Bloggfærslur mánaðarins, október 2007
14.10.2007 | 03:23
-WHICH WAY DO YOU DRESS, SIR?
-"Ofan í hvora skálmina girðirðu skottið á þér, herra minn?" Ég fékk hláturskast þegar ég komst að því um daginn að karlmenn eru spurðir þessarar stórgóðu spurningar þegar þeir láta sauma á sig jakkaföt hjá klæðskera.
Ég hélt mig vita allt það merkilegasta í "mannamálum", en ég er enn að komast að svona krúttlegum gullmolum um kallana okkar sem vert er að vita.
-Fer þetta ekki svolítið eftir því hvort menn eru rétthentir eða örvhentir þegar þeir hagræða á sér fermingarbróðurnum þarna á miðhæðinni? -Eða eru þessi djásn bara svona randomlí misvísandi? Hahaha, ég vona að mér verði fyrirgefin fáfræðin en þetta er bara svo kátlega skemmtilegt.
-Hvoru meginn hangir þinn?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
14.10.2007 | 02:01
DAUÐIR HUNDAR SKÍTA EKKI
Skattpíning og verðlag á Íslandinu góða er löngu fræg að endemum, en er ekki fulllangt gengið að skattleggja löngu dauða hunda!? -Er eftirlitið fólgið í því kanna árlega hvort kvikindin séu ekki örugglega enn jafn dauð og síðast þegar hræin voru skoðuð?
En þá að öðru máli, hundslegu líka. Dóttir mín fékk hvolp í afmælisgjöf núna um daginn. Átta vikna Border Collie "dama" var lögð í fang átta ára Rósarinnar og ljóminn í augum hennar lýsir ennþá upp umhverfið viku seinna. Höbbíhönkið mitt lét sér fátt um þessa fjölgun fjölskyldunnar, en við krakkarnir (alltsvo ég og krakkarnir) rúlluðum um öll gólf í ærslum og leikjum, með tilheyrandi awww, ohhh og útsígútsí hljóðsýnishornum.
En paradísarvist mín var mun styttri en Adams, því þetta litla sæta krútt er alger skítafaktoría og mér er ekki nokkur leið að koma henni í skilning um að svonalagað geri ekki vel uppaldar smátíkur innanhúss. En það er sama hversu oft farið er með hana út í garð eða gönguferð, alltaf skal skepnan vera búin að skíta í kílóavís þegar við mætum niður á morgnana.
-Eru ekki einhverjir samúðarfullir hundeigendur hérna sem gætu leiðbeint mér með það hvernig maður koppvenur kvikindið?
Tók gjald fyrir eftirlit með aflífuðum hundum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.10.2007 | 02:02
LÍF Í VOÐA
Ég er nú ekki mikið fyrir að eltast við hvað fræga, ríka og fallega fólkið er að gera þessa dagana og árin. Ekki síðan ég hafði það að atvinnu að skýra frá því hvað það aðhefðist eða aðhefðist ekki og hvernig þrútin brjóstin ýmist þrýstust út eða þrútnuðu inn, allt eftir tískustraumum árstíðarinnar.
En angans ólánstátan hún Britney. -Hvaða leiðindatilgangi þjónar það að meina henni aðgang að stuttuguttunum? Þetta eru börnin hennar og sennilega það eina í dag sem segir henni að lífið sé þrátt fyrir allt þess virði að lifa því.
-Af hverju hefjum við fólk til himins, án þess beinlínis að drepa það og binda það við ragettur, og vegsömum hæfileika þeirra, fegurð eða gáfur.. rétt til að troða það svo undir hælum og háði ef því verður á mistök?
Ekkert okkar er fullkomið og ég skal ekki segja með ykkur "aðalsfólkið", en ykkar einlæg hefur gert ótal mistök og bommertur á lífsleiðinni sem ég vildi ekkert endilega verða uppvís að, hvað þá að flaggað yrði í fjölmiðlum.
Hjá Brittustuttu virðast gilda sannindin; Þegar ég átti þig síst skilið, þurfti ég mest á þér að halda.
Og stuttu seinna:
"Þegar mest ég þurfti við
þá voru flestir hvergi".
Kannski ættum við að nota þetta til að staldra við. Kannski eigum við ástvini sem eiga erfitt án þess að tjá erfiðleika sína í fjölskylduboðum. Kannski gætum við lagt meiri áherslu á að hlusta. Ekki bara á tragedíur og vonbrigði heldur líka á hamingju og sigra. Taka þátt. Kannski gætum við verið betri vinir. Betri ættingjar. Betri manneskjur. Kannski. Vonandi.
Britney sækir um aukinn umgengnisrétt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 02:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)