HÖRMULEGT SLYS!

Ég las þetta frétt með tárin í augunum. Þetta er hörmungaratburður og rifjaði upp einn af sorglegustu dögum æskuáranna. Það var þann 23. september árið 1976 þegar á fimmta hundrað fjár drukknaði í Svartá í Húnavatnssýslu er aðhald gaf sig á girðingu nátthagans við Stafnsrétt þegar reka átti féð í réttina.

Eins og flestir sem þar voru, þá átti ég þarna kindur og lömb og var búin að hlakka mikið til að sjá þessa vini mína, "ferfættu börnin mín", koma stökkvandi inn í almenninginn, hraustleg og falleg eftir veruna á fjalli. Skemmtilegasti dagur ársins breyttist á örfáum andartökum í þá hræðilegu martröð sem það var að sjá blessaðar skepnurnar ryðjast í ánna og drukkna þar hundruðum saman án þess að nokkur fengi við neitt ráðið. Því gleymir enginn sem það upplifði.

Ég sendi mínar einlægustu samúðarkveðjur í sveitina!


mbl.is Tugir fjár drápust þegar flutningabíll valt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heil og sæl, Nafna !

Tek undir; með þér. Dapurlegt, hvað mannfólkið hugsar skammt, þegar kemur að förgun þessarra blessaðra dýra. Eitt; af klaufa verkum Guðna Ágústssonar, þá hann var landbúnaðarráðherra, að grisja sláturhúsin. Þar með, allt of lengt milli staða, og misjöfn líðan fjárins, þar með, lengri sem skemmri leiðir, utan mjög afleits vegakerfis, almennt, um land allt.

Með beztu kveðjum / Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 00:05

2 identicon

Iss... frí slátrun og svo er þetta geggjað með brúnni sósu og kartöflum, svo má gera pylsur og grilla þetta þannig að þú sérð að þetta er bara hið besta mál... jamm´og namm lambakjöt á diskinn minn!

bæ bæ

verði þér að góðu 

Gunnar (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 01:01

3 Smámynd: halkatla

mér finnst svona fréttir líka alltaf svo sorglegar og ég æpti uppyfir mig þegar ég heyrði um þetta í útvarpinu - aumingja kindurnar. Menn eiga langt í land með að skilja hvað skiptir mestu máli í meðferð dýra, einsog Óskar Helgi bendir á.

halkatla, 27.10.2007 kl. 13:13

4 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Aumingja kindurnar segi ég nú líka eins og Anna Karen.  Sorglegt. 

Margrét St Hafsteinsdóttir, 27.10.2007 kl. 23:17

5 Smámynd: Karl Gauti Hjaltason

  Sæl Helga.  Hvar varstu í sveit 1976.  Ég var nokkur sumur í Langadal og svo í Svínadal líka.

Karl Gauti Hjaltason, 5.11.2007 kl. 00:18

6 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Sæll Karl og velkominn í bloggvinahópinn.  Ég var að skoða síðuna þína og sé að að við erum skemmtilega ósammála með margt. Vertu óhræddur við að ræða málin.. þó þú sért sammála mér

Ég er fædd og uppalin í Vallanesi í Skagafirði.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 5.11.2007 kl. 00:26

7 Smámynd: Sverrir Stormsker

Bleeeesuð Helga mín,

Hvar varstu í sveit haustið 1963? Ég var nokkur sumur á Sprengisandi og svo uppi á Hofsjökli líka. En haustið 1963 var ég á Eiríksgötu, á fæðingarheimilinu, nýfæddur minnir mig. Manstu nokkuð hvar þú varst í sveit 15. desember 1986 klukkan 23.48? Ég man að ég var þá í Þórskaffi á þriðja glasi.   

Sverrir Stormsker, 6.11.2007 kl. 18:13

8 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Bleeeeesaður kallinn. Haustið 63 var ég nýfarin að hlaupa og önnum kafin við að læra að rífa kjaft, og ekki von að þú munir það. En þarna í Þórskaffi forðum.. var það ekki þá sem við hittumst til að undirbúa forsetaframboðið hjá falsaða peningaseðlinum nokkrum árum seinna?  Svakalega hljótum við að hafa verið drukkin!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 6.11.2007 kl. 19:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband