-WHICH WAY DO YOU DRESS, SIR?

-"Ofan í hvora skálmina girðirðu skottið á þér, herra minn?" Ég fékk hláturskast þegar ég komst að því um daginn að karlmenn eru spurðir þessarar stórgóðu spurningar þegar þeir láta sauma á sig jakkaföt hjá klæðskera. Grin

Ég hélt mig vita allt það merkilegasta í "mannamálum", en ég er enn að komast að svona krúttlegum gullmolum um kallana okkar sem vert er að vita.

-Fer þetta ekki svolítið eftir því hvort menn eru rétthentir eða örvhentir þegar þeir hagræða á sér fermingarbróðurnum þarna á miðhæðinni? -Eða eru þessi djásn bara svona randomlí misvísandi? Hahaha, ég vona að mér verði fyrirgefin fáfræðin en þetta er bara svo kátlega skemmtilegt. Wizard

-Hvoru meginn hangir þinn? WhistlingGrin 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

híhí ég hef aldrei spáð í það að þeir ''girði'' alltaf í sömu átt. Likt og maður skiptir hárinu alltaf í sömu átt. Verð að spyrja Bretann að þessu.

Jóna Á. Gísladóttir, 14.10.2007 kl. 12:04

2 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Í þá daga sem manni var bent kurteislega á ef maður hafði gleymt að loka buxnaklaufinni. Þú ert með opna búð, var þá gjarnan sagt.

Þetta sagði ung dama við samstarfsmann sinn og hann ætlaði að ganga fram af henni og svaraði: nú og hvað sérðu þar? Hún lét ekki standa á svarinu og sagði: O, bara lítinn og latan sendisvein sem sefur þarna á tveim kartöflupokum.

Með skottið til hægri eða vinstri: fer það ekki eins og flest annað eftir pólitíkinni?

Sigurður Hreiðar, 14.10.2007 kl. 22:28

3 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Skottbendingar eru víst ekki eins áreiðanlegar og ætla mætti, þar sem þetta annars ákvarðanatakandi heilastýri er yfirleitt farið yfir í draumalandið þegar/ef við nennum að gá hvar líkið liggur.. en stelpur, áður en hann bendir á óklipptar táneglur... ?

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 15.10.2007 kl. 00:16

4 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Úpps, tek þetta til baka. Hann benti annað... ólíklegur aldeilis.. brb.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 15.10.2007 kl. 01:14

5 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Vinstri, hann hallast alltaf til vinstri ... svona eins og flest skynsamt fólk.   ;) tíhí ...

Guðsteinn Haukur Barkarson, 15.10.2007 kl. 09:56

6 identicon

... sko,,, það var þessi maður sem fékk alltaf þennann óskaplega hausverk.... engin læknir kunni ráð við þessu... nem þó einn,,,, sem sagði að aðeins væri til ein lækning,,, og það var að skera undan honum... hann lét að lokum tilleiðast og vinurinn fjrlægður, og viti menn, engin hausverkur....

nú nokkru síðar er þessi ágjæti maður hjá klæðsker, þá spyr skeðarinn WHICH WAY DO YOU DRESS, SIR? hinn spurði þá hverju það skipti,,, jú sjáðu, ég verð að hafa þá skálmina aðeins víðari.. annars þrengir aðhonum og þú færð óskapa hausverk!!

Bjössi (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband