10.5.2008 | 15:09
KLÁMVÍSUR - (bannað börnum!) - fyrir Klámhunda og Erótíkur *blikk*
Mikið geta þessar fyrirsagnir hrekkt mann svona sjóndapran á gamals aldri. Þarna var ég búin að lesa péið sem ká og var strax farin að undra mig á hinum ýmsu hliðum þessa dularfulla en spennandi píkuhvarfs. En við lestur fréttarinnar kom náttúrulega í ljós að þetta var bara pípa og eigandinn hafði sjálfur og viljugur reynt að fyrirkoma henni. En þetta var víst eins og að kasta búmerangi, bara ofboðslega langt. Augljóslega verður maðurinn nú að byrja að reykja aftur, sé hann ekki löngu byrjaður.
En þar sem ég var búin að setja mig í klámgírinn þá fannst mér synd að þurfa að hætta. Mér finnst nefnilega svolítið gaman að klámi, þó að femínasnarnir segi að öllum venjulegum konum þyki það ógeðslegt. Mér er alveg sama, ég hef aldrei reynt að vera venjuleg kona og er ekkert að þykjast með það. Mig hryllir við tilhugsunina um saumaklúbba og myndi fyrirfara mér frekar en að ganga í kvenfélagið. Þær mega sjálfar vera venjulegar og kalla mig allt sem þeim dettur í hug. Það geta þær nefnilega; þeim dettur allur djöfullinn í hug. Og ekkert af viti.
Fyrir um 20 árum síðan eignaðist ég forláta bók, sem mig minnir að Megas hafi gefið mér. Þó gæti það hafa verið Júlli minn, en hann kynnti mig fyrir þessum snillingi forðum daga. En þessi einstaka bók heitir Blautleg ljóð og var gefin út árið 1985 af Bókaútgáfunni SKEIÐ sf. Engra höfunda er getið en bókin inniheldur yfir 600 klámvísur og er meistaralega klámfengið myndskreytt af Hauki Halldórssyni.
Ef vera kynni að einhverjar pempíur eða godforbid femínasnar hefðu álpast hingað inn þá ættu þær að hætta að lesa núna því ég hef ákveðið að birta hérna nokkrar vísur úr bókinni, og e.t.v. fleiri á eftir ef áhugi er á.
Vertu brattur vinur minn,
vel ef statt er á þér.
Legðu fatta lókinn þinn
í leiku skrattann á mér.
Baldvin stúrinn varla var,
vildi dúrinn festa þar,
læra klúran lykil bar,
lífs að úri Þorbjargar.
Mín að telja afrek öll
ekki er nokkur vegur.
Ég hef ístru, ég hef böll
ég er guðdómlegur.
Þér við lendar, ljúfa frú,
læt ég endast nótt án trega.
Allvel kenndur er ég nú,
og mér stendur bærilega.
Jón minn hefur litla lyst,
langtum betur aðrir sóttu.
Það var aðeins allra fyrst
að hann réri á hverri nóttu.
Björn á Völlum fer á fjöll,
fram úr öllum rásar.
Lætur sköllótt skuðartröll
skvampa í höllum gásar.
Sýn mér gæði, síður kíf,
svo að fæðist gaman.
Við skulum bæði líf við líf
leggja í næði saman.
Heyrðu góða hjartað mitt,
horfinn er mér dugur.
Get ég ekki gatið hitt -
guð minn almáttugur!
Undir kletti
Ingi fletti
upp um netta
seimagná.
Búkinn fetti
böllinn setti
býsna þétt
í læragjá.
Og ég get ekki hætt án þess að birta þessa:
Ég elska þig Helga um helgar
og helga þér allt sem mér ber
og því vil ég helga þér Helga
helgasta blettinn á mér.
Endurheimti pípuna eftir 16 ár | |
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana. |
Athugasemdir
Ljómandi flott.
Mikið er ég sammála þér með feminista. Ég held þó að þið séuð fleyri en flestum grunar sem hafið "lúmskt" gaman af þessu.
Þennan grun minn byggi ég á að ég þekki að minsta kosti 4-5 konur sem ég veit að hafa smá gaman af klámi.
Nú ættla ég ekki að dæma um það hvort ég kynnist bara "svoleiðis" konum, en þetta eru allt ósköp "venjulegar" konur.
Kveðja Kjarri.
Kjarri (IP-tala skráð) 10.5.2008 kl. 15:58
Ætli sé ekki bara búið að innræta konum að viðurkenna það ekki.. Takk fyrir innlitið, Kjarri. ;)
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 10.5.2008 kl. 16:07
Þetta eru hinar fínustu vísur þó þær séu kannski full húsmæðraskólalegar fyrir minn smekk. Vantar smá slettur í þetta. Ein vísan er t.d. svona:
Sýn mér gæði, síður kíf,
svo að fæðist gaman.
Við skulum bæði líf við líf
leggja í næði saman.
Þetta er náttúrulega aðeins of penpíulegt. Ég hefði kannski haft hana svona:
Þú ert æði elsku snót,
öll í sæði í framan.
Við skulum bæði litla ljót
liggja í flæði saman.
Einhvernveginn svona sko, svo þetta verði soldið raunhæft og áhugavert.
Myndirnar af þér eru annars ansi flottar og ekkert ósvipaðar þeim sem ég tók í giftingarveislunni hjá þér hérna um árið. Mættu samt vera aðeins meira djúsí þar sem við erum nú á moggablogginu sem leyfir allt. Værirðu ekki til í að senda mér myndirnar úr fjölskyldualbúminu þínu sem eru í miðkommóðuskúffunni við hliðina á hjónarúminu?
Sverrir Stormsker, 10.5.2008 kl. 16:33
OMG - ég roðna niður í buxnaklauf! U are so but i love it!
Reyndar afar sammála storminum þarna uppi, to much of a kvennópempó - mætti vel vera skemmtilegra pumpað upp, so pump it up baby!
Gruna að stærstur hluti ef ekki bara næstum allar konur hafi gaman af kynlífi og mjög margar af klámi í vísum, myndasögum og kvikmyndum. Við erum bara öll mannlegt og kynlíf er hluti af lífinu - HUGE hluti af lífinu - enda hefðum við ekki verið hér ef ekki hefði verið stundað kynlíf einhversstaðar þarna forðum. I love it and i doit day inn and day out .. in and out .. out and in.. in again and out and rípít as often as needed! Takk fyrir þetta létta hjal hérna .. *hornysmile*.
Tiger, 10.5.2008 kl. 16:53
Maður kemur aldrei að tómum kofanum hjá þér, Sverralingur. En saklausasta myndin úr miðskúffunni væri alltof djörf fyrir Moggann. Ég er samt viss um að þó miðskúffumyndirnar bíði betri tíma þá biður örugglega einhver um að "þetta viðurstyggilega dónablogg" verði fjarlægt.
En það er nóg af djúsí kveðskap í bókinni, ég fór bara fara varlega af stað.
Brandur hrapar í mig inn
opinn gapir kviður.
Bleikur slapir böllurinn,
brundur tapast niður.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 10.5.2008 kl. 16:58
Helga er med klurin kjaft
klamfengin og idin
hun' er med allt of mikin kraft
ef ekki er hun ut ridin
Sorri donahundurinn thinn .. thu kalladir thessa visu yfir thig
Brynjar Jóhannsson, 10.5.2008 kl. 17:28
Haha, gaman af þessu, gríðarvel ortar og dýrar hringhendur og það eftir valinkuna menn á sinni tíð grunar mig nú!
Kemur mér nú ekki beinlínis á óvart að Sverrir í ORÐI KVEÐNU vilji ekki hafa þig né fátt annað "í felum undir leppum", er nefnilega enn í fersku minni þátturinn frægi sem hann mætti í til Fjalars Sigurðarsonar á Rás tvö og "gerði allt vitlaust sem aldrei fyrr" og var svo í kjölfarið bannaður af Sr. Heimi Steins þáverandi útvarpsstjóra minnir mig!Held meira aðs egja að ég eigi upptöku af þættinum í einhverju drasli.
En þetta eru nei ekki beinlínis klámvísur, ekki þannig séð, mér finnst nú ílla ortar vísur eiginlega meira þegar ég sé þær, standa betur undir því nafni.
Hef sjálfur hnoðað saman einhverjum slatta af "votum" vísum, en nú ekkert af þeim.
Magnús Geir Guðmundsson, 10.5.2008 kl. 17:33
Heheh af hverju vissi ég að þú yrðir manna fyrstur að mæta, Tiger?! Ein handa þér kynlega og sexy kattardýr:
Hákon skakar, skelfur hús
skuð fær svaka strauma.
Dívan brakar, dauðhrædd lús
dregst á bak við sauma.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 10.5.2008 kl. 17:50
Maggi, hvað kallar þú þá klámvísur? -Hvað vantar uppá? Og með þáttinn þar sem Sverrir mætti edrú (hann hefur aldrei látið það henda sig síðan) ..það þarf að fara að hnippa í menn.. aldeilis kominn tími á að endursýna grínið!
Maggi vildi gera göt,
guðs og manna vinur.
Náttúran var nógu hvöt
en naglinn var of linur.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 10.5.2008 kl. 18:06
dónarrrr.....
Ástin gerir engum mein
Ástin er til bóta
Ástin kemur ofan frá
og endar á milli fóta.....
Ekki rosa klúrt en samið af skólafélaga mínum í gamla daga.....
Varð bara að vera með í dónaskapnum.....
Helga Dóra, 10.5.2008 kl. 21:09
Nafna krútt, gaman að sjá fyrstu konuna hætta sér hingað inn.. það voru veðmál í gangi hver það yrði lol.. en vísan fína er ekki samin af skólafélaga þínum, hún var samin áður en fæddist. Ég hef kunnað hana frá ég var kornung, (í aðeins annarri útgáfu en augljóslega sú sama) en ég byrjaði að safna lausavísum 10 ára. Ekki bara tvíræðum vísum og hreinu klámi sko hehehe... heldur öllum vísum sem mér fannst verðar þess að eiga og kunna. Þær eru orðnar mörg hundruð ef ekki einhver þúsund.. ég er svolítil dellukelling í því sem mér þykir gaman.
Sibbi stár um bryggju bauga,
braust í hára skemmu inn.
Felldi tár af einu auga
á honum nára-biskupinn.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 10.5.2008 kl. 21:35
Miðað við verri vinstrari helgugrænni slepjulega femýnizdabeljuumræðuna undanfarið þá hefur mér alltaf fundist að ég væri maður einn einstakur í því upplifelsi að að hafa einungis kynnst einhverjum 'pervertíðum' & því líklega innanmeinaskemmdum konum á minni lífsleið, sem að bæði hafa gaman af klámi & kynlífi.
En, ég hef svo sem ekkert kynnst mörgum konum, heldur...
Steingrímur Helgason, 10.5.2008 kl. 21:58
Mér var sagt að þessi væri eftir fyrrv. forseta vorn Kristján Eldjárn, sem ku hafa samið þær nokkrar í þeim stílnum.
Sá ég undir svuntunni
sjónhverfingu staka.
Kláði var í kuntunni
og klofið fullt af raka.
Gunnar Th. Gunnarsson, 10.5.2008 kl. 22:26
Það er ekki hægt að segja annað en að maður hafi verið varaður við en nú roðnaði ég. Held bara að ég biðji sambýliskonuna að fara með nokkrar Maríubænir fyrir mig.
Yngvi Högnason, 10.5.2008 kl. 22:32
Eistnakorða inn hann tróð
öllum þöktum meinum
úr kuntunni vall keyta og blóð
en krakkaskepnan djöfulóð
barðist um með voðalegum veinum
Grettir Asmundarson (IP-tala skráð) 10.5.2008 kl. 22:43
Ekki ætla ég að taka þátt í klámvísuskrifum. En þær eru margar þarna dýrt kveðnar, með miðrími og öllu.
Jens Guð, 10.5.2008 kl. 23:42
Steini, við sjáum nú ekki beinlínis kvennakórinn hópast hér inn með sínar hefðbundnu saumaklúbbsandlitssleikjur og almáttugurhvaðþúertæðisleg komment hehehe. En ég vona að þeim þyki þetta ekki eins leitt og þær láta.. ef svo væri vorkenni ég þeim meira en ég geri nú þegar..
Já, Gunnar, þessi er eftir Kristján.. og ekki sú eina af sömu tegund. Kunni þessa síðan í denn, en hún er þó ekki í bókinni góðu. Skora á þig að koma með fleiri..
Grettir og Jens, takk fyrir innlitið.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 10.5.2008 kl. 23:45
Yngvi.. þú að roðna? LOL fyndinn! Komdu með annann elsku kallurinn, er enn að hlægja að þeim síðasta!
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 10.5.2008 kl. 23:54
Ég er laumuklámhundur/tík svo ég rifja engar "svona" vísur upp.
EN gaman, gaman.
Hafdís Lilja Pétursdóttir, 11.5.2008 kl. 01:01
Helga addna .. ég mætti ekkert fyrstur manna hingað úttað þessari veislu - ég kem alltaf til þín og les þig - i cum and i cum all over but mostly i cum over you ... marr verður bara að setja niður vísu handa þér essgan og senda þér í næstu svona dodo færslu.. knús á þig ljúfan og til hamingju með mæðradaginn, það er að segja ef þú ert orðin nógu gömul til að vera mamma sko ... *flaut*.
Tiger, 11.5.2008 kl. 01:40
Guðrún í rúminu góð,
og glettilega líka fróð,
hún leikur sér með lóð,
í láfunni Helga er kolóð.
Þorsteinn Briem, 11.5.2008 kl. 01:40
Well hér er ein sem ég man en hún er kannski ekki beint dónaleg - frekar sóðaleg ef eitthvað er...
Lúsin yfir læri fór -
langaði í skrallið -
á rassinum söng lúsakór -
í skorunni var ballið ...
Tiger, 11.5.2008 kl. 01:43
Létt sér hérna leikur nú,
lífsreynd gömul sveitapía.
Helga Guðrún, "Hot & Blue",
hefur klámið upp til skýja!
SVo er hérna nett ábending!
EF gellan vildi gleðja mig,
með gæfuríkum hætti.
Hún biði upp á sjálfa sig,
í safaríkum drætti!
Ein skvísa í skautinu blaut,
skelfingar upplifði þraut
Um hennar blygðunarbarma,
bólgna og varma
Hirti ei hrjótandi NAUT!
Slíka upplifun lifið þið nú flestar, allavega þið þessar giftu einhvern tíma ekki satt?
Svo dauðlangar mig að dónast nokkuð við þig, heimfæra eldri vísu upp á þig með viðeigandi breytingum, en hún er eiginlega of´gróf!
Á ég..?
svo er annars hérna Heilræðislimra, sem ég hef reyndar birt áður í bloggheimum. Ósköp léttvæg og rétt "rök"
Þótt líf þitt sé litað af trega
og leiki þig allavega.
Skaltu hafa í huga,
hollráð sem duga
Að RÍÐA nú reglulega!
Og þú tekur auðvitað mark á því Helga Guðrún mín!?
Magnús Geir Guðmundsson, 11.5.2008 kl. 04:02
Mig langaði nú bara að kvitta þar sem ég er bæði vinstri græn og feminísk en ég hef nú samt gaman af þessu. Það er nefnilega munur á femínistum og femínösnum að mínu mati ;)
En ég man samt bara eina klámvísu - þó flestir hafi eflaust heyrt hana áður og ekki er hún nú vel sett saman:
Ríðum, drekkum, reykjum hass
ræktum holdsins kenndir
Serðum, tökum þétt í rass
svo sæði í görnum lendir.
Marilyn, 11.5.2008 kl. 04:17
(Helga)
Guðrún hét hún víst hnátann
tók upp í sig lim til að mátann
en helvítis flagðið
henni líkaði bragðið
beit í hann tuggði, og átann
Full af sora Helga svaf
synti út á draumahaf
fýsnir holdsins fóru
í faðmi hugarhóru
í draumi þar hún dráttinn gaf
Grettir Asmundarson (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 07:15
Marilyn, mikið þótti mér þú bæði flott og hugrökk að hætta þér í pottinn hér.. og verandi þó bæði vinstri græn og feminísk.. Mér finnst nefnilega ofsalega margar konur alveg últra frábærar og mig rennir í grun að þú sért ein af þeim.. Það er bara þessi hjarðdýraárátta í femínösnunum sem ég á alveg einstaklega bágt með að skilja og þola. Og áráttan að kenna karlþjóðinni um allt sem aflaga hefur farið í þeirra aumu, litlu lífum finnst mér einfaldlega einföldun einfaldra kvenna í afneitun á ábyrgðinni sem okkur ber öllum að taka á eigin lífi og líðan, hamingju og frama.
Hugsaðu þér hve lífið gæti orðið svo miklu léttara og fallegra og betra á allan hátt ef kynin, sem bæði eru frábær og einstök á sinn hátt, myndu bara hætta þessum barnalega sandkassaleik og fara að vinna saman eins og það ágæta fólk sem við öll erum. Hætta að metast stöðugt um eitthvað sem löngu er búið og gert og ekki nokkur leið að breyta. Hætta þessu "pabbi minn er sterkari en pabbi þinn" eða "pabbi minn er meiri viðbjóður en pabbi þinn"-kjaftæði. Hætta að berjast stöðugt við að breyta hvort öðru. Ég trúi því að við öflum okkur þeirrar virðingar eða vansa sem við eigum skilið og það hefur ekkert með kynferði að gera. Nákvæmlega ekki neitt.
Þar komum við aftur að hjarðdýrunum. Karlmenn eru í eðli sínu almennt sterkari tilfinningalega en konur. Við getum alveg orðað þetta okkur í hag ef við nennum að metast; við erum almennt meiri tilfinningaverur, næmari og í nánara sambandi við okkar eigið sjálf. En það er frumeðli kvenna að sækja í vernd karlmanna, sem eru í eðli sínu verndarar, meðal annars vegna líkamlegra styrkleikayfirburða. Þegar það er svo karlkynið í heildinni sem barist er við og gegn þá er það næstbesta í stöðunni að hópa sig saman til að hafa styrk og vernd hver af annarri auk þess að mynda hjarðarher gegn, í þessu tilfelli, ímynduðum óvini.
Vissulega sýnir sagan að lengi fóru konur halloka fyrir karmönnum á okkar landi sem víðast hvar hér á árum áður. Þær voru almennt mun neðar í virðingarstiganum en karlar og réttleysi þeirra þótti sjálfsagt og eðlilegt. Gengið á konunni var lágt. En í nútímasamfélaginu okkar er það sorglegur sannleikurinn að það eru konur sjálfar, konur sem kenna sig við feminisma, sem gengisfella konur og standa í vegi fyrir sátt og samvinnu kynjanna á jafnréttisgrundvelli. Ég þekki engan karlmann sem ekki finnst að fullt jafnrétti eigi að ríkja meðal kynjanna. Á öllum sviðum.
Nú er það bara mín skoðun en mér finnst eitthvað aumingjalegt við hjarðlífið hjá konum. Kem ekki alveg orðum að því. Eitthvað svona ég-skýli-þér-og-þú-skýlir-mér-og-bið-berjumst-saman-gegn-hinum -dæmi. Við erum öll einstaklingar og alveg einstök sem slík. Ég þekki afar fáa sem eiga ekki einhverjar harmsögur eða mismiklar hrakfarir úr fortíðinni en meðan við komum sjálfum okkur upp með að kenna sífellt öðrum um allt sem aflaga fer í eigin lífi þá komumst við hvorki lönd né strönd í þroska og persónulegum framförum.
Það kann að vera misskilingur í mér en ég man ekki eftir því á fullorðinsárum að karlmaður hafi sýnt mér minni virðingu en kollegum mínum af gagnstæðu kyni. Síður en svo. Karlmenn hafa yfirleitt látið mig njóta sannmælis og metið eða dæmt orð mín og verk eftir innihaldi og frammistöðu eins og sanngjarnt er og eðlilegt. En hjarðdýrunum er yfirleitt lítið gefið um einstaklinga sem ekki rekast með hjörðinni. Sér í lagi konur sem standa og falla með sjálfum sér sem einstaklingi í stað þess að vera í þessu sameiginlega kaskói með bótakröfur á karlkynið eins og það leggur sig og stikkfrí-spjald á heiðarlega sjálfsgagnrýni.
Já, kæra Marilyn, mér finnst heimsókn þín hingað og þitt fína innlegg benda til þess að sennilega sértu bara jafnréttissinni eins og við flest. Þetta er nú orðið það lengsta komment sem ég hef sett inn til þessa og alveg eftir öllu hjá mér að þegar ég bregð út af vananum og skrifa af alvöru um eitthvað þá skuli það lenda mitt í öllu kláminu.
Og það er eins með þetta og femin-ista og asna. Það er nefnilega sitthvor hluturinn, klám og klám. Það sjá þeir auðveldlega sem lesið hafa kommentin hér að ofan, að ógleymdum vísunum.
Hún var ung og hýr á brá,
hafði af mörgum kynni.
Gat því lifað löngum á
litlu fasteigninni.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 11.5.2008 kl. 08:41
mikin anda í hóru hít
þar var skrall og gaman
þau voru að blanda blóði og skít
brundi og hlandi saman
lesandi (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 10:42
Helga er svakalega best, held að ég hafi fundið hreyfingu milli fóta, allavega minnir mig það, en er farin á hnén til að biðja fyrir Helgu, getur einhver sent mér þessa konu.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 11.5.2008 kl. 12:14
Haha flottar vísur bæði hjá þér og bloggvinum
Huld S. Ringsted, 11.5.2008 kl. 13:11
Frábærlega skemmtileg færsla. Fæ að geyma nokkrar vísurnar fyrir skemmtanir framtíðarinnar.
Halla Rut , 11.5.2008 kl. 13:37
Takk fyrir innlitið og kvittið kæru bloggvinkonur, Huld og Halla Rut. Það sannar mér bara það sem ég taldi mig raunar vita fyrir; þið eruð hugrakkar konur!
Þorsteinn Valur, hafirðu fundið lífsmark á milli fótanna þinna þá verður færslan að teljast eiga rétt á sér, ekki rétt? -En hvað kom þér til að biðja fyrir mér knékrjúpandi og til hvers í veröldinni viltu láta senda eftir mér?
Öllum hinum þakka ég innlitið og framlögin. Keem´em commin´!
Ólafur pungur eltir pung
eins og pungur í framan.
Heldur á pung og hampar pung,
hefur af pungum gaman.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 11.5.2008 kl. 13:55
Var ekki að biðja fyrir þér, heldur fyrir þig, svona eins og biðja kunningja fyrir pakka til byggða, finnst gaman að ræða við áhugavert fólk yfir kaffibolla, svo er ég ekki viss um lífsmarkið, kannski rann eitthvað bara til, að mig minnir.
Varð svo vandræðalegur við lesturinn á öllum þessum vafasama, neðan beltis skáldskap
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 11.5.2008 kl. 14:43
Ég tek ofan hattinn fyrir Marilyn. Því miður hafa margar flokkssystur hennar komið óorði á feminista, en hennar innlegg eykur trú mína á að innan um leynast konur með heilbrigðu viti. Jafnréttismál eru nefnilega mikilvæg mál. Ég á tvær dætur.
Gunnar Th. Gunnarsson, 11.5.2008 kl. 15:07
Bettý er með brjóstin stinn
breiðan rass og læri
hendi ég honum hálfum inn
á hundrað metra færi.
Höfundur er Sigurður Hafberg frá Flateyri.
hofy sig, 11.5.2008 kl. 15:37
Ah, þannig lá í því, Þorsteinn Valur. Vona samt að vinurinn hressist og að blygðunarkennd þín jafni sig eftir heimsóknina. Gunnar: Sammála. Hofy, takk fyrir innlitið og stórskemmtilega vísu. -Áttu fleiri?
Fór úr brók og framhjá tók,
fýsnin ók þeim saman.
Auðgrund klók fékk yndis mót,
þá inn tók lókar bramann.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 11.5.2008 kl. 16:22
Besta færsla ever
Gunnar Helgi Eysteinsson, 11.5.2008 kl. 19:46
Gunnar, þakka þér. Svona fínt komment verður að launa með fínni vísu:
Lykill við minn hangir hupp,
hann er klæddur skinni.
Lagaður til að ljúka upp
leðurtösku þinni.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 11.5.2008 kl. 20:16
Grettir fór á kvennafar
hitti meyju smáa
sem hvergi nærri hárguð var
og hæpinn skilning á það bar
honum var það hels til lítil láfa
Eistnakorða inn þó tróð
öllum þöktum meinum
úr kuntunni vall keyta og blóð
en krakkaskepnan djöfulóð
barðist um með voðalegum veinum
Enn hann upp á hana fer
iðinn við að pota
þótt gliðna milli gata fer
því gaurinn hann er alltof sver
hefur hún því eytt til allra nota
Grettir Asmundarson (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 20:23
Takk fyrir þessar vísur, þær eru margar hverjar frábærar. Ég keypti einu sinni limrusafn og eins og allir vita eru limrur argasta klám og sóðaskapur í flestum tilvikum. Ein vísan fannst mér sérstaklega góð. Vonandi man ég hana rétt (það á að lesa hana með áströlskum hreim).
There was a young man from Australia,
who painted his ass like a dahlia.
The drawing was fine,
the color divine.
But the smell. It was a failure.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 11.5.2008 kl. 22:13
Helga Guðrún!
Vil skjóta því að, af gefnu tilefni og til gamans, að nendur Sigurður Hafberg er gamall skólafélagi minn. Mikið gæðablóð hann Siggi, en verður kannski seint sakaður um það beinlínis að vera besta skáld í heimi, en oft skemmtilegt samt. En þú svaraðir ekki spurningunni kindin mín! En allt í lagi, vísan líka svo gróf um þig og þinn elskulega, að best bara að sleppa henni.
Magnús Geir Guðmundsson, 11.5.2008 kl. 22:25
Já, það má um þig segja kona, að þegar þú verður gröð.
Þá lyktar hjá á þér ~bloggið~, eins & síldarbræðslustöð...
Ritskoðað...
Frá Dalvík & Dagverðareyri ...
Steingrímur Helgason, 11.5.2008 kl. 22:34
Ég lærði vísuna hjá þér í #37 aðeins öðruvísi, er hún ekki líka eftir Kristján Eldjárn?
Lykill hangir mér við hupp,
hann er klæddur skinni.
Lagaður til að ljúka upp,
leðurbuddu þinni.
Gunnar Th. Gunnarsson, 11.5.2008 kl. 22:56
Lærði nokkrar klúrar vísur á fjöllum fyrir rúmum tveimur áratugum, sem ég hef haldið uppá. Kíkti því á færsluna þegar ég sá titilinn - klámvísur. Deili með ykkur tveimur vel kveðnum vísum sem passa inn í þema dagsins.
Sprangar, eigir, hjalar, hlærhikar, bíður grundarlangar, þreygir, falar fær
fikrar, ríður, brundar
Vappar kappinn vífi frá
Veldur knappur friðirhappatappinn honum áhangir slappur niður.Björk Vilhelmsdóttir, 11.5.2008 kl. 23:24
Það rifjaðist upp fyrir mér önnur eftir sama höfund.
Mér er mærin munaðsblíð
mér svo kær að neðan
henni æði oft ég ríð
annars fæi hún héðan
hofy sig, 11.5.2008 kl. 23:37
Ég ætla að svara ykkur betur á morgun þegar eða ef heilinn á mér verður starfhæfur. Vakti alltof lengi síðustu nótt en það var nú allt þess virði eins og venjulega. Og svo tekur maður afleiðingunum með kvenlegu umburðarlyndi og ber sig karlmannlega. Það er gaman að þessu. En auðvitað skulda ég ykkur vísu og ástarþakkir fyrir ykkar framlag. Þetta hefur orðið vinsælla en ég reiknaði með og engin leið að hætta.
Ef það verður eitthvert hrat
eftir í sæðis hnykli,
skal ég í þitt skráargat
skjóta pípulykli.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 11.5.2008 kl. 23:47
Steini, þessi vísa er ekki í bókinni en lærði hana aðeins öðruvísi fyrir löngu, eða svona:
Ein er mærin munaðsblíð,
mér þó kærust neðan.
Henni ærið oft ég ríð´
því annars færi' hún héðan.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 11.5.2008 kl. 23:52
Teygði hún á mér tittlinginn
til þess að mér stæði
vildi hann þó eigi inn
grétum við þá bæði.
Yngvi Högnason, 12.5.2008 kl. 00:18
Ekki klám, bara lítið og sætt...!
Það er marg í mörgu
í maga á Ingibjörgu
þar hef ég legið æði oft
Það er að segja á grúfu
af því hún var uppíloft.
Sigurbjörn Friðriksson, 12.5.2008 kl. 00:22
.. og við grétum bæði.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 12.5.2008 kl. 00:57
oh mi god missti af þessu hahahhahah jeminn ég er aftur farinn uppí að klóra mér í rottunni hahahahahah þú ert æði ;) GARG
Halla Vilbergsdóttir, 12.5.2008 kl. 03:52
Hvaða árás er þetta á feminísta? Elsku kellingin, ef þú hefur gaman að því að klæmast á bak við monitorinn við einhverja kalla á mbl.is þá endilega gerðu það, en ekki vera að blanda feminístum inní þetta.
linda (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 08:53
Hahaha...Linda, ég hef ekki tekið þátt í þessarri umræðu fyrr en núna. Athugasemdin þín var bara svo arfavitlaus að ég bókstaflega varð Það er nefnilega hreina satt sem Helga segir að feministum þessa lands og kannski fleiri landa er sérlega uppsigað við "klám" og virðast hafa ákveðið að allt kynlífstengt sé klám. Þess vegna er nú varla von til annars en Helga nefni feminista í þessu sambandi, feministar komu sér nefnilega í þessa stöðu sjálfir. Og frá þér kemur svo týpísk athugasemd að hún er algerlega marklaus: Ef þú hefur gaman að því að klæmast á bak við monitorinn við einhverja kalla á mbl.is þá endilega gerðu það, ég sé nú ekki betur en það sé svipað hlutfall karla og kvenna sem hefur "klæmst" hér í athugasemdum. Stingdu höfðinu upp úr sandinum og viðurkenndu að lífið er meira en svart og hvítt, plís!
Markús frá Djúpalæk, 12.5.2008 kl. 10:27
Skemmtilegar umræður sem af þessu hafa sprottið. Ég má til með að bæta einni saklausri við:
Það var upp' í fjöllunum fannlausu.
Hann var að fá það hjá Sigríði mannlausu.
Svo brjálaðist gellan
og beit hann í sprellann.
Síðan hefur hann tekið þær tannlausu.
Gummi Valur (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 10:30
Oh það er svo ógeðslega skemmtilegt að æsa svona gaura upp Alveg rosalega predictable svar.
Ég skal "stinga hausnum uppúr sandinum", en bara þegar mér hentar. Feministar peministar, það eru jafn margar útgáfur af þeim/okkur og sandkornum í þessum heimi. Sumar fylgjandi klámi, aðrar ekki. Í guðs bænum reynið að skilja að alveg eins og "evrópubúar" eru ekki allir eins, þá eru feministar það ekki heldur.
Linda (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 11:32
Og alveg eins og allir feministar eru ekki eins, þá eru ekki allir gaurar eins. En hvað áttu annars við með "svona gaura"? Ég get alveg sagt þér að ég er alveg sallarólegur, mér finnst einfaldlega fáránlegt að það megi ekki gagnrýna margar af þeim skoðunum og stefnum sem feministar eru að reyna að troða upp á fólk. Feministar, eða opinberir málsvarar þeirra eru ekki hafnir yfir athugasemdir eins Helga Guðrún gerði um þá hér. En...um leið og málflutningur þeirra er gagnrýndur er gripið til meðala eins og að kalla andmælendurna "svona gaura" og "elsku kellinguna", reynt að ýja að einhverju, en sem betur fer í þessu tilfelli alveg án árangurs. Þú veist ekkert hver ég er eða hvernig ég hugsa, en málflutningur feminista hefur verið mjög áberandi á undanförnum árum, og meginlínan er eins og Helga lýsti svo ágætlega hérna áður. Hvort sem þér Linda líkar það betur eða verr.
Markús frá Djúpalæk, 12.5.2008 kl. 11:55
Góðan daginn, elskurnar mínar, ég ætla að renna yfir kommentin og byrja á 38. Grettir, takk fyrir framlagið. Sigurgeir Orri, limrur eru frábærar og vísnaform sem ég hef mikið dálæti á. Mig minnir að það sé kennt við borgina Limrick á Írlandi en þekki ekki söguna þar bak við. Uppáhaldslimran mín er íslensk: Ég aðhefst það eitt sem ég vil - og því aðeins að mig, langi til - en langi þig til - að mig langi til - þá langar mig til svo ég vil.
Maggi, takk fyrir þínar vísur og þú skrifar bara það sem þitt eigið mat segir þér að sé í lagi að láta frá þér. Ég ætti nú ekki annað eftir en að fara að ritskoða hérna hehehe. Sumar klámvísur þykja mér sjálfri of subbulegar til að vera skemmtilegar en það er ekki mitt hlutverk að ákveða hvað öðrum á að þykja. Steini, ég þekki ekki hvernig hreinlætismálum er háttað í þinni sveit en hér er allt ilmandi, kallinn minn. Og þú ættir bara að vita hvað það er gaman að vera graður í sturtunni með sápuna löðrandi og allt rennandi. Gunnar, ég skal ekki segja um það, þetta er ein af fáum sem ég kunni ekki fyrir. Mér finnst samt "leðurbuddu" mun flottara og fara betur í samhenginu, ætla að nota þá lokalínu hér eftir. Takk fyrir og alltaf gott að fá leiðréttingar og viðbótarfróðleik.Björk, bestu þakkir fyrir þitt flotta framlag, ég held svei mér að ég hafi lært þessar vísur á fjöllum líka, nánar tiltekið í fjárreksti og auðvitað ríðandi. Þær eru alltof góðar til að hverfa þarna svo ég ætla að setja þær betur upp hér að neðan.Hofy, takk aftur, og afhverju ég ruglaðist á þér og Steina hef ég enga hugmynd um. Sorry elskan. Yngvi, takk fyrir þína gömlu og góðu, ég leyfði mér að stinga inn smá leiðréttingu á lokalínunni hér fyrir ofan (49). Sigurbjörn, takk fyrir þitt litla og sæta.Halla snillingur, ef ég hefði ekki vitað hvað þú varst að gera (bóndinn í landi) þá hefði ég sótt þig! En svona lagað vill maður ekki trufla og ég er viss um að þú fékkst allan þinn klámskammt annars staðar. En þú ert annars ómissandi.
Linda, Linda, Linda. Ætli það sé ekki einmitt vegna þess að ég er jafnréttissinni sem ég neita að láta ykkur feminasnana troða mér á bás með beljum mér alls óskyldum. Þó að ykkur finnist kynlíf og klám alger vibbi og séuð svo miklar turrkuntur að það tístir í ykkur þegar þið gangið, þá eru sem betur fer fleiri sem njóta þess að vera konur og ég er ein þeirra. Ég hef gaman að kynlífinu sjálfu í öllum sínum fjölbreytilegu og frábæru myndum. Það heldur manni ungum og sprækum og kroppnum í góðu formi. Þú ættir að prufa að gefa því séns.Annars færði ég rök fyrir skoðun minni á femínösnum í langri ræðu í kommenti 26 hér að ofan. Mér finnst það samt yndislegt tilhugsun að ef þær ætla að fara að rífa kjaft hérna, þá þurfa þær fyrst að vaða upp að hnjám í klámi til að komast í kommentaboxið. Hérna er ein handa Lindu fyrir ómakið:
Hart á Lindu hristir kvið,
heyrist lærabrestur.
Rétt af hræðslu rak því við
ræfillinn hann Gestur.
Hérna koma vísurnar frá Björk, betur upp settar:
Sprangar, eigir, hjalar, hlær,
hikar, bíður, grundar.
Langar, þreygir, falar, fær,
fikrar, ríður, brundar.
Vappar kappinn vífi frá,
veldur knappur friður.
Happatappinn honum á
hangir slappur niður.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 12.5.2008 kl. 12:52
Markús, takk fyrir þín innlegg, þú tókst alveg af mér ómakið að þurfa að dansa meira við við femínasnana, enda er ég alltof upptekin við annað og skemmtilegra. Gummi Valur, takk fyrir innlitið og þína fínu limru. Linda, fáðu þér bara að ríða, elsku kellingin, ég er ekki frá því að þér myndi líða betur.
Ekkert veit ég yndi meir,
en á maga kvenna.
Beita lífsins ljúfa geir,
og læri sundur glenna.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 12.5.2008 kl. 13:10
Elsku Helga mín, fékk mér að ríða í gær og naut vel. Kannski ef þú takmarkaðir aðgang að þinni útvíðu ofnotuðu og jafnvel þurru þá myndi ekki leika svona mikið loft í gegn. Hafðu góðar stundir gandalína.
Linda (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 13:24
Hahaha Linda þú ert rosalega.. svona miðað við að vera tístipíka! Takk fyrir komuna og skemmtunina.
Mærin fitlar margt við glys,
maga kitlar hreysi.
Orðin vitlaus öldungis
út af tittlingsleysi.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 12.5.2008 kl. 13:36
Hey, vitiði hvað..? Það eru alveg til feministar sem eru ekki á móti klámi sko ;) Þannig er það nú bara (í öllum hópum) að það heyrist vanalega mest í þeim sem hafa hæst, og þessi hópur hérna heima (sem sér klám allstaðar í hverju horni) hefur einfaldlega gargað hæst.
Það er ekkert sem segir að maður geti ekki haft gaman af klámi og erótík og samt verið jafnréttissinni. Þó svo að þeirra skilningur á feminisma sé eins og hann er, þá þarf það alls ekki að ganga yfir alla. Finnst alltaf dáldið leiðinleg þessi samasem-merki milli feminisma og kynkulda, þetta er bara stereotypisk klisja
Samt forvitnilegt að sjá samskiptin hérna, virðist allt snúast um hvað er, er ekki eða hefur verið á milli lappanna á fólki! Og ekki er self-proclaimed feministinn Linda hér fyrir ofan að gera 'flokkssystrum' sínum gott með svona þvælu. Koma svo stelpur, vera vinir!
Æðislegar vísur hér á ferð, ég er ekki nógu skörp í heilanum í dag til að taka þátt í þeim, en fer kannski bara beinustu leið heim úr vinnunni og næ mér í ... ömm... innblástur tíhí!
kiza, 12.5.2008 kl. 13:46
Kiza, megum við strákarnir ekki vera með í þessarri vináttu?
Markús frá Djúpalæk, 12.5.2008 kl. 14:12
Flott innleg, kiza mín. Ég er eins mikill jafnréttissinni eins og ég er langt frá því að vera feministi. Á þessu tvennu er miiiiiiiiikill munur. Mér líst vel á fyrirætlanir þínar, kona...
Þegar fyrst ég Siggu sá
saddi hún þyrstan muna.
Hún mig kyssti og kaus að fá
kviðar mixtúruna.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 12.5.2008 kl. 14:14
Auðvitað Markús! Allir velkomnir í okkar lið ;) Fólk þarf bara í alvörunni að chilla aðeins...of mikið stress í kringum þetta málefni alltaf.
kiza, 12.5.2008 kl. 16:58
Svo ótrúlega satt hjá þér kiza. Og almennt chill er alger nauðsyn
Markús frá Djúpalæk, 12.5.2008 kl. 17:10
Meðan Markús og kiza chilla....
Illt er mér í augunum,
allur máttur þrotinn.
Titringur í taugunum
og tittlingurinn brotinn.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 12.5.2008 kl. 17:59
Helga: Takk
Gunnar Helgi Eysteinsson, 12.5.2008 kl. 18:37
Gunnar Helgi: Ekkert að þakka, ljúfur. Þú færð eina dýra:
Upp við breiða á til heiða
ýmsir skeiða holdsins leið.
Hórur beiða, halir reiða,
hátt þeir greiða næturreið.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 12.5.2008 kl. 18:51
já, það er gaman af þessu. Ég legg það nú ekki í vana minn að horfa á klám. Það er svo ópersónulegt og oft ansi illa farið með konur þar, mér líður hreinlega illa á að horfa á klám og vorkenni oftast fólkinu sem fram kemur. Erótíkskar myndir eru hins vegar annað og stundum gaman að horfa á þær. Annars hef ég mun meiri áhuga á að stunda kynlíf en að horfa á erótík.
18 kvk rvk (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 19:11
Still chillin'
Markús frá Djúpalæk, 12.5.2008 kl. 19:15
18 kvk rvk: Takk fyrir þitt fína komment, kæra unga kona. Þetta er bara afskaplega fínt og fallegt viðhorf sem þú hefur og mér þykir vænt um að þú skulir láta það í ljós. Skoðanir manna eru svo óskaplega misjafnar á flestum hlutum, enda mikið skelfilega væri heimurinn dauflegur ef við værum öll alltaf sammála um allt. Friðsamlegur sjálfsagt, mikil ósköp, en heilaskemmandi dauflegur. Allt að því líklegur.
En mestu máli skiptir að við séum alltaf heiðarlegar við okkur sjálfar og látum aldrei bjóða okkur neitt sem við viljum ekki. Þröskuldar okkar allra eru misháir og yfir þá á enginn að komast. Takk fyrir komuna og gangi þér vel með allt sem þú tekur þér fyrir hendur í lífinu. Ég spái því að þér eigi eftir að vegna vel!
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 12.5.2008 kl. 19:48
Markús, ég beið spennt yfir að sjá hver fengi þetta númer í þessari rennblautu færslu. Er þetta ekki hint frá klámgyðjunni um topicið á miðvikudaginn..?
Er ég sé hinn mesta mann
úr málsstofunni háu.
Hituð mér um hjartarann
Skítt með Einsa og Siggu - komdu í sturtu! (hehe djók, sorrý Einsi og Sigga!! lol)
ég hlæ með þeirri gráu.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 12.5.2008 kl. 20:14
Ein létt!
Þegar Einsi aftur snýr,
uppfullur af þrá.
Ansi verður Helga hýr
og Holdvot innan frá!
Magnús Geir Guðmundsson, 12.5.2008 kl. 20:40
Dónakjéddling geturðu verið!!
Af hverju eru þau í öryggisbelti? - Kemur það í staðinn fyrir smokk?
Ég er nefnilega að leita sparnaðarleiða............
Hrönn Sigurðardóttir, 12.5.2008 kl. 21:10
Hintin geta verið með margvíslegum hætti - kannski var þetta eitt þeirra - um að færa íslenzkt útvarp upp (eða niður) á allt annað plan. Aldrei að vita..
Markús frá Djúpalæk, 12.5.2008 kl. 21:23
Spýttist brundur brast í brók,
brakaði í dívangarmi.
Þegar Þórarinn ljótum lók,
laumaði að endaþarmi.
Guðmundur Bergkvist, 12.5.2008 kl. 21:32
Magnús: Flott þessi og eflaust rétt hjá þér.
Hrönn: Þegar Einsi kom heim úr vinnunni eitt mánudagskvöldið um daginn og sagðist hafa verið í fangbrögðum við ungar og fallegar konur allan daginn og hafa verið að binda þær og vera bundinn, hnoðast milli brjóstanna á þeim og blása uppí þær og yrði það út vikuna.. þá vissi hann mætavel að hann væri að bjóða hættunni heim. Ég tilkynnti auðvitað að svona framferði yrði ekki látið ólaunað og nú dónast ég og daðra eins og lífið liggi við og hefndin er sæt. Ekki svo að skilja að mér leiðist það... SÍÐUR EN SVO. Hann var að vísu bara á einhverju heavy-duty neyðaraðstoðarnámskeiði þar sem hann útskrifaðist í að binda um sár og blása og hnoða lífi í fólk, en mér er sko alveg sama.. þetta voru óþarflega grafískar lýsingar, ertu ekki sammála? Menn verða sko að taka gjörðum sínum, góan mín...
Markús: Já, ég er á frekar lágu plani. Vond hugmynd.
Guðmundur: Takk fyrir innlitið og vísuna.
Bilar varla böllur Jóns,
býsna er hann þrekinn.
Inn í miðju magalóns
myndarlega rekinn.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 12.5.2008 kl. 22:13
Helga Guðrún, heldur betur,
hér er laus í rásinni.
Á sér sitja, ekki getur,
alveg tryllt í GÁSINNI!
Magnús Geir Guðmundsson, 12.5.2008 kl. 23:19
Fín færsla og skemmtileg en það er samt alltaf skemmtilegra ef nafn höfundar og sagan á bak við vísurnar fylgja með.
Ég kann söguna á bak við eina sem nú þegar er kominn hérna, hún er eftir Jörund heitinn Gestson bónda á Hellu í Steingrímsfirði á Ströndum. Þannig var að Jörundur var í útreiðartúr(á hestbaki bara til forðast misskilning) og reið fram á vinnumanninn og heimasætuna á næsta bæ þar sem þau voru að láta vel að hvort öðru,nema vinnumanninum bregður og tekur á rás og þá kom þessi vísa upp úr Jörundi eins og ekkert væri
Vappar kappinn vífi frá
Veldur knappur friður
Happatappinn honum á
Hangir slappur niður
En úr því hestareiðar komu til tals þá verður þessi að fylgja sem Hákon Aðalsteinsson svaraði manni með er spurði hvort hann stundaði ekki hestamennsku
Týndir og slasaðir menn bíða þessa bana
að bægslast á hrossum um grundir og hlíð
Ég hef fram þessu haft fyrir vana
að horfast í augu við það sem ég ríð
Reynir (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 03:49
vantar söguna á bak við þessa samt
Þráði Loft og þurfti loft
þungann af Lofti bar hún
uppá lofti upp í loft
undir Lofti var hún
reynir (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 03:53
Guð minn góður Helga Guðrún, ég ligg hér í hláturkasti þú ert ótrúleg Endurheimti píKuna eftir 16 ár hehehehehe... ég skal trúa því að þetta hafi komið þér í klámstuðið. Vísurnar eru fantagóðar að mínu mati. Maður skynjar fallegt handbragð þegar maður sér það. Knús á þig inn í daginn, og takk fyrir góða hláturroku.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.5.2008 kl. 09:21
hehehehehe ... ég segi bara eitt Helga mín, eins gott að trúi einlægt á upprisu holdsins ... annars þyrfti ég kannski svona lagað til þess að laga það framtíðarvandamál! tíhí!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 13.5.2008 kl. 09:36
Heyrðu snilli....hér sit ég að lesa og guð minn krullóttur djöfull ertu skondin..hahahah náðir bara öllum í gírinn frábært...;) Nú er ég farin að læra þessar vísur utan af...;)
Halla Vilbergsdóttir, 13.5.2008 kl. 10:36
Ég veit að ég hef þennan púritanska stimpil á mér en ég vona að mér verði fyrirgefið að fara með sígilt vísukorn sem ég heyrði fyrir ansi löngu síðan. Sérlega dýrt kveðið að sjálfsögðu.
Gamla manninn dreymdi draum
Dreymd'ann væri að ríða
Brundurinn flæddi í stríðum straum
Inn í kuntu víða
Gamli maðurinn vaknaði
Emjaði og stundi
Með aðra hönd á bellinum
En hin var full af brundi
Jesús Kristur (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 11:29
Animated Gifs
Sæl og blessuð Helga mín. Þú ert nú meiri konan. Þegar ég var á Alþýðuskólanujm Eiðum þá skrifuðum við í minningarbækur hvers annars svo ég á eitthvað í fórum mínum en ætla í staðinn að segja þér frá fullornum manni sem var með mér Í Hveragerði fyrir mörgum árum. Hann var hryllilega kvensamur og var alltaf að reyna að káfa á mér og þegar allur hópurinn fór í göngutúra vildi hann vera í nágrenni við mig. Hann naut þess að vera að prirra mig og elskaði sennilega hvað ég var hortug. Ég var nú ekkert kát og í eitt skipti þá gengum við framhjá fullt af beljum. Ég hreytti út úr mér hvort hann myndi vilja vera naut í þessum stóra beljuhóp. Það kom glott á karl. Daginn eftir var hann búinn að gera vísu og læt ég hana flakka.
Örkum saman eina braut
amosverkir kvelja
Gjarnan vildi ég gerast naut
ef þú værir belja.
Fyrir fáeinum árum hringdi ég í hann. Þá var hann kominn yfir nírætt. Við fórum að ræða málin og svo sagði hann: "Mikið vildi ég að þú værir kominn uppí til mín." Ég svaraði hortugt að hann hefði greinilega ekkert breyst. Ég held að þegar svona karlar eins og hann deyja þá stoppar hjartað fyrst og síðan fjarar náttúran hægt og rólega.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.5.2008 kl. 12:05
Myndirnar sko ekkert klám, bara flottar,,,, vísurnar snilld......
Er búin að vera haldin þeirri vissu um að skólabróðirinn hafi samið vísuna.... Ég man ekki aðra en er klámhundur er ég og ekki bara inn við beinið
Helga Dóra, 13.5.2008 kl. 12:57
Allar hérna aftanfrá,
æði er gott að taka,
þær sjúga vilja smá,
og saman líka baka.
Þorsteinn Briem, 13.5.2008 kl. 14:11
Magnús: Takk aftur, er ekki ástæðulaust að sitja á sér.. þegar maður getur setið á öðrum og skemmt sér enn betur?
Reynir: Bestu þakkir fyrir komuna og upplýsingarnar. Ég er hjartanlega sammála því, það er mun skemmtilegara þegar tilefnið fylgir með auk höfundar. En það var eiginlega ógerlegt að eltast við það í þessu tilfelli. Ég sá um vísnaþátt hér forðum og hafði ofsalega gaman af, ég var svona vísnalímheili sem gleymdi ekki vísum ef ég heyrði þær einu sinni og verð víst að viðurkenna, þó með agnarlítið "roð í kinnum", að ég kunni flest allar vísurnar hér fyrir. Aðra vísuna sem þú komst með (eftir H.A.) lærði ég einu orði styttri, eða án "menn" í fyrstu línu, og Loftsvísuna án greinis í annarri línu (þunga af..). En hver veit nema ég komi með aðra færslu seinna um annars konar vísur. Af nógu er að taka.
Ásthildur: Alltaf gaman að sjá þig, Ísafjarðardrottningin mín, og ég hlæ nú bara með hérna í Skíriskógi þegar ég hugsa um þig skellandi uppúr þarna í flottustu "kúlu" í heimi. Stórt knús til baka!
Guðsteinn Haukur: Ég trúi einlæglega á upprisu holdsins, og þar sem ég hef aldrei verið svikin um hana hérna megin þá er ég ekki í nokkrum vafa um að staðið verður við hitt líka þegar þar að kemur.
Halla: Það var tími til kominn að þú hættir að "klóra þér í rottunni" og kæmir í stuðið, hehe. Ég saknaði þín. Þú ert Hallarprinsessa og snillingur!
J.K.: Það kallar þig engin púritana nema þú sjálfur og ég trúi því að þú hafir upplifað ágæt uppris án þess að heilagur andi hafi haft mikið með það að gera. Grunar meira að segja að ég þekki "fólk" sem gæti vottað það...hehe. Takk fyrir komuna og vísurnar.
Rósa: Ævinlega blessuð, elsku kellingin. Ég hló þegar ég heyrði hvernig þú afgreiddir gamla dónann hehe.. ætli við höfum ekki verið svolítið svipaðar á yngri árum, það er sko engin ástæða til að láta vaða yfir sig, sérstaklega ekki gamla, fjölþreyfna og káfandi karla með tóbaksskán í nösum. Takk fyrir söguna og vísuna. Náttúran er svo sannarlega söm við sig og holdið torvelt að temja.
Helga: Sammála með myndirnar, mér finnst þær mjög fallegar. Ætli það fylgi nafninu að finnast þetta gaman? Ég skil ekki hvað mörgum finnst þetta "ljótt og skammarlegt".. eins og þetta er fallegt, gott, skemmtilegt, spennandi, æðislegt, heilsusamlegt og og og og FRÁBÆRT!
Steini: Takk fyrir vísuna þína.
Þinni loðnu læragröf
sem lífsins straumar skola,
sendi ég í sumargjöf
sinina hans bola.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 13.5.2008 kl. 15:55
Sprettur úr spori
Sprellanum á
Ætli hann þori
Húsfreyju að fá
(Orðið sprelli var notað um getnaðarlim, að vera á sprellanum, var að vera nakinn)
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 13.5.2008 kl. 15:59
jújú, ætli það ekki, en spurningin allt of flókin fyrir svona strákstaula eins og mig, sem skilur ekki alveg hvað svona þýðir og hvað þetta "hrukkótta" er og hvað sé að "klóra sér í rottunni"!?
Magnús Geir Guðmundsson, 13.5.2008 kl. 17:43
Sæl frú Helga. Mikið er nú gaman að lesa um lystisemdir holdsins og eilítið andann í þessari færslu þinni. Sendi eina úr kvæði sem að ég held að sé frá öndverðri 15 öld. Ef ég finn allt kvæðið læt ég þig vita.
Ef þær eignast einhvern strókinn/ánægðar sig kalla þá
ei þó sé nema einföld brókin/ofan til hans lærum á.
Og digran hafa drengjakrókinn/dávænan sem grunar mig,
máske sætan langi í hrókinn/lítið á þótt beri,
það hef ég veri, það hef ég veri/það hef ég frétt í veri.
Með beztu kveðju.
Bumba, 13.5.2008 kl. 19:01
Gott að sjá að þér er að aukast hugrekkið, Þorsteinn Valur. Alltaf gaman að sprelligosum!
Magnús elsklingur: Mikil er fáfræði þín í málum sem ég hélt að þú gerþekktir. Þetta hrukkótta er sprellinn sem þú vildir óska að gæti sléttast úr þegar hann klappar rottunni.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 13.5.2008 kl. 19:23
Þetta var snilld, Bumba! Fyrir alla muni snuðraðu upp restina af þessu fyrir mig.
Djarft er skálað upp við ál,
eikst í sálum losta bál,
mörg er gála í myrkri þjál,
metur tál og holdsins rjál.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 13.5.2008 kl. 19:38
Það er aldeilis stuð á ke...onunni. Þetta er bara eins og að lesa Gunnar á Selalæk.
Yngvi Högnason, 13.5.2008 kl. 22:02
Þú segir nokkuð Helga....þegar þú minnist á það þá var hún María M. nú alltaf hress...
Jesús Kristur (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 22:59
Yngvi, það er alltaf stuð á þessari kellu og nú er hún í essinu sínu.
J.K., i´ll have to take your words for that, mate.
jahérna, af hverju er alltaf talað um að vera verri en.. þegar kemur að áhuga á kynlífi, erotík og öllu þeim yndislegu gersemum þeim tengdum? Það er komin ný öld og löngu liðin sú tíð þegar konur máttu ekki viðurkenna að hafa kynhvöt og að þær nytu unaðssemda kynlífsins ekkert síður en karlar. Kynlíf er fallegt og undursamlegt og hreint ekkert til að skammast sín fyrir.
Háum kofa herrans í
hörð var ofin snara.
Ég hef lofað ekki í
annað klof að fara.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 13.5.2008 kl. 23:51
Hefurðu þá ekki heyrt visuna sem Meykongur einn fór með þegar hún upplifði samfarir í fyrsta skiftið? Þá sagði hún við varðmennina sem áttu að gæta þess að enginn karlkyns kæmi nálægt henni:
Slökkvið ljós og slíðrið sverð/sláið ei að sinni.
Hann er með sinn fyðil á ferð/í fögrubrekku minni.
Með beztu kveðju.
Bumba, 14.5.2008 kl. 00:09
Var þetta örugglega sama pípan?
Júlíus Valsson, 14.5.2008 kl. 08:27
Takk, Bumba. Þetta hafði ég ekki lesið en hef fullan hug á að skoða betur. Áhugavert. Jaherna, alltaf pláss fyrir góðan húmor. Júlíus, hún var víst merkt eigandanum og mér skilst að pípureykingamenn séu ámóta tengdir sínum pípum og konur sínum píkum þannig að ég reikna með að það hafi orðið fagnaðarfundir.
Fingramjallar foldirnar
færast valla úr hreysi.
Þær eru allar ófærar
út af kallmannsleysi.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 14.5.2008 kl. 08:50
Kannski passar þessi með, svona í morgunsárið!
Svaraðu fljót á sekúndu
sjáleg snótin tvinna:
Má ég skjótast mínútu
milli fóta þinna.Yngvi Högnason, 14.5.2008 kl. 08:57
Og ekki er þessi síðri:
Heldur fitlar faglega,
fer með tittling haglega,hún Gunna litla laglega
sem lostinn kitlar daglega.
Yngvi Högnason, 14.5.2008 kl. 09:00
Þetta er einhvert það almesta kjaftshögg sem ég hef fengið hér við saklaust innlit á tengil með raunar ómerkilegri frétt.
Blessunin, þú sannarlega gerir heiminn betri.
Hér er ein eftir frænda minn sem ég hef reyndar birt áður án heimildar ekki alls fyrir löngu (vonandi fer ég rétt með):
Það er sogið, sleikt og tottað.
Unaðshrollur fer um kropp.
Mörgum stúlkum þykir gott'að
fá sér MS hnetutopp.
vcd
Bragi Þór Thoroddsen, 14.5.2008 kl. 10:50
Yngvi, þessar voru tilvaldar í morgunsárið. En óttalegur skyndibiti hefur ort fyrri vísuna.. skjótast í mínútu.. sveiattann og sussusvei.
Bragi Þór, þú gladdir mig með kommentinu og þegar ég las vísuna skellihló ég upphátt alein á svæðinu! Snillingur. Takk fyrir komuna og velkominn aftur.
- Auk þess langar mig að þakka þrjú falleg tölvubréf sem ég hef fengið send vegna þessa uppátækis.
Þú ert fríð og björt á brá,
bála víðis lína.
Því munu lýðir leika á
læraprýði þína.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 14.5.2008 kl. 14:01
Hvar færðu allar þessar flottu erótísku myndir?
Sigga (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 16:54
Gunnar Th. Gunnarsson, 15.5.2008 kl. 10:38
Hot Myspace Glitters - Dezrum.com
Sæl mín kæra.
Enn við sama heygarðshornið.
Sæt er ástin satt er það,
sértaklega fyrst í stað.
Svo er hún svona sitt og hvað
súr þegar allt er fullkomnað.
Margur hefur miðað á
markið samt oft geigað hjá,
en þegar Geir Haarde skaut á ská
skotið hitti og Ingibjörg Sólrún lá.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 15.5.2008 kl. 12:05
Hot Myspace Glitters - Dezrum.com
Sæt er ástin satt er það
Helga Guðrún er að skrifa á blað
ástarbréf til unnustans.
Ó að hún væri konan hans.
Að fresta slíku er fjarska leitt
fyrir þann sem elskar heitt.
Það veit Guð að þvílík ást
þarf sem fyrst í öllu að sjást.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 15.5.2008 kl. 12:15
OMG hvað ég var lengi að skrolla niður alla þessa tugi af dónalegu athugasemmmmmdum. Ég þoli ekki svona dónaskap sko. Hvernig væri að henda inn nýrri færslu svo ég geti aftur farið að lifa venjuelgu lífi, er búinn að vera fastur hérna inni í einhverja daga og ekkert getað bloggað á meðan.
Knús á þig skottið mitt og hættessum dónóleik .. nema ef þú kemur til mín - þá máttu alveg halda áfram esssgan mín! *glott*.
Tiger, 15.5.2008 kl. 14:28
Einhver hlýtur að hafa hellt bremsi í skálina hjá kattarkvikindinu hérna fyrir ofan!
Magnús Geir Guðmundsson, 15.5.2008 kl. 14:56
Ég sá einu sinn mynd sem að hét "Finding Forrester", hún var um mann sem að skrifaði bara eina bók.Bókin sú var nokkuð góð og þurfti hann ekki að skrifa meir.
Yngvi Högnason, 16.5.2008 kl. 09:02
Bullseye, Yngvi. Ég var að vona að það ætti við hérna líka.. En linkurinn verður áfram opinn.
Opin pitla er á kvið
á ofurlitlum svanna.
Natin fitlar nærri við
nátthús tittlinganna.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 16.5.2008 kl. 16:01
Það er þá best að bæta aðeins við,en bara það sem ég hef lent í sjálfur.
Helvíti var kvinnan klók,
hún kallaði mig hálfan,
leiddi mig inn í lítinn krók
og lét mig ríða -- sjálfanYngvi Högnason, 16.5.2008 kl. 17:03
Þetta er alveg rétt hjá þér Helga, kynlífssögur og vísur eru uppáhald flestra.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 16.5.2008 kl. 18:43
Þótt mig vilji ei þilja band
þá skal engu kvíða.Þegar ég kem til Þýskalands,þá fæ ég að ríða.Yngvi Högnason, 16.5.2008 kl. 20:45
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana. Hvaða pempí(p)ur voru nú að skæla?
Markús frá Djúpalæk, 23.5.2008 kl. 00:04
Ég frétti þetta í email bréfi frá Jeddah, þar sem bréfritari lét í ljósi vanþóknun sína á aðgerð moggamanna. Ég hef enga kvörtun fengið vegna þessa bloggs, hvorki frá mogganum né neinum öðrum. Hinsvegar eru þakkarbréfin orðin 11 talsins.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 23.5.2008 kl. 00:09
Ætli sjálfur Pípueigandinn hafi kvartað ??? Kannski vill hann bara totta pípur. Þolir ekki að heyra né sjá neitt mýkra.
Halla Rut , 23.5.2008 kl. 22:31
Þar gæti hundurinn legið grafinn, Halla mín! Hahaha snillingur.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 23.5.2008 kl. 22:36
Hún gerði það gott hún Guðmunda,
hún gerði það fyrst með Ámunda
svo Heimi og Tý
svo Heimi á ný
og hljómsveit sem var þar í námunda.
FRÁBÆR FÆRSLA
Haraldur Davíðsson, 1.6.2008 kl. 23:17
Ó mæ god..... datt inn á þessa síðu fyrir einhverja rælni og auðivtað fletti ég yfir færslurnar..... vá ég er búin að liggja hérna í kasti. Ég held að þetta sé sú skemmtilegasta færsla sem að ég hef lesið.
Takk fyrir mig. Því miður kann ég enga til að setja hérna inn. Ég sé bara um að lesa.
Linda litla, 4.6.2008 kl. 02:37
Gaman að þessu. Því miður var hafður af mér glæpurinn, ætlaði að koma með vísuna hans Hákons Aðalsteinssonar sem kom fram hér að ofan. En hann á svosem fleiri góðar. Einhver albesti kvæðabálkur sem ég hef lesið var um innflutning danska sæðisins hér um árið. Hann birti þetta í ritlingi sem hét Bjallkolla (sem móðir mín heitin kallaði alltaf Bullkollu). Hvet til þess að einhver birti það ef hann hefur tök á.
En frábær færsla, takk fyrir hana.
Heimir Tómasson, 6.6.2008 kl. 13:34
En einnig ef runnið er yfir margar af stökunum sem gefnar voru út í bókum eftir ýmsa höfunda. Margur gullmolinn þar.
Heimir Tómasson, 6.6.2008 kl. 13:51
Halló! Er búið að opna fyrir linkinn aftur?????
Kv. Björn bóndi.
Sigurbjörn Friðriksson, 14.7.2008 kl. 18:31
Ég held að hann hafi alltaf verið opin, það var einungis tengingin sem var rofin. Ég sé að ég þarf að fara að skjóta hingað vísum fljótlega, ég er enn að fá þakkarbréf fyrir þessa færslu.
Annar ættirðu að geta fylgst með hreyfingum hérna með því að haka í "færsluvöktunarlinkinn".
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 14.7.2008 kl. 21:17
O.K.!
En til hamingju með þakkarbréfin. Þetta átt þú skilið. Ég afritaði (copíd) allt heila klabbið og skeytti (peistaði) því í WORD og hef sent vinum og vandamönnum sem eru ekki að blogga. Allir þrusu ánægðir. Þá helst börnin mín (þau eru orðin gamalmenni núna). Er í lagi þín vegna að ég sé að senda linkinn þinn út og suður?
Kv. Björn bóndi.
Sigurbjörn Friðriksson, 16.7.2008 kl. 21:32
ég vard bara ad vera med, datt inn á síduna thegar ég var ad leita mér ad klúr vísum
hér kemur ein, thekki ekki høfund.
Hver kannast ekki vid thá kvøl og hrellingu,
ad kúra upp í rúmi hjá spikfeitri kellingu,
thá vanda skal valid á stellingu,
svo vinurinn hitti í rétta fellingu.
dana (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 13:25
Takk dana. Og Björn, þér er sko meira en velkomið að senda þetta þeim sem þér dettur í hug að gætu haft af þessu eitthvert gaman. Skilaðu kátri kveðju frá mér í leiðinni.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 20.7.2008 kl. 21:27
Það er ekki öllum gefið að yrkja svona. Hér er hringhend sléttubandaklámvísa eftir minn ágæta vin, mentor, samstarfsmann, blaðamann og ritstjóra með meiru; Hlyn Þór Magnússon:
Tussan sótrauð gapti gleið
gleypti ljótan reður.
Pussan ótrauð rennvot reið
reistu spjóti meður.
Kveðin afturábak hljómar hún svona:
Meður spjóti reistu reið
rennvot ótrauð pussan.
Reður ljótan gleypti gleið,
gapti sótrauð tussan.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 3.10.2008 kl. 18:18
Ég er kannski þremur og hálfur ári of seinn. En Reynir (13.5.2008 kl. 03:49) fór rangt með vísuna og hefur of marga bragliði í fyrstu línu. Fyrsta línan er: „Týndir og slasaðir bíða menn bana“.
MK (IP-tala skráð) 18.12.2011 kl. 14:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.