ÉG TREYSTI ÞÉR EKKI

... til að stjórna eigin lífi, þess vegna ætla ég af góðmennsku og greiðasemi að hafa vit fyrir þér. Ég veit að þú ert fullorðinn og ættir samkvæmt því að vera orðinn fær um að taka ákvarðanir og nota þá dómgreind sem þér var gefin, en þú ert nú bara Íslendingur og þar með auðvitað glórulaus um það hvað þér er fyrir bestu. Ég er að vísu Íslendingur líka, en munurinn á mér og þér er öllum ljós. Ég veit þetta og kann þetta en þú myndir örugglega bara fara þér að voða. Þó að ég fari létt með að galdra fram nautalundir með bakaðri og bernes og allir mínir gestir séu nett hressir eftir sjattódupap með steikinni og rojalkaffi í settinu á eftir, þá veit ég að þér tækist að rústa heimilinu og sundra fjölskyldunni ef þér yrði leyft að kaupa vín um leið og þú verslar í matinn. Það gengur auðvitað ekki að leyfa þér að ráðskast með sjálfan þig, eins mikill óviti og þú ert með eigin hag.

Mundu svo bara að vera ljúfur og þægur litli þegninn minn og exa við flokkinn okkar í kosningunum. Við erum búnir að raka að okkur vinsældum hingað til með dúndursölu á fjöllunum og fossunum og með smá heppni getum við skrifað undir afsal á landinu innan tíðar.

Treysti á stuðning þinn nú sem fyrr.

-Þinn vinur;

Valdi (Fyrirþig).


mbl.is Áfengið er komið í matvöruverslanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Sammála þér, en ég á í erfiðleikum með nautalundir. Eftir að hafa hlustað á áróðurinn um að 50 manns deyi í viðbót við þá sem deyja fyrir vegna góðs vöruúrvals í ríkinu fær maður hálfgert samviskubit að vera hlynntur því að selja bjór og léttvín í matvörubúðum. Umræðan hér er þessum dauðastíl; þeir sem vilja fleiri dauðsföll rétti upp hendina! Manni fallast hendur! 

Benedikt Halldórsson, 1.11.2007 kl. 02:48

2 identicon

Ég vildi að ég ætti heima í Ytri-Mongólíu. Þá væri öldin önnur.

Mjagmasuren (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 03:01

3 Smámynd: Steingrímur Helgason

Er ég að missa af einhverju, var ekki landið selt með gæðum sínum fyrir aldamótin síðustu ?

Væri nú ekki gustuk að þeir fáu sem að ekki drukku eða dópuðu frá sér ráð & greind þannig að þeir tækju ekki eftir því, fengju nú auðveldara aðgengi í framtíðinni að slíku?

Eða eigum við að leita ráða til Skírisskógar & ráðast gegn okkar Rottíngham fógeta ?

Nú verður mér nú spurn ...

S.

Steingrímur Helgason, 1.11.2007 kl. 03:02

4 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Húrra, húrra, húrra !!!!!!! Ríkið fær nóg nú þegar og kominn tími á þetta fyrir nokkrum áratugum.....

Lárus Gabríel Guðmundsson, 1.11.2007 kl. 03:28

5 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Fullkomlega, B. Bæði hendur og fætur eiginlega, nú fæ ég það ekki af mér að selja bílinn minn vegna þess að kaupandinn gæti lent í bílslysi og það get ég ekki haft á samviskunni. Hendi honum frekar en að valda hugsanlega dauða ökumannsins og guð forði mér frá að bera ábyrgð á því ef hann ylli öðrum tjóni með akstri sínum.

Aldrei get ég með góðri samvisku étið eitthvað óhollt eða fitandi framar. Þó ég sé bara 50 kíló og eigi erfiðara með að bæta á mig þyngd en hið gagnstæða, þá er fullt af fólki sem á við offituvandamál að stríða og það væri hreinn ruddaskapur af mér að sýna því ekki samstöðu með því að forðast allt sem inniheldur yfir 50 hitaeiningar.

Það var hrekkjavaka í kvöld, þetta sem útlendingarnir kalla halloween, svona áþekkt öskudegi heima. Allir vita að ungdómurinn í dag er löngu hættur að nenna í brennó og stórfiskaleik, og fitnar nú eins rolla í kálgarði. Ég er líka viss um að þessi uppáklæddu, syngjandi krakkakrútt sem bönkuðu uppá hjá mér í kvöld í von um nammibita að launum, verða mér ævarandi þakklát þegar þau hafa vit og þroska til að skilja að gulræturnar sem ég gaf þeim eru mitt framlag til heilsu þeirra og langlífis.  

Tökum nú höndum saman og hugsum vel um - og fyrir hvort annað. -Hvar værum við líka ef við þyrftum að ákveða sjálf hvernig lífi okkar væri háttað? Mig óar við tilhugsuninni.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 1.11.2007 kl. 03:36

6 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Steingrímur, það var bara Einsi Bje og norðurljósin kostuðu skít og kanil þarna í denn. Kannski hann hafi náð að kaupa sér kryppling fyrir innborgunina áður en leiðindalúsirnar komu og spilltu sportinu. Vona það allavega.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 1.11.2007 kl. 04:10

7 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Ég hef ekki séð á ferðum mínum um landið að það séu erfiðleikar að nálgast búsið. Það er oftast nær í tengslum við annað hvort þvottahúsið á staðnum eða bakaríið, eða á einhverjum aðgengilegum stað.

Þetta er bara spurning um það hvort fleiri eigi að fá sneið af kökunni heldur en bara ríkið eitt.

Annars: Fín mynd af þér, Helga Guðrún, þegar maður er búinn að stækka hana  píltið. Þú bara blómstrar þarna í Nottinghamsskíri!

Sigurður Hreiðar, 1.11.2007 kl. 14:24

8 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Vín í vínbúðum...sorrý íslendingar eru bara svo klikk

Einar Bragi Bragason., 1.11.2007 kl. 16:02

9 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Hvað liggur að baki því áliti þínu, Einar minn? Ég er nefnilega svolítið ósammála þér að þessu sinni og það er svo óttalega gelt að vera það á nei-jú-nei-júvíst-akkuru-aþþíbara nótunum.  

SH þakka komplíð vinur.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 1.11.2007 kl. 17:33

10 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

SH, ég er ef til vill eitthvað að misskilja málið, en í einfeldni minni taldi ég það snúast um eðlilegan aðgang fólks að neysluvöru, svona að mestu. Auðvitað hljóta gróðasjónarmið einhverra að koma þar við sögu eins og í flestu. En sem neytanda finnst mér hitt vikta þyngra og skipta hinn almenna borgara meira máli.

Glotti líka út í annað þegar þú minntist á þvottahúsið. Þar var nú stundum soðið fleira en lín.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 1.11.2007 kl. 17:49

11 identicon

Já, ég vildi að ég ætti heima í Ytri-Mongólíu. Þá væri öldin önnur.

Mjagmasuren (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 21:40

12 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Ég er hlintur vínsölu í matvöru búðir og dreg hræðsluóðurinn um að allt fari til andskotans í efa um leið og vínsala yrði gefin þar frjáls. Hitt er að engin veit framtíðina fyr en hún gerist og þegar hún gerist veit ég betur hvað sé best að gera í þeim málum. 

Ef ástandið verður þannig að ísland verður óstarfhætt vegna víndrykkju er ég til í að lýta málið öðruvísi.  

Brynjar Jóhannsson, 2.11.2007 kl. 01:31

13 Smámynd: Linda

ég varð ekki alki við það að búa erlendis og geta nálgast vín (þegar ég hafði náð lögaldri) að vild.  Vine cooler af og til var gaman og vildi að væri til hér á Íslandi, en, ekki varð ég bullandi bitta þó það væri aðgengilegt.  En, svona erum við öll misjöfn. Ég ger mér vonir um að Vine Cooler mun koma í búðir ef vín verður leyft á annað borð.

Linda, 2.11.2007 kl. 02:04

14 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Brynjar: Hindsight is 20-20 . En Ísland verður aldrei óstarfhæft vegna víndrykkju, það eru einstaka menn og konur sem verða það, en þau hefðu orðið það hvort sem var. Sama hvar vínið var keypt eða bruggað.

Fólk verður ekkert alkar við það að sjá bjór í búðarhillum - ekkert frekar en að menn verða ekkert hommar við að umgangast homma.

Linda: Vín er neysluvara og þó að það hafi lengi verið lenska á Íslandi að kaupa sem sterkast og drekka sem hraðast og helst á sem skemmstum tíma, þá er sú neysluvenja sem betur fer á undanhaldi. Neytendur vilja geta gripið í rauðvínsflösku um leið og þeir kaupa í kvöldmatinn og vínglas í notalegheitum yfir sjónvarpinu á miðvikudagskvöldi er ekkert öðruvísi en á laugardag.

Þeir sem vilja að "Valdi Fyrirþig" ráði þessu fyrir þá verða að eiga það fyrir sig, en sjálf tel ég mig orðna nægilega þroskaða til að ákveða sjálf hvað ég kaupi, hvar og hvenær. Þetta er það sem borgarar í nútímaþjóðfélagi búa við víðast hvar í heiminum í dag og þykir sjálfsagt og eðlilegt. Ég er líka sammála Lárusi hér fyrir ofan, þetta hefði átt að vera komið í búðirnar fyrir löngu síðan.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 2.11.2007 kl. 10:58

15 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Veistu það kæra Helga Guðrún, nú erum við tvö líka afskaplega ósammála!

Hjá þér sem öðrum sem eru að reyna að réttlæta bjór og léttvín í matvörubúðum, halda meint rök ekki vatni!

Hvernig sem þú og aðrir reyna bara út frá eigin skoðun og fyrirslætti um sjálfstæðan rétt og þroska, þá eru það ekki rök ein og sér að maður megi "afþvíbara" Og það er na´kvæmlega EKKI NEITT á Íslandi sem bannar þér það sem þú telur upp hér að ofan um að fá þér vín með mat á miðvikudögum alveg eins og á laugardögum!En það er hins vegar rakið bull, að einhver skráður réttur sé til að sjálfsagt sé að bjór og vín fáist í matvörubúðum, ekki frekar en að haglabyssur, hass eða sprengiefni fáist þar!

Og að segja að áfengi sé eins og hver önnur neysluvara og ekki hættulegri en til dæmis feitt kjöt, er bara blekking sem viti borið fólk á að skammast sín fyrir að bera saman, vitandi vits að neikvæð áhrif neyslu áfengis geta haft og HAFA gríðarlega neikvæð og margháttuð áhrif!

Og svona öfgadæmi um dauða fleiri eða færri á ábyrgð þeirra sem vilja áfengi í matvörubúðirnar, eru helst til öfgafullar og gera ráð fyrir hinu versta, en þær geta heldur ekki verið einhver rök um hve vitlaust það sé að leyfa EKKI söluna í matvörubúðunum!

Gæti nú haldið lengi áfram, en segi í viðbót mín kæra Helga Guðrún, það er nákvæmlega EKKERT HELSI fólgið í því fyrir þá sem vilja kaupa og neyta áfengis, bjórs, léttvíns eða brenndra vína, að kaupa það í ríkinu! Ég hef spurt helling af liði þessarar spurningar, lægra verð, þetta "frelsiségmá" bull, meira úrval, eru eiginlega einu svörin sem ég fæ, en engin hefur í raun getað svarað spurningunni, í hverju í raun og veru felst HELSI ÞITT í að geta ekki keypt vín og bjór í matvöruverslunum!? Ekki frekar en haglabyssur, hass eða sprengiefni!

Nú ertu kannski hissa á "Blesanum" haha, en fólk verður stundum og er ósammála um lífsins gang og það sem í honum hrærist, en verður eins og þú sjálf hefur fengið að finna fyrir, að hafa þroska og greind til að fást við það og geta sætt sig við stundum að verá sammála um að vera ósammála!

SEgi ekki meir í bili,

Kær kveðja úr furðulega sumarregninu í byrjun nóvember!?

Magnús Geir Guðmundsson, 2.11.2007 kl. 17:23

16 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Sæll Magnús minn, mér þykir alltaf gaman að fá frá þér komment og alls ekkert síður þegar þú ert í ham og ósammála!  Ég ber fulla virðingu fyrir skoðunum annarra, þó ég geti ekki á nokkurn hátt gert þær að mínum. En nú skal ég svara þér.

"Hvernig sem þú og aðrir reyna bara út frá eigin skoðun og fyrirslætti um sjálfstæðan rétt og þroska, þá eru það ekki rök ein og sér að maður megi "afþvíbara"." segir þú. Það er rétt að ég tala útfrá eigin skoðun.. ég á nefnilega svo fjári erfitt með að tala útfrá annarra skoðunum. Og með því að svara þér þá er ég að reyna að gera skoðun mína "vatnshelda".

Það er líka hárrétt hjá þér að það er ekki til neinn "skráður réttur" að bjór og vín fáist í matvörubúðum, en af því að vín er ekki bannvara þá kem ég ekki auga á ástæður þess að selja það ekki þar. Endilega segðu mér rök þín fyrir því.

Þú berð léttvín saman við haglabyssur, hass og sprengiefni. Þá hló ég upphátt, þó ég sæti hér ein við lesturinn.  Hass er flokkað sem eiturlyf og því með öllu bannað á Íslandi, ennþá allavega. Og sprengiefni og haglabyssur.. þú getur nú keypt þessháttar á einhverjum stöðum heima gegn framvísun tilskilinna leyfa, en ég kem engan veginn auga á samhengið með því og að leyfa matvörubúðum að selja léttvín, þær selja jú mat og drykk.

Áfengi er neysluvara, hvort sem þér líkar sú skilgreining betur eða verr. Það var ekkert ákveðið af mér eða einhverjum öðrum bloggurum. Það er bara þannig. Og það er með áfengið eins og feita ketið og súkkulaðið og hamborgarana og hvaðeina sem menn vilja telja upp annað, það er hægt að misnota það flest ef menn eru þannig stemmdir.

Áfengissýki er vissulega sjúkdómur, þó enn séu ýmsir sem vilji meina að hann sé ekki annað en viljaleysi og aumingjaskapur. Ég er ekki þeirrar skoðunar.

Það er fleira í umhverfinu sem okkur er í lófa lagið að misnota. Og langstæstur meirihluta fólks notar þessa hluti hóflega og umgengst þá með eðlilegum hætti. Og ef þú ert heiðarlegur við sjálfan þig, þá held ég að þú getir fallist á að það er ekki vínið sem kemur óorði á fólkið - það er fólkið sem kemur óorði á vínið.

Vín er neysluvara rétt eins og beikon og súkkulaði. Sumir kunna sér ekki magamál í mat og aðrir kunna sér ekki hóf í drykk. Sumir verða feitir og aðrir verða alkohólistar. Margir hvort tveggja. Það réttlætir þó ekki að ráðin séu tekin af fólki eins og óvitum.

Þetta er nú mín skoðun á málinu, Magnús sæll!

Með hlýrri kveðju í norðurátt.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 2.11.2007 kl. 18:48

17 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Helga Guðrún mín ágæta, sæl á ný!

Ætlaði nú ekki að segja margt núna, nema hvað þakka þér fyrst hlýju kveðjuna, aldrei nóg af slíkum, jafnvel þó allt í einu hafi brostið á ha´lfgildings vor- eða sumarveður hérna í byjun nóvember með yndislegri rigningu og hæglætisveðri! En í lengra lagi verður þetta þó víst!

Verð að viðurkenna að ég er dálitið hissa á þessum línum að ofan og sömuleiðis vonsvikin, en á móti viðurkenni ég að kannski er sumt allavega sem þú segir ekki svo skrýtið því þegar menn einu sinni byrja á að halda fram einhverjum hlut, sem svo tekin er upp gagnrýnislaust af fleirum og fleirum og endurtekin, þá fer fólk á endanum auðvitað að trúa því sem það væri hinn eini stóri sannleikur, þótt það sé í reynd argasta vitleysa!

Í lokin hjá þér, ertu eins og svo margir aðrir að gefa í skyn, að það felist einhver hindrun í því að geta ekki keypt vín og bjór í matvörubúðinni. Ég bað þig sem fleiri áður að rökstyðja hvernig í raun það helsi er, en þú svarar því ekki, en endurtekur bara að þetta ætti að fást þarna vegna þess að þetta sé bara eins og spikið og súkkulaðið og það sé allt hægt að misnota sér til tjóns!Og ég Geiri garmurinn verð bara að kyngja því hvort sem mér líkar betur eða verr, að það sé svona!?

En þá spyr ég aftur og enn líkt og með re´ttinn til og frelsistalið, hvar stendur sá sannleikur ritaður svart á hvítu Helga Guðrún, að áfengi sé neysluvara sambærileg á allan hátt við spikið og súkkulaðið?

Strangt til tekið auðvitað er bjór, léttvín sem og brennda vínið auðvitað, neysluvara í þeim skilningi að það má framleiða, kaupa og svo neyta og fer neyslan jú fram á sambærilegan hátt og við aðra vökva, þessum drykkjum neytt úr glösum eða flöskum, mikil lifandis ósköp!

EN, þar með skilja líka leiðir.

Og það jafnvel þótt svo ílla fari að leyft verði að selja bjór og léttvín í matvörubúðunum, verður ÁFRAM LÖGFESTUR MEGINMUNUR á þessu og öðrum vörum sem seldar verða þar!

Og sá reginmunur er og þú veist það nú alveg elsku Helga Guðrún min þó þú viljir ekki viðurkenna það eða gera lítið úr, að áfengi er EITUR sem EKKI BARA hefur íll og afdrifarík áhrif við ofneyslu heldur líka við hina mjög svo fláu "hófdrykkju"!

Og kemur þá loks að því atriði sem einmitt skiptir mestu og er vitnisburður um hvað þessi vitleysa er sorgleg öll sömul, að ÞAÐ VARÐAR VIÐ LÖg AÐ NEYTA BJ'ORS OG LÉTTVÍNS!

Með því að neyta hins "saklausa" hvítvíns svona sem nemur 2 litlum staupum, ertu búin að takmarka ATHAFNAFRELSI ÞITT! En neinei, ekki vegna þess að þú sért orðin blindfull af "smotteríinu" en þú hefur samt fyrirgert re´tti þínum til dæmis að mega AKA egna þess að heilastarfsemi þín hefur verið skert, viðbragðsgetu þinni verið raskað, þannig að lífi þínu og annara þykir ÓGNAÐ!

En þú kannast kannski við sambærileg lög sem gilda um spikið og súkkulaðið og kannski líka um viðlíka hörmungar sem neysla á því hefur haft EKKI BARA fyrir einstaklingin sem neytti þess, heldur fyrir saklausa samborgara líka?

Nei, að sjálfsögðu gerir þú það ekki!

og þar kom ég óbeint inn á það sem ég átti við um það væru engin rök að segja "Afþvíbara ég vil o.s.frv."

Þú getur nefnilega ekki smíðað lög eða reglur fyrir stærri heild sem flestir gætu sætt sig við, em með slíkum einstrengingshætti, um það bera einmitt vitni mörg slæm lög þar sem hagsmunir fárra hafa ráði för svo miklar og íllar deilur hafa sprottið af, en út í þá sálma fer ég ekki frekar!

En þegar þú myndar þér skoðun einungis og baraút frá því hvar þínir hagsmunir liggja,þá getur næsti maður einmitt bara komið og sagt eins og ég tók dæmi af, "en hví ekki haglabyssur líka?, mér finnst alveg eins hægt að búa til deildir fyrir þær eins og vín og bjór. Og þær eru heldur ekki bannvara"!

Og hvað hassið varðar Helga Guðrún mín, þá hef ég bæði lesið skrif fólks og heyrt segja, að já það telji að eigi að leyfa eigi sölu þess (hamingjan má svo vita hvar nema þá helst líka í matvörubúðunum!?) og telur sömuleiðis skaðsemi neyslu þess litla eða allavega ekki meiri en brennivíns!?

En þetta er orðið langt, mun lengra en ég ætlaði í upphafi. Samt gæti ég bætt mörgu við!

En geri ekkert ráð fyrir að þetta breyti neinu fyrir þér og allt í lagi með það og breytir engu í minni afstöðu til þín hressa stelpa!

En þessi atriði og sú stóra hætta sem ég sé með þessu, að meira aðgengi og auglýsingu fyrir áfengið muni þó sú viðspyrna sem fyrir hendi er veikjast hvað varðar áfenigsvandan í stóru sem smáu og fleiri en ella komi þar við sögu!

En það væri efni í önnur skrif að tíunda afleiðingarnar sem mér finnst blasa við ef þetta kemst í framkvæmd!

Magnús Geir Guðmundsson, 3.11.2007 kl. 01:18

18 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Já góði vinur, það eru greinilega bæði fjöll og höf milli skoðana okkar á þessu málefni, sem og í orðsins fyllstu.  Þínar skoðanir eru hreint ekkert réttlægri en mínar, og við reynum bæði að færa rök fyrir því sem við erum að segja.

Nú er ég engan veginn að gera lítið úr því böli sem áfengisneyslu getur fylgt, til þess þekki ég of mörg dæmi. En ég er einfaldlega á móti því að ráðin séu tekin af einstaklingum og aðrir settir í það djobb að ákveða hvað hinum sé fyrir bestu. Svo framarlega að ekki sé verið að ganga á rétt annarra, þá vil ég að fullráða fólk fái að ráða því sjálft hvað það gerir við og með sjálft sig.

Nú gætir þú sagt á móti að það sé ekki þitt einkamál, td sem foreldri, hvernig þú hagar lífinu og vissulega er nokkuð til í því - en verðum við ekki að treysta dómgreind manna nægilega til að setja það í þeirra samviskuhendur hvernig þeir haga eigin lífi og hvernig líf og fyrirmynd það vill skapa sínum börnum?

Það eru sem betur fer fæstir sem fara út að aka eftir einn og tvo. En ef einhver vill njóta áfengis, og telur sig geta það, þá finnst mér að aðrir ættu ekki að vera þess umkomnir að meina honum/henni það vegna einhverrar misskildrar forræðishyggju. Eða vegna þess að einhverjir aðrir hafa misst fótanna í lífinu eftir ofneyslu. Það væri eins og að banna bílinn vegna þess að notkun hans veldur árlega svo og svo mörgum dauðsföllum og slysum.

Nú veit ég ekki með aðra, en persónulega þekki ég engann sem hefur aukið drykkjuna við það eitt að það fáist í nágrenninu. Ég man eftir því heima að ef maður fór í ríkið þá keypti maður yfirleitt meira en maður ætlaði að nota í bráðina, einfaldlega vegna þess að manni leiddust biðraðirnar og vildi heldur eiga smá lager heima en þurfa oft í þessar áfengissérverslanir sem sjaldan voru opnar og yfirleitt útúr alfaraleið þegar maður þurfti í búð.

Mér þykir sopinn ágætur og hefur alltaf þótt. Þó hef ég aldrei drukkið af meiri hæglætis hófsemi en einmitt núna þegar ég get bara keypt mér ölið eða vínið hérna niðri í þorpi í litlu co-op búðinni þegar mig langar til þess, svona um leið og ég kaupi beikonið og súkkulaðið. 

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 3.11.2007 kl. 02:34

19 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Góðan daginn fagra "Náttthrefna"!Haha, hef nú aðeins orði var við það já, að þér þyki gaman að fá þér einn obbolítin í gylltlökkuðu litlu vinstri ta´na!

Og mikil ósköð, undanfarin ár, allavega það sem af er þessari öld um það bil, hafa 4 15 ára unglingar af hverjum 5 í öllum könnunum sagst hafa prófað að smakka áfengi!

Á 10 ára tímabili frá 1993 til 2004 settu Íslendingar að margra mati HEIMSMET í aukningu á neyslu bjórs, úr um 30 L. að meðaltali á hvern haus í 67 L.!

Á þessu tímabili minnkaði vissulega neysla á sterkari vínum á móti, en s. ár hefur sú þróun vðíst aftur verið að snúast við. Hlutfallið milli Bjórs og léttvína annnars vegar og sterkari vína hins vegar verið nokkuð stöðugt þennan tíma hið fyrrnefnda með um kringum 90% á móti um 10!

og með þessar fáu staðreyndir á hraðbergi, hvaða skort á aðgengi er að ræða?

Og enn og aftur, þú svarar því ekki og getur það held ég ekki mín kæra frekar en aðrir, í hverju felst þitt helsi að geta ekki keypt veigarnar (á Íslandi auðvitað.) í matvörubúð, heldur í sérverslun ríkisins?

Og svo hitt sem ég hef ekki gert enn við þig, að spyrja áfram, hví ekki brennda vínið líka?

ER einhver munur á þessu meinta helsi þínu og þessu tali um að "réttur sé af þér tekin"? hvað það varðar? Sumir drekka bara brennivín og eru með þessar skoðanir eins og þú, af hverju þá ekki það líka, er þeirra vilji ekki þá jafnrétthár og þinn? Og ég nefndi aðra hluti sem líka eru leyfðir, ef einhver vill haglabyssurnar þarna, vhí þá ekki?

Helga Guðrún mín, þetta eru eingin rök hjá þér bara fyrirsláttur, að þú getir ekki á Íslandi keypt þér bjór og léttvín, er ekki meiri réttarskerðing en sú staðreynd að þú getur ekki keyptMagnyl eða norska brjóstdropa þar! Við höfum aldrei getað keypt það þar, hvernig getur þú þá sagt að það sé verið að taka af þér einhern rétt?

svo lengi sem til eru fyrirbærin lög og réttur í samfélagi manna, þá verður þessi "Frelsisskerðing" þín sem þú segist ekki vilja, samt sem áður alltaf fyrir hendi í einni eða annari mynd!

Kæra Helga Guðrún, auðvitað eru mínar skoðanir ekkert rétthærri skulum við nefna það, en þínar, en ég er bara búin að útskýra mínar og rökstyðja með dæmum, sem þú hefur ekki getað gert.

tíundaði þessar litlu staðreyndar fyrst til að sýna þér að í raun er engin þörf á meira aðgengi, slík hefur aukningin á neyslunni orðið. En svo þessi pólitiska spurning hvort leyfa eigi einkaaðilum að sjá um "léttölið" er þá bara um leið spurning hvort við viljum taka þá griðarlegu áhættu að gera mun auðveldar fyrir fleiri og YNGRI einstaklinga að nálgast það, ksapa því fleiri vandamál og FYRR og auka þar með enn kosnað þjóðfélagsins í einni eða annari mynd vegna þess vanda sem já við og fleistiráðrir þekkja þegar!?

SEgjum að þú flyttir aftur til landsins eftir ár, bjórinn og léttvínið komið í búðirnar fyrir ári.

Verður þú þá tilbúin að taka á þig sérstaka skattahækkun vegna aukins framlags til forvarna (það er nú það sem koma skal strax núna til ef þetta verður að veruleika, svona til að friða einhverja væntanlega!) og vegna beins aukins kosnaðar af breytingunni?

Svona gæti ég haldið lengi áfram að spyrja og hef gert við marga á undan þér!

En að lokum verða það bara 63 einstaklingar sem ráða þessu og hingað til hefur það sem betur fer ekki orðið raunin að samþykkja þetta!

Magnús Geir Guðmundsson, 3.11.2007 kl. 17:22

20 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Úff, Maggi, þú gætir komið stórtemplara til að langa á fyllerí!  Ágætur alveg. En ég ætla að borða kvöldmat með fjölskyldunni, sem vel að merkja er alveg bláedrú, þó senn styttist í fyrsta sjússinn hjá syninum upp við altarið.  (ætli sá fimmti af þessum fimm fimmtán ára hafi bara þóst fá sér snabba úr kaleiknum..? hehe) En þegar allt er orðið hljótt og ungarnir komnir í værð í hreiðrum sínum, þá ætla ég að fara á barinn minn flotta sem ég smíðaði með fíngerðum og flottlökkuðu dömuputtunum mínum og fá mér gullið brandí í sparistaupið með kaffinu. Tala við þig þá.  

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 3.11.2007 kl. 17:54

21 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hahaha, varla er ég nú svo slæmur, en væri hins vegar alveg til í að kássast í þér og breyta brennda myðinum í vatn við ´nefið á þér, svona alveg öfugt við gjörð Jesúsar þarna um árið í Kana!En heyri að ég hef ekki vanmetið þig, ert kella í krapi sem kann sitt fag og fleira!

Magnús Geir Guðmundsson, 3.11.2007 kl. 22:33

22 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Komment 20: Að öllu þessu gerðu þá var ég komin í svo ljómandi skemmtilegt skap að ég ákvað að skipta um skoðun. Það eru jú forréttin okkar kvennanna mitt í öllu jafnréttinu ykkar. En til morguns verður skoðun mín þessi:

Ég tel það ekki annað en bannsettan ruddaskap að sjónmenga Kaupfélögin með þessum óþverra sem áfengið er. Heldur vil ég sjá þar seldar haglabyssur og hass. Því álít ég rétt bæði rétt og sanngjart að þeir sem krefjast samt sem áður að skilja eftir sig sviðna jörð drykkjumennsku og dáðleysis þurfi að að hafa fyrir því að nálgast þetta bráðdrepandi eiturlyf í fljótandi formi. Legg því til að einungis ein áfengisverslun (eitt ríki) verði látin duga fyrir landsmenn alla, og til að hafa hana miðsvæðis og gera ekki upp á milli landshluta þá væri henni best fundinn staður á Hofsjökli.

Ég áskil mér svo rétt til að hafa aðra skoðun á málinu með morgninum. 

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 3.11.2007 kl. 23:25

23 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

hahahahahaha, alveg yndislegt!

En reyni nú elskan að bæta fyrir blaðrið með þessu!

Núna sig að mestu missti,

Magnús Geir í tuðinu.

En Helga Guðrún Húmoristi,

heldur uppi stuðinu!

Magnús Geir Guðmundsson, 4.11.2007 kl. 00:53

24 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Bestastur! Þessi fer í safnið.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 4.11.2007 kl. 01:10

25 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Þeir leyna á sér þessir allsgáðu apakettir...  

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 4.11.2007 kl. 01:15

26 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Jájá, mátt eiga vísuna sem væri hún þín eigin "Barsmíð"! Hehe, þetta má nú skilja á fleiri en einn veg!

En hvort ég teljist til vissra apakatta?

Nei blessuð vertu, er alltaf á bloggblindfylleríi eins og þú!

Magnús Geir Guðmundsson, 4.11.2007 kl. 01:47

27 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Ég tók hana til mín og á hana hér með að undanskildum höfundarrétti! En barsmíðar eru ekki á allra kellinga færi og ég er afar stolt af mínum heimabar. Smíðaði hann úr afgangsviði úr parketinu sem ég lagði á stofugólfið hjá mér.  

En elskulegur apakötturinn minn ófulli, ég er nú líka á agnarlitlu bloggfylleríi.. en líkt og Winston sagði betur en mér hefði hugkvæmst; á morgun verður runnið af mér en ...  

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 4.11.2007 kl. 02:25

28 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er kominn í mig brennivínsfiðringur eftir allan þennan lestur.

Á hverju eiga leigubílstjórar að lifa ef kaupmaðurinn á horninu fer að selja búsið?

Það má ekki bara hugsa um sjálfan sig fyllibytturnar ykkar.

Hann Davíð Þorsteinsson bóndi á Arnbjargarlæk var afburðamaður í flestum efnum. Hann var sagður ríkasti vinnumaður á Íslandi og síðan ríkasti bóndinn eftir að hann tók við búi föður síns. Hann var alþingismaður um tíma og lengi héraðshöfðingi.

Auk þessa var hann afburðadrykkjumaður og lífshættulega orðheppinn eins og margir slíkir, t.d. Friðrik á Svaðastöðum.

Sat einu sinni á spjalli þar sem stúkumaður var í hópnum og ræddi af miklum fjálgleik skaðsemi brennivínsins. Davíð tók þessu tuði fálega og þótti umræðuefnið ekki ánægjulegt.

Stúkumaður hugðist nú slá öll vopn úr höndum mótherjanna og hóf að segja söguna af músinni.

Á bæ nokkrum voru fjórar mýs sem engum tókst að veiða og voru öll ráð þrotin þar til einhverjum datt í hug að koma þeim í klípu með áfengi.

Hann hellti brennivíni í undirskál og lét hana standa á gólfinu yfir nótt.

Um morgunin lágu þrjá mýs víndauðar hjá undirskálinni en ein lék sér enn og glotti að heimilisfólkinu sem aldrei fyrr. Hún hafði ekki haft lyst á vininu.

"Og hún lifir enn!" sagði sögumaðurinn hróðugur, og þóttist nú hafa sannað eitt skipti fyrir öll skaðsemi brennivínsins.

"Já, og öllum til leiðinda", muldraði Davíð.

Og Einar Ben hafði þetta að segja þegar hann sat undir lofræðum um nýdauðan bindindismann:

"Ég veit nú ekki til þess að annað liggi eftir þennan mann en það að hafa alla ævina stritast við að vera ófullur!"

Svo óska ég ykkur góðrar þynnku elskurnar mínar! 

Árni Gunnarsson, 4.11.2007 kl. 10:38

29 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Æ, mættir mín vegna alveg ljúga því köld, að þú hafir samið gripinn!

En haha, það hefur farið fyrir sveitunga þínum honum Árna í morgun, sem stórstka´ldinu og Riddaranum páli Ólafssyni, að honum hefur farið að finnast sopin betri "en bænagjörð að morgni dags" sitjandi þarna að lesa bloggsnilldina okkar, í biðinni eftir messunni!

Magnús Geir Guðmundsson, 4.11.2007 kl. 20:12

30 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Það jafnast náttúrlega ekkert á við Bacardi for Breakfast hehe.. nei bara að stríða þér kallinn minn!  En hann Árni minn myndi aldrei gera svoleiðis, sem sannur Skagfirðingur þá sinnir hann "morgunverkunum"  og það gera vandvirkir karlar aldrei mikið drukknir.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 4.11.2007 kl. 23:58

31 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Á að sjálfsögðu við að gefa fénu!!  Ohh, you filthy minded people!!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 5.11.2007 kl. 00:02

32 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Haha, hélt að þú meintir allt annað, en líka "Loðið og hlýlegt"!

Skagfirskir karlar hafa nú líka verið þekktir fyrir að sinna slíkum "verkum" bæði fullir og ófullir, bæði kvölds og morgna!

Árni örugglega engin undantekning í því!?

Magnús Geir Guðmundsson, 7.11.2007 kl. 18:29

33 Smámynd: Vendetta

Ég veit að þú stendur þig vel í baráttunni gegn þessum öfgabindindismönnum, sem þykjast geta ráðið yfir öðru fólki í landinu þykjast vita hvað þeim er fyrir beztu. Þessi forræðishyggja er alveg að drepa allt. En vita skaltu, Helga, að þótt ég fái mér í glas bara einstaka sinnum með kvöldmatnum, ég er 100% hlynntur sölu á víni og bjór i kjörbúðum við hliðina á matvörunum eins og tíðkast erlendis, og ekki nóg með það heldur á að leggja niður áfengisgjaldið. Aðeins þá fer ég að hafa ráð á að kaupa nautalundir með rauðvíninu.

Vendetta, 10.11.2007 kl. 19:41

34 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Sjáðu nú, Magnús minn, það eru fleiri sammála gömlu konunni . Ég fæ mér bara það með matnum sem mig langar, og vín ef það er það sem mig langar, en málið er að hafa eitthvað um það að segja.. þegar sest er við borðið. Með sumum mat langar mig í mjólk og með öðrum kók. Við erum neytendur, ekki bara þegnar. Ef okkur langar í rauðvín með þá fáum við okkur rauðvín. Þetta er ekkert flóknara.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 11.11.2007 kl. 00:39

35 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hvaða bull er nú þetta!?

Þetta er alveg dæmigert fyrir fólk sem er rökþrota Helga Guðrún mín, það hjakkar bara í sama farinu um leið og að fjasa um eitthvað sem bara kemur málinu ekkert við!

Þið Vandetta og allir hinir megið drekka allt heimsins rauðvín, þú finnur ekki eitt einasta orð hjá mér um að ég vilji banna þeim sem á annað borð drekka bjór eða léttvín, að gera það! Hrein snilld ef hægt er að finna því nokkurn stað!

Þetta snýst um að taka ekki áhættu með því að auka aðgengi, auglýsingu og áhuga barnaa og unglinga á áfengi, nægur er vandin nú fyrir í alls ekki gallalausu kerfi, en þó þannig að nokkur viðspyrna er fyrir hendi!

Og þú þarna nafnleysingi, jafnvel þótt þessi vonda breyting yrði að veruleika, þá kemur það áfengisgjaldinu ekkert við, frumvarpið nú tekur ekki á því. sVo er það enn ein dellan að halda því fram að t.d. rauðvínið sé sérstaklega dýrt í Ríkinu he´rna, hægt að fá alveg ágætistegundir fyrir eitt til tvö þúsund kall!Ef menn hafa efni á dýru kjöti, hafa menn menn efni á rauðvðinsflösku!

Ogaftur Helga Guðrún, ekki fara að blanda óskyldum hlutum inn í máið, hef aldrei haldið því fram að ég vildi banna fólki eitt né neitt, sýndi þvert á móti fram á með dæmi, að aðgengi þeirra sem neyta áfengis er meir en nóg, það sýndi tíu ára gríðaraukningin á neyslu bjórs!

Að takmarka er svo annar handleggur og þá með rökum sem ég og fleiri hafa keppst við að leggja fram!´

Skora bara á Andetta eða Dettu að sýna fram á hvert helsið er í raun og veru að geta ekki keypt léttvín og bjór í matvörubúðum. Hætta þessu fjasi um meinta forræðishyggju, án þess að hafa kynnt sér hvað þessar breytingar myndu þá í staðin hafa í för með sér, sem yrðu ansi miklar!

Magnús Geir Guðmundsson, 11.11.2007 kl. 03:19

36 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Þetta er hreint ekkert mál Maggi minn, ég myndi fara uppá Hofsjökul til að kaupa flott rauðvín með steikinni sem ég myndi kokka þér. Myndi aldrei bjóða þér uppá neitt minna en það besta. En ef þú vildir ekki vínið þá myndi ég eiga handa þér gos....

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 11.11.2007 kl. 03:28

37 Smámynd: Vendetta

Magnús, víst er meðalrauðvín á 1 - 2 þúsund dýrt. Í Danmörku er hægt að fá flösku af Côteaux du Languedoc fyrir 30 kr. danskar (354 ísl. kr.) og ágæta flösku af Côte du Rhône fyrir 50 kr. danskar (590 ísl. kr.). Allra dýrustu vínin, Châteux de Hau-Brion og Château-Neuf du Pape kosta um 200 kr. (2360 ísl.). Áfengisgjaldið hér gerir það að verkum, að vín og bjór verður of dýrt og verðmunurinn milli góðra og lélegra víntegunda verður of lítill miðað við upprunalegt verð.

Að selja vín og bjór í skjóli einokunar er víst forræðishyggja. Yfirvöld þykjast hafa "vit" fyrir fullorðnu fólki, með þessu en eru í staðinn að skapa ofsadrykkju með því að leyfa ekki fólki að kaupa þetta með öðrum matvörum. Ein af ástæðunum fyrir því að svo margir Íslendingar kunna ekki að fara með áfengi er að það var bjórbann svo lengi og slæmt aðgengi. Allir voru að drekka vodka og aquavit og urðu blindfullir eins og skot. Það var ekki fyrr en síðar að fólk fór að drekka rauðvín vegna þess að það var bara selt á þremur stöðum í Reykjavík, og fyrst fólk var á annað borð að standa í þvögu (raðir tíðkuðust ekki hér á landi þegar ég var yngri) í hálftíma eða meira, þá gat fólk alveg eins keypt eins mikið af eins miklu og eins sterku áfengi og fólk gat og svo var þjórað alla daga og nætur til að koma þessu í lóg. Alkóhólisminn var útbreiddur í öllum stéttum leynt og ljóst, því að þjóðin fékk aldrei tækifæri til að tileinka sér vínmenningu. Seinna meir var bjórbanninu aflétt eftir að ríkinu var stefnt fyrir rétt og smám saman fjölgaði útsölustöðum ÁTVR, en þá var það um seinan. Að það séu komnar 12 vínbúðir á höfuðborgarsvæðinu og 14 úti á landi var vissulega skref í rétta átt, en ekki nóg. Og annað, aukið aðgengi skapar ekki alkohólisma, það þarf mikið meira til en það, t.d. ýmsa félagslega þætti.

Einokun ríkisins á áfengissölu nú vil ég líkja við einokun Grænmetisverzlun Ríkisins á að flytja inn kartöflur fyrir 30-40 árum. Þessar kartöflur voru ævinlega skemmdar eða kartöflurnar voru allar spíraðar, því að það var engin samkeppni. Og fólk hafði ekki í nein önnur hús að venda. Einokun á öllum sköpuðum hlutum stóð sem hæst, þegar Íhaldsstjórnin á 7. áratugnum var í stjórn. Það var núll samkeppni, allt var einokað alls staðar, jafnvel mjólkur- og brauðsala. Atferlisstjórnun yfirvalda á þjóðinni eins og við værum óvitar með hori. Einokunin, spillingin, skortur á lýðræði og skriffinskan hér var svo hroðaleg, að sovézka kerfið var barnamatur í samanburði. Þannig að ljóð Jóh. úr Kötlum "Hvenær kemur þú, Sovét-Ísland" hafði þegar rætzt. Í dag eru enn leifar af þessari forræðishyggju, en með þessum stjórnmálaflokkum sem nú eru á þingi mun Ísland halda áfram að vera 3. flokks bananalýðveldi.

Nafnleysi mitt kemur þér ekkert við á meðan við erum á bloggsíðu Helgu og á meðan hún leyfir það.

Vendetta, 11.11.2007 kl. 11:02

38 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Helga Guðrún mín góða!

EF þú lofar að hætta að kalla sjálfa þig gamla kerlingu, skal ég setja það í nefnd að þiggja eitt lítið rauðvínsstaup með matnum! þá yrðir þú líka að lofa að vera sæmilega stilt í GLEÐIVÍMUNNI að fá mig í matinn, fara ekki með fleiri en svona 50 klámvísurí hvert sinn fyrir og eftir og reyna að stilla þig um að fara í extraflegnu uppáhaldsblússuna a la Nigela, sem þér finnst annars þú svo sjálfsörugg að kokka í!

Þinn yndislegi ektakarl yrði ella tortryggin og saklausan "Dinnerinn" þyrfti að banna börnum!

Magnús Geir Guðmundsson, 12.11.2007 kl. 00:22

39 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ágæti Vendetta!

SEgi nú ekki margt í þetta sinn, annað en að þú sem fyrr og eins og fleiri, virðist ekki taka mark á rökum, en heldur fram þess í stað alveg maka- og rakalausum malflutningi!

Með stjörnur í augum og von í hjarta, ferðu með rullu um rauðvínstegundir sem fást fyrir skít á priki heyrist me´r í Dannmörku og ert greinilega yfir þig hrifin! Ætla nú ekkert að vera dónalegur og það í annara manna "húsum" en hví ertu ekki bara fluttur þangað manni, fyrst þetta er það sem ég held næstum hljóti að vera það besta sem gæti gerst í þínu daglega lífi, ekki fær um að kaupa nautalundir sagðirðu nú um leið og vínið og hvernig þú kýst að lýsa þínu heimaþjóðfélagi, sem Banaanalýðveldi!?

Er nema von að ég spyrji?

SVo er það þessi "yndislega " söguskýring um ástæður þess að "menning" hafi ekki myndast hjá okkur varðandi víndrýkkju!

Held ég fari að stoppa hér, komin nótt, en nú ættir þú ágæti Vendetta, fyrst þú þekkir svona vel til í veldi Möggu Þórhildar, verð á rauðvíni þar og tegundunum sem fást þar, fræddu okkur Helgu Guðrúnu og aðra sem kunna að lesa þetta, endilega hvaða "Drykkjumenning" þar er svo glæst og einkum hvernig hinn dæmigerði vinnandi Dani hagar sér í henni! Nú ef þú þekkir líka til í Finnlandi, þar sem menn hafa líka "allt frjálst" og hafa lengi víst haft er mér sagt, þá endilega láttu það fljóta með líka!

Ég efast reyndar ekkert um, að þar sé "menningin" í þessum efnum jafnvel enn glæstari en í gamla konungsveldinu!

Magnús Geir Guðmundsson, 12.11.2007 kl. 00:56

40 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Og til að undirstrika það, svo ég haldi nú örlítið áfram eftir þetta örstutta kaffihlé, sem ég notaði þó til að hugsa til fegurðar þinnar Helga Guðrún, þá er þessi draumsýn þín um hræódýrt rauðvín í matvörubúðum, ekki til umræðu núna, þ.e.a.s. frumvarpi nú fjallar ekkert svo ég hafi séð um verðlagninguna, hún enda ekkert sem slík verið til umræðu!

Meðal annars á þessum vettvangi, hafði ég hrakið nokkuð vel þetta tal í mörgum um á áfengið væri ekki sem hver önnur neysluvara, um það giltu lög og sérreglur varðandi neysluna, sem ekki væru til um alvöru neysluvörur.

En hvað gerir þú þá minn ágæti Vendetta? Jú, gengur bara enn lengra og talar um "matvöru"!?

Hvernig í dauðanum dettur þér slíkt í hug og hvernig ætlar þú svo að röksyðja það frekar?

Með því kannski að þú hellir stundum hvítu eða rauðu út í sósuna á hátiðisdögum, eða sullar bjór saman við snöggsteiktu þriðja flokks kjötræsknið sem við kaupum flest í bónus í sunnudagsmatinn!?

(nú eða drekkur hann þá bara ekki með henni?)

Æ, þetta gengur bara ekki upp og tal um einokun á kartöfluinnflutningi fyrir áratugum eingöngu í boði ríkisins í amanburði við stöðu áfengissölumála í dag, er bara rugl!

Þú ættir til dæmis að vita, að engin ríkiseinokun er á innflutningi áfengis, "Digrir" umboðsaðilar fyrir bjór og vín hérlendis hafa verið fyrirtæki Rolf Johansens heitins og Carl J. Carlson (umboðsaðili hins fræga CArlsbergsbjórs !)

Þar með er nú þessi annars fjálglega söguskýring og samanburður farin fyrir lítið!

Að auki er svo mjög öflug bjórframleiðsla í landinu, sannarlega engin skortur á henni, hjá Agli S. og Vífilfelli m.a.

Ýmislegt fleira mætti nefna, en nenni ekki meiru!

Þú ferð líka bráðum bráðhuggulega Helga Guðrún, að henda mér út með þessu áframhaldi!

En meðan ég man svona í lokin minn ágæti Vendetta, er alls ekki neinn öfgabindindisblesi, get alveg sötrað rautt eða hvðitt við viss tækifæri, bleytt tunguna í líkkjör eða sötrað á "Ireish Coffie"

En þetta er bara miklu stærra mál að það snúist um mitt eða þitt val!

Magnús Geir Guðmundsson, 12.11.2007 kl. 21:16

41 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 12.11.2007 kl. 21:25

42 Smámynd: Vendetta

Magnús, þú ættir nú að lesa betur það sem ég skrifaði, etv. fá ér sterkari gleraugu. Hvergi skrifa ég að það sé einokun á innflutningi áfengis, heldur áfengissölu. En þessi aðferð er velþekkt, þú leggur mér orð í munn sem ég hef aldrei sagt eða skrifað til að hafa eitthvað hálmstrá að halda þér í.

Þú ættir kannski frekar að koma með einhver rök fyrir því,  hvers vegna ríkið eigi að meðhöndla alla þjóðina eins og óvita, þegar aðeins fámennur hópur getur ekki umgengizt áfengi? Ég hef ekki séð neitt sem ég mundi kalla haldbær rök frá þér fyrir þessari óþolandi forræðishyggju.

Vendetta, 15.11.2007 kl. 23:38

43 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

N'u hefur Hr. Vendetta verið reiður þegar hann skrifaði þessar síðustu línur, rokið til og skrifað án þess að hugsa málið fyrst!

Það er nú bara fyrir það fyrsta rangt hjá honum, að ég leggi honum eitt einasta orð í munn!

Það var hann sjálfur sem líkti EINKAINNFLUTNINGI ríkisins fyrr á tíð við EINKASÖLU þess sama ríkis á áfengi, sem enn gildir!

Það sem ég gerði í mínu máli, var einungis að hafna þessum fráleita samanburði því um ósambærilega hluti væri að ræða og sagði jafnframt að Vendetta ÆTTI AÐ Vita að ekki væri innflutningsbann á áfengi, öldin væri almennt allt önnur þótthann vildi greinilega meina alt annað og tala um "þriðja flokks Banaanalýðveldi"?

Alveg þveröfugt, þá er það Hr. Vendetta sem engin haldbær rök hefur og engu virðist geta svarað því sem ég hef varpað fram!

Hann hefur ekki getað svarað því frekar en aðrir, hvernig þessi í raun og veru forræðishyggja bitnar á honum sem einstaklingi, í hverju helsi hans felst í að geta ekki keypt bjór eða léttvín í matvörubúðum!?

Ekki lækkar verðið, annað og meira þarf til, niðurfellingu á áfengisgjaldi, sem ekki er á dagskrá svo vitað sé! Þvert á móti líklegra að verðið hækki, álagning ÁTVR svo óveruleg að kaupmenn þyrftu vísast að margfalda hana til að sjá vænlegan gróða!

Meira aðgengi þá? Fregnir gærdagsins hygg ég að slái slíkt bull endanlega út af borðinu, neysla hvers Íslendings 15 ára og eldri að meðaltali aukist um 65% sl. 25 ár, bara HEIMSMET Hr. VEndetta!

Kannski þyrfti frekar að minnka aðgengið?

Og hvað úrvalið varðaði, engin hefur hugmynd hvort það batnar eitthvað, að þetta myndi tryggja að Hr. Vendetta fengi sitt uppáhaldsrauðvin hvenær sem er!

Læt þetta duga, bara kíkja yfir á mína síðu eftir meiru!

Magnús Geir Guðmundsson, 16.11.2007 kl. 16:31

44 Smámynd: Vendetta

Þú virðist enn ekki skilið það sem ég hef skrifað. Enda ekkert af því sem þú skrifar sem hrekur nein af mínum rökum. Hvort drykkja hafi aukizt um 65% sl. 25 ár eða ekki kemur mér bara nákvæmlega ekkert við, enda ekki á dagskrá. Víst er álagning frá ríkinu mjög mikil, stærsti hlutinn af umframverðinu er áfengisgjaldið. Það er hægt að kalla það álagningu eða skatt, skiptir ekki máli, það er of hátt. Ég veit að það stendur ekki til að afnema það á þessu löggjafarþingi, en ég og fjölmargir aðrir vilja að það verði afnumið.

Ég stend fyllilega við hvert einasta orð sem ég hef skrifað. Þú getur skrifað upp og niður stólpa, þú munt aldrei sannfæra mig, því að þú ert alltaf að tala um hluti, sem koma málinu bara hreint ekkert við. Þannig að við verðum bara ósammála um þetta atriði og ekkert við því að gera. 

Vendetta, 16.11.2007 kl. 22:07

45 Smámynd: Vendetta

Það er til fólk, hér á landi í nær öllum flokkum en aðallega í VG, Samfylkingu og Framsókn, sem halda að frjáls verzlun og frjáls samkeppni, sem hefur gefizt vel í öðrum Evrópulöndum, jafngildi heimsendi. Þessi hræðsla er sambland  af bleyðuskap og fávizku.

Vendetta, 16.11.2007 kl. 22:12

46 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Fyrir margt löngu, voru eftirfarandi línur festar á blað!

Aumur, móður, másandi,

maður einn var þvælandi.

Argur, reiður, rásandi,

ræfill já og skælandi!

Skál!

Magnús Geir Guðmundsson, 18.11.2007 kl. 03:23

47 Smámynd: Vendetta

Skál??? Magnús, það sést, að athugasemd þín kom inn kl. 03:23 aðfaranótt sunnudags. Ertu þá að þjóra fram eftir allri nóttu? Ekki geri ég það. Ég drekk yfirleitt mjög lítið áfengi, aðallega þegar ég er svo heppinn að hafa nautalundir í matinn og aldrei á sunnudögum.

Ég skal skála við þig þegar ég fæ tækifæri til að kaupa flösku í næstu kjörbúð, ekki fyrr.

Vendetta, 18.11.2007 kl. 22:26

48 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

SAmur við sig hann Vendetta, hrapar að ályktunum sínum og ekki í fyrsta sinn!

Það er nefnilega hægt að skála í fleiru en áfengi og það jafnvel á aðfararnótt sunnudags, sem var nú allavega þegar ég var yngri,aðalfyllerísnott vikunnar!

SVo hefur efnahagur lagast eitthvað síðustu dagana eða eitthvað breyst, því nú segist Vendetta fá sér guðaveigar með nautalundunum, eitthvað sem hann gæti ekki veitt sér hér í upphafi, nema að hið vonda áfengisgjald væri fellt niður!? Jújú, sagðist reyndar líka eindum og sinnum fá sér með kvöldmatnum, svolítið erfitt að átta sig á samhenginu í þessu sem öðru!?

Létttvínið og bjórinn líka kannski ekki svo dýr eftir allt saman, bara svona "loftbóluhjal"!?

SVo var nú bara dónaskapur að vera með hnútukast í einhverja ónefnda einstaklinga í ákveðnum flokkum, þessi sjónarmið eiga sér stuðningsmenn í öllum flokkum!

Magnús Geir Guðmundsson, 19.11.2007 kl. 18:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband