir ágreininginn og ég tek því undir síðustu málsgrein þína. . Ég las ungur að árum Marx, Hagel og Engels og þótti mikið til koma. Kannski ræðum við þau mál betur seinna í betra tómi.

Svanur Gísli Þorkelsson, 20.4.2008 kl. 15:06

55 identicon

Komið þið sæl; sem oftar !

Svanur Gísli ! Ekki væri loku skotið fyrir; að verða mætti. Rökræða ýmis, kann oft að vera, hin bezta skemmtan. Þakka þér; ályktanir allar, sem einurð, þrátt fyrir undirliggjandi ágreining okkar, hvað þá Múhameðsku snertir. Þrátt fyrir allt, eru margir fletir aðrir, ekki síður áhugaverðir, að nokkru.

Með beztu kveðjum, enn sem oftar  / Óskar Helgi Helgason

p.s. Ætlið þið; að hafa mig afsakaðan, um stund ? Þyrfti; innan skamms, að koma í loftið stórskotahríð, á helvítis kratana, og Lómatjarnarkerlinguna (Valgerði Sverrisdóttur), sökum undirlægjuháttar þeirra, gagnvart Ný-nazista veldinu (ESB) suður á Brussel völlum.    

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 15:41

56 identicon

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem mér er ofboðið Helga Guðrún. Hvaðan kemur eiginlega þessi heift hjá þér. Ég trúi því ekki að hún sé bara komin af því að börnunum þínum er bannað að mæta með krossana sína um hálsinn í skólann. Ég bý í USA og það er greinilegt að fjölmenningarsamfélagið er ekki alveg að gera sig þarna hjá ykkur fyrir austan. Fólk í kringum þig virðist ringlað og veit ekki hvernig það á að taka á hlutunum.

Þó að 9/11 hafi skapað hér úlfúð hjá mörgum í garð múslima þá má segja að það hatur sé að líða undir lok, í það minnsta í þeim borgum og samfélögum þar sem fólk er menntað og upplýst. Ég vona svo sannarlega að þitt samfélag hafi visku og skilning til að koma á jafnvægi, svo að fólk geti lifað saman í sátt og samlyndi. Eða er það annars ekki það sem við viljum? Hversu mikið sem þú berð hausnum við stein þá munu múslimar ekki hverfa úr samfélögum okkar, og þá hlýtur það að vera öllum fyrir bestu að finna leiðir til að sættast við hvort annað. Ertu ekki annars Kristin? Mundi Jesú ekki biðja þig um að sýna stillingu, sýna öðrum virðingu, koma fram við aðra einsog þú vilt að að þeir komi fram við þig? Finnst þér það virkilega hjálpa ástandinu einsog það er að sýna svona mikla óvirðingu, og mér er sama þó þú skiljir ekki múslima, það hefur bara ekkert með málið að gera. Það er margt sem maður ekki skilur í heiminum, en það hefur seint talist til úrlausnar að vera með hatursáróður og skítkast. Þú getur kallað þetta saklausan húmor, en þar sem þú ert ágætlega skrifandi þá finnst mér frekar líklegt að þú sért ekki sú heimska ljóska sem þú ert að gera grín að, og hver viti borinn maður sem hugsar lógískt ætti að geta séð að sérstaklega á okkar tímum hjálpar svona húmor ekki ef maður vill koma á friði. Það er bara svo einfalt í mínum huga. Kannski hefði þetta verið fyndið fyrir 9. sept., veit ekki, en nú eru bara aðrir tímar og það er ekki heimsfriði til framdráttar þegar fólk gerir í því að leita sér að óvinum einsog mér finnst þú vera að gera.

Hinsvegar er spurningin um málfrelsi annað mál. Ég held ég geti stutt það, en mér finnst það bara ekki vera það sem málið snýst um. Þið eruð að hengja ykkur í ritskoðun Moggans og látið æsa ykkur yfir hans ákvörðunum, svona einsog smákrakki sem gerir í því að ögra foreldrum sínum og gerir það sem ekki má. Hver er eiginlega tilgangurinn? Er það þér virkilega svona mikið hagsmunamál að einhver Skúli útí bæ fái að gubba útúr sér hatri sínu í garð heils hóps af fólki sem hann þekkir ekki. Og þó að einhverjum stökum múslima á Íslandi hafi þótt þetta særandi og villandi upplýsingar um sitt fólk, þýðir það þá að íslensku samfélagi og málfrelsinu standi ógn af múslimum. Er ekki tími til kominn að róa sig niður Helga Guðrún og hugsa í anda Krists? Hvað myndi hann gera?

Linda (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 16:58

57 identicon

Ekki veit ég hvar þú býrð kæri Elías, en þú mættir kynna þér misnotkunarmálið hjá kaþólsku prestunum aðeins betur. Yfirmenn kaþólsku kirkjunnar gerðu ALLT sem þeir gátu til að reyna að þagga niður í fórnarlömbunum, snéru þeim á bug þegar börnin komu til að leita ráða og þegar eyðilagðir einstaklingar komu sem fullorðið fólk til kirkjunnar mörgum árum seinna að fá svör. Þegar kvartað var undan prestunum á sínum tíma voru þeir ekki reknir úr starfi, heldur voru þeir bara fluttir í næstu sókn þar sem þeir gátu haldið áfram að misnota ný saklaus börn. Með tíð og tíma reyndist kirkjunni það of erfitt að halda þessu leyndu vegna þess mikla fjölda barna sem lentu í þessu. Og það var ekki fyrr en þá sem fórnarlömbin fengu nokkurskonar afsökunarbeiðni frá kirkjunni.

Linda (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 17:27

58 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Helvítis hörmung að lesa þessi ósköp!

Það eina sem ég ætla þó að gera athugasend við, er við rangar fullyrðingar í númer 18. en snillingurinn sem þar tjáir sig fer rangt með. DAve Allen var ekki það sem nú kallast "Uppistandari" bara alls ekki, þvert á móti var hans stíll að sitja! Í öðru lagi er það rangt að hann hafi sérstaklega einbeitt sér að gera grín af kaþólikum, grín hans var alhliða á þjóðfélagið og tæpast nokkru hlíft.

og svo að hann hafi dáið "eðlilegum" dauðdaga? Það er nu undir hælin lagt hvað sé eðlilegt að deyja eða hvernig nema úr elli.En það gerði hann nú ekki.

En Helga Guðrún mín, hún Svala hefur m.a. spurt þig mjög kurteist og málefnalega, en þú svarar ekki!?

Hverju ertu svo að koma í gang þarna úti?

Þetta er einn stór misskilningsruglingur hérna um meinta ritskoðun, alveg yfirgengilegur æðubunugangur hjá flestum sem vita minna en ekkert hvað þeir eru að tala um, en mega það að sjálfsögðu í krafti hins mikla málfrelsis!

EF við værum að tala um alvöru ritskoðun, þá væri um FYRIRFRAM EFTIRLIT að ræða hjá mbl. en ekki RITSTJÓRN, eins og þetta mál snýst auðvitað um og þú veist alveg mætavel elskan mín, sem sjóbarin blaðahundur!SVo hef ég reyndar aðra hugsun með mér varðandi þetta tiltæki þitt, en held því fyrir mig.

Magnús Geir Guðmundsson, 20.4.2008 kl. 17:39

59 identicon

Magnúst Geir: LOLOLOLOLOLOLOLOLOL, akkúrat það sem ég þurfti eftir að hafa lesið hörmungarnar fyrir ofan, hí hííííííííííííííííí, TAKK!

Linda (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 17:45

60 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Við skulum nú aðeins anda rólega og reyna að missa ekki sjónar á skóginum vegna trjánna. Það er engin heift í mér og hatur á ég ekki til í eigu minni.

Ég hef setið hér hugsi nokkra stund og reynt að átta mig á því hvernig hugsun býr bak við einstöku komment og viðhorf manna til hlutanna. Ég les, hlusta og reyni að skilja og setja mig inni hugarheim þeirra sem hafa gerólík viðhorf og skoðanir en ég sjálf. Þannig reyni ég að þroska það sem hægt er að þroska í mínum ljósa kolli og iðulega hef ég breytt um skoðun á hinum ýmsu málum eftir því hvernig mál þróast eða mér leiddur annar sannleikur í ljós.

En nú held ég að við gerðum skynsamlegast í því að leggja einstöku dæmi hér til hliðar og huga að því sem raunverulega er það eina sem fyrir mér vakir með þessum skrifum hér, og það er frelsið. Tjáningarfrelsið, málfrelsið, ritfrelsið. Við Íslendingar erum vön því að taka frelsi okkar til flestra hluta sem sjálfsögðum hlut og eðlilegum mannréttindum. Hugsum þá sjaldnar til þeirra sem hafa barist fyrir því með lífi sínu til þess að eignast og fá það frelsi sem sumir hér virðast viljugir að láta skerða vegna þess að einhver segir eitthvað um eitthvað sem einhverjir vilja ekki heyra.

En þetta var nú bara svona sunnudagsþanki og enginn skyldaður til að vera mér sammála.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 20.4.2008 kl. 17:46

61 identicon

Hahahahahahaha, Elías, hmmmmmmm veit ekki hvort þetta er svaravert, en ég ætla að prófa. Hvaða múslima þekkir þú sem er að reyna að gera gott úr hryðjuverkum? Og af hverju eiga allir múslimar að biðjast afsökunar fyrir hönd hryðjuverkamanna. Ættir þú þá ekki ef þú ert kristinn að biðjast afsökunar á innrásinni í Írak. Það eru jú kristnir menn sem plönuðu það alltsaman. Bara svona að hugsa lógískt ... en annars virðist það nú ekki vera neitt aðalatriði hérna. Æ ég er enn að hlæja að Magnúsi, makes my day.

Linda (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 17:51

62 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sævarinn reit; Skúli var mest í því að þýða viðurkenndar síður um íslam og múslima, ef sá réttur er tekin af honum er gróflega brotið á honum og honum hlýtur að vera frjálst að virða sínar skoðanir, tjáningarfrelsi og málfrelsi er fótum troðið.

Dæmi af Hrydjuverk.is;

"Nokkrar áhugaverðar athugasemdir bárust við þessari grein, en allar undir dulnefnum, ,,Frankly" skrifaði:

Íslam er að mörgu leyti hliðstæð  Nasismanum.

  • 1) Nasistarnir vildu stofna 3. ríkið til að stjórna heiminum, Múslimar vilja að alheims Kalifat stjórni heiminum.
  • 2) Nasistarnir vildu gereyða Gyðingum eins og Múslímar.
  • 3) Nasistarnir höfðu ekki ritfrelsi eða tjáningarfrelsi, ekki heldur Íslam.
  • 4) Nasistarnir sóttu hugmyndir og innblástur í ,,Mein Kampf" til að fremja glæpi sína, Múslímarnir hafa ,,Jihad" og bæði hugtökin merkja ,,Barátta mín"
  • 5) Nasistarnir vildu fullkominn yfirkynþátt (Aryan); Múslímarnir vilja fullkomna yfirtrú (Íslam).
  • 6) Nasistar notuð ofbeldi og ógnanir til að ná settu marki, það sama um Múslima.
  • 7) Ekki var hægt að friðþægja Nasistum friðarins vegna, það er ekki heldur hægt með Múslíma.
  • 8) Nasistarnir trúðu því að heimsyfirráð væri sitt ætlunarverk, því sama trúa Múslimar.
  • 9) Nasistarnir vildu hneppa alla í þrældóm, sem ekki voru Aríar; það sama gildir um alla þá sem ekki vilja játa Íslam.
  • 10) Nasistarnir höfðu SS sveitirnar illræmdum til að ógna og hræða fólk; Íslam hefur ,,Muttawalli" sveitirnar illræmdu sem þjónar sama hlutverki.
  • 11) Nasistarnir brutu gerða samninga, þegar þeir þjónuðu ekki lengur hagsmunum þeirra; það sama gera Múslimar."
  • "Þess vegna er það augljós staðreynd og raunveruleiki að Íslamski fasisminn er hundrað sinnum hættulegri heldur en hinn grimmúðlega og hefðbundni fasismi  Nasistanna eða Ítölskul fasistanna, sem heimurinn þekkir best í dag."

Svanur Gísli Þorkelsson, 20.4.2008 kl. 18:23

63 Smámynd: Sævar Einarsson

Svanur Gísli Þorkelsson takk fyrir þennann fróðleiksmola, værir þú til í að afsanna þetta fyrir mig ?

Sævar Einarsson, 20.4.2008 kl. 19:00

64 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sævarinn. Sá sem ekki sér að þetta bull afsannar sig sjálft, verður að taka til rótækari aðgerða en ég get boðið þér upp á hér og nú.

En bara svona til að koma þér áleiðis þá er Kalifatið Súní uppfinning sem aldrei hefur verið eða verður viðurkennd af Sihítum. Það eitt gerir þessa fullyrðingu að vitleysu því bæði eru greinar af Íslam.

Gyðingar njóta friðhelgi í Kóraninum vegna þess að þeir eru "fólk bókarinnar" þrátt fyrir yfirlýsingar öfgamanna.

Svona getum við haldið áfram niður listann. Málið er auðvitað hvort það breytti nokkru fyrir þig og þínar skoðannir?

Svanur Gísli Þorkelsson, 20.4.2008 kl. 20:11

65 Smámynd: Sævar Einarsson

Ég hef ekkert á móti trú annara svo framarlega sem henni er ekki troðið uppá mig, ég trúi á mig sjálfan og þarf ekki andlegan trúarleiðtoga til að leggja mér lífsreglurnar, ég tek sjálfur ábyrgð á mínu lífi og þá get ég ekki fríjað mig ábyrgð vegna einhverrar trúar. Ég er hinsvegar á móti kúgun og ofstæki og fordæmi trúarbækur sem boða slíkt, stendur ekki í kóraninum að gyðingar séu apar og svín og ef þeir séu drepnir þá heiðrar viðkomandi Allah ? er það þessi friðhelgi sem þú talar um ?

Sævar Einarsson, 20.4.2008 kl. 20:56

66 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

TJáningarfrelsi er ekki fyrir kaffibolla umræður, það  þarf ekki tjáningarfrelsi til þess.Fullkomið Freedom of speech er það eina sem kemur í veg fyrir að öfgahópar nái völdum yfir öllu, það kemst næst því í Bna

Alexander Kristófer Gústafsson, 20.4.2008 kl. 20:58

67 identicon

Islam, kristni og gyðingdómur eru að miklu leiti sama tóbakið. Þetta eru allt trúarbrögð sem ala á fordómum og predika ofbeldi. Skil ekkert í fólki að reyna verja þessi trúarbrögð og þann óþvera sem þau oft á tíðum boða.

Ég þarf enga bók til að láta segja mér hvernig ég á að hugsa eða hegða mér, mér dugar að fylgja eigin sannfæringu. 

Bjöggi (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 21:32

68 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sævarinn; já gott og vel, gott að hafa trú á sjálfum sér og vera byrjun og endir alls sem viðkemur lífinu. Það gleður mig að heyra þig lýsa yfir að þú séert á móti kúgun og ofstæki og ættir því vel að skilja en betur þá sem verða fyrir því. Ég get ekki niðurlægt trú þína (á sjálfan þig) eða rægt hana án þess að móðga þig persónulega og því ertu vel verndaður af löggjöf landsins.

alexander,

Svanur Gísli Þorkelsson, 20.4.2008 kl. 22:44

69 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Ég fylgist með spenntur

Einar Bragi Bragason., 20.4.2008 kl. 23:22

70 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

...fólk breytir ekki um skoðun hvað þá heldur þegar dæmin útum allan heim styðja þá skoðun."

Þarna óttast ég að þú hafið komið með sorglegan sannleikann, Ragnar Örn. Það hreinlega hryggir mig að verða vitni að slíkri þröngsýni. Þú ferð ekki lengra með skilning manna en þroski þeirra leyfir. Til hvers að hrópa sig hása þegar enginn vill hlusta?

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 20.4.2008 kl. 23:46

71 Smámynd: Bara Steini

Ég hefði aldrei trúað öðru eins.... Hvað er málið... Nú er fokið í flest en ég stend teinréttur gegn þessari svokölluðu ritskoðun hjá raggeitum mbl....

Bara Steini, 21.4.2008 kl. 00:19

72 Smámynd: Steingrímur Helgason


Röddin í eyðurmörkinni gólandi enn, & ég ýlfra smá með...

Þú ert náttúrlega lángóþekkust, & því lángskemmtilegust.

Í raun held ég nú að Mogganum sé nú alveg heimilt að reka útaf fyrir brot sem að ungvinn sér nema sértilkvaðinn dómari á hans vegum enda er þetta bloggsvæði nú eiginlega hans hús, þannig séð.

Hins vegar þá segjir stjórnarskráin okkar sem svo ...

73. gr. [Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar.  Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða.  Tjáningarfrelsi má aðeins setja skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum.]


Einhverja hef ég nú séð gagnrýna kristna trú af hörku á sínum bloggum & með athugasemdum sínum á bloggeríi annara.


Hvaða viðkvæmni er þetta þá gagnvart Islam, & kví eru viti bornir menn að bera í bætifálka fyrir þá sem að vilja um þann 'réttrúnað' fjalla í mót ?


Einhvern tíman áður en mogginn varð þetta líka vinstri grænn vænn hefði nú frekar verið lyft upp strokleðrinu á þá sem að gagnrýndu þjóðkirkjuna, en þá sem að í sínum pistlum birtu einhverja nútímasagnfræði um múslíið.

En hvað veit ég, ég er nú bara karlmaður.


(E.s.  Ég skrifa þetta með smáu letri, til mótvægis við hann Óskar Flóamann sem að slær alltof fast á lyklaborðið sitt).

Steingrímur Helgason, 21.4.2008 kl. 00:31

73 identicon

Komið þið sæl; nafna og aðrir skrifarar !

Steingrímur ! Gættu orða þinna; prakkari góður. Ég er EKKI í Flóanum, hver liggur austan hinnar miklu móðu; Ölves ár. Heldur; bý ég, í skjóli langfrænda minna, Ölvesinga, hverjir liggja frá hinni miklu bugðu  í austri, vestur fyrir Stefán Þormar veitingamann og menningar frömuð, í Litlu- Kaffistofunni, að sýslumörkum Gullbringusýslu (Kópavogs parti).

Ítreka sannindi Steingríms, hvað lyklaborðið snertir. Hlífi því hvergi !

Hvað leiðréttist hér með; að nokkru, Steingrímur minn !!!

Með beztu kveðjum, enn / Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 01:18

74 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Það fer að verða fundafært...  Óska ykkur öllum góðrar viku, hvaða skoðun sem þið hafið á vikum!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 21.4.2008 kl. 01:22

75 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Smáglott inn í nóttina til að leiða hugann frá leiðindum; mér varð hugsað til þess ef þessir tveir snillingar næstir mér hér að ofan hittust og tækju tal saman.. skyldu þeir skilja hvor annan eða skiljast yfirhöfuð og ef kalla þyrfti til túlk, úr hvaða tungumáli ætti að þýða...

Góðanótt! Farin! Lofaðí!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 21.4.2008 kl. 02:09

76 Smámynd: Addý og Ingi

Varðandi mynd í bloggfærslu hér að ofan:

Þessi mynd var ekki tekin út af starfsfólki mbl.is. Tengillinn við myndina er hins vegar vísun á vef erlendis sem hugsanlega hefur lokað fyrir aðgang að myndinni. Hjá sumum þessara vefja gerist það að aðgangi að myndum er lokað eftir að ákveðnu hámarki hefur verið náð.

 Kveðja,

Ingvar Hjálmarsson

netstjóri mbl.is

Addý og Ingi, 21.4.2008 kl. 08:28

77 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Mikið er ég fegin að heyra það, Ingvar. Ég var í þann veginn að sverja þess eið að segja aldrei neitt framan sem skoðast gæti sem skrítla eða húmor. Maður vill jú ekki komast í ónáð hjá múslimum og moggamönnum.

Hjartans þakkir.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 21.4.2008 kl. 08:40

78 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Ég veit eiginlega ekki hverjum þú ert að ögra með þessum fíflaskap þínum. Nema þá bara að ná athygli út á þessa mynd ,, þína ´´  þú hefur kannski þörf fyrir það Helga, að sem flestir geti tjáð sig á blogginu þínu.

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 21.4.2008 kl. 11:14

79 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

-Erum við á túr, Gussa mín?

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 21.4.2008 kl. 14:59

80 Smámynd: Atli Hermannsson.

"Nú rétt í þessu voru þeir að ritskoða bloggið mitt og taka út sárasaklausa grínmynd"

Ég styð Moggann heilshugar í því að taka út það sem þeim finnst ósmekklegt og ekki þjóna neinum tilgangi nema kannski að særa einhverja að óþörfu. Þó við höfum málfrelsi er samt alger óþarfi að segja alltaf allt sem manni dettur í hug.

Munum svo að við erum á þessu bloggi í boði  Morgunblaðsins.

Atli Hermannsson., 21.4.2008 kl. 17:00

81 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Úff hver á að vera hinn eini sanni dómari um hvað er ósmekklegt eða hugsanlega, mögulega særandi? Hvar liggja mörkin. Það endar sennilega með því að enginn þorir að blogga um neitt nema kleinubakstur og krakkauppeldi og kannski eina og eina Kringluferð. Annað gæti móðgað, sært blygðunarkennd eða eitthvað þaðan af verra.... æ boring.

Markús frá Djúpalæk, 21.4.2008 kl. 17:42

82 Smámynd: Atli Hermannsson.

"Úff hver á að vera hinn eini sanni dómari um hvað er ósmekklegt eða hugsanlega, mögulega særandi? Hvar liggja mörkin."

Eins og ég sagði þá erum við hér í boði Morgunblaðsins og það er þeirra að leggja línurnar og draga mörkin. Þegar ég er einhvers staðar í boði gæti ég þess að haga mér vel og vera hvorki ósmekklegur né særandi að óþörfu - það gerist þá bar óvart. Svo dreg ég mörkin og ræð í mínu boði.    

Atli Hermannsson., 21.4.2008 kl. 19:00

83 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Jamm, Atli. Selja allir þínir gestgjafar inná þig? Þegar mínir gera það, þá haga ég mér eins og mér sýnist.. elskan! -Fleira?

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 21.4.2008 kl. 19:09

84 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Bloggið er nú ekki gestaboð, heldur umræðugrundvöllur fyrir ólíkar skoðanir og sjónarmið. Ólíkt fermingarveislum er grunnhugmyndin að menn viðri hér þanka sína og hjartans mál. Við slíkt geta komið fram skoðanir sem gætu hugsanlega pirrað eða jafnvel móðgað einhverja, ekki alla. Jafnvel sært aðra. Fólk getur nefnilega verið misjafnlega hörundsárt, eins og dæmin sanna. Því er viðmiðið í skoðanaskiptum hvað telst vera særandi bæði loðið og teygjanlegt. Við það þurfa menn að una, að mínu mati, því annars deyr bloggið bara einfaldlega út sem þessi skoðanavöllur sem það í upphafi var hugsað til að vera. Er það kannski bara það sem menn vilja?

Markús frá Djúpalæk, 21.4.2008 kl. 19:20

85 Smámynd: Yngvi Högnason

Er búinn að reyna að hugsa upp eitthvað gáfulegt til að leggja til málanna hér eins og hinir gáfuðu gera en ekkert gengur með það. Sem er eiginlega helv.. skítt, að geta ekki verið með gáfaða fólkinu sem hefur sýnt hér yfirburði sína með málefnalegri umræðu.
  Hvað varð annars um hana Gussu? Var þetta jómfrúrræðan hennar?

Yngvi Högnason, 21.4.2008 kl. 19:37

86 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Hún bara kom, sá, sigraði og sökk... 1912 all over!  

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 21.4.2008 kl. 19:49

87 identicon

Hér kemur lýsandi dæmi um hegðun múslima 

ég (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 20:13

88 Smámynd: Atli Hermannsson.

Jamm, Atli. Selja allir þínir gestgjafar inná þig? Þegar mínir gera það, þá haga ég mér eins og mér sýnist.. elskan! -Fleira? 

Svo þú meinar... að þú megir segja og haga þér eins og þér sýnist vegna þess að þú ert "féþúfa". Flestir sem selja aðgang að einhverju eða bjóða upp á viðburði af einhverju tagi setja reglur sem manni er skylt að hlýða og sumar óskrifaðar... þær veita þér ekki leyfi til að haga þér eins og þér "sýnist" - jafnvel  þó þú hafir borgað fyrir það.    

Atli Hermannsson., 21.4.2008 kl. 21:15

89 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Oft veltir lítil féþúfa þungu skassi.  

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 21.4.2008 kl. 21:22

90 identicon

Finnst þér þessi mynd í alvörunni "sárasaklaus grínmynd"?

Hvað finnst þér um skrítluna mína í þessari færslu:

http://jesus.blog.is/blog/jesus/entry/515267/

Jesús Kristur (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 11:37

91 Smámynd: Fríða Rakel Kaaber

Ég verð að segja að það er stórfelldur munur á ljóskugríni sem byggir á því að ljóshært fólk sé ekkki eins gáfað og aðrir, og svo 'gríni' sem byggir á því að múslimar séu morðóðir og stórhættulegir. Þetta er einfaldlega ekki sambærilegt.

En hver er svo munurinn á því að mega ekki vera með kross í skólanum og að mega ekki vera með slæðu? Hafa ekki svo margir fagnað því að 'losa' skólana við trúartáknið sem slæðan er? Af hverju er ekki það sama uppi á teningnum þegar önnur trúartákn fá sömu meðferð?

Fríða Rakel Kaaber, 22.4.2008 kl. 13:39

92 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

JK. Ég svaraði þér á þinni síðu, en þar sem þú spyrð hérna líka þá birti ég svarið hér líka:

Sæll vinur, ég vona að þú fyrirgefir að ég kalli þig ekki Jesús Krist.

Helga Guðrún kallar þessa mynd "sárasaklausa grínmynd". Ég get ekki annað en spurt...er þér alvara Helga?, spyrðu mig. 

Alvara með hvað þá? Grínið? (You´ve got to be kidding, mate!) Síðan kemurðu með afar hliðstæða mynd af háðsádeilu á kaþólska presta, og augljóslega verið að vísa til barnaníðs sem fjöldi þeirra hefur orðið uppvís um.

Myndin er örugglega sláandi fyrir marga, rétt eins og "warning, muslims nearby" stuðaði einhverja, en staðreyndin er samt sú að þarna er einhver að gera grín að ljótleikanum. Það er ekkert nýtt og hefur verið gert síðan elstu menn muna.  

Það sem sumum finnst fyndið finnst öðrum einfaldlega ófyndið. Ég minni bara á þúsundir af Díönubröndurum og alla "seven-up"-brandarana sem komu í kjölfarið á Nasa slysinu um árið, svona rétt til að nefna dæmi.

Ég verð bara að lifa með því ef þú eða einhverjir finnist ég ljót að gera grín að grínlausum hlutum. Mér finnst t.d. ekkert fyndið við dauða og drukknanir sem slíkar, eins og þegar leikkonan Natalie Wood drukknaði, en mér fundust samt sumir brandararnir sem komu í kjölfarið alveg ágætir, sbr:

What wood doesn´t float? - Natalie Wood. 

Nei, vinur minn, reynum ekki að ritskoða og allra síst húmor!

Með bestu kveðju til þín og þinna, hver sem þú ert og hvaða húmor sem þú hefur.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 22.4.2008 kl. 13:49

93 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Fríða Kaaber: Þú spyrð "En hver er svo munurinn á því að mega ekki vera með kross í skólanum og að mega ekki vera með slæðu? Hafa ekki svo margir fagnað því að 'losa' skólana við trúartáknið sem slæðan er? Af hverju er ekki það sama uppi á teningnum þegar önnur trúartákn fá sömu meðferð?"

Það er mikill munur á því í kristnum löndum, eins og Íslandi og Englandi. Í löndum þar sem Múhameðstrúin er ríkjandi þykir sjálfsagt að stúlkur og konur hylji andlit sín og líkama ef þær þurfa að sjást á almannafæri, en við erum sem betur fer ekki komin á það stig hér... ennþá.

Þú segir ennfremur: "Ég verð að segja að það er stórfelldur munur á ljóskugríni sem byggir á því að ljóshært fólk sé ekkki eins gáfað og aðrir, og svo 'gríni' sem byggir á því að múslimar séu morðóðir og stórhættulegir. Þetta er einfaldlega ekki sambærilegt."

Þá spyr ég þig á móti: Hver er munurinn að gert sé grín að ljóshærðum konum sem heilalausum fávitum og svertingjum sem heimskum og lötum?

Ég verð að viðurkenna að ég sé ekki stóran mun þar á. En ég er nú reyndar bara ljóska svo það er varla von, eða hvað...

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 22.4.2008 kl. 14:11

94 Smámynd: Halla Rut

Sammála þér. Bjó líka í Bretlandi og sá vel hvað var að gerast.

Halla Rut , 22.4.2008 kl. 19:21

95 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Takk Halla Rut, mér sýnist líka þú og þínir félagar vera þeir fáu sem eru að reyna að sporna við fótum á Íslandi í dag. Þó ég hafi farið víða í pólitískum skoðunum, og sennilega oftast kosið íhaldið, þá er ástandið í þjóðfélaginu orðið þannig í dag að ég sé ekki að neinn flokkur væri verðugur atkvæðis míns nema frjálslyndir núna. Þeir virðast nefnilega vera þeir einu sem eru ekki hreinlega að drepast úr misskildu frjálslyndi og illa grunduðu umburðarlyndi gagnvart hinni svokölluðu fjölmenningastefnu.

Eitt er að vera kurteis og gestrisin á "eigin heimili", en annað að opna uppá gátt og öskra PARTÍ!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 22.4.2008 kl. 20:05

96 Smámynd: Halla Rut

Þú getur skráð þig á minni síðu....

Halla Rut , 22.4.2008 kl. 20:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband