MIKKI OG LJÓTI REFURINN

Mikki dalmatíukisiFallegi kisinn okkar hann Mikki dó í nótt. Kristján fann hann dauðann á litla túninu handan götunnar þegar hann var að fara í skólann í morgun. Rósa hljóp skelfingu lostin og hágrátandi og sótti hann í fanginu sínu. Við settum hann á forstofugólfið og stóðum þar yfir honum í faðmlögum þegar gömul kona bankaði uppá. Hún vildi bara segja okkur að gamall maður sem byggi við hliðina á henni hefði séð ref ná honum eldsnemma um morguninn. Hann drap hann bara. Það var ekkert blóð.

Nú er Mikki í dýrahimnaríki og leikur sér við gullfugla og silfurmýs. Kannski meira að segja silfurrefi. Það verða allir svo góðir þegar þeir deyja.

Það verður jarðarför eftir skóla í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lýður Árnason

Dauði dýra er oft vanmetinn og þá áhrif hans á fólk, ekki sízt smáfólk.  Hluttekning mín er kannski til lítils en þjáningin er fæðingarhríð skilningsins sem er leiðin til þroska og betri vitundar, líka í barnshuganum.  Vona jarðarförin hafi gengið að óskum.   

Lýður Árnason, 13.11.2007 kl. 02:58

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þetta voru falleg minningarorð hjá þér Lýður og mikið sagt í knöppum texta. Má ég biðja um hlut í þessari kveðju?

Árni Gunnarsson, 13.11.2007 kl. 11:32

3 Smámynd: Flower

Æi en hvað það er sorglegt Það er svo sárt þegar dýr deyja og ekkert síður fyrir fullorðna. Dýrin eru nefnilega yfirleitt partur af fjölskyldunni og stórt skarð þegar þau eru ekki lengur til staðar. Þið eigið alla mína samúð

Flower, 13.11.2007 kl. 12:12

4 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Takk fyrir þetta, góða fólk. Ég ætlaði nú ekki að blogga um þetta leiðindamál en lítið fólk spurði um það og fannst þetta miklu stærra mál en margt annað sem fengið hefur umfjöllun.

Við notum þetta líka til að ræða málin í rólegheitum og reyna að sætta okkur við hluti sem við skiljum ekki endilega að fullu. Lýður hittir nefnilega naglann á höfuðið, allt er þetta hluti af þroska og uppvexti, og á þeirri leið eru einstöku hjartasár óumflýjanleg.

Þá er líka mikilvægt að foreldar og annað stórt fólk sýni hluttekningu og skilning, og gefi sér tíma til að faðma, hugga og svara spurningum. Dauði heimilisdýra eru litlu fólki nefnilega ekki minna áfall en dauðsfall vinar fyrir þá eldri. En með nærgætni og virðingu er hægt að stytta sorgarferil smáfólksins, og hjartasárin gróa yfirleitt fljótt og vel á þessum aldri.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 13.11.2007 kl. 15:15

5 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

ÆÆ og æææ þetta er alltaf sárt

Einar Bragi Bragason., 13.11.2007 kl. 20:00

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Já, Helga Guðrún mín, þannig er það með tilveruna, eina sem við vitum alveg fyrir víst, er að í henni er bæði upphaf og endir, líf og dauði, það er sannarlega þáttur í mótun hvers einstaklings að kynnat hvorutveggja!

Hjartans kveðjur yfir hafið!

Magnús Geir Guðmundsson, 13.11.2007 kl. 22:10

7 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heil og sæl Helga Guðrún.

Ég skil vel sorg ykkar þegar vinur hverfur á braut. Enn það er gott að eiga góða og trausta vini sem taka undir með þér og fjölskyldu þinni. Með guð vera með ykkur og blessa sorginni.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 13.11.2007 kl. 22:57

8 identicon

Samhryggist innilega. Þessi blessuð dýr tengjast okkur oft á tíðum ótrúlega sterkum tilfinningaböndum. Ég þekki það af eigin raun.

PS. Ætli þetta hafi ekki frekar verið hundur en refur sem átti hlut að máli. 

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 23:41

9 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Tek undir orð Magnúsar, þetta er gangur lífsins. Jarðarförin fór fram síðdegis. Enginn grátur, bara lítil kveðjubæn inní nýja heima. Við tekur daglegt líf með skóla og skyldur, leik og störf. Og svo bökum við vöfflur.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 14.11.2007 kl. 02:27

10 Smámynd: Linda

Æi þegar ég les svona þá man ég eftir mínum litlu vinum sem ég hef þurft að kveðja, það er ár síðan hann "Dakóta" minn féll frá, og ég sakna hans en þann dag í dag, en ég átti annan vin sem hjálpaði mér í gegn um þá sorg og gerir en, við erum svo heppin að eiga fjórfætlingana til þess að ganga í gegn um lífið með okkur við hlið.  Knús til ykkar allra.

Linda, 14.11.2007 kl. 11:47

11 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég samhryggist innilega Helga Guðrún, það er ekki langt síðan að ég missti báða kettina mína til 16 ára. Guð blessi þig og þína í þessum harmleik.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 14.11.2007 kl. 13:54

12 identicon

Innilegar samúðarkveðjur, til ykkar nafna mín.

Þekki af eigin raun, sem mitt fólk, hversu dapurlegt er, að þurfa að kveðja þessa vini okkar, í dýraríkinu.

Óskar Helgi Helgason  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 00:18

13 Smámynd: Steingrímur Helgason

Samhryggist þér & þínum vena, alltaf sárt að sjá á eftir svona fjölskyldumeðlimum.

S.

Steingrímur Helgason, 15.11.2007 kl. 01:38

14 Smámynd: Sverrir Stormsker

Samhryggist. Soldið kaldhæðnislegt að heita Mikki og vera drepinn af refi

Sverrir Stormsker, 15.11.2007 kl. 23:03

15 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Vi.fl.en.þö.þó... 

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 16.11.2007 kl. 03:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband