23.10.2007 | 19:51
UPPGJÖR VIÐ ANDLEGA AFTURGÖNGU - SPOR FYRIR SPOR
Það sem hófst með græskulausu gríni á tilbreytingalitlu föstudagskvöldi meðan börnin sváfu og bóndinn hraut, hefur nú verið snúið uppí grínlausa græsku, þökk sé að mestu bloggóvinkonu minni og hennar makalausu hirð. http://jenfo.blog.is/blog/jenfo/entry/342939/
Skítt með þó hún og kórinn hennar kalli mig öllum illum nöfnum, s.s. ómenni, vitfrring, hálfvita, mannhatara, rasista, nasista, gayhatara, kvenhatara og heimska sveitahóru. Ég lifi það alveg af, þó vissulega sárni mér að þurfa að hugga börnin mín vegna þessa. En í fjölskyldunni minni eru málin rædd og útskýrð, svo þessar árásir skaða þau vonandi ekki til frambúðar.
Hitt þykir mér verra, að sárasaklaust fólk sem af góðmennsku sinni og vinarþeli gekk mér til varnar þegar mest gekk á, hefur sett sig í skotlínuna og fengið yfir sig drulluregnið frá þessum "kærleiksríku" herbúðum sem umsvifalaust sviftir menn æru og heilindum ef þeir eru ekki nákvæmlega sammála öllu sem útúr þeim kemur.
Það, að einhver últra bitur kellingarbelja (já, nú má ég!) sem heldur að það sé runnið af sér þó hún sé (tímabundið?) hætt að drekka og dópa, hendi mér út af listanum sínum, er mér ekki nema heiður. Skítlegt eðli á ekki upp á pallborðið hjá mér og hræsni hennar vekur mér viðbjóð. Ég vona líka að hún haldi sig hér eftir sem lengst frá mér og mínum og hafi vit á að snautast til að lesa tólf-spora bókina sína. Ég veit ekki á hvaða spori hún telur sig vera, en fyrir mér er hún andleg afturganga og ég frábýð mér þessháttar félagsskap.
Húmorinn og húmorsleysið er svo enn annað umræðuefnið. Verandi með minn háralit hef ég ekki farið varhluta af ljóskubröndurunum. Margir hafa mér þótt frekar þunnir en aðrir alveg bráðfyndnir, og sömu sögu má segja með Hafnarfjarðarbrandarana. Hef bæði heyrt þá marga og sagt þá marga. Ætti þar samkvæmt trúarbrögðum húmorslausra að vera að höggva ansi nærri eigin ranni, þar sem bæði börnin mín eru ljóshærð og eiga ættir í Hafnarfjörðinn. Það væri því að mismuna fólki eftir húðlit og þjóðerni ef ekki mætti gera grín að (svart-)"lituðu" fólki, rétt eins og okkur hinum "litlausu".
Ég skulda ekki afturgöngunni neinar skýringar á eðli mínu og innréttingum. Hitt þykir mér verra, að henni hefur tekist að skilja eftir sig spurningamerki í hugum fólks sem ég met meira. Sumir þeirra vita þó að einn af mínum albestu vinum heitir Ian Sharp og er ættaður frá Jamaika. Ég hef aldrei séð það svartara þegar kemur að hörundslit en þann yndislega og fluggáfaða mann, en hann væri varla fjölskylduvinur og mikils metinn á heimili okkar ef ég væri sá grimmlyndi rasisti sem afturgangan telur mig vera.
Það kom líka sterklega til greina að hennar mati að ég væri á móti réttindum samkynhneygðra.. og kvenhatari ef allt annað brygðist nú. Það gengi kannski að reyna að klína þeim óþverrastimpli á mig líka, ef ekki væri fyrir þá staðreynd að ég hef alla tíð, bæði í ræðu og riti, talið það sjálfsagðan hlut að hommar og lesbíur nytu sömu réttinda og gagnkynhneygðir. Og þetta með kvenhatrið væri nú bara fyndið ef það hefði ekki komið í þessu sama viðhengi. Ég finn ekki hjá mér hatur til nokkurrar manneskju, en reiði mín og fyrirlitning í garð hræsnara eins og afturgöngunnar náðu tilfinningum mínum fyrir ókunnugum á áður óþekkt styrkleikastig.
Þeir bloggvinir sem ennþá hanga hér inni með óbragð í munni, treysta sér ekki rökræður nema með persónulegu skítkasti og hafa ekki húmor fyrir sjálfum sér né öðrum, er bent á að nú er rétti tíminn til að fara. Ég hef aldrei tiplað á tánum kringum heimatilbúinn vellíðunarjákór og ætla andskotinn hafi það ekki fara að byrja á því á gamals aldri!
Athugasemdir
VÓ! Þetta er rosaleg ræða. Ekki kannski alltaf kurteis á köflum en það er skiljanlegt miðað við aðstæður .
Vona bara að særindin séu að baki. Fólk hefur sínar skoðanir og sem betur fer eru þær ekki þær sömu frá manni til manns
Ágúst Dalkvist, 23.10.2007 kl. 20:11
Hehe, jamm, þetta var svolítið vó en mér var mál. Það er ólíðandi að fólk hætti að þora að tjá sig á blogginu af hræðslu við að vera lamið niður af besservisserum sem telja sig eiga bloggheima skuldlausa! GGGGGGRRRRRRRRR
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 23.10.2007 kl. 20:22
Nei, hættu nú alveg Helga Guðrún Eiríksdóttir!
Held svei mér að ég ætti að hringja í þinn góða ektamann og láta hann messa dálítið yfir þér núna! Hvað á það eiginlega að þýða að blaðra svona bull, spyr ég nú bara og jafnvel þótt þú sért ljóska!?
Hef bara ekki síðan á síðustu öld heyrt aðra eins dellu og þessa sem hér er skrifuð, já, ég endurtek dellu, að þúþúþú skulir í alvöru trúa því upp á sjálfa þig, AÐ ÞÚ SÉRT KOMIN Á GAMALS Aldur!!!
SVona stelpa, hifopphífopp, eins og Jónas árna kvað forðum og hættu öllu rugli og bulli! Annars vildi ég sem minnst ´blanda mér í þetta, elska ykkur svo mikið allar þessar kvennsur, en auðvitað mismikið og þú og hinir urðuð bara að standa og falla í "hingavitleysunni" sem svona "bloggbardagar" verða því miður stundum!
Kveðja á kærleiksheimilið íslensk-breska!
Magnús Geir Guðmundsson, 23.10.2007 kl. 21:36
Takk fyrir, Skúli og Runólfur.
Magnús; ég vona að ég verði aldrei það gömul að standa ekki á fætur þegar mér er boðið í dans. Í fleiri skilningi en einum. Kveðjur til baka.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 23.10.2007 kl. 21:50
Heil og sæl, Nafna og aðrir skrifarar !
Þú ert gersemi, Helga Guðrún ! Jenný Anna; er með þeim böggum hildar, að líkt og margir (utan Ögmundar vinar míns Jónassonar) innan Vinstri hreyfingarinnar - Græns framboðs, að........ SVART sé HVÍTT, og öfugt, og ekkert þar á milli. Því féll hún, á eigin bragði, svo hressilega; með ómaklegum árásum sínum, á þig.
Innst inni; hygg ég, að henni líði ekkert vel, yfir þessu frumhlaupi sínu, gagnvart þér, á dögunum, en,,...... það er hennar, að koma, af fullri sæmd og einurð, til þín, og biðja þig þeirrar fyrirgefningar, sem þú svo sannarlega átt skilda, Nafna mín. Hún væri, a.m.k, maður að meiri, gerði hún það.
Með beztu kveðjum, ævinlega / Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 21:55
Mér dettur auðvitað ekki í hug að reyna að rökræða við þig á einn eða annan hátt. Mér sýnist þú vera stjórnlaus af heift og þú gerir engum nema sjálfri þér skömm til.
Mig langar bara að segja við þig að ef börnin þín lesa bloggið (sem ég reyndar skil ekki ef þau eru það ung að þau bresti í grát yfir því að þú sért kölluð rasisti) þá ertu ekki að gefa börnunum þínum falleg skilaboð um þína innri manneskju. Hvorki í þessari færslu eða þeirri á undan.
Jóna Á. Gísladóttir, 23.10.2007 kl. 21:58
Helga Guðrún muna svo bara eitt sá vægir sem vitið hefur meiri,ég ætla mér ekki í neinar deilur hér né þar,að vísu tel ég þessa bloggheima vera löngu komin út fyrir gagn sitt og gaman.
Ég hef fullt af skoðunum og sumar henta ekkert öllum en ég verð auðvitað að vera trúr mér og lifa með þeim manni sem í spegli er,og ég kappkosta við að gera hann að betri manni og ég á mér fyrirmynd í Jesú Kristi ekki að ég komist með hæla mína þar sem hann hafði tærnar þá reyni ég að breyta eins rétt og mér er frekast unnt.
Talandi um hafnarfjörð þá man ég einn lúmskan.
Bretinn segir klukkan er 10 veistu hvar maður þinn er?
Frakkinn segir klukkan er 10 veistu hvar konan þín er?
Kaninn segir klukkan er 10 veistu hvar börn þín eru?
Hafnfyrðingurinn segir klukkan er 10 veit nokkur hvað klukkan er.
Kveðja Úlli.
Úlfar Þór Birgisson Aspar, 23.10.2007 kl. 22:47
Óskar; takk fyrir fallegar kveðjur nú sem fyrr. Af afturgöngunni vænti ég einskis, enda ekki þar af neinu að taka sem ég myndi vilja fá né sjá. Sæmd er eitthvað sem ég hef aldrei staðið hana að í samskiptum við þá sem segja henni ekki að hún sé æðisleg.
Jóna; börnin mín eru 12 og 8 ára og lesa mikið, bæði fréttir og blogg. Til dæmis hefur þeim þótt síðan þín skemmtileg og eru farin að þekkja þann einhverfa, gelgjuna, bretann og jú.. rasistann. Og þó þau hafi ekki brostið í óhuggandi grát, þá þótti þeim mjög miður að lesa allt það ljóta sem fólk fann hjá sér þörf á að kalla mömmu. Það kallaði vissulega á huggun, faðmlög og umræður.
-Þú ættir kannski að gera smá tilraun og kanna hvernig þínum börnum liði ef þú værir úthúðuð sem mesta óþverranum í bloggheimum? (Ég var ekkert bara kölluð rasisti). Ég reyni af bestu getu að kenna börnunum mínum að bera umhyggju fyrir öðrum og þau eru alin upp við mikið ástríki, umburðarlyndi (stundum alltof miklu..) og væntumþykju fyrir fólki almennt. En þau hafa heldur ekki átt því að venjast að sjá móður sína lyppast niður og laumast burt þegar reynt er að valta yfir allt sem þeim er heilagast. Heldur skal ég meðganga að vera nötrandi af heift þegar það á við, en láta þau sjá mig skríða eins og bleyðu bak við hæð og siga gjammandi varðhundunum. Það eftirlæt ég afturgöngunni og hennar hirð.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 23.10.2007 kl. 22:57
Úff Helga Guðrún, það er vandlifað í heimi hér sýnist mér. Þess vegna fleygi ég þér umsvifalaust af bloggvinalistanum mínum Ég botna ekki í afhverju þú ert kölluð rasisti fyrir þínar skoðanir. Þetta fyrirbæri pólítiskur rétttrúnaður er notað til að skella stimplum á andmælendur í allt of mörgum málum og stjórna þar með umræðunni.
Flower, 23.10.2007 kl. 22:58
Alltaf góður, Úlfar minn! Alla jafna hefði ég leitt þetta hjá mér, en þarna var ráðist á fleiri en mig og flesta fyrir það eitt að þora að opna á sér munninn. Ég hef líka verið dregin um bloggsvaðið fyrir að viðurkenna Guðstrúna mína, þótt mín kirkja sé nær einvörðungu eigið hjarta. Það þótti mörgum líka síðasta sort þegar ég sagðist hafa kennt börnunum bænir. En það syngur hver með sínu nefi og ég hyggst gera það hér eftir sem hingað til á mínu eigin bloggsvæði. Ég treð ekki skoðunum mínum uppá neinn og ætlast til að fá að hafa þær í friði fyrir "skoðanaeigendafélaginu" sem er að verða alger plága hérna á blog.is
Æi já, Blómið mitt, það er sko vandlifað í henni veröld. En "Stimplagerðin" hjá afturgöngunni hefur gert sumum það nærri óbærilegt, og mál til komið að einhver standi upp og segi stopp. Þetta lið hefur einfaldlega ekki rétt til þess að ákveða hvað öðru fólki finnst eða finnst ekki. Þann rétt hefur það þó tekið sér, á sinn undursamlega hrokafulla hátt fyrir öllu sem er því ekki þóknanlegt.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 23.10.2007 kl. 23:22
Helga Guðrún. Nú kem ég hérna aftur inn af hreinni forvitni. Ég var að renna yfir bæði bloggið þitt og Jenfo og athugasemdir á báðum stöðum. Ég viðurkenni að ég hef ekki lesið athugasemdirnar frá orði til orðs en ég sé hvergi þessa ofsalegu heift eða ljótu orð sem þú segir að þú hafir verið kölluð. Frá þó nokkuð mörgum koma ágætlega málefnalegar athugasemdir og fólki er vissulega misheitt í hamsi. Mín skoðun er sú að fólk vill losa sig við bloggvini (af hvaða ástæðum sem það er) þá sé hinum sama það í sjálfsvald sett. Að sama skapi höfum við rétt á að hafa skoðanir og ef það eru skoðanir um ''heit'' málefni sem við kjósum að viðra hér á blogginu þá verðum við lika að vera viðbúin ''heitum'' umræðum og viðbrögðum og lika því að vera hent út af bloggvinalista einhvers. Að nota dónaleg orð og að vera með skítkast finnst mér lágkúrulegt og engum til sóma. Og að ráðast á fólk með athugasemdum um þeirra persónulega líf... Æi mér finnst það bara svo ljótt. Hugsaðu þér ef í þingsölunum færi að heyrast í heitum umræðum: en konan þín hélt nú fram hjá þér með sóandsó
eða: Össur minn þú ættir nú að fara að huga að 12 sporunum þínum. Örugglega bara hættur að drekka tímabundið kallinn ha?
Þurfum við ekki að passa að reyna að halda okkar persónulegu málum, sem hafa akkúrat ekkert að gera með málefnið, fjarri umræðunni? Ég held þú hljótir að vera sammála.
Jóna Á. Gísladóttir, 23.10.2007 kl. 23:41
Þarna sagðirðu eitthvað sem ég get að mestu leyti samþykkt. En öll orðin sem ég endurtek í færslunni sjálfri eru tekin beint úr kommentunum sem ég fékk eftir að afturgangan breytti agnarlítilli aulahúmorsfærslu í galsagangi í það gálgablogg sem það er orðið. Þá eiga nákvæmlega við þín eigin orð. Ég er seinþreytt til vandræða og á ekki vanda til að reiðast, hvað þá að það fjúki verulega í mig. En nú var mér einfaldlega nóg boðið, eins og þú sást væntanlega.
What goes around comes around og þeir sem stunda skítkast ættu ekki að verða hissa þó það komi taðköggull til baka. Þetta er nú ekkert mikið flóknara en það, Jóna góð!
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 24.10.2007 kl. 01:09
Botninum er hún sjálfsagt ekki óvön sjálf. Þegar hún úthrópaði mig "rasista, kvenhatara og fólk sem mismunar fólki eftir kynhneigð", og bloggar svo rækilega um það á eftir svo engum dyljist nú hversu mikið ómenni er þarna á ferðinni, þá gerðist hún það yfirgengilega ómerkileg, rætin og lygin að "all bets were off". Engum sem þekkir mig, þar eru börnin mín vissulega á meðal, datt í hug að ég myndi láta því ósvarað af allri þeirri hörku sem efnið gaf tilefni til.
Í framhaldi af þessu var svo aðför gerð að fólki sem vissi betur og dyrfðist að taka upp hanskann fyrir mig. Þá breyttist mitt þunglyndi í réttláta reiði. Hér er EKKERT sagt sem hún kallaði ekki fullkomlega yfir sig sjálfa!
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 24.10.2007 kl. 03:45
þar sem j'ið er bloggari dauðans þá þarf að flétta margar færslur aftur til að sjá dóminn sem hún hveður yfir Helgu og ekki síst kommentin hennar hér inni. Helga má fyllilega viðra sitt angst og reiði hér á sínu bloggi þegar að henni er vegið, hún hefur jafn mikinn rétt og j'ið þó fljót á litið virðist svo ekki vera miðað við sum viðbrögð hér inni.
J'ið er stytting á nafni viðkomandi sem hér er rætt um. alveg óþarfi að auglýsa hana eitthvað frekar í þessu tilfelli.
Linda, 24.10.2007 kl. 06:37
Las færsluna hennar Jennýjar aftur og sé ekki betur en hún kalli þig bara rasista. Eftir ummæli þín í umræddri færslu... við hverju býstu? Grín eða ekki grín þá eru eftirfarandi setningar ekki fyndnar á neinn mælikvarða:
GH: Ég er ekkert að tala um að það sé rétt að níðast á þeim, uss nei. En þó að hann þessi aldni nóbelsverðlaunahafi hafi sagt að í heildina væru afríkubúar ekki jafn greindir og hinir.. -er það ekki bara það sem allir vissu?
GH: Er ekki pólitísk rétthugsun komin út í öfgar þegar negri má kalla hvítan mann hvítt rusl (white trash) en hvíti maðurinn má ekki kalla negrann negra? Það er meira að segja orðið illa séð að kalla þá svertingja. Þeir vilja láta kalla sig "litaða", en mér var kennt í teikningu að svart væri ekki litur. Svo er búið að banna skemmtilegu barnabókina um Litla svarta Sambó, sem við lásum öll okkur til ánægju um 6 ára aldurinn. Negrasálmarnir orðnir pólitískt ókristilegir. -Hvar á þessi vitleysa eiginlega að enda?
Spurning úr sal: Hvað er að vera gáfaður?
GH: Að sjá muninn á hvítu og svörtu myndi teljast góð byrjun..
Óskar: Maðurinn sagði einfaldlega sannleikann og fyrir það er hann grýttur. Allir sem hafa umgengist svertingja eitthvað að ráði vita að þetta er satt.
GH: Hann veit sínu viti. Það vita mikið fleiri - þó þeir hafi ekki hátt um það.
Marvin: Mikið svakalega ert þú illa menntuð - og einfaldlega þröngsýn kona. Hef sjaldan lesið jafn mikið bull á netinu og þetta sem ég las hjá þér núna og hjá vini þínum honum Óskari....Þessi úrelt og heimskuleg umræða um öfgar í pólítískri rétthugsun er leiðinleg klisja sem fólk eins og þú grípur til. Heitir á fögru máli: kynþáttahyggja. Ef þú lætur svona skrif frá þér þá ert þú hyski, það má vel vera að þú sért föl. Það kemur málinu hreinilega ekki við. Auk þess heitir það að vera dökkleitur eða þeldökkur að vera með meira melanín. Ég held að þú ættir bara að þegja um og lesa þig betur til áður en þú ferð að reyna tjá þig um menningu og bókmenntir. Myndir þér þykja gaman að heyra barn þitt syngja ,,Tíu litlar heimskar sveitahórur"? Reyndu að þroskast aðeins. Það voru víst fordómar að syngja tíu litlir negrastrákar. Kallast staðalímyndir sem kynda undir fordóma. Annars væri ég til í að fara í greindarpróf og þú mátt líka mæta og við skulum sjá til hvað kemur út úr því.
GH: Jahérna. En ég er búin að fara í þessháttar próf, ef það skyldi róa þig. Skoraði 139, sem þykir ágætt af ljósku að vera. Þeldökkur, dökkleitur, kolsvartur eða bara farinn að rökkva; þú ert nú ekki best til þess fallinn að auka álit fólks á ykkur "melanínunum". Ég vildi ekki hafa þig sem nágranna, hvernig sem þú værir á litinn.
Helga Guðrún, ég er líka ljóska en verð að taka fram að ljóshærður er ekki hörundslitur. Þótt þú eigir einn svartan vin gefur það þér ekki sjálfkrafa rétt á að "grínast" með háalvarlegt mál. Rasismi ER háalvarlegt mál sem hefur valdið ofbeldi og dauða og það er ekkert fyndið við að kynda undir slíkar skoðanir. Þú veist af minni færslu hvers vegna mér stendur ekki á sama.
Ég tek undir með Dúu og Jónu (enda erum við víst "hirðin" umrædda) að Jenný á ekki inni fyrir þessum árásum. Þú dæmdir þig sjálf með orðum þínum og það var ekki af hennar ummælum sem fólk fór að setja út á "skoðanir" þínar enda var þetta tenging við frétt og margir lesa slíkt. Ég rambaði t.d. inn á færsluna þína í gegnum fréttina, ekki í gegnum Jenný.
Þú ert fínasti skrifari, reyndu að beina hæfileikum þínum í eitthvað uppbyggilegt og fyrir alla muni, spurðu Ian vin þinn álits á þessu öllu.
Laufey Ólafsdóttir, 24.10.2007 kl. 09:17
djöfull varð mér illt að lesa þetta.
Það er mjög þekkt afsökun meðal þeirra sem hatast við samkynhneigða að segja: Sko, ég á fullt af vinum sem eru hommar, en... Þannig að sá hinn dökkleiti vinur þinn sannar ekkert.
Bendi enn einu sinni á þessa grein hér.
Það er ekkert skrítið, ef þú leggur sama greindarpróf fyrir barn í Afríku sem hefur ekki fengið mikla menntun, barn í Evrópu/Bandaríkjunum sem hefur gengið í skóla eins og við þekkjum og barn í (sumum) löndum Asíu, hvar skólarnir leggja gríðarlega áherslu á stærðfræði og lógik, það sem flest greindarpróf (IQ-tests það er að segja) leggja mest upp úr, að barnið í Afríku komi lægst út og það í Asíu hæst. Hefur nákvæmlega ekkert með meðfædda greind að gera, eingöngu félagslega og menntunarlega þætti.
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 24.10.2007 kl. 09:37
Gætir þú útskýrt fyrir mér meiningu þína Helga Guðrún, því ég er ennþá ekki að skilja tilgang þinn í þessu öllu - sennilega svona mikil ljóska. Var þetta óheppilegt grín eða var einhver alvara á bak við þetta?
Ég er ekki hrifinn af þeirri aðferðarfræði að pikka upp eina og eina setningu og taka einhverja ákvörðun útfrá því.
Getur þú sagt mér hvað er um að vera í bundnu máli, Helga Guðrún?
Guðsteinn Haukur Barkarson, 24.10.2007 kl. 09:42
Mér datt fyrst í hug þegar ég las færsluna um Dr. Watson að þú værir að grínast. Þú hafðir svo gott tækifæri til þess í kommentunum að sýna fram á að svo væri, ef það var raunin. En í staðinn þá ýttir þú undir þetta.
T.d. þegar þú sagðir þetta: "Ég er ekkert að tala um að það sé rétt að níðast á þeim, uss nei. En þó að hann þessi aldni nóbelsverðlaunahafi hafi sagt að í heildina væru afríkubúar ekki jafn greindir og hinir.. -er það ekki bara það sem allir vissu? ".
Getur þú verið sammála mér í því að þetta hefur ekki þau áhrif þegar maður les það yfir að þú sért að grínast? Ef við skiptum orðinu 'afríkubúar' út og setjum orðið 'konur' í staðinn, hvað höfum við þá? Kvenfyrirlitningu?
Mín vegna máttu segja eins marga hafnarfjarðarbrandara og svertingjabrandar og þú getur, en þú verður þá annað hvort að setja hlutina fram þannig að ekki fari á milli mála að þú sért að grínast eða sætta þig við að fólk á eftir að bregðast við.
Egill Óskarsson, 24.10.2007 kl. 10:19
Já, ég get ekki séð neitt grín út úr þessum ummælum. En ef þetta var svona mikið grín, ertu þá að segja að þú dragir ummælin öll til baka þar sem þau hafi ekki verið sögð í neinni alvöru?
Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 10:22
Ég fylgdist með þessum umræðum í fyrri færslu þinni og veistu að ég hef sjaldan séð vegið að manneskju inni á þessum bloggvettvangi eins og nú. Þar sem þú ræðst að manneskju með því að berja á henni þar sem að hún er viðkvæmust fyrir. Ég á hreinlega ekki til orð. Ef að þú hefðir hugsað þér að gera upp einhverjar sakir eða þér finnst ómaklega að þér vegið, þá er í lagi að gera borðið hreint fyrir sínum dyrum. Þú varpar allri ábyrgðinni af því sem að þú sagðir í fyrri færslu á eina manneskju og þannig ert þú laus allra mála og búin að réttlæta þín eigin slæmu og meiðandi orð. Ef að þetta var færsla sem að átti að vera fyndin, þá hefðuru átt að stoppa miklu fyrr og útskýra grínið...en enginn virðist hafa skilið almennilega að þetta var grín, ENGINN.
Þessi færsla er til skammar og eins og fleirum er mér hreinlega illt við lesturinn!
Sunna Dóra Möller, 24.10.2007 kl. 10:29
Ég veit ekki hvort ég á að þora að blanda mér í þessa umræðu, en geri það samt.
Síðustu tvær færslur hér á þessu bloggi og umræðan við þau eru alveg skólabókardæmi hvernig rasismi getur sært og hvernig viðkvæmt fólk í reiði sinni særir á móti og espir upp rasisma í fólki.
Á Íslandi er skoðunarfrelsi. Ef Helga Guðrún telur að blökkumenn séu ekki eins greindir og vestrænir menn þá sé ég ekki annað en að það megi vera hennar skoðun þó hún stangist á við flestra annarra.
Eins og ég sagði hér í athugasemd nr.1 þá er þessi færsla Helgu ekki kurteisilega orðuð svo ekki sé nú meira sagt EN að sama skapi og hún mátti búast við því að fá hörð viðbrögð þá má fólk sem þau viðhafa búast við hörðum viðbrögðum til baka. Er þó ekkert að afsaka Helgu heldur að svona er mannlegt eðli.
Þess vegna segi ég það að þegar er brugðist við af svona mikilli hörku, eins og raun ber vitni við grín eða ekki grín bloggið hennar Helgu, þá má búast við enn harðari yfirlýsingum, enn harðari viðbrögðum og svo koll af kolli þar til rasisminn er orðinn vandamál.
Fólk má hafa sínar skoðanir og ef þú ert ekki sáttur við skoðanir annarra þá mætir þú þeim af þolinmæði og skilningi þar sem að vitlausar skoðanir eru yfirleitt vegna vanþekkingar en ekki illri hugsun.
En eins og það dugar að einn byrji og særi annan til að velda hjóli illskunnar þá þarf ekki nema einn til að sjá það, biðjast fyrirgefningar, til að snúa þróuninni við.
Ég hef ekkert verið skammaður í sambandi við þetta mál en ég skal þó biðjast innilegrar afsökunar ef það er eitthvað í mínum færslum hér sem hefur sært aðra. Þær voru svo sannarlega ekki til þess skrifaðar .
Ágúst Dalkvist, 24.10.2007 kl. 11:14
það átti að vera ...... velTa hjóli illskunnar.... en ekki velda , best að hafa það rétt
Ágúst Dalkvist, 24.10.2007 kl. 11:17
Lúkas?
Við erum hér.
Hvar ert þú?
Már Högnason (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 12:57
Áður en ég ber það við að svara því sem hægt er að svara hérna, þá ætla ég að peista hingað inn næstsíðustu færslunni frá málsvara réttlætisins hér að ofan, Bárði H Sigurðssyni:
Bloggarar eru hálfvitar.Það er ekkert sem bloggarar elska jafn mikið og þegar þeir lesa fréttir af einhverjum viðbjóði. Þá keppast menn við hafa sem hæst með kyndla réttlætis á lofti. Sumir fá nánast úr honum við að tilkynna það á netinu að þeir séu sko meira en til í að drepa mann og annan sem framið hafa viðurstyggilega glæpi. Þetta virðast þeir gera til þess að allur heimurinn geti verið viss um það að réttlætiskenndin og manngæskan sé að bera þá ofurliði. Ef ekki væri internetið væri þetta fólk líklega hrópandi af húsþökum: "Ég er á móti ofbeldi á konum og börnum, leyfið mér að fullnægja réttlætinu með því að drepa einhvern, því hjarta mitt er blæðandi af samúð með þeim saklausu og varnarlausu!"
Við þetta bloggarapakk hef ég aðeins eitt að segja: Haldiði kjafti helvítis hræsnararnir ykkar!
Dæmdur til dauða fyrir að nauðga og myrða níu ára stúlku
.........................................
-Eitthvað fleira sem þú vilt segja elskan?
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 24.10.2007 kl. 13:27
eeee... fyrirgefðu Bárður, sagði ég einhvers staðar að Helga mætti ekki hafa sínar skoðanir eða gaf ég það í skin að einhver hefði haldið því fram?
Það sem ég var segja hins vegar var það að hennar skoðunum var ekki mætt af kurteisi og þolinmæði heldur jós fólk úr skálum reiðar sinnar margt hvert með ljótum orðum. Ljót orð bjóða ljótum orðum heim.
Maður má alltaf búast við (vonast eftir) þegar maður viðrar skoðanir sínar að einhverjir séu ekki sammála og þeim sé svarað, en ég býst við kurteisilegum skoðanaskiptum en ekki uppnefningum og dónaskap. Ég hef hvergi séð að Helga sé að kveinka sér undan því að fólk sé ósammála henni (ef hún var þá að meina eitthvað með þessu bloggi sínu) heldur dónaskapnum. Hún svarar því með meiri dónaskap, henni er svarað með enn meiri dónaskap og ég spyr, höfum við ekki meiri þroska en þetta?
Bárður segir m.a. í síðustu athugasemd sinni hér að ofan "Helga Guðrún hefur einfaldlega sjálf kallað yfir sig þau viðbrögð sem hún hefur fengið við skrifum sínum og ætti þess ekki að vera að væla yfir því að fólk lýsi skoðunum sínum á því sem hún hefur skrifað á opinberum vettvangi. "
Mér finnst hann tala í svolítinn hring í þessari setningu. Þeir sem skrifa athugasemdir við blogg eru líka að skrifa á opinberum vettvangi og þar af leiðandi hlýtur Helgu að leyfast að lýsa skoðun sinni á þeim hvort sem það er vælandi eða ekki
Öllum þykir okkur reiði okkar sjálfra vera réttlát reiði en í langflestum tilvikum er það sjálfsblekking.
Ágúst Dalkvist, 24.10.2007 kl. 14:02
Nákvæmlega Ágúst Dalkvist, vel mælt og tek ég undir hvert orð!
Hví er þessi aftaka hér? Í venjulegum lýðræðisríkjum fær sakborningurinn tækifæri til þess að útskýra mál sitt!! Það er greinilega eitthvað sem hefur farið fram hjá réttlætissinnanum Bárði. Leyfum Helgu Guðrúnu að segja hver hennar raunverulega skoðun er áður en þið hendið henni á galdrabrennu!
Már Högnason minnist réttilega á Lúkas, mér sýnist stefna í Lúkas the sequel meðal bloggverja. Ég hef sjaldan orðið vitni að jafnmiklum sleggjudómurum og sjálfskipuðum réttlættissinnum sem horfa ekki einu sinni í eigin barm, og leyfa fólki ekki að útskýra mál sitt áður en hamrinum er slegið í borðið.
Þið ættuð að skammast ykkar, sérstaklega þeir sem hafa haft hæst og blogga um meinta rassista án þess að gefa sakborningnum tækifæri til þess að tjá sig!! Það heitir því einfalda nafni: "Nornaveiðar" !
Guðsteinn Haukur Barkarson, 24.10.2007 kl. 14:12
Ég var að lesa athugasemdirnar við bloggið hans Bárðar sem að Helga setti hér í 31. athugasemdina. Þar sem að það var liðinn tíminn til að tjá sig við það blogg hjá honum ætla ég bara að fá að stelast til að gera það hér
Frábært blogg hjá þér Bárður og skilaði tilætluðum árangri greinilega. Eina sem þú klikkar á er að taka til baka að bloggarar séu hálfvitar. Bloggarar sem og allir aðrir, ég þar með talinn, erum í besta falli hálfvitar svo þú hefur alveg getað staðið við þau orð .
Kann ekki við að tjá mig um dauðarefsingarnar við þetta blogg hér, bíð bara eftir betra tækifæri til þess
Ágúst Dalkvist, 24.10.2007 kl. 14:23
Ekkert að fyrirgefa Bárður
Ekkert skrítið þó að Geir viðurkenni að hann sé hægri maður, það er nefnilega flott að vera það
Rasismi var langt í frá versta orðið sem Helga Guðrún mátti þola og svo er ekki sama hvernig hlutirnir eru sagðir.
Það eru margir eftir þessa umræðu sem yrðu meiri af því að biðjast afsökunar, Helga ekki þar undanskilin.
Ágúst Dalkvist, 24.10.2007 kl. 15:09
Ætlaði að svara öllum lið fyrir lið en má ekki vera að því núna. Miðsvetrarfrí og allt það...
Í stuttu máli, þessi færsla var upphaflega sett inn sem algert grín.. eins og á henni má sjá.. fyrir þá sem á annað borð vilja sjá.. með ullukallinum með, svona til að ekkert færi nú milli mála. Næstu komment mín, þ.m.t. eitt það fyrsta held ég þar sem ég svara afturgöngunni: Æi, mér leiddist á ákvað að snapa fæting.. -Hvað af þessu er torskilið? Það getur allt orðið ill- og óskiljanlegt með góðum vilja og einlægum ásetningi. Ennþá léttara er að snúa út úr fyrir fólki, fyrir þá sem ætla sér að vera snúnir á annað borð, og leggja upp með það sem markmið.
HITT ER SVO ANNAÐ MÁL...
..að málefni svartra eru mér talsvert hugleikin. Það er miklu eldfimara mál en þessi púðurtunna sem hér sprakk. Þar er ég á MIKLU meira hættusvæði fyrir að fá yfir mig rasistasönginn, sem ég er nú raunar að verða svo algengur og endalaus, að maður er farinn að klappa honum á kollinn eins og flækingshundi sem vill ekki fara.
Öfugt við ykkur, góðir íslandsbúar, þá bý ég rétt við stórborg með gríðarlega háa glæpatíðni, (viðbúin tilbúin bang!) þar sem svart fólk er SJÖ SINNUM líklegra til að vera gerendur en hvítir. Vandamál svartra, ungra karlmanna er hér daglega í umræðunni og varla líður sá dagur að maður heyri ekki hræðilegar fréttir af "gangs" (man ekki þýð. sry) sem berjast innbyrðis milli hverfa og póstnúmera. Morð og hnífsstungur teljast varla fréttir lengur.
Yfirgnæfandi meirihluta þessara gengja eru svört ungmenni. -Hvað veldur því? Góð spurning. -Eru þessir krakkar heimskari en gengur og gerist? Veit það ekki. -Eru svartir meiri glæpamenn að upplagi en almennt aðrir kynþættir? Veit það ekki heldur. En fátt er háværara í breskri umræðu í dag en einmitt þetta. Sitt sýnist auðvitað hverjum, en öfugt við litla Íslandið mitt, þar sem fæstir þekkja svart fólk (eðlilega, þeir eru þar ekki enn nema í sáralitlum mæli) þá fer þessi umræða fram hérna á rökrænum nótum. Oftast, auðvitað hljóta að vera á því undantekningar eins og flestu.
Um þessi mál ætla ég að ræða á nýju bloggi fljótlega. Vonandi á rólegri nótum en hér hefur verið gert. En umræðan er þörf og nauðsynleg, ég veit að ég held áfram að teikna á mig hringi og bullseye í miðjuna en það verður bara að hafa það. Allt fyrir líflega umræðu!
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 24.10.2007 kl. 15:50
AFSAKIÐ - HLÉ
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 24.10.2007 kl. 16:02
Helga, hefði ekki verið miklu einfaldara bara að segja það strax þegar umræðurnar fóru að hitna í kommentunum að þetta væri grín? Hefði það ekki getað sparað þér umtalsverð leiðindi?
Egill Óskarsson, 24.10.2007 kl. 17:11
Sennilega, Egill.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 24.10.2007 kl. 17:16
Áttaði mig bara of seint á hversu blinda og ólæsi eru orðin algeng meðal menntamanna. Hið fyrrnefnda veldur gjarnan því síðarnefnda.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 24.10.2007 kl. 17:54
Helga þú ert stórkostleg að þora að seigja það sem þér finnst um blogg eigandafélagið hér !auðvita má ekki stika þessu sjúku einstaklinga hér,I" love you twice kv" frá ADOLF sem sér enga von með þetta fólk yfir og út er hættur hér
ADOLF (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 17:55
Ég sá strax þegar ég las innleggið þitt við fréttina sem kom þessu öllu af stað að þú værir að grínast, en jafnframt að skapa umræður. Mér finnst alveg hrikalegt hvað þú hefur verið úthrópuð hérna.
Það er með ólíkindum lætin sem verða í sumum þegar einhver skrifar um "viðkvæm málefni". Hér á blogginu er að finna "alltumvitandi" bloggara, sem þola ekki gagnrýni eða aðrar skoðanir og sjónarmið en það hefur sjálft. Einhver drottnunarþörf þarna í gangi. Mér hefur verið hent út af bloggvinalistum fyrir að þora að skrifa um eitthvað sem venjulega hefur verið skrifað um á afar einsleitan hátt.
Kveðjur.
Margrét St Hafsteinsdóttir, 24.10.2007 kl. 19:11
Takk Margrét, ég hélt að það færi ekkert á milli mála en svona þróast nú stundum málin. Ég er með sæmilega harðan skráp svo ég er ýmsu vön þegar kemur að orðadansi. Vil þó síður láta eiga hjá mér, eins og draugaklíkan komst að þegar hún mætti með sleggjuna. Það er í fínu lagi líka, tel ég, að menn smakki eigin meðöl af og til.. rétt svona til að þekkja áhrifin og eftirbragðið.
Ég er nú svoddans ekkert alsaklaus, á það til að stíga á jarðsprengjur af og til mér til dundurs og dægrastyttingar. Þá þarf maður líka að vera undir það búinn að taka afleiðingunum, eins og einhver benti réttilega á.
Annað mál er, að eins og mér finnst ofsalega gaman að rökræða við landa mína augliti til auglitis og elska kappræður og skoðanaskipti, þá er eitthvað á þessu bloggi sem breytir allri náttúru manna í eitthvað óþekkjanlegt.. og hálf óhugnarlegt stundum. Það er eins og það dúkki upp eitthvað drápseðli sem ég kann ekki alveg að festa fingur á hvers eðlis er, eða hvaðan það kemur. Skrítið.
En hvort sem ástæðan er fyrirtíðarspenna, brundfyllisgremja eða eitthvað allt annað, þá er athyglisvert að fylgjast með þessu og sjá hvernig fólk sem þú telur þig "þekkja" sem yfirvegaðar rólyndismanneskjur eiga það til að umbreytast í monster í leit að mannakjöti og beinum að bryðja.
Það eru því miður ekki allir sem leggja í þannig óskepnur, og synd þegar óargadýrin ná að þagga niður í fólki sem hefur annars helling að segja. Þér kæmi á óvart hversu margir hafa haft samband og sagt sínar farir ósléttar í viðureignum þeirra við Stimplagerðina. En það verður ekki settur neinn hljóðkútur á þessa síðu.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 24.10.2007 kl. 20:24
Blinda og ólæsi hefur ekkert með þetta að gera. Ég held að mörgum, jafnvel flestum hafi grunað að þú værir að grínast með upphafsinnlegginu þínu. Það er ansi erfiðara að sjá það úr því sem fylgir þar á eftir í kommentunum.
Egill Óskarsson, 24.10.2007 kl. 21:02
Það er öllum frjálst að hafa skoðun líka þér þó ég sé ekki endilega alltaf samála þér er ekki þar með sagt að ég hafi rétt fyrir mér en þú rangt. Ekki láta neinn þagga niður í þér eða setja á þig hljóðkút, og stimplagerðin má alveg vera í overdrive það hefur þá einhver eitthvað að gera í þeirri deild þó margt misjafnt komi þar út
Gísli Kristjánsson, 24.10.2007 kl. 21:24
Það væri líka ljóta lognmollan og leiðindapollurinn ef allir væru sammála um allt. Það setur að mér hroll við tilhugsunina.
En talandi um overdrive.. man einhver eftir Backman Turner..? Vekur upp góðar minningar hér.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 24.10.2007 kl. 21:53
Það má ekki kalla svartan surt,
og ekki kalla kalla-kalla durt.
það má ekkert segja, það á bara að þegja,
sjálfstæð hugsun hún á bara að deyja.
Þetta nútímafólk er svo skrítið, það er alltaf að skamma mann.................
gaman að þessu eða þannig sko, bið að heilsa
Tryggvi (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 22:25
Þessi á eftir að lifa... hvort sem fólki líkar það vel eða illa!
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 24.10.2007 kl. 22:42
Ertu nokkuð til í að svara mér? Ég spurði: "...ef þetta var svona mikið grín, ertu þá að segja að þú dragir ummælin öll til baka þar sem þau hafi ekki verið sögð í neinni alvöru?"
Mér finnst þetta ekki flókin spurning, en mikilvægt er svarið.
Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 23:34
Ótrúleg sú nenna fólks að röfla um svona hluti sem fólk hefur mismunandi skoðanir á. Það sem mér finnst ljótst í greininni er árásin á Jenný, hún á það ekki skilið, þett finnst mér eins og að sparka í liggjandi mann. Segi ekki meir
Ásdís Sigurðardóttir, 24.10.2007 kl. 23:57
Oja, & ojæja,,
Ásdís, mig langar til að svara þér.
Mér eiginlega varðar lítt um efnislega um umræðuna frá upphafi til enda, enda bý nú alveg í fínni sátt við nágranna mína mér eitthvað brúnari, gulari, grænari eða greindari. Hef nú bara hreinlega ekki sett mig niður í þær stellíngar, en náði samt að fá að vera með sem rassmaur áratugarins.
Ég setti mig hins vegar í stellíngar þegar umrædd jenní tók upp, ekki bara hérna á blogginu hennar Helgu Guðrúnar, heldur á sínu eigin & fannst rétt að skrifa færslu um, árás á hana, & kallaði hana, nafngreinda persónu, rasista. Það er oft auðvelt að fella dóma yfir öðru fólki, án þess eiginlega að þekkja til þess, en það þarf ekkert endilega að vera siðlegt.
Ég hef engann dóm að fella yfir umræddri jenní, hún er skemmtilegur penni & gaman oft að lesa hennar hugrenníngar hér í rafheimum. Kom samt ekki í veg fyrir að ég & aðrir sem að lögðu inn orð Helgu til varnar, fengu alveg að vera samstimplaðir sem rasistar, af því að hún jenní sagði það & velflestur kórinn tók undir í harmóný.
Hins vegar finnst mér, bara persónulega, ekki vera rétt, að kalla fólk sem að hefur þann kjark að koma fram undir fullu nafni einhverjum almennum ónefnum eða að kenna það við einhverja isma.
Frá minni grund stendur sumsé það eftir, að jenní henti hanskanum, ekki það að á hana hafi verið ráðist eins & þú gerir að þinni meiníngu. Ég get því ekki séð hvernig var ráðist á liggjandi mann/konu, dona sanngjarnt séð.
Jenní fer ekkert í felur með það að hún er núverandi óvirkur alkóhólisti, sem að er líklega henni gott. Hún talar um það sjálf í sínum færslum & verður því líka að vera því viðbúin að það eru ekki allir sem gútara fólk sem að klárlega hefur ekki alveg gengið sporin sín af fullum heilindum & mér fannst sneiðin alveg frá Helgu alveg verðskulduð.
En það er nú bara líka mín skoðun, & ég set hana bara fram á þann hátt sem að mér finnst best.
S.
Steingrímur Helgason, 25.10.2007 kl. 00:29
Vil bæta því við að það blogguðu fleiri um "meintan rasisma" Helgu Guðrúnar og það fór eins og eldur í sinu um bloggheiminn hérna og hún var víða stimpluð rasismi. Finnst þetta eins og kjaftakerlingaklúbbur sem hefur fengið eitthvað bitastætt að smjatta á. Verði þeim að góðu. Kjaftakerlingar eru ekki góðir siðapostular.
Margrét St Hafsteinsdóttir, 25.10.2007 kl. 01:25
Helga Guðrún, ég veit ekkert um þig, hef aldrei lesið bloggið þitt og hef enga skoðun á þér yfirleitt. Ég hef hins vegar vissa samúð með þér, það er erfitt að lenda í svona orrahríð.
En eitt verð ég þó að segja, það er að sparka fyrir neðan beltisstað að ráðast að fólki vegna sjúkdóms þess.
Ég er tæpast kórinn hennar Jennýar, við þekkjumst ekki en ég ber mjög mikla virðingu fyrir henni engu að síður. Ekki síst vegna hennar hispurslausu skrifa um alkóhólisma, sem er bara nokkuð algengur sjúkdómur hér á landi og hefur áhrif á líf fjölda fólks. Hún er að vinna þrekvirki í baráttunni við fordóma og það er sárt að sjá jafnvelgefna konu og þig setja bakslag í þá baráttu.
Prófaðu að setja inn krabbamein í staðinn og meðferð sem vel gengur í bili, og vittu hvernig þér lýst á.
Kolgrima, 25.10.2007 kl. 02:04
Vegna færslu Helgu um þá glæpi sem hún verður vör við í sínu umhverfi þá vil benda á eitt sem ekki hefur komið fram hér og ég skil ekki af hverju fólk hefur ekki minnst á. Glæpir eru að mestu leiti framdir af því fólki sem á um sárt að binda, hefur ekki þau tækifæri í lífinu sem t.d. flest hvítt fólk hefur, fæðist inní fátækar fjölskyldur sem hafa ekki efni á því að mennta börnin sín, enda því í láglaunastörfum, lifa undir fátækramörkum, og allar aðstæður eru eftir því. Það er kannski auðvelt fyrir okkur Íslendinga að skilja ekki svona þar sem við höfum aldrei þurft að díla við þetta í okkar daglega lífi. En ég er hissa á því að Helga sem býr meðal svertingja kannist ekki við þessar staðreyndir. Þetta á auðvitað langa sögu sem nær til þrælahalds, og ekki eigum við hvíta fólkið nú fallega sögu þar. Það þori ég að fullyrða að við erum langflest rasistar hvort sem okkur líkar betur eða verr. Við Íslendingar skiljum sjálfsagt ekki þessa ljótu sögu þrælahalds og allt það óréttlæti sem meðferð hvítra á svertingjum hefur leitt af sér því hún hefur aldrei komið okkur beint við. Það er því frekar hrikalegt að fáviskan sé svo mikil að fólk geti gert "grín" að svona málum og ætlist til þess að viðbrögðin verði ekki eftir því. Svo er nú reyndar ekki ljóst að þetta hafi verið nokkurt grín hjá Helgu, því hún varpar fram þeirri spurningu hvort að þessir svertingjar í hennar heimalandi sem fremja glæpina séu heimskari en aðrir. Svoleiðis spurningu varpar náttúrulega enginn fram sem þekkir staðreyndirnar.
Linda (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 05:54
Jæja Helga það er aldeilis mikið búið að ganga á. En við verðum að átta okkur á því að það er lélegur húmor og á í rauninni ekkert skylt við húmor að styðja þá skoðun að blökkumenn séu heimskari en hvítir menn. Það er stór munur á slíkum orðum og hafnfirðinga/ljóskubröndurum.
Hvað Jenný varðar þá sá hún ekkert frekar en ég að þetta væri eitthvað gamanmál hjá þér, og brást harkalega við, sem er jú rétt að gera ef við verðum vör við hreinan rasisma. Hvort að það sévegna þess að ég er hafnfirðingur og ljóska og Jenný er óvirkur alki sem að við sáum ekki að greinin þín "oft ratast kjöftugum" væri eitthver allsherjar brandari veit ég ekki, en óvirkir alkar ljóskur og hafnfirðingar eru þónokkuð fjölmennur hópur svo að líklega máttu búast við svona hörkulegum viðbrögðum í framtíðinni ef þessi "húmor" þinn verður ríkjandi í þínum skrifum.
En er ekki kominn tími til að skipta um umræðuefni
Guðrún Sæmundsdóttir, 25.10.2007 kl. 09:51
Ég kaupi stundum músíkblöð. Einkum þegar plötur fylgja þeim. Í gær keypti ég NME. Það fylgir blaðinu diskur með ýmsum flytjendum. Diskurinn heitir "Love Music - Hate Racism". Ég á eftir að hlusta á hann. En hlakka til þess. Þarna eru flytjendur á borð við Babyshambles, Bloc Party, Manu Chao, Billy Bragg, The Charlatans og Albert Hammond jr.
Jens Guð, 25.10.2007 kl. 17:03
Hér er heitt!
Stundum getur verið hin mesta skemmtun að 'ýta á takka' til að ná fram heiftarlegum viðbrögðum. Hafi athugasemdin við fréttina sem varð upphafið að allri þessari orrahríð sem hér gengur á báða bóga verið til þess ætluð hefur það heppnast fullkomlega. Hins vegar hefur því miður ekki tekist að bakka og stoppa einhvers staðar á leiðinni og segja einfaldlega, "sorrý, ég var nú bara að grínast og ætlaði ekki að særa neinn. Hafi ég gert það biðst ég afsökunar." Hins vegar virðist eitthvert stolt koma í veg fyrir að sáttarhönd sé rétt út (eflaust beggja megin víglínu) og er það leitt.
Ég hnaut um athugasemd síðuhöfundar nr. 38 hér að ofan, en þar kemur kannski kjarni málsins fram, sem ætti eiginlega að verða að aðalumræðuefninu, ekki persónulegar árásir einstakra bloggverja hver á annan. Ég hélt að þetta væri að fara framhjá mönnum þangað til athugasemd 56 frá Lindu barst.
Síðuritari segir í 38. athugasemd:
"..að málefni svartra eru mér talsvert hugleikin. Það er miklu eldfimara mál en þessi púðurtunna sem hér sprakk. Þar er ég á MIKLU meira hættusvæði fyrir að fá yfir mig rasistasönginn, sem ég er nú raunar að verða svo algengur og endalaus, að maður er farinn að klappa honum á kollinn eins og flækingshundi sem vill ekki fara.
Öfugt við ykkur, góðir íslandsbúar, þá bý ég rétt við stórborg með gríðarlega háa glæpatíðni, (viðbúin tilbúin bang!) þar sem svart fólk er SJÖ SINNUM líklegra til að vera gerendur en hvítir. Vandamál svartra, ungra karlmanna er hér daglega í umræðunni og varla líður sá dagur að maður heyri ekki hræðilegar fréttir af "gangs" (man ekki þýð. sry) sem berjast innbyrðis milli hverfa og póstnúmera. Morð og hnífsstungur teljast varla fréttir lengur. "
Ég gæti trúað að hér sé vísað til Nottingham, sem er "UK's crime capitol". Ég bjó 20 mílum frá Nottingham fyrir nokkrum árum og man vel eftir umfjöllun um glæpatíðni þar, en Bretar ræddu þau mál aldrei út frá kynþáttaforsendum, heldur forsendum fátæktar og atvinnuleysis.
Ég er alveg tilbúinn að trúa einlægni síðuhöfundar þegar hún segist ekki vera rasisti. Hins vegar benda þessi skrif sem ég setti inn hér að ofan til þess að hún hafi því miður lesið kolrangar niðurstöður út úr 'statistískum' upplýsingum eins og Linda bendir í raun réttilega á. Ástæður þess að svartir eru 7 sinnum líklegri gerendur en hvítir hefur nefnilega ekkert með litarhátt eða gáfnafar að gera, heldur fyrst og fremst aðstæður sem skapast hafa síðustu kynslóðir, allt frá tímum þrælahalds (sem enn viðgengst reyndar í heiminum). Og "gangs" nýnasista eru ekki betri eða verri en svartra eða asískra.
Ég geri líka athugasemd við skoðanakönnun síðuhöfundar hér efst til vinstri á síðunni. Spurt er: "Ætti að leyfa Múslimum að byggja moskur á Íslandi?". Þessi spurning á einfaldlega ekki rétt á sér. Á Íslandi ríkir trúfrelsi og hefur gert lengi. Trúfélögum, hverju nafni sem þau nefnast, er frjálst að sækja um lóð og leyfi til byggingar mosku, kirkju, synagógu, eða hvað þetta heitir, á Íslandi án þess að þurfi að koma til skoðanakönnunar. Þetta er einfaldlega háð stöðluðum reglum um skipulag, lóðaúthlutun, fjármögnun og fleira. Mig minnir að síðuhöfundur hafi fyrir nokkru skrifað grein um moskubyggingar á Íslandi (ef ég man þetta rangt og einhver annar skrifaði þá grein, biðst ég innilega afsökunar). Þar var ef ég man rétt sett samasemmerki á milli moskubyggingar á Íslandi og hryðjuverkastarfsemi. Öfgahópar sem skýla sér á bak við brenglaða túlkun sína á einhvers konar trúarbrögðum verða ekki stöðvaðir með því að banna byggingu mosku á Íslandi. Barátta gegn hryðjuverkum leysist ekki með slíkum aðferðum. Á Íslandi gilda íslensk lög og nýbúum sem öðrum er ætlað að hlýta þeim lögum ætli þeir sér að búa á Íslandi, óháð því hvort þeir eru múslímar eða annarrar trúar. Svo einfalt er það, en það kemur í sjálfu sér ekki efni þessa þráðar við. Ég skrifaði hins vegar aldrei athugasemd við þá grein, þó mig langaði til þess, en nú fékk ég ekki orða bundist.
Karl Ólafsson, 25.10.2007 kl. 17:54
Linda og Karl, ég skildi Helgu þannig að hún ætlaði að skrifa sér færslu um þetta mál og var því ekki að hafa fyrir því að svara því sem hún segir um glæpatíðni hér. En ég tek undir allt sem þið segið.
Egill Óskarsson, 25.10.2007 kl. 20:29
Þakka ykkur öllum fyrir athugasemdirnar. Ég er nú stödd á hóteli í Coventry af öllum stöðum. Ákváðum að kanna nýjar slóðir í þessu yndislega fallega landi sem England er. Að keyra hér um sveitir er eins og að horfa á slide show af fegurstu póstkortum. Á morgun ætla ég að skoða dómkirkjuna hérna þó ég sé almennt ekki kirkjuskoðari. En þessi á sér sögu sem mig langar að skoða betur. Svo ætla ég að sjá styttuna af Lady Gadiva, sem reið nakin gegnum borgina. Sú saga er líka heillandi, þó hún sé af öðrum toga spunnin.
Ég vona að þið fyrirgefið mér dónaskapinn, en ég er einhvern veginn ekki í skapi fyrir heitar umræður um deilumál liðinna daga í kvöld. Til þess líður mér eiginlega of makindalega með fjölskyldunni minni núna, og ég tími ekki að skipta um gír til að munda vopn og verjur. En ég las hérna fjölmörg fyrirtaks komment frá fólki sem ég hlakka mjög til að fá að rökræða við. Hérna er nefnilega kominn hópur fólks með sérlega áhugaverð sjónarmið hvert fyrir sig og það eru mínar kjörlendur fyrir skemmtileg skoðanaskipti.
Eitt langar mig samt að gera hér að lokum, rétt svona til að standa undir merkjum þess að vera óútreiknanleg (fyrir þá sem þekkja mig ekki) ofan á allt hitt. Það er að skrifa eftirfarandi (og meina það):
Jenný. Fyrir tveimur dögum skrifaði ég færslu (hér að ofan) sem, eins og Steingrímur Hermannsson, ég meinti þegar ég sagði það. En í henni tókst mér að drita í eigin samviskutjörn með því að draga sjúkdóm þinn inn í umræðuna í hita leiksins. Það var vissulega bæði ljótt og mér til lítils sóma, enda nagaði það mína svörtu samvisku eftir að reiðin rann. Ég bið þig afsökunar á því að hafa dregið alkohólisma þinn inn í alls óskyldar umræður og óska þér einlæglega góðs bata í þínum veikindum.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 26.10.2007 kl. 02:39
Ég segi nú bara, Guði sé lof að ég datt ekki inn hér fyrr en á síðari stigum umræðu, ég hefði farið að grenja.
Ég hefði getað lýst vanþóknun minni á þinni færslu Helga Guðrún, á annan máta en ég gerði (rífa þig út af lista og skrifa færlsu um það) og á því bið ég þig innilegrar afsökunar.
Öllum verður á, okkur tveimur greinilega líka. Það liggur himinn og haf á milli skoðana okkar í þessu tiltekna máli og það er allt í lagi, en við gætum báðar stigið aðeins varlegar til jarðar þegar okkur hitnar í hamsi í framtíðinni.
Þetta er gleymt af minni hálfu og njóttu lífsins með fjölskyldu þinni.
Jenný Anna Baldursdóttir, 26.10.2007 kl. 09:49
Ég ætlaði að fara að tjá mig eitthvað um barnalandsfnykinn sem væri orðinn af moggablogginu.....
En þá sá ég kommentið hennar Jennýjar og mundi að sá vægir sem vitið hefur meira;) Finnst þér ekki rétt, Helga Guðrún, að eyða þessari færslu?
Ég vil síst af öllu vera flokkuð sem meðlimur í einhverjum kór, hvorki já-kór né nei-kór... en meira að segja ég sem er óforbetranlega ósvífin stundum, fæ óbragð í munninn af því að lesa þessa færslu.
Heiða B. Heiðars, 26.10.2007 kl. 10:14
Ég held reyndar að það væri synd að eyða þessarri færslu því athugasemdir þær sem hér hafa farið á milli eru einstaklega gáfulegar og til þess fallnar að auka trú manns á mannkynið. Svo má ekki gleyma hinum sögulegu "sættum" eða allavega afsökunarbeiðnum millum þeirra fjandvinkvenna Jennýar og Helgu Guðrúnar. Að eyða þessu væri eins og banna okkur að sjá lofaþáttinn af Lost eða Desperate Housewifes. Keep it in please.
Markús frá Djúpalæk, 26.10.2007 kl. 13:23
Allt er gott sem endar vel og alger óþarfi að fela þessar færslur. Það vill svo skemmtilega til að Jenný og Helga Guðrún eru hlið við hlið á bloggvinalista mínum en ég raða ekki bloggvinum. Tilviljun?
Benedikt Halldórsson, 26.10.2007 kl. 21:39
*hóst* a b c d e f g, eftir kemur H J k... *hóst*
Kannski þessi gamla vísa kasti einhverju ljósi á þessa undarlegu 'tilviljun' Benedikt
Egill Óskarsson, 26.10.2007 kl. 21:50
Side by side like ebony and ivory. All in perfect harmony.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 26.10.2007 kl. 21:51
Úpps sé það núna að þessu er ekki raðað í stafrófsröð. Svona er maður nú klár á föstudögum!
Egill Óskarsson, 26.10.2007 kl. 21:51
Og helgin framundan, þú verður orðinn súperséní á sunnudaginn. (Sorry, mér finnst þú ágætur, bara að stríða). Púff.. mar er farinn að standa sig að því að útskýra aulahúmorinn. Garg!
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 26.10.2007 kl. 22:40
Vá þið Jenny og Helga eruð sætar og gefa mér von um að allir geta verið vinir í hálsaskógi þrátt fyrir ólíkar skoðannir á sumum hlutum. knús til ykkar beggja fyrir að vera framúrskarandi kvenndi
Linda, 26.10.2007 kl. 23:13
Helga Guðrún, þú ert hetja, snillingur og bara glæsileg fyrir að taka það á þig að vera fyrst til að kyngja stoltinu og biðjast afsökunar.
Sömu orð eiga líka við um Jenný að fylgja á eftir.
Það væri algjörlega fáránlegt að eyða þessari færslu þegar sagan endar svona vel, eða allavega 1. kafli
Ágúst Dalkvist, 27.10.2007 kl. 00:44
..himneskt er að lifa
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 27.10.2007 kl. 01:07
Fríða Eyland, 31.10.2007 kl. 22:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.