7.9.2007 | 13:35
MANNORÐSMORÐ Í BEINNI ÚTSENDINGU
Alger hryllingur að sjá vesalings foreldrana dregna til yfirheyrslu með mörg hundruð manns öskrandi ókvæðisorð að þeim fyrir framan lögreglustöðina.
Eftir að hafa séð viðtöl við foreldra og systkini hjónanna í sjónvarpinu hér í dag, þá hef ég styrkst enn frekar í þeim grun mínum að ef blóð úr Maddie hefur fundist í bílaleigubíl sem hjónin tóku 25 dögum eftir að barninu var rænt, þá getur enginn hafa komið því þangað nema sá eða þeir sem rændu barninu.
Og það gefur aukna von um að hafi hún verið á lífi 25 dögum eftir að henni var rænt, þá er ekki óhugsandi að hún sé enn á lífi. En eftir rúma 4 mánuði, þá verður að segjast eins og er að sú von fer þverrandi.
En McCann hjónin eru alsaklaus, svo mikið er á hreinu!
Móðir Madeleine hugsanlega ákærð fyrir manndráp af gáleysi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Nýjustu færslur
- Þaggað ofan í þeirri óþekku
- Sumir bókstaflega skíta peningum
- Klukk, þú ert´ann!
- Svartnætti
- 4Play: Sigur Ros
- Ammæli
- Fíknó fattaði og tengdó dó ekki
- CRAFT
- Didgeridoo dododo
- Djöfullinn danskur
- Silfurskotturnar
- Paul Whatshisname á leið til landsins - í nótt! Jibbí, allir ...
- Sölva Ford á Íslandi - missið ekki af þessari frábæru söngkonu
- Ég fann apahreiður!
- Hamingja Ísfólksins er bráðsmitandi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 170493
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2008
2007
Bloggvinir
- Steingrímur Helgason
- Tiger
- Sverrir Stormsker
- Yngvi Högnason
- Markús frá Djúpalæk
- Jakob Jörunds Jónsson
- Sigurbjörn Friðriksson
- Kolbrún Hilmars
- Halla Rut
- Halla Vilbergsdóttir
- Anna Einarsdóttir
- Árni Gunnarsson
- Haraldur Davíðsson
- Jens Guð
- Skattborgari
- Rannveig H
- Helga Dóra
- Einar Bragi Bragason.
- Gunnar Ásgeir Ásgeirsson
- Benedikt Halldórsson
- kiza
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Eyþór Árnason
- Ingi B. Ingason
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Inga Lára Helgadóttir
- Brynjar Jóhannsson
- Jóhann Páll Símonarson
- Jón Svavarsson
- Linda
- Hrönn Sigurðardóttir
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Ágúst Dalkvist
- Huld S. Ringsted
- Jóna Á. Gísladóttir
- Hlynur Þór Magnússon
- Grænlandsblogg Gumma Þ
- Freyr Árnason
- Gústaf Níelsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Þröstur Helgason
- Karl Gauti Hjaltason
- Óskar Helgi Helgason
- Sigurjón Sigurðsson
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Guðný Jóhannesdóttir
- Bryndís G Friðgeirsdóttir
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Flower
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Sævar Einarsson
- Bjarki Tryggvason
- Bergur Thorberg
- Óli Ingi
- Alfreð Símonarson
- Kristján G. Arngrímsson
- polly82
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fannar frá Rifi
- Loopman
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Einar Vignir Einarsson
- LKS - hvunndagshetja
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Heimir Tómasson
- Lovísa
- Hugrún Jónsdóttir
- Brynja skordal
- Hlynur Jón Michelsen
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Júlíus Valsson
- Handtöskuserían
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Ungar konur
- Runólfur Jónatan Hauksson
- Vefritid
- Gulli litli
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Ingunn Guðnadóttir
- Brjánn Guðjónsson
- Bjarni Harðarson
- Emma Agneta Björgvinsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- Bwahahaha...
- dittan
- ÞJÓÐARSÁLIN
Athugasemdir
Hvernig er hægt að staðhæfa að þau séu saklaus? Hvernig er hægt að staðhæfa að þau séu sek? Held að hvorki ég né þú höfum þá vitneskju sem þarf til þess að koma með þessar ályktanir.
Svo fannst mé líka hryllingur þegar íslenski bloggheimurinn og fjölmiðlarnir þar eftir, hreyttu óorðum að vesalings dreng sem búið var að stimpla sem hundsmorðingja og reyndist svo ekki rétt.
Hví getur það sama ekki gerst fyrir þetta fólk, nema þá í hina áttina?
Óðinn (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 13:48
Ég fullyrði að þau eru saklaus. Og þetta kemur á engan hátt hundsmálinu við. Ég tjáði mig ekki um það mál, en ég hef fylgst með þessu máli í beinum útsendingum frá Portugal á hverjum einasta degi í 4 mánuði.
Þú mátt kalla það kvenlegt innsæi ef þú vilt, en ég myndi leggja aleiguna að veði fyrir sakleysi McCann hjónanna.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 7.9.2007 kl. 14:02
Ég verð að segja að ég er pínu sammála ykkur báðum en ég er eins og Helga að það er eitthvað sem segir mér að þessi blessuðu hjón séu saklaus, hef ekkert fyrir mér í því nema tilfinningu. Ef þau eru sek þá hljóta þau að fá Baftaverðlaunin fyrir leik.
Njótið dagsins, ég er farinn út að hjóla, stundum gott að vera prins :)
Sigurjón Sigurðsson, 7.9.2007 kl. 14:10
Sá þetta á umræðuvef sky.com og get ekki sagt annað en að ég sé sammála þessu...
AT LAST!
Finally the McCanns having to face up to the scrunity that they have left themselves wide open to. Who EVER leaves children of that age alone at night in a foreign country? At the very least they should be arrested and charged with neglect. I think it will eventually come out that they, alone were responsible for the death of their daughter.
Siggi (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 14:13
Ég vil nú alls ekki móðga þig, en þrátt fyrir að þú sért alveg handviss að hún sé saklaus eftir að hafa horft á hvert einasta viðtal við þau þá virðist svo sem að reyndir rannsóknarlögreglumenn sem legið hafa yfir málinu í fjóra mánuði, farið yfir öll gögn og talað við þau prívat og persónulega halda greinilega eitthvað annað... Það var nú nánast hrækt á mig þegar ég tjáði þá skoðun mína að þau gætu allt eins verið sek í upphaf málsins, enda eru mörg nánast alveg eins mál til, þar sem barn hverfur og foreldranir eiga þar hluta til sök eða þá alla... Flestir vilja auðvitað ekki trúa því að þannig fólk sé til, en því miður... Svona verður að taka alvarlega, lögreglan er enginn "vondikaggl", það eru án efa góðar ástæður og solid sannanir fyrir handtöku sem þessa... Ekki meira var það nú.
Gunnsteinn Þórisson, 7.9.2007 kl. 14:22
Hérna er bloggsíðan Gerry´s, föður barnsins.: http://www.findmadeleine.com/
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 7.9.2007 kl. 14:23
Það hefur enginn verið handtekinn.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 7.9.2007 kl. 14:28
http://www.briansprediction.com/trúið þið á drauma????ég veit ekki hvort ég geri það en ég hræðist þá hugsun að þessi maður sé búinn að hafa rétt fyrir sér frá því á fyrsta degi sem madeleine var rænt og það er enginn sem hlustar á hann.
herdís (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 15:27
http://www.briansprediction.com/
herdis (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 15:30
Mér finnst það með ólíkindum að fólk með fullu viti skuli vitna í einhvern loddara sem selur sig á netinu sem "draumamann". Kíkti aðeins á þetta,RUGL. Ef menn bulla nógu mikið þá eru góðar líkur á að það grísist á eit og eitt. Eða eins og sgat er; "Oft radast kjöftugum satt orð á munn".
Að öðru leiti eru spekúlasjónir um sekt eða sakleysi í sjálfu sér tilgangslausar, nema til dægrastyttingar. Hver hefur sína tilfinningu fyrir málinu. Ég hef á tilfinningunni að hún (eða þau) séu sek.
Gunnar Th. Gunnarsson, 7.9.2007 kl. 15:57
Sammála Gunnari með draumamanninn, það er frekar hæpin heimild. En tilfinning hans fyrir málinu er byggð á hans eigin áliti á heiminum. Ég vona að fólk sé ekki almennt orðið svona biturt.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 7.9.2007 kl. 18:25
ég veit svo sem ekki hvort þau eru sek eða saklaus. Ef þau eru sek þá skil ég ekki afhverju þau hafa látið svona mikið á sér bera í svona langan tíma. Kannski hefði verið eðlilegt að gera eitthvað fuzz en fyrr má nú vera ef maður er sekur. Páfinn, Beckham og þessir helstu komnir í málið. En hvað veit ég.
Hafrún Kristjánsdóttir, 7.9.2007 kl. 22:40
Er þetta ekki bara bolti sem rúllaði af stað sem erfitt er að stöðva, þetta með fjölmiðlafárið? Var ekki einhver sjóður líka stofnaður? Fullt af peningum. Og svo selur hún sögu síðan í lokin, bíómynd og alles...
Gunnar Th. Gunnarsson, 7.9.2007 kl. 23:09
Gunnar, ég vorkenni þér virkilega. -Fór einhver illa með þig?
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 7.9.2007 kl. 23:15
Ha??? Hvað áttu við Helga?
Gunnar Th. Gunnarsson, 8.9.2007 kl. 00:46
Það er nú eitthvað í manni sem að vill nú ekki trúa öðru í bili en að foreldrarnir séu blásaklausir af öðru en vítaverðu skeytíngarleysi.
S.
Steingrímur Helgason, 8.9.2007 kl. 01:47
Þetta er sorglegt mál, ég vona að þau séu saklaus, en þarna er allt mjög óljóst. Þú hefur náttúrulega betri yfirsýn yfir þetta þarna úti, sem hefur fylgst meira með þeim en ég til dæmis.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.9.2007 kl. 08:45
Margir hafa núna opinberað grun sinn frá upphafi um sekt hjónanna.
Mikið óskaplega er ég vanþroska í þessum efnum.
Hann Óli heitinn á Fossi hafði alltaf löngun til að koma því á framfæri að hann væri margvís og vissi lengra nefi sínu. Því var það ævinlega þegar eitthvað barst í tal sem mönnum kom á óvart og Óli var nærstaddur að hann tók til máls og var bara nokkuð drýgindalegur: "Mig grunaði þetta alltaf þó ég vildi ekki hafa orð á því!" Að þessu var nú svolítið hlegið, jafnvel á þeim árum. Nú sýnist mér að það hafi verið óþarfi, ef ekki barasta ljótt.
Ég verð að játa að ég er grunlaus um allar niðurstöður þessa hörmulega rannsóknarefnis.
Árni Gunnarsson, 8.9.2007 kl. 12:12
Hæ, viltu senda mér mailið þitt?
Mitt er sigurjon@heima.is
Sigurjón Sigurðsson, 8.9.2007 kl. 12:46
Helga Guðrún, þetta var nú frekar ósmekkleg athugasemd í minn garð, en reikna með að það hafi farið fyrir brjóstið á þér þetta með að selja sögu sína, þar sem þú ert svo handviss um sakleysi hjónanna. En ef þau eru saklaus blessunin, þá er ekkert óeðlilegt að þau selji sögu sýna til að standa straum af kostnaði við málið, sem hlýtur að vera ærin. Ekki mun vanta kaupendurnar. Og ef þau eru sek, þá er siðferðisvitund þeirra greinilega skert og væntanlega lítið mál fyrir þau, sölumennskan í ljósi þess.
Gunnar Th. Gunnarsson, 8.9.2007 kl. 14:22
Mér þykir það nú afskaplega dapurt þegar blaðamaður sem segist hafa fylgst með þessu máli frá degi eitt ætli sér að hið "kvenlega innsæi" hennar sé hafið yfir getu rannsóknarlögreglumanna. Ef það er eitthvað sem þú átt að gera í þessu máli þá er það að þegja og sjá hvað gerist. Hætta að segja "þessi er saklaus, hinn er sekur" um svona mál sem fólk þykist vita allt um en veit í raun ekki neitt.
Þú veist vel að sama hvað þú lest og sérð í fjölmiðlum þá er minnst af hinu sanna sem kemur út til okkar vegna hættu á að skemma rannsóknarferli lögreglumanna, það mun koma í ljós síðar meir þegar þetta fár er yfirstaðið.
Þegar ég minntist á hundskvikindið að norðan þá átti ég einfaldlega við það að búið var að stimpla manninn sem sekann langt áður en einhver almenn rannsókn hófst á málinu. Líkt og þú gerir hér með því að halda fram "En McCann hjónin eru alsaklaus, svo mikið er á hreinu!". Ekki segja mér að þú sért svo staðráðin í því að þú getir útilokað með öllu að nokkur vafi leiki á sakleysi þeirra? Ef svo er, af hverju ert þú ekki lögmaður þeirra og segir rannsóknarlögreglumönnunum "Hey! ÞAU ERU SAKLAUS, Í ALVÖRU!"?
Óðinn (IP-tala skráð) 8.9.2007 kl. 15:42
Það rýrir töluvert málflutning eiganda síðunnar að fullyrða hér að það sé á hreinu að foreldrar telpunnar séu saklaus. Hvernig hann fær það út er mér hulin ráðgáta. Ég myndi fara varlega í svona yfirlýsingar.
Svei mér ef ég veitt nokkuð um sekt eða sakleysi nokkurs manns í þessu máli, en eitt veit ég, að ábyrgir foreldrar skilja ekki óvita eftir eftirlitslausa, megi þau vera "bara" einhverja tugi metra í burtu. Það eitt og sér segir mér marg.
Takk fyrir pistil.
Jenný Anna Baldursdóttir, 8.9.2007 kl. 20:27
Sæl Helga Guðrún, vildi bara segja að ég held líka að foreldrarnir séu saklausir,fór inn á síðu sem heitir, Missing Madeleine fann þar athyglisverða grein frá Times online sem styrkti enn frekar þá skoðun mína.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 8.9.2007 kl. 20:28
mér finnst alltaf svo findið þegar ég sé í svona spjalli á blogginu að það poppa alltaf upp menn öðru hvoru sem eru með skæting og ókurteisi við annað fólk á blogginu en ef einhver snír sér við og svarar þeim þá finnst þeim allir vera svo vondir við sig. og m.ö.o. Gunnar ég hef alldrei hitt neinn sem segir að ég sé með fullu viti en ég er allveg SANNFÆRÐ um að það vantar einhvað í þig líka :-D og draumamaðurinn hvort sem þið trúið honum eða ekki hefur staðhæft það frá upphafi að foreldrarnir séu saklaus af öllu nema gáleisi og það sé einhvað gruggugt við framgang lögreglunnar og það er hellingur í þessu máli sem bendir einmitt til þess . en lesið þið bara ekki samt þú Gunnar þú gætir pirrast á því , þú ættir kanski að sleppa því að lesa þessa klausu líka :-D
herdís (IP-tala skráð) 8.9.2007 kl. 20:44
Ég hef líka fylgst með þessu máli nær á hverjum degi í Spænskum blöðum og sjónvarpi,það sem ég verð að segja er það að Bretar gera mikið af því að setja út á lögregluna í Portúgal.Málið var rannsakað sem barnsrán frá byrjun vegna þess að foreldrarnir sannfærðu alla um að telpunni hafi verið rænt,og þau eru enn við sama heygarðhornið,þó svo að þau séu bæði með réttarstöðu grunaða.Vísir að erfðarefnum frá litlu stúlkunni hefur fundist bæði í bílnum og í íbúðinni,og það síðasta sem maður heyrir er það að fjölskylda McCann er sannfærð um að þessum sönnunargögnum hafi verið komið fyrir í bílnum og í íbúðinni af portúgölsku lögreglunni,er þetta ekki dálítið langt gengið, að koma með svona fullyrðingar.Ég vona enn að hjónin séu saklaus.
María Anna P Kristjánsdóttir, 8.9.2007 kl. 21:24
ég er búin að lesa um þetta mál síðan það byrjaði, vitnisburðirnir sem hafa komið fram um hæfni og forsögu portúgölsku lögreglunnar í svona málum eru margir og vægast sagt skelfilegir. Fólk veit ekkert hvað það er að gera þegar það ber blak af þeim og heldur að hún leysi málið. Vitiði hvað þeir eru búnir að klúðra miklu? Neituðut t.d að fá sérþjálfaða sporhunda, og öll dna rannsókn er framkvæmd í Bretlandi. Portúgalska löggan hefur síðan lekið allskonar bullu-hugmyndum í fjölmiðla landsins, sem eru btw einhverjir siðlausustu fjölmiðlar sem maður hefur heyrt um, en ég veit samt ekki með sekt eða sakleysi foreldranna, vona bara að þau séu saklaus. Og hverskonar fólk er það sem mætir og hrópar ókvæðisorð að þeim þegar þau eru tekin til yfirheyrslu? meiraðsegja hundruðum saman? ég myndi skammast mín í hel ef ég væri frá Portúgal!
og blóðið í íbúðinni var EKKI úr Madeleine, og það er alls ekki skrítið þótt erfðaefni úr henni hafi fundist í íbúðinni, hún nagaði kannski bangsann sinn, hvaða barn gerir það ekki? og bílaleigubíllinn sem þau tóku á leigu var tekinn 25dögum eftir að barnið hvarf. Ef móðirin er sek þá stenst hún varla yfirheyrslur portúgalanna,sem betur fer er fylgst með þeim því að þessi lögregla er alls ekki þekkt fyrir að yfirheyra án pyntinga... hef séð myndir af konu sem þeir börðu í hakk þartil hún játaði sig seka um dótturmorð.
halkatla, 9.9.2007 kl. 12:29
Ég er búin að vera fjarverandi yfir helgina í skemmtiferð í tilefni heimkomu sonar míns frá Íslandi. Ætla að reyna að kommenta pínu á kommentin. Takk fyrir þau öll.
Fyrst smá sorry til Gunnars, ég var svolítið nastí við þig en á mér það eitt til málsbóta að hafa verið úrill yfir því sem mér fannst vera lífsbiturleiki sakir slæmrar lífreynslu. Mér hættir voða mikið til að trúa og treysta fólki þar til það sýnir að það er ekki álitsins vert. Ég hef brennt mig á því stundum að standa sjálfa mig að einfeldni í þeim efnum. Ætti því engann veginn að gagnrýna aðra fyrir það að taka vara á mannskepnunni. Þess er þörf örugglega. Ég
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 9.9.2007 kl. 22:11
(þetta er í annað skiptið á stuttum tíma sem færslan birtist í miðjum skrifum, en hér er framhald) Þess þarf örugglega. Ég kýs samt einnþá að reikna með heilindum þar til ég stend fólk að óheilindum.
Steingrímur (16), sammála þar. Þau eru sek um tímabundið dómgreindarleysi. Það erum við flest líka sem foreldrar, við myndum kannski ekki skilja börnin eftir ein (ok ekkert kannski með það), en ef við lítum okkur nærri í hljóði og erum hreinskilin við okkur sjálf, þá höfum við örugglega öll tekið áhættu sem við álitum ekki vera áhættu það sinnið, okkur var bara ekki refsað fyrir það á þennann hræðilega hátt.
Ásthildur, það er sko rétt hjá þér, þetta er hræðilega sorglegt mál. Það að missa barnið sitt svona er eitt og sér lamandi hugsun. Að vera svo sakaður um að vera valdur að dauða og yfirhylmingu elskaðs barns sem hvarf og er ófundið, er svo ólýsanlega kvalafullt að maður gefst upp áður en maður getur komið hugsuninni í spor foreldranna.
Árni, Óli á Fossi gengur aftur í bloggheimum og kallar sig ýmsum nöfnum.
Emailið mitt er helgaeiriksdottir@hotmail.com
Óðinn, bloggið mitt tengist á engann hátt blaðamennsku. Ég tala hér sem einstaklingur með skoðanir, sem slíkur segi ég deili á mér og kem fram undir fullu nafni. Kommentið þitt væri líka sterkara ef þú tækir af þér grímuna.
Jenný, þetta er mín staðfasta skoðun og trú, ég er hvorki forvitur né sjáandi. Ég veit ekkert sem lögregla þessara landa veit ekki, sem gæti skipt máli í rannsókninni. Persónulega hefði ég aldrei skilið börnin eftir ein heima, mér finnst það ótrúlegt ábyrgðar- og dómgreindarleysi. En þau sögðu að það hefði verið svo stutt þarna á milli að þeim fannst þetta ekki meira mál en að fá sér í glas með vinahjónum í eigin garðveislu eftir að krakkarnir voru sofnuð. Þannig litu þau á málið, en var refsað fyrir á mest brútal hátt mögulegan.
Ég skal segja þér mína martröð sem ég hef endurlifað þúsund sinnum. Þú mátt kalla mig óábyrgt foreldri ef þú vilt, því mér fannst það líka eftirá og hafði svo mikið samviskubit að mér fannst ég hreinlega óhæf sem móðir og engan veginn treystandi. Ég var eitthvað að sýsla heimavið með (þá) 3ja ára son minn að dunda sér í herberginu sínu. Ég bjó þá í litlum blokkarkálfi í Reykjavík og vinkona mín bjó handan gangsins þannig að 3 metrar skyldu að innri "útidyr". Hún átti dóttur á sama aldri, og börnin okkar opnuðu hurðirnar og röltu á milli nokkurnvegin eins og þeim sýndist þegar allir voru heima.
Til að gera langa og skelfilega sögu stutta, þá uppgötvaði ég allt í einu að drengurinn var ekki í herberginu sínu að "smíða", rölti yfir til að sækja hann en þangað hafði hann ekki komið. Ég vissi að hann kæmist ekki út úr húsinu sjálfur þannig að fyrst hélt ég að hann hefði rölt upp stigann í rannsóknarleiðangur, því á næstu og eftstu hæð bjó önnur lítil dama og daglegur leikfélagi. En þar hafði enginn orðið var við hann.
Ég barði á allar sjö íbúðarhurðarnar og samstundis voru allir í húsinu komnir í leit að barninu. Við þekktumst öll, og ýmist var vin- eða kunningsskapur á milli, svo það þurfti ekki hræðslusvipinn á mér til að allt færi á fullt. Eftir að hafa leitað í panikkasti í öllum herberjum, skápum og skúffum í öllu húsinu í rúma klukkustund, þá hljóp ég aftur kallandi um eigin íbúð í þeirri von að hann hefði lagt sig og sofnað óvart á einhverjum skrípastað í feluleik eða eitthvað.
Þegar ég kom inní þvottahús, sem var innaf eldhúsinu, í örugglega tuttugasta skipti kallandi og hrópandi nafnið hans, þá heyrði ég kallað langt frá að mér fannst; mamma, mamma. Leit niður og sá tvö lítil, rennandi blaut andlit með risastór augu bakvið lokaðar dyr inni í þurrkaranum. Þar var barnið mitt lokað inni með kisuna sínu í fanginu. Í næstum algerlega hljóðeinangri tromlunni, rennandi sveittur í þessu pínulitla rými.
Það líður ekki sá dagur að ég þakki ekki Guði fyrir að þrátt fyrir allt þá var tromlan ekki fullkomlega loftþétt og barnið dó ekki þarna inni. Það var sko ekki mér að þakka. Og ef sonur minn hefði kafnað þarna, þá hefði ég kennt mér um alla ævi og aldrei litið bjartan dag. Nú, næstum 10 árum seinna, get ég ekki hugsað þá hugsun til enda. Börnin mín eru mér lífið og ástin holdi klædd og tilveran án þeirra væri tóm og tilgangslaus.
Sama dag hafði ég samband við lögreglu og Herdísi Stargaard, sem þá var í forsvari fyrir öryggismál barna á heimilum. Það kom í ljós að þetta var þriðja tilfellið á Norðurlöndum þar sem svona nokkuð gerðist. Það er bara svo stutt á milli þess sem við teljum vera "öruggt" og þess sem ætti að vera það, en er það kannski alls ekki. Við getum aldrei verið örugg um börnin okkar nema taka aldrei af þeim augun.
Ég ætlaði að klára að afgreiða kommentin, en er upprifjunin á þessum hryllingseftirmiðdegi tók úr mér skrifþrekið í bili.
Herdís, Hafrún, Hrafnhildur, Anna María og Anna Karen, takk fyrir kommentin og skrifin. Málið er að láta sig málið varða sem manneskja. Okkur kemur velferð hvers annars við. Kunnugra sem ókunnugra. Það er létt að dæma en þungt að vera dæmdur. Sérstaklega þegar við eigum það pínulítið skilið en þurfum allra síst á því að halda.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 10.9.2007 kl. 00:16
Takk fyrir að segja þessa sögu Helga Guðrún. Þetta hlýtur að hafa verið skelfilegt. Það er aldrei hægt að vera skothelt pottþéttur gagnvart börnunum en mér finnst þessi ákvörðun að skilja börnin eftir og fara út að borða ákaflega óábyrg og ég fer ekki ofan að því. Það breytir ekki því að engin manneskja á skilið að lenda í svona og hvað þá heldur blessað saklaust barnið.
Svo vonar maður hið besta.
Þakka þér fyrir að deila þessu. Vó hvað þér hlýtur að hafa liðið skelfilega.
Jenný Anna Baldursdóttir, 10.9.2007 kl. 01:51
já mér finnst alveg ótrúlegt að hér geti fólk bara alhæft hluti sem ekki einu sinni löreglan sem rannsakar málið getur alhæft... Fólk hefur nú líka rétt á að vera ósammála þér án þess að eiga von á persónlegum árásum, þú ert svo staðföst á þessu að það mætti halda að þú hafir eitthvað með málið að gera!!!
Binnan, 10.9.2007 kl. 08:01
Binnan, þú ert nú bara sad, og kommentið þitt líkist þér. -Hversu lágt er hægt að leggjast?
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 11.9.2007 kl. 08:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.