Bloggfærslur mánaðarins, október 2007
28.10.2007 | 15:31
VÍSA TIL FÖÐURHÚSA OG FÖÐURLANDS...
Hér í uppsveitum Nottinghamskíris náði hitinn að komast uppí ótrúlegar átján gráður í dag og enn skrítnara er að þennann sama dag telur sólarhringurinn 25 klukkustundir. Á meðan fennir í hvítakaf á klakanum og allt er í fjöri samkvæmt hefð.
Datt þá í hug örlítið vísukorn sem ég læt bara flakka. Lofa að hrekkja ekki oft í bundnu máli, enda aðrir betur vaxnir í svoleiðis:
Úti voru átján gráður
Allsráður að vetri hló
Auraríkur, fannafjáður
Flýgur landinn út í mó.
RNF: Hálka stærsti þátturinn í því að flugvélin rann út af braut | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.10.2007 | 19:07
HÖRMULEGT SLYS!
Ég las þetta frétt með tárin í augunum. Þetta er hörmungaratburður og rifjaði upp einn af sorglegustu dögum æskuáranna. Það var þann 23. september árið 1976 þegar á fimmta hundrað fjár drukknaði í Svartá í Húnavatnssýslu er aðhald gaf sig á girðingu nátthagans við Stafnsrétt þegar reka átti féð í réttina.
Eins og flestir sem þar voru, þá átti ég þarna kindur og lömb og var búin að hlakka mikið til að sjá þessa vini mína, "ferfættu börnin mín", koma stökkvandi inn í almenninginn, hraustleg og falleg eftir veruna á fjalli. Skemmtilegasti dagur ársins breyttist á örfáum andartökum í þá hræðilegu martröð sem það var að sjá blessaðar skepnurnar ryðjast í ánna og drukkna þar hundruðum saman án þess að nokkur fengi við neitt ráðið. Því gleymir enginn sem það upplifði.
Ég sendi mínar einlægustu samúðarkveðjur í sveitina!
Tugir fjár drápust þegar flutningabíll valt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
24.10.2007 | 22:21
SVONA HARÐBRJÓSTA...
...hef ég aldrei verið!
En það væri nú gaman að reyna..
Sektuð fyrir að kremja bjórdósir með berum brjóstunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.10.2007 | 19:51
UPPGJÖR VIÐ ANDLEGA AFTURGÖNGU - SPOR FYRIR SPOR
Það sem hófst með græskulausu gríni á tilbreytingalitlu föstudagskvöldi meðan börnin sváfu og bóndinn hraut, hefur nú verið snúið uppí grínlausa græsku, þökk sé að mestu bloggóvinkonu minni og hennar makalausu hirð. http://jenfo.blog.is/blog/jenfo/entry/342939/
Skítt með þó hún og kórinn hennar kalli mig öllum illum nöfnum, s.s. ómenni, vitfrring, hálfvita, mannhatara, rasista, nasista, gayhatara, kvenhatara og heimska sveitahóru. Ég lifi það alveg af, þó vissulega sárni mér að þurfa að hugga börnin mín vegna þessa. En í fjölskyldunni minni eru málin rædd og útskýrð, svo þessar árásir skaða þau vonandi ekki til frambúðar.
Hitt þykir mér verra, að sárasaklaust fólk sem af góðmennsku sinni og vinarþeli gekk mér til varnar þegar mest gekk á, hefur sett sig í skotlínuna og fengið yfir sig drulluregnið frá þessum "kærleiksríku" herbúðum sem umsvifalaust sviftir menn æru og heilindum ef þeir eru ekki nákvæmlega sammála öllu sem útúr þeim kemur.
Það, að einhver últra bitur kellingarbelja (já, nú má ég!) sem heldur að það sé runnið af sér þó hún sé (tímabundið?) hætt að drekka og dópa, hendi mér út af listanum sínum, er mér ekki nema heiður. Skítlegt eðli á ekki upp á pallborðið hjá mér og hræsni hennar vekur mér viðbjóð. Ég vona líka að hún haldi sig hér eftir sem lengst frá mér og mínum og hafi vit á að snautast til að lesa tólf-spora bókina sína. Ég veit ekki á hvaða spori hún telur sig vera, en fyrir mér er hún andleg afturganga og ég frábýð mér þessháttar félagsskap.
Húmorinn og húmorsleysið er svo enn annað umræðuefnið. Verandi með minn háralit hef ég ekki farið varhluta af ljóskubröndurunum. Margir hafa mér þótt frekar þunnir en aðrir alveg bráðfyndnir, og sömu sögu má segja með Hafnarfjarðarbrandarana. Hef bæði heyrt þá marga og sagt þá marga. Ætti þar samkvæmt trúarbrögðum húmorslausra að vera að höggva ansi nærri eigin ranni, þar sem bæði börnin mín eru ljóshærð og eiga ættir í Hafnarfjörðinn. Það væri því að mismuna fólki eftir húðlit og þjóðerni ef ekki mætti gera grín að (svart-)"lituðu" fólki, rétt eins og okkur hinum "litlausu".
Ég skulda ekki afturgöngunni neinar skýringar á eðli mínu og innréttingum. Hitt þykir mér verra, að henni hefur tekist að skilja eftir sig spurningamerki í hugum fólks sem ég met meira. Sumir þeirra vita þó að einn af mínum albestu vinum heitir Ian Sharp og er ættaður frá Jamaika. Ég hef aldrei séð það svartara þegar kemur að hörundslit en þann yndislega og fluggáfaða mann, en hann væri varla fjölskylduvinur og mikils metinn á heimili okkar ef ég væri sá grimmlyndi rasisti sem afturgangan telur mig vera.
Það kom líka sterklega til greina að hennar mati að ég væri á móti réttindum samkynhneygðra.. og kvenhatari ef allt annað brygðist nú. Það gengi kannski að reyna að klína þeim óþverrastimpli á mig líka, ef ekki væri fyrir þá staðreynd að ég hef alla tíð, bæði í ræðu og riti, talið það sjálfsagðan hlut að hommar og lesbíur nytu sömu réttinda og gagnkynhneygðir. Og þetta með kvenhatrið væri nú bara fyndið ef það hefði ekki komið í þessu sama viðhengi. Ég finn ekki hjá mér hatur til nokkurrar manneskju, en reiði mín og fyrirlitning í garð hræsnara eins og afturgöngunnar náðu tilfinningum mínum fyrir ókunnugum á áður óþekkt styrkleikastig.
Þeir bloggvinir sem ennþá hanga hér inni með óbragð í munni, treysta sér ekki rökræður nema með persónulegu skítkasti og hafa ekki húmor fyrir sjálfum sér né öðrum, er bent á að nú er rétti tíminn til að fara. Ég hef aldrei tiplað á tánum kringum heimatilbúinn vellíðunarjákór og ætla andskotinn hafi það ekki fara að byrja á því á gamals aldri!
19.10.2007 | 22:06
OFT RATAST KJÖFTUGUM...
Watson: Ég er miður mín | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.10.2007 | 17:09
RARE AS HENS TEETH
Rangfeðruð börn eru talin búa í fjórða hverju húsi en rangmæðruð börn eru næstum eins sjaldgæf og hænutennur. Fyrir kom þó að reynt var að fela óléttuna og fyrir kom líka að reynt væri að fela þær óléttu meðan á "ástandinu" stóð.
En að Bretaprinsessa hafi komist upp með að leyna meðgöngu, fæðingu og ættleiðingu... Oh well, Árni Johnsen fór inná Alþingi eftir fangelsisvistina meðan flestir sellufélaga hans fóru bara inná áfangaheimili, so I guess anything´s possible.
Segist launsonur Margrétar prinsessu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.10.2007 | 23:25
GREINDARBOTNSÆFINGAR
Finnst ekki mbl.is vera komið nóg af greindarbotnsæfingum starfsmanna sinna:
Innlent | mbl.is | 16.10.2007 | 17:21
Hæstiréttur staðfesti í dag farbann yfir karlmanni sem grunaður er um brot á hengingarlögum vegna launagreiðslna til erlendra starfsmanna við virkjanaframkvæmdir á Austurlandi. Í Héraðsdómi Austurlands var manninum bönnuð för frá Íslandi til þriðjudagsins 23. október og staðfesti Hæstiréttur það í dag.
Farbann staðfest í Hæstarétti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.10.2007 | 22:58
SIÐLEYSÍNA SVERRISDÓTTIR, BLESS OG BURT MEÐ ÞIG!
Flott hjá konum í Frjálslynda flokknum að lýsa vantrausti á eiginhagsmunapotara í pólitík sem búin er að skíta svo í nytina sína að hún á hvergi innkomu í trúverðugan málflutning meir.
Þetta hefur nákvæmlega ekkert með kynferði hennar að gera, heldur spillingu, siðblindu, græðgi og ódrengskap.
Vantrausti lýst á Margréti Sverrisdóttur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 19.10.2007 kl. 23:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
16.10.2007 | 01:00
RÚNKI HLEYPUR SKÍTASPRETT
Fyrir rúmum þrjátíu árum lét hrekkjusvín úr Skagafirði ungan húsasmið hlaupa skítasprett.
Rúnki Friðriks var að smíða íbúðarhús móður þeirrar stuttu og stjúpa. Hann var þekktur galsari og endalaust að stríða og hrekkja ungu dömuna. Allt þó í góðu.
Heimasætunni fannst einhverju sinni að nú hefði hann lagt inn fyrir almennilegri hefnd. Eitthvað sem gleymdist ekki í bráð, og fréttist helst um sveitina.
Hún fékk í lið með sér litla frænku sína, Hrefnu dóttur Bjarnheiðar og séra Sigfinns, en hún var þá í stuttri sumardvöl hjá Siggu frænku. Hefur þá varla verið meira en 7-8 ára, yndisleg, hugmyndarík og stórskemmtileg skotta. Saman settust þær niður og brugguðu launráð.
Hugmyndin fæddist og fékk á sig spennandi mynd. Þær ætluðu að láta Rúnka laxera og fylgjast með því þegar hann hleypi skítaskreppinn. Það var nefnilega ekki komið klósett í nýbygginguna á Lækjarbakkanum, svo hann varð að fara yfir í skólahús til að ganga örna sinna, örugglega góða 1-200 metra.
Þó var ákveðið atriði sem þvældist fyrir þeim frænkum. Ýmislegt höfðu þær í vösunum en ekki laxerolíu, hún fékkst ekki annars staðar en í apótekinu á Króknum. Þangað voru 30 kílómetrar og hvorug þeirra hafði bílpróf.
Heimasætan vissi hvaðan hún hafði hrekkjagenin og ákvað að leita til móður sinnar með þetta vandamál. Sú gamla, þá auðvitað á besta aldri, brást við með gleðibrosi og sagðist gjarnan myndu aðstoða við verkið. Hafði sjálf ekki farið varhluta af Rúnkahúmornum.
Nú var steikt þessi yndislega ýsa gerð görótt kokteilsósa með. Frú Sigríður vissi að þetta uppáhaldsmaturinn Rúnka, enda var hann hjá henni í fæði meðan á byggingarvinnunni stóð.
Nornirnar þrjár voru slægar og slóttugar, og vissu að ef enginn annar æti kokteilsósuna, myndi Rúnki réttilega gruna þær um græsku. Hann var á verði fyrir hrekkjubrögðum þeirra, rétt eins og þær voru fyrir hans.
Einhverjum varð að fórna og sá eini sem til greina kom var Kristján stjúpi. Held þó að Hrefna hafi komið honum til bjargar á örlagastundu. Ekki datt þeim mæðgum það í hug.
Hrekkurinn heppnaðist með miklum bravúr í alla staði. Þrenningin beið þolinmóð skamma stund en argaði svo úr hlátri þegar smiðurinn gaf frá sér stunu, henti frá sér hamrinum og hljóp eins og fætur toguðu niður í skólahús. Þar veltust þær um af hlátri meðan óhljóðin bárust frá dollunni og óprenthæft bölvið og hótanirnar í eiganda afturendans sem á henni sat.
Ó, í þá gömlu, góðu daga.
Laxerolía í samlokum í Brekkubæjarskóla á Akranesi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.10.2007 | 00:36
AHHH MMM
Lögregla varar við veitingahúsapöntunum í tölvupósti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)