28.8.2007 | 02:52
BERAST NÚ BROTHLJÓÐ FRÁ GLERHÚSUM
Bara til að fækka í mótmælendakórnum sem bíður hér með með hvíta hnúa og önnur barefli; mæli nú sá hæst sem hvergi hefur manni hallmælt, hvorki í máli sínu né skrifum.
Það var verið að ráða Reyni Traustason sem annan ritstjóra DV. Fyrir var þar, og verður, Sigurjón M. Egilsson. Nú vill svo til að ég kannast vel við báða þessa menn sem gamla kollega. Það er því af reynslu sem ég fullyrði að betri, vinnusamari og heiðarlegri blaðamenn eru vandfundnir á Íslandi. Ég var vitni að því hversu gríðarlega mikla undirbúningsvinnu þessir menn lögðu á sig til að allir sjáanlegir fletir málanna kæmu sem gleggst fram hverju sinni og sannleikurinn yrði sagður, hvernig sem hann hljómaði.
Fréttamennskan sem slík er pólitísk fram í klær. Ekki þó flokkalega séð, heldur í mati fólks á því hvað má segja, hvenær, hvar og hverjum. Um það verðum við seint öll sammála. Það er líka í góðu lagi, mikið voðalega væri heimurinn snautlega leiðinlegur er við værum öll sammála um allt. En það er nauðsynlegt að eiga val. Þeim sem einungis vilja heyra ávæning og sögusagnir er ennþá frjálst að glugga bara í það sem troðið er inn um bréfalúguna hjá þeim eða fara í te og ristað hjá Stínu á móti og fá allan gúmorinn í skjóðu merktri: Sjaldan lýgur almannarómur.
Það er gott að eiga val.
Nýr ritstjóri DV | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ja hérna hér - alltaf heyrir maður eitthvað nýtt !!!
Jóhannes Ragnarsson, 28.8.2007 kl. 06:14
-Hvað heyrðirðu nú sem þú hafðir ekki heyrt áður Jóhannes minn?
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 28.8.2007 kl. 11:10
Auðvitað heyrir hann í hljóðum næturinnar, ansi hreint háværum mín kæra Helga Guðrún, þú hamrar járnið meðan það er heitt og það ansi hart! Annars alveg frábær og sterkur stíll hjá þér haha, datt nú smá ´stríðni í hug, en má ekki setja hana he´rna, væri kannski ljótt af mér!
En veistu hvað, reynir kappinn og ég erum nú töluvert skildir!
Magnús Geir Guðmundsson, 28.8.2007 kl. 21:23
Ég hef unnið með Reyni í nokkur ár, ekki á sama miðlinum en hjá sama fyrirtæki, og hann er frábær samstarfsmaður.
Efast um að Vikan sé leshæf á Netinu en kíktu á www.birtingur.is.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 28.8.2007 kl. 23:00
Dittóa þetta, klárlega.
S.
Steingrímur Helgason, 30.8.2007 kl. 01:08
ég hef forðast að kaupa DV því að þar á bæ hafa þeir lagst ansi lágt við að selja blaðið. En í dag stóðst ég ekki mátið og keypti DV og verð að segja það að Reyni Trausta tókst mjög vel upp DV með dag. Þar að fjalla um Byrgismálið en engar ákærur hafa verið gefnar út í því máli. En í dag hitti ég einmitt móður einnar Byrgisstúlku og hún segir að nákvæmlega ekkert hafi verið gert fyrir stúlkuna sem féll aftur í neyslu. Þess má geta að ég hef heyrt af öðrum Byrgisstúlkum sem að hafa verið að reyna að fóta sig og vinna í sínum málum, ég meina þær opinberuðu mjög erfiða reynslu við að kæra Guðmund og ég veit ekki betur en að öllu fögru hafi verið lofað um að þær myndu fá stuðning fagaðila til þess að vinna úr þessari reynslu. En móðirin sem ég hitti í dag er sjálf af veikum mætti að að borga sálfræðitíma fyrir dóttur sína en tíminn er á sex þúsund krónur. Hvað á þetta að þýða í velferðarríkinu Íslandi.
Guðrún Sæmundsdóttir, 31.8.2007 kl. 21:31
Þetta er hræðilegt að heyra Guðrún. Það er virkilega skömm að þessu tek undir með þér, það er eitthvað að velferðarríkinu Íslandi.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.9.2007 kl. 08:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.