Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007
28.6.2007 | 13:43
BETRUNARHÚSIÐ MITT BLÍÐA
Ég var að horfa á viðtal sem Larry King tók við Paris Hilton í nótt. Vistin í tukthúsinu hefur greinilega verið henni til góðs þegar upp er staðið. Daman leit afar vel út, var yfirveguð og ekki líkt því eins heimskuleg og hennar er siður.
Nú lítur maður bara á dagatalið (eða klukkuna) um leið og maður röltir sér inn til veðmangarans í þorpinu. Því það er auðvitað "money in the bank" að hún verður komin á djammið fyrir Verslunarmannahelgi.
Paris segist vera orðin dauðleið á djamminu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.6.2007 | 01:08
ENGINN VEIT HVAÐ ÁTT HEFUR...
-fyrr en misst hefur. Það á eftir að koma eftirminnilega í ljós í Bretlandi... og miklu fyrr en menn órar fyrir.
Ég giska á að þeir sem klappa nú sem ákafast fyrir brottför Blair fjölskyldunnar frá 10DS þykist bara hafa verið að drepa flugur þegar Brown hefur gert það í buxurnar sem hann hefur nafn til.
Mark my words folks. Fyrr en síðar. Miklu fyrr en síðar!
Brown lýsir ánægju sinni með nýtt starf Blair | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 01:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.6.2007 | 00:47
ÞETTA ER AUÐVITAÐ BARA DJÓK?
Sigurrós kjörin forseti bæjarstjórnar Kópavogs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.6.2007 | 23:14
LÖGREGLAN Í ÓRÉTTI?
Ef sandurinn tilheyrir landareign föðurins, er hann þá ekki í rétti að kenna syni sínum þar undirstöðuatriði í akstri? Okkur systkinunum var kenndur akstur úti á túnum við svipaðan aldur, og mig grunar að svo sé um mjög marga fleiri, sem alist hafa upp utan höfuðborgarinnar. Það mætti því sekta býsna marga.
Það verð ég að segja að ég væri ólíkt rólegri að mæta þessum unga pilti úti í umferðinni að sex árum liðnum, en þeim "löghlýðnari" sem tók lágmarkstíma í æfingaakstri og eins fáa ökutíma og hann komst upp með, því ekki eru ökukennarar gefins.
Ef þetta eru virkilega lög þá eru þetta ólög, og ekki trúi ég því fyrr en ég sé kvittunina að hann gamli góði vinur minn, Ólafur Helgi, framfylgi því að sekta feðgana fyrir tilsögn og quality tíma saman.
11 ára drengur undir stýri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.6.2007 | 22:44
LÉST HANN Í FALLINU NIÐUR NIÐURFALLIÐ?
Það er svo skrýtið að stundum er ekki allt á hreinu. Skrítið hvernig maðurinn dó og skrýtið hvernig skýrt var frá því. Og svo er skrítið að bæði má skrifa skrýtið með í og ý.
Skrítið að hugsa til þess hvað hefði gerst ef maðurinn hefði fest báða fætur í niðurfallinu skömmu áður en hann dó. Eins og það sé ekki nógu slæmt að festa þar annann fótinn og deyja í óratíma fyrir framan slökkviliðið og aðra spennta áhorfendur.
Skrýtið þetta líf. Og svo rignir.
Maður sem festist í niðurfalli er látinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.6.2007 | 09:17
STOPPIÐ ÞESSAR KONUR! ÞAÐ ER VERIÐ AÐ RÆNA ÞÆR!
Myndirðu hoppa fram af fram af bjargi ef þú sæir aðra gera það?
Um þetta spyr ég krakkana mína ef þau gera vitleysur og bera því við að "hinir hafi byrjað" eða "það voru allir að gera þetta".
Datt þetta í hug þegar ég las þessa ótrúlegu frétt um langar biðraðir kvenna í Kringlunni þegar einhverjir fjárhirðar (þessir menn eru kallaðir Con Artists á ensku, hirða fé af fólki með blekkingum) settu þar upp sölubás til að féflétta trúgjarna viðskiptavini.
Þarna eru þeir búnir að sannfæra fólk um að það sé að gera reyfarakaup í saumavél á 1000 pund, merki sem enginn hefur heyrt um, meðan Argos selur nú dýrustu SINGER saumavélina á innan við 280 pund. Sú vél gerir allt sem Kringluvélin gerir og meira til. Auk þess að vera gæðamerki sem hefur verið á markaði í áratugi. http://www.argos.co.uk/static/Product/partNumber/4600145.htm
En þetta er eins og í fjósinu; þegar ein beljan mígur.. Mér finnst þetta múgæði bara sorglegt og þó Íslendingar séu orðnir efnaðri í dag en fyrr á árum, þá er ég viss um að yfirgnæfandi meirihluti þeirra kvenna sem þarna eru að láta plata sig, má illa við því að láta stela af sér. Það eru alla jafna ekki efnuðustu konurnar sem sauma, með örfáum undantekningum sbr. Dorrit von Bessastaðir.
Saumavélar streyma út í Kringlunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.6.2007 | 23:40
ÉG KÝS LANDRÓVER! -og hef bjórkæli fyrir náttborð
Hef samt á honum blúndudúk og blóm í vasa til að vera dömuleg.
Nýlega sendi Sibbi flugstjóri mér slóð á myndband af YouTube sem tekið var að mestu á hálendi Íslands. Það var þó ekki landið sem var í aðalhlutverki þar, heldur nýr en sígildur Land Rover Defender. Ótrúlegt hvað þessi jeppi hefur lítið breyst í áranna rás. Það er gaman að sjá hann þeysast um landið "þar sem steinvölurnar eru á stærð við risaeðluegg", eins og kynnir Fifth Gear komst svo ágætlega að orði.
Fyrir stelpurnar á Íslandi sem eru orðnar leiðar á litlum, bleikum, dömulegum dúkkulísubarbíbílum, ákvað ég að skella hingað linknum. Stöku strákar gætu haft gaman af að skoða líka:http://www.youtube.com/watch?v=h5aJ0iDNYns
Dægurmál | Breytt 22.6.2007 kl. 07:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
19.6.2007 | 03:39
KANNABYSSAN og VATNSBYSSAN
Voðalega hættulegar báðar ef þú vilt ekki blotna í leiknum auðvitað, en að öðru leiti ámóta líþal. Það er í þágu stjórnvalda (sjá komment Steina, sem ég er algerlega sammála) að gera úlvalda úr mýflugum.
Munurinn á hassi og grasi er álíka mikill og munurinn á hrossi og hundi; bæði hafa fjórar lappir en þar endar nokkurn vegin samlíkingin. En að eyða orku sinni í þá sem hrópa DÓP DREPUR og hlusta ekki á rök er sennilega álíka árangursríkt og að útskýra mismuninn á grænu og rauðu fyrir blindum manni.
Meðan stjórnvöld á Íslandi banna dóp í öðru munnvikinu og selja það útúr hinu, þá hvorki skilja þau, né vilja skilja, muninn á vistvænni "organic" plöntu sem ræktuð er í þeim tilgangi að þurrka og gera að reyktóbaki, og sömu plöntu sem blandað er allur fjandinn í til að búa til hasskögglana sem menn kaupa dýru verði og troða í pípurnar sínar ásamt hinu tóbakinu sem það kaupir af "löglega dópsalanum".
Hvernig væri nú að yfirvöldin "hættu nú að ljúga" og segðu einfaldlega sannleikann? En auðvitað hentar hann ekki alltaf... og alls ekki þeim sem ekki vilja heyra hann. Það er nú heila málið í hnotskurn.
Fíkniefnaframleiðsla stöðvuð í nágrenni Hellu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.6.2007 | 13:14
ÞORNIÐ VARÐ EFTIR Á HORNINU OG EÐIÐ FÉKK EKKI AÐ VERA MEÐ
Ég hef tekið eftir því að gríðarlega margir Íslendingar erlendis nota Moggabloggið. Sjálf er ég einn þeirra og hef af því bæði gagn og ómælt gaman.
En ég hef líka séð að margir eru enn að nota th fyrir þ, d fyrir ð og ná ekki að skrifa broddstafina.
Þjóðræksnið í mér ákvað að vera nörd og besservisser og upplýsa þá sem ekki vita að þessu er hægt að breyta á einfaldan hátt á lyklaborðinu með því að halda niðri tökkunum Ctrl og Shift (eitthvað misjafnt eftir lyklaborðum, en á mínu eru þeir neðst í vinstra horninu) og ýta á 1.
Vona að þetta nýtist einhverjum. Smá PS í lokin; ég lenti í því að gestabókin mín hreinlega hvarf og finnst nú hvorki á forsíðu né innri stillingum. -Hefur einhver lent í þessu eða veit hvað er til ráða?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.6.2007 | 23:03
TVÖ ÍSLENSK BÖRN HANDTEKIN Á ENGLANDI Í DAG
Íslensk systkin, 12 og 7 ára, sem búsett eru í 15.000 mann þorpi rétt fyrir utan Nottingham á Englandi voru í dag handtekin fyrir gróft brot á fánalögum. Höfðu þau teiknað og litað íslenska fánann í tilefni af þjóðhátíðardegi Íslendinga og límt hann í gluggarúðu heimilis fjölskyldunnar, svo myndin sást frá götunni.
Hald var lagt á teikningu barnanna af fánanum.
(Þetta er auðvitað "ekkifrétt" sem á sér ekki stoð í raunveruleikanum, en hvenær megum við vænta þess að lesa frétt af þessu tagi? Íslensku fánalögin eru bjánagangur og þarfnast tafarlausrar endurskoðunar!)
Fánalög brotin með mótmælaaðgerðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |