LÖGREGLAN Í ÓRÉTTI?

Ef sandurinn tilheyrir landareign föðurins, er hann þá ekki í rétti að kenna syni sínum þar undirstöðuatriði í akstri? Okkur systkinunum var kenndur akstur úti á túnum við svipaðan aldur, og mig grunar að svo sé um mjög marga fleiri, sem alist hafa upp utan höfuðborgarinnar. Það mætti því sekta býsna marga.

Það verð ég að segja að ég væri ólíkt rólegri að mæta þessum unga pilti úti í umferðinni að sex árum liðnum, en þeim "löghlýðnari" sem tók lágmarkstíma í æfingaakstri og eins fáa ökutíma og hann komst upp með, því ekki eru ökukennarar gefins.

Ef þetta eru virkilega lög þá eru þetta ólög, og ekki trúi ég því fyrr en ég sé kvittunina að hann gamli góði vinur minn, Ólafur Helgi, framfylgi því að sekta feðgana fyrir tilsögn og quality tíma saman.


mbl.is 11 ára drengur undir stýri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei, það að strákurinn hafi keyrt undir eftirliti fjarri alfaraleið, SVO FREMI að þetta hafi líka verið einkalóð ætti fjandakornið ekki að vera vandamál. Ég fékk sko að keyra á túnum og söndum innan einkalands sem unglingur og tel að ég njóti þess virkilega. Spurning hvort ekki sé verið að eyða fjármunum og mannafli í óþarfa og vitleysu með að eltast við svona lagað. A.m.k. m.v. allar hinar fréttirnar sem maður les af alvöru afbrotum.
kv.BH

BH (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 23:39

2 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Alger sóun, og maður spyr sig hvort lögreglan á Selfossi hafi ekkert verðugra við tíma sinn að gera en að eyða honum í svona dæmalausan aulagang.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 26.6.2007 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband