ÞEIR STANDA SIG VEL ÞJÓFARNIR Í VOPNALEITINNI

...allavega fóru þar röskir menn þegar þeir gerðu upptæk skrautsverðin sem sonur minn, þá 10 ára, ætlaði með heim rétt fyrir jólin fyrir 2 árum.

Um var að ræða 2 kassa, annann hafði ég gefið guttanum en hinn ætlaði stáksi að gefa Stefáni frænda. Þetta var þá það allra vinsælasta hjá strákum hér enda þrælflott; 3 skrautleg samúræjasverð í mismunandi stærðum og með fylgdi vandaður flauelsstandur sem þessu var stillt upp á. Auðvitað voru þau með öllu bitlaus, enda ekki ætluð til hættulegra bardaga heldur einungis að taka sig vel út í herberginu við hliðina á módelum og öðru dóti sem oft prýðir strákaherbergi.

Þeir vösku menn tilkynntu fylgdarmanni drengsins að svona skrautsverð gætu mögulega verið gerð hættuleg ef þau væru tekin í stálsmiðju og brýnd þar til þau bitu. Þeir sögðust að vísu ekki finna neitt sem segði að þetta væri algerlega bannað, svo að þessu sinni myndu þeir ekki eyðileggja dótið og ef við foreldrar hans vildum, þá mættum við taka þau með okkur út aftur í bakaleiðinni.

Enga kvittun fékk barnið fyrir upptökunni og þegar ég spurðist fyrir um sverðin ógurlegu næst þegar ég fór frá Íslandi, þá kannaðist enginn við neitt. Þessi sverð voru þá seld á um 7.500 krónur settið hér í Englandi og því get ég einungis ályktað að þjófurinn í íslenska tollarabúningum hafi náð að stela af mér 15þúsundkalls virði af jólagjöfum handa einhverjum kátum, litlum íslenskum frændum sínum eða sonum. Þetta þótti mér ómerkilegt.


mbl.is Ríkislögreglustjóri með viðbúnað vegna komu Vítisengla til landsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Æ, einu sinni var ég líka lítill strákur og lenti þá í ýmsu svona, en þetta var auðvitað framkvæmt var það ekki í krafti "laga Óttans" afleiðing af 11. sept var það ekki?

En þessi frétt er nú bara ein staðfestingin á því sem hefur verið staðreynd undanfarin ár, nú gæti þinn elskulegi ektakarl eða þú sjálf til dæmis alls ekki svo glatt rölt niður á bryggju hér með krakkana að dorga við sporð, forljótar öryggisgirðingar sem eiga að passa okkur fyrir "öllu íllu" ekki síst þó hryðjuverkamönnum geri ég ráð fyrir, hindra þá skemmtilegu gjörð, sem maður sjálfur ólst upp við!

Magnús Geir Guðmundsson, 2.11.2007 kl. 17:36

2 identicon

ú FACE!

Gunnar (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 18:03

3 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Arngrímur: Það er vopnaleit í tollinum á vellinum. Hártogaðu eins og þér sýnist. Þetta voru ekki vopn heldur skrautmunir eða leikföng. Þú hefur sennilega aldrei gefið barni gjöf, þá hefðirðu þurft í leikfangaverslun og séð að þar eru leikfangabyssur og sverð í öllum stærðum og gerðum, hvaða álit sem menn hafa svo á þessháttar dóti. Og að lokum; ég hringdi ekki eitt símtal heldur mörg, og fékk aldrei skýringar á hvarfi kassanna, þar benti hver á annann og enginn kannaðist við neitt.

Reyndu svo sjálfur að taka ábyrgð á eigin brundfyllisgremju, helgin framundan og aldrei að vita nema þú verðir heppinn, sumar eru ekkert vandlátar.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 2.11.2007 kl. 19:24

4 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Ha, Magnús.. -má ekki lengur dorga á bryggjunni??!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 2.11.2007 kl. 19:29

5 Smámynd: Steingrímur Helgason

Iss, þetta er nú ekkert, 10 ára dóttla mín lenti í því sem fleiri að reyna í barnaskap sínum að smygla hálfkláraðri Kristalpyttlu með vatni framhjá þessum köllum.

Þeir sáu sko við þeim glæp, & hún ætlar að feta beinu mjóu brautina í framtíðinni.

Veideggi hvort einhver tollnábúandi drakk restina.

S.

Steingrímur Helgason, 2.11.2007 kl. 20:36

6 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

 Þessum þrjótum er nú varla við bjargandi, Steingrímur. En barnið hefði nottlega getað verið að reyna að smygla límonaði þarna í vatnsflöskunni, svo þeim hefur kannski þótt réttara að hafa allann vara á sér. Svo var hún nú líka í þannig félagsskap..

Knús í bæinn.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 2.11.2007 kl. 20:47

7 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Strákarnir mínir komu með svona sverð í farangri fyrir nokkrum árum þegar þeir komu frá London Voru í ferðatösku sem var stór Nú hanga þau uppi á vegg til skrauts Finnst nú talsvert gróft að taka skrautsverð af fólki. Svo finnst mér hrikalegt að þú hafir aldrei fengið þessi sverð aftur og þau bara verið tekin af einhverjum eignarnámi.  Það myndi ég kalla þjófnað.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 2.11.2007 kl. 21:43

8 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Já, Margrét, ég get ekki kallað þetta neitt annað.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 2.11.2007 kl. 21:50

9 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Ok ég skil Helgu en þetta er víst bannað hvort sem að mönnum líkar betur eða verr(er sjálfur ekkert endilega sammála þessum reglum.....finnst að það eigi að skoða hvert einstakt atvik fyrir sig) en það eru alltaf einhverjir pappírskarlar og konur til bæði í Lögreglu,,Tollinum og já í raun öllum störfum sem fara nákvæmlega og þá meina ég nákvæmlega eftir því sem stendur í handbókinni.....Strákurinn minn er td merktur inn í málaskrá lögreglu undir .....innflutningur dýr................hann kom óvart með engisprettu í krukku inn í landið...var í skólaferðalagi (10 bekk)og fór með Norrænu og þetta fannst í rútunni...hann hafði veitt þetta kvik, einhversstaðar á leiðinni og steingleymt því........he he he

Einar Bragi Bragason., 3.11.2007 kl. 00:46

10 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Þetta er auðvitað dæmi um einstrengingshátt, rétt eins og með að sekta menn sem aka á 92-3 þar sem 90 er hámarkshraði á hraðbraut við góð skilyrði. En ef landslögin banna eitthvað þá verða menn víst að hlýða þeim, hversu asnaleg sem manni kann að þykja þau.

Ég hefði líka svosem kyngt því þegjandi að fá ekki að senda þessa "skrautlegu smjörhnífa" til Íslands - þótt þá mætti á sama tíma finna í gjafavöruverslunum sama lands, eins og ég frétti síðar. Glæpurinn fannst mér fólginn í stuldinum á þeim í tollinum. Og það af barni, sem eðlilega hafði ekki hugsun á því að biðja um kvittun eða staðfestingu á því að þeirra mætti vitja í bakaleiðinni.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 3.11.2007 kl. 02:57

11 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Já sammála því en það eru líka oft krakkar að vinna í Tollinum he he

Einar Bragi Bragason., 3.11.2007 kl. 11:44

12 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Mér finnst líka mjög skrítið að taka eitthvað af óforráða barni án þess að forráðamaður þess sé látinn vita. Ætli það sé löglegt? 

Margrét St Hafsteinsdóttir, 3.11.2007 kl. 13:48

13 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Það get ég ekki meint.. plús að ég sársá eftir aurunum sem fóru í þetta.  En maður tryggir víst ekki eftirá, eins og þeir segja þessir vitru.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 3.11.2007 kl. 14:16

14 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Haha, góða Helga Guðrún, menn tryggja nei ekki eftir á og ekki dreg ég´neitt úr hve ergilegt þetta hefur verið fyrir þig og drenginn. En samt gefur þetta tilefni til að skutla fram frábæru vísunni hans Jóns Bjarnasonar úrsmiðs, sem er eins og fleiri afbragðs slíkar, aldrei of oft kveðin!

Kysstu aldrei mann á munninn,

magnast getur náttúran.

Það er of seint að byrgja brunnin,

ef barnið er dottið on´í hann!"

Magnús Geir Guðmundsson, 3.11.2007 kl. 22:21

15 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

-Hvar má þá kyss´ann?

En hver skyldi hafa sagt svona um hann Magnús og Möngu hans?:

Af því reiddist Manga Manga

-má það enginn lá´enni

að hann reyndi ei langa langa

lengi að fá það hjá'enni.

----   ----

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 3.11.2007 kl. 22:54

16 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Thank god að þeir náðu þeim, shit hvað við værum annars í djúpum skít

Keðja,

Inga Lára

Inga Lára Helgadóttir, 3.11.2007 kl. 23:22

17 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Alveg hnéháum, Inga mín. Vasklegir og gengu rösklega til verka, Lásarnir okkar í löggunni núna.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 3.11.2007 kl. 23:31

18 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Haha, ekki skal ég um það segja, en rámar óljóst í að hafa heyrt þetta fyrr!

Snillingur á borð við Andrés Valbert gæti til að mynda hafa ort þetta, en ég veit ekki.

Magnús Geir Guðmundsson, 4.11.2007 kl. 00:19

19 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Það skyldi þó ekki vera að þeir hafi gleypt sverðin durgarnir ???

Lárus Gabríel Guðmundsson, 4.11.2007 kl. 00:32

20 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Hélt nú að það væri kvenmannsdjobb... en mér er þó sagt að stundum mætist stálin stinn. Hvað veit maður sossum, svona sárasaklaus sveitastúlkan..

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 4.11.2007 kl. 00:40

21 Smámynd: Sverrir Stormsker

Bleeeeeeeeesuð,

 Fyrir nokkrum árum var ég tekinn í tollinum með nokkuð sem þeir héldu að væri skammbyssa. Það tók mig hálftíma að koma þeim í skilning um að þetta væri hárþurrka og loksins hleyptu þeir mér í gegn með þetta. En þetta var náttúrulega skammbyssa.

Sonur þinn hefði örugglega komist í gegnum tollinn með sveðjurnar ef hann hefði sagt þeim að þetta væru ofvaxnir þurrkaðir stífpressaðir bananar. 

Sverrir Stormsker, 6.11.2007 kl. 18:33

22 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Hehe þetta eru soddans apakettir að þeir hefðu sjálfsagt gert þá upptæka til einkaneyslu.. eða gefið þá HraunGóla fyrir lírukassaspil..  Annars hefði verið gaman að sjá ef þeir hefðu viljað prufa hárþurrkuna þína á eigin hausum.  -Lekur ekki annars úr vatnsheilum..?

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 6.11.2007 kl. 19:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband