7.5.2008 | 02:40
Löggulíf
"...Markús er hægt að nálgast upptöku af frábæru viðtali þínu við formann Landssambands lögreglumanna í gærmorgun? Bullið í manninum var yfirgengilegt..." "...Þið ættuð endilega að setja í gang podcast og fá síðan sérvalda og nafntogaða hálfvita í viðtal hahahaha."
Nú stilli ég mig ekki um að gjamma frammí, því ég heyrði þetta viðtal líka, ekki bara einusinni heldur tvisvar, og mér fannst Snorri Magnússon standa sig með miklum sóma. Það var auðvitað eðlilegt eftir nýliðna atburði sem allir þekkja að upp kæmu spurningar og umræður í kjölfar meintar óþarflega harkalegar aðgerðir lögreglu gegn borgurunum í tiltölulega friðsamri mótmælastöðu. Nýkjörinn formaður Landsambands lögreglumanna, Snorri Magnússon, mætti í morgunspjall til Markúsar til að rabba um daginn og veginn og ekki síst að gera grein fyrir þeirri hlið sem að lögreglunni sneri.
En Snorri svaraði öllum sínum spurningum á mjög skýran og yfirvegaðan hátt og færði góð rök máli sínu. Þar var einmitt líka komið að "fyrirhugaðri vopnavæðingu" lögreglunnar í Reykjavík, sem Snorri kvað hreint ekkert vera á fyrirhuguð hvað þá ákveðin.
Nú er ég búsett erlendis og margir færari en ég, og stendur það nær, að taka upp hanskann fyrir lögregluna í Reykjavík. Eins og Snorri kom inn á í mjög þægilegu og mannlegu spjalli, þá eru öryggismál innan lögreglunnar mikið rædd þeirra í milli ekki síður en hjá hinum almenna borgara með skoðun. Það vill nefnilega gleymast í öllum æsingnum að undir búningunum er ofur venjulegt fólk sem að loknum vinnudegi- eða nótt fer heim til síns maka og barna og eldar, skeinir og skúrar rétt eins og kennarahjónin í næsta húsi.
Nær daglega leggur stór hópur þessara manna líf sitt og limi í hættu við að vernda hinn almenna borgara og koma honum til aðstoðar hvar sem er, hvenær sem er, og oft undir hættulegum kringumstæðum. Fyrir það þyggja þeir snautleg laun og ótrúlega oft vanþakklæti og skít og skömm oní kaupið. Hvenær virðing fyrir lögreglunni hrapaði niður fyrir hættumörk er mér ekki ljóst en hitt veit ég að þessu verður að breyta.
Aldrei hefur verið meiri þörf en nú á sterkri og góðri samvinnu lögreglu og hins almenna, heiðarlega, Íslendings. Landið er orðið krökkt af útlendingum sem koma nú hópum saman, sumt að leita að vinnu en aðrir því miður að vandræðum og nýjum glæpmiðum. Austantjaldsmafían er komin, það vita allir sem vita vilja. Og með nýjum mönnum koma nýir siðir. Þeir menn hafa ekki alist upp við það að útkljá sín mál með sjómanni eða snyrtilega afgreiddu snúðhöggi. Nei, gott fólk. Þessir menn eru vopnaðir og vanir að nota þau.
Og þá skulum við spyrja okkur í framhaldi af því. -Myndum við vilja sjá okkar menn algerlega varnarlausa, og þurfa jafnvel að leggja á flótta þegar glæpamenn götunnar, hverrar þjóðar sem þeir kunna að vera, beina byssuhlaupi í andlit þeirra eða ógna þeim með hnífum, sveðjum og öðrum þeim vopnum sem þeir hafa yfir að ráða? Viljum við vita af okkar mönnum í stöðugri lífshættu í vonlausri og ójafnri baráttu við mikið betur búin hér á götum borgarinnar?
Það er bæði auðmýkjandi og nánast ógerlegt fyrir lögregluna að starfa við þessar aðstæður og undir þessum kringumstæðum. Það er einnig niðurlægjandi fyrir þjóðina að bjóða þeim upp á það og skammarlegt að auki. Snorri kvað vera mikinn vilja og áhuga innan lögreglunnar að koma á góðri og náinni samvinnu milli þeirra og borgaranna og nú þegar hafa verið stigin stór byrjunarskref á mikilvægri göngu.
Örfá orð að lokum í færslu sem þegar er orðin mun lengri en til stóð.
Tilefnið voru athugasemdir frá Baldri Fjölnissyni á vefsíðu þáttagerðarmannsins Markúsar Þórhallssonar sem spjallaði við Snorra í morgunþætti sínum á Útvarpi Sögu. Mér fannst það ekki einungis níðingslegt, ósanngjarnt og oft hreinn uppspuni, heldur einnig lýsa alltof algengri fyrirlitningu og fullkomnu virðingarleysi við lögregluna í landinu. Í þetta sinn varð fyrir barðinu heiðarlegur og hrokalaus maður sem hefur kosið sér það lífsstarf að þjóna lögum landsins og þörfum íbúa þess. Maður sem á það síst skilið þola háð og ónefni bitra og reiðra klaufa sem kunna ekki að finna lífsgremju sinni annann farveg en á svona lítilmótlegan hátt.
Með samvinnu og gagnkvæmri aðstoð lögreglu og borgara er hægt að taka höndum saman og vinna að því að snúa vörn í sókn. Sundrung og reiði tvístrar hópnum og þegar herinn er stjórnlaus þá er orrustan fyrirfram töpuð. Ég myndi vilja sjá heiðarlega borgara okkar fallega lands, hvar í flokki sem þeir standa, flykkja sér þétt að baki lögreglunnar í landinu og standa með þeim í stað þess að láta eins og illa upp aldir krakkar í frekjukasti. Sjaldan hefur hið fornkveðna átt betur við en einmitt nú: SAMEINAÐIR STÖNDUM VIÐ - SUNDRAÐIR FÖLLUM VÉR!
http://markusth.blog.is/blog/markusth/entry/531009/#comments
(Til að fyrirbyggja misskilning: Þegar ég tala um menn þá á ég að sjálfsögðu við bæði kynin).
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Ríkislögreglustjóri og ríkissaksóknari hafna ásökunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég heyrði ekki viðtalið. Hitt er að lögreglan er ekki yfir gagnríni hafin og hún hefur oft gert sig seka um að fara offörum. Hún hefur t.d þrisvar sinnum mér vitanlega tapað máli fyrir dómstóli einfaldlega vegna þess að hún var að brjóta lög og reglur samfélagsins. Ég mótmæli með ÖLLU að VOPNAÐVÆÐA LÖGREGLUNA og segi það sorglega þróun. það sem þarf er að EFLA LÖGGÆSLU Á ÍSLANDI EN EKKI AÐ HERÐA HANA. Einnig er það mín kenning að lögreglan kemur sér oftast í ónáð hjá venjulegu fólki einfaldlega vegna þess að hún hegðar sér eins og HÁLFVITAR gagnvart þeim. Ég hef enga samúð með þeim og krefst þess að þeir drullist til að vinna á faglegri og mannlegri nótum í frmtíðinni.
Brynjar Jóhannsson, 7.5.2008 kl. 03:36
Takk fyrir innlitið, Brynar minn. Vissulega dettur engum í hug að lögreglan sé hafin yfir gagnrýni. Það vakti ekki fyrir mér að ræða einstök mál, það gera vafalaust aðrir sem hafa þar betri innsýn og eru nær. En það kemur engum til góða að kalla þá ónefnum og hvetja til fyrirlitningar og dónaskaps. Þú ert nú póstmaður ef ég man rétt, og ég hugsa að þér þætti það miður ef allt útburðarfólk borgarinnar væru kallaðir aumingjar og dýraníðingar ef fréttist af úrillum bréfbera sem hefði sparkað í glefsandi hund. Eða þætti þér það eðlilegt og sanngjarnt?
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 7.5.2008 kl. 08:57
Ég held að það sé vegna fólks, sem að getur ekki eða illa hamið sig í orði eða verki,sem að lögreglan þarf að vopnbúnast. Íslenskir bónusheilar og þeirra líkar, það er fólk sem að þarf t.d.að fúkyrðast í venjulegu bloggi, er líklega ekki gáfulegt á vettvangi átaka og hefur ekki vit á, að ekki á að takast á við lögreglu.Það á að hlýða en það getur hinn almenni heimski íslendingur ekki skilið.Og ef að ekki er hægt að ganga óáreittur og heimóttarlegur, í fyrirtækjamerktri úlpu eða flíspeysu með hendur í vasa,á óeirðasvæði innan um skríl og lögreglu, þá er veinað í símatímum um óréttlæti og yfirgang.Fífl.
Yngvi Högnason, 7.5.2008 kl. 09:04
Það er nú bara einu sinni svo að einhver verður að ráða. Það eru bara ekki allir sem geta sætt sig við að gegna eða hlýða reglum. Á skipunum er það skipstjórinn sem hefur óskorað val um borð og það sjá allir hvernig ástandið yrði ef hluti af áhafnarinnar sneri sér við og segðu honum að halda bara kjafti. Það er algert grundvallaratriði fyrir öryggi skips og skipverja að stjórnendur og áhöfn vinni vel saman. En skipstjórinn ræður og honum bera að hlýða ef ekki á að verða glundroði og kaos um borð. Hér er það lögreglan sem er "kallinn í brúnni" og þarf að geta sinnt starfi sínu með góðri samvinnu annarra skipverja. Það hljóta menn að skilja ef þeir vilji ekki finna sig um borð í stjórnlausri skútu í ofsaveðri úti á ballarhafi.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 7.5.2008 kl. 10:31
Þetta var mjög góður pistill hjá þér, Helga Guðrún, um raunverulega stöðu þess að vera lögreglumaður í Reykjavík. Hætturnar sem lögreglumenn og óvirðingin sem þeir upplifa hefur vaxið mikið á örstuttum tíma, eins og Snorri Magnússon kom inn á í viðtalinu, sem mér persónulega fannst bara mjög heiðarlegt auk þess sem hann rökstuddi allt sem hann sagði ljómandi vel. Það sem stendur upp úr og er kannski það sem fólk gleymir oft, og þú nefnir, er að í búningnum er manneskja af holdi og blóði, stundum glöð, stundum leið, stundum hrædd og jafnvel skelfingu lostin en þarf samt að taka afdrifaríkar ákvarðanir á örskotsstundu. Og eitt nefndi Snorri sem sló mig, að lögreglumaður ber sjálfur ábyrgð á ákvörðunum sínum á vettvangi, ekki næsti yfirmaður hans, ekki yfirstjórn lögreglunnar, heldur einstaklingurinn sjálfur.
Markús frá Djúpalæk, 7.5.2008 kl. 13:47
Takk, Markús, og ég tek undir restina af því sem þú segir. Vonandi heyrum við hvað öðrum finnst í þessu máli. Og eins og áður eru allar skoðanir velkomnar, sérstaklega væri áhugavert að fá að heyra hvað lögreglumenn hafa sjálfir að segja um þetta mál. Maður heyrir nefnilega mun sjaldnar þeirra hlið málanna en hinna sem hærra hafa.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 7.5.2008 kl. 14:06
Helga Guðrún..
Þú komst með mjög góðan púngt þegar þú nefndir okkur bréfbera að nafni. Mér vitanlega hafa bréfberar ekkert sérlega slæmt orð á sér fyrir að vera einkarruddalegir í framkomu eða þekktir fyrir að sparka í hunda. Ef einhver okkar myndi gera slíkt geri ég ráð fyrir því að hann væri umsvifalast kallaður inn á teppið og látin fjúka. Ég hef engan áhuga á að kalla lögrelgumenn einhverjum ónefnum en þar sem ég hef persónuluega reynslu af þessum mönnum er mér það fyrir löngu kunnugt að við þessa menn er ekki ræðandi og þeir geta verið stórhættulegir í framkomu á köflum. Oft svo illa ígrundaðir og upplýstir að það er út í hött.
VERR OG MIÐUR.
Brynjar Jóhannsson, 7.5.2008 kl. 16:47
Brynjar. Það er ekki mín reynsla. En ástæðan fyrir því að ég tók bréfberann sem dæmi var einmitt sú að ég er viss um að það heyrir til algerra undantekninga að bréfberi sparki í glefsandi hunda. Oftar heyrir maður um hunda sem fá sér bita af bréfberum. Það það leynist misjafn sauður í mörgu fé. Og ég er nokkuð viss um að lögreglumaður sem sýndi af sér "stórhættulega framkomu" myndi þurfa að leita sér að nýju starfi. Eitthvað innan ríkisstjórnarinnar e.t.v...
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 7.5.2008 kl. 18:13
Helga
NEI.. og aftur NEI..
Afhverju heldur þú eiginlega að venjulegu og stálheiðanlegu fólki eins og t.d móður minnni er ekkert alltof vel við lögguna ? ÞAÐ ER EINGÖNGU EIN SKÝRING Á ÞVÍ. það eru þeir sjálfir sem fengu þessa óvild og úlfúð fólks á sér með ruddalegri framkomu. Það er alltaf þannig að ef menn eru handteknir af lögreglu er alltaf til fólk eins og þú SEM TEKUR ALLTAF UPP HANSKAN FYRIR VERÐI LAGANNA. Það vill svo til að ég hef unnið mál gegn lögreglunni ásamt félögum mínum einfaldlega vegna þess að þeir fóru offörum í starfi. Ég varð t.d vitni af ótrúlegum hlutum fyrir framan héraðsdóm hvernig t.d þessum mönnum varð aftur og ítrekað TVÍSAGA og einn þeirra mætti ekki einu sinni fyrir dómi. Þar að auki hafði einn af þessum mönnum sent félaga mínum sms skilaboð með hótunum þegar hann var ekki í vinnu en það var einmitt hluti af kærunni. Ég gæti talið upp endalaust af hlutum sem þeir gerðu sig seka um í sínu starfi en ætla nú samt að sleppa því.
Eina sem ég er að segja að ég set þá kröfu SEM SKATTBORGARI að ég vil fá almennilega löggæslu hérlendis. Ég vil fjölga í lögreglunni og efla hana en ÞAÐ MUN EINGÖNGU SKAPA MEIRI ÚLFÚÐ EF VIÐ ÆTLUM AÐ HERÐA HANA með því að láta þessa kjána fá ofbeldiverkfæri í hendur.
Brynjar Jóhannsson, 7.5.2008 kl. 21:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.