15.6.2008 | 03:54
Ofboðslega
... þykir mér gaman að rekast á gamla nemendur og fá njósnir af því hvað af þeim varð. Og ofboðslega þykir mér ennþá vænt um þau, hvert og eitt einasta!
Jón Geir var (og er pottþétt enn) alveg bráðskarpur strákur með æðislega skemmtilegan húmor. Yndislegur hrekkjalómur og grallaraspói en jafnframt rosalega skemmtilegur og alger sjarmur og átti ekki til illgirni né önnur leiðindi. Sennilega hefði ég ekki giskað á að hann yrði tónlistarmaður, en hann á nú ekki langt að sækja listamennskuna svo það hefði kannski ekki átt að koma á óvart. Þessi snillingur hefði getað orðið hvað það sem hann vildi, svo mikið er á tandurhreinu!
Svo finnst mér líka svolítið gaman til þess að hugsa að Kristján sonur minn er nú á sama eða svipuðum aldri og Jón Geir var þegar ég sá hann fyrst. Kristján er einmitt að læra á trommur og er á kafi í tónlistinni hér í Skíriskógi, var síðast í dag (ok, í gær reyndar.. orðið áliðið, eða þannig) með frábærlega vel heppnaða útitónleika í borginni með Samba bandinu sem hann er meðlimur í. Svo dúxar töffarinn minn í árgangnum sínum eins og sá ljóshærði víkingur sem hann á kyn til.. hehe *BLIKK*VARÚÐ!*MONTMAMMA Á FERÐ.
*Knús* og ég vona að þið eigið yndislegan sunnudag!
Smíðar trommusett fyrir útgáfutónleika | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
kvitt og knús
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 15.6.2008 kl. 08:55
Til hamingju með drenginn þinn ! Og með gamla nemandann þinn!
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 15.6.2008 kl. 22:57
Takk fyrir. (og hún hneigði sig dömulega)
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 15.6.2008 kl. 23:03
Ha? Kannt þú að hneigja þig dömulega??? *glott*..
Hélt að þú værir bara iðandi skutla sem hneigir sig ekki svona yfir höfuð, eða allavega ekki nema nauðbeygð. Flottur á þvi sonur þinn og til hamingju með víkinginn þinn.
Þessi kappi hérna er æði - minnir mig alltaf á litla bróður minn, en við vorum vön að kalla bróður minn "trommarann í prúðuleikurunum" - honum til kátínu og gleði - enda áttum við öll okkar tvífara í þeim flokki - segi þér samt ekki hver ég átti að vera sko! OMG ...
Knús á þig dama .. im already in next base - where are you? Muhahaha ....
Tiger, 16.6.2008 kl. 01:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.