13.6.2008 | 12:08
Paraskevidekatriaphobia
Paraskevidekatriaphobia. Þessu hljómfagra nafni kallast þeir fælnipúkar sem þjást af óeðlilegri hræðslu við það þegar þrettándi dagur mánaðarins ber upp á föstudag. Þetta er áþekk fælni og Triskaidekaphobia, sem er sjúkleg hræðsla við töluna þrettán.
Þeir sem fæddir eru föstudaginn þrettánda eru meðal annarra Margaret Thatcher (13.okt."25), Fidel Castro (13.ág."26) og amerísku leikaratvílembingarnir Mary-Kate and Ashley Olsen (13.jún."86).
Ég held að ég sé blessunarlega laus við hjátrú að mestu. Mér brygði til dæmist síst meira við að sjá svartan kött hlaupa yfir götuna fyrir framan bílinn en svartan mann.
Hvað sem þið takið ykkur fyrir hendur þá farið varlega, - sérstaklega í umferðinni!
Góða helgi!
Óhappadegi fagnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Nýjustu færslur
- Þaggað ofan í þeirri óþekku
- Sumir bókstaflega skíta peningum
- Klukk, þú ert´ann!
- Svartnætti
- 4Play: Sigur Ros
- Ammæli
- Fíknó fattaði og tengdó dó ekki
- CRAFT
- Didgeridoo dododo
- Djöfullinn danskur
- Silfurskotturnar
- Paul Whatshisname á leið til landsins - í nótt! Jibbí, allir ...
- Sölva Ford á Íslandi - missið ekki af þessari frábæru söngkonu
- Ég fann apahreiður!
- Hamingja Ísfólksins er bráðsmitandi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2008
2007
Bloggvinir
- Steingrímur Helgason
- Tiger
- Sverrir Stormsker
- Yngvi Högnason
- Markús frá Djúpalæk
- Jakob Jörunds Jónsson
- Sigurbjörn Friðriksson
- Kolbrún Hilmars
- Halla Rut
- Halla Vilbergsdóttir
- Anna Einarsdóttir
- Árni Gunnarsson
- Haraldur Davíðsson
- Jens Guð
- Skattborgari
- Rannveig H
- Helga Dóra
- Einar Bragi Bragason.
- Gunnar Ásgeir Ásgeirsson
- Benedikt Halldórsson
- kiza
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Eyþór Árnason
- Ingi B. Ingason
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Inga Lára Helgadóttir
- Brynjar Jóhannsson
- Jóhann Páll Símonarson
- Jón Svavarsson
- Linda
- Hrönn Sigurðardóttir
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Ágúst Dalkvist
- Huld S. Ringsted
- Jóna Á. Gísladóttir
- Hlynur Þór Magnússon
- Grænlandsblogg Gumma Þ
- Freyr Árnason
- Gústaf Níelsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Þröstur Helgason
- Karl Gauti Hjaltason
- Óskar Helgi Helgason
- Sigurjón Sigurðsson
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Guðný Jóhannesdóttir
- Bryndís G Friðgeirsdóttir
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Flower
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Sævar Einarsson
- Bjarki Tryggvason
- Bergur Thorberg
- Óli Ingi
- Alfreð Símonarson
- Kristján G. Arngrímsson
- polly82
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fannar frá Rifi
- Loopman
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Einar Vignir Einarsson
- LKS - hvunndagshetja
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Heimir Tómasson
- Lovísa
- Hugrún Jónsdóttir
- Brynja skordal
- Hlynur Jón Michelsen
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Júlíus Valsson
- Handtöskuserían
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Ungar konur
- Runólfur Jónatan Hauksson
- Vefritid
- Gulli litli
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Ingunn Guðnadóttir
- Brjánn Guðjónsson
- Bjarni Harðarson
- Emma Agneta Björgvinsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- Bwahahaha...
- dittan
- ÞJÓÐARSÁLIN
Athugasemdir
Þú minnir mig nú bara á þetta hjátrúargutl, hafði ekkert pælt í þessu í dag!
Enda líka um nóg annað að hugsa.
Magnús Geir Guðmundsson, 13.6.2008 kl. 12:22
Föstudagurinn 13 er happadagurinn minn
Huld S. Ringsted, 13.6.2008 kl. 12:24
Ljúft á tungu nafnið á þessari fóbíu.
Iss svona hjátrú bítur ekki á moi þar sem ég er norn og því ónæm fyrir svona kjaftæði. Muhahahahahaha
Jenný Anna Baldursdóttir, 13.6.2008 kl. 12:31
Um hvað ertu að hugsa svona í helgarbyrjun, Magnús minn? Boltann..? Fagrar konur..?
Huld mín kæra og duglega vinkona, ég ákvað hér með að taka þig mér til fyrirmyndar með bjartsýnisviðhorfið og ákveð hér með að þetta verði hinn mesti happadagur fyrir okkur báðar! Legg ég á og mæli um...
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 13.6.2008 kl. 12:41
Jenný, ég rengi þig ekki með það nornin þín! Muahahahaha
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 13.6.2008 kl. 12:44
Paraskevidekatriaphobia hefur hrjáð mig um áraraðir auk Aviatophobiu, Hexakosioihexekontahexaphobiu og Enetophobiu. En annars góður
Markús frá Djúpalæk, 13.6.2008 kl. 12:47
Þetta GLEYM-MÉR-EI-syndróm sem þjakar leikara, söngvara, fjölmiðlafólk og bloggara... þekki það aðeins þegar ég hef ekki bloggað lengi og enginn nennir að kommenta lengur á dragúldnar og eldgamlar færslurnar... en ég hef aldrei þurft að anda í bréfpoka til að jafna mig.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 13.6.2008 kl. 13:30
Fyndin mynd þessi Friday the 13th...... Góða helgi og gleðilegan óhappadag
Helga Dóra, 13.6.2008 kl. 15:51
Helga mín, þú pælir í skemmtilegustu hlutum, ekki spurning.
Knús
Linda, 13.6.2008 kl. 16:20
Til öryggis símaði ég á háaldraðann föður minn & varaði hann við að fara út úr húsi. Hann á nefnilega merkisafmæli í dag, þannig að ég náði að gratjúlera & aðvara um leið.
Barn ársins, ég....
Steingrímur Helgason, 13.6.2008 kl. 21:50
tíhí....
"Fear og being forgotton........." það er verðugur ótti ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 13.6.2008 kl. 22:07
Ekki seinna vænna að svara þér súperljóska!
ÉG er ALLTAF með fagrar konur í huga og ekki síður bolta, eða öllu heldur BOLTANA Á ÞEIM!
Annars voru þetta einhver snemmmörgunsleiðindi, sem stundum herja á, peningar og pukur í kringum þá, en það er nú frá í bili!
Ég átti svo spes afmæli í dag, en þú gleymdir alveg að koma og kyssa mig ærlega, skjátuskömmin þín!
Magnús Geir Guðmundsson, 13.6.2008 kl. 22:54
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 14.6.2008 kl. 01:34
Auðvitað slumpaðist mar í gegnum þennan föstudag eins og aðra. Þrettán er góð tala enda mánuður í minn afmælisdag sem er einmitt hinn þrettánda næsta mánaðar. Hvort þrettándi er á föstudegi eða ekki skiptir bara andskotann engu máli. - Flott uppsetning á þessu hjá þér Helga, bara bíó!!!!
Haraldur Bjarnason, 14.6.2008 kl. 09:24
Ég er fæddur 13. dag mánaðar, kl. 13, og var 13 merkur.......
.........og ég er annálaður bakfallahrálkur...ég meina hrakfallabálkur..
Haraldur Davíðsson, 14.6.2008 kl. 12:32
Ekki óttast ég nornir og svarta ketti - ekki töluna 13 og ekki heldur hann Steina - og þá er nú mikið sagt. Ef þú verður hrædd mín elskulegasta - þá skal ég halda þér í örmum mínum þar til þú róast aftur. Líklega langt þangað til þú róast ef ég næ þér í fang mér reyndar - en það er önnur ella sko ... *púkahlátur&glott*. Knús á þig skutla.
Tiger, 14.6.2008 kl. 23:41
Ég er voða voða voða hrædd...
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 15.6.2008 kl. 12:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.