TRACES OF BLOOD - EKKI BLÓÐSLÓÐ

Óskaplega finnst mér leiðinlegt að lesa fréttir sem þýddar eru af blaðamönnum sem kunna ekki málið sem þýtt er úr. Í þessu tilfelli er það hreinlega grátlegt hvernig fréttin er gerð svo kolvitlaus að ekki stendur steinn yfir steini. Ef þessi blaðamaður væri einhvers staðar annarstaðar en á Mogganum, þá yrði hann látinn hætta. En hann heldur því miður sennilega áfram að skrifa nafnlaust og segja okkur rangt frá. Örugglega ekki viljandi, hann er bara alls óhæfur í þessu starfi og yfirmenn hans ættu að sjá til þess að hann verði í öllu falli ekki látinn þýða fleiri fréttir.

Hið rétta í málinu er að breskir sérfræðingar fundu leyfar af agnarsmáum blóðdropa á vegg herbergisins þar sem Maddie litla svaf í þegar henni var rænt. Engin blóðslóð liggur frá hótelinu. Þýðandinn á Mogganum hefur haldið að "traces of blood" þýddi að elta mætti blóðslóðina úr herberginu og útúr hótelinu, sem er auðvitað fjarstæða.

MaddieNú á laugardaginn eru liðnir 100 dagar síðan litla stúlkan hvarf. Vissulega hafa foreldrar hennar sætt gagnrýni fyrir að hafa sýnt það dómgreindarleysi að skilja börnin eftir sofandi og gæslulaus í íbúðinni meðan þau snæddu á útiveitingahúsi í 30 metra fjarlægð. Það þarf þetta blessaða fólk að lifa með alla ævi og sektarkenndin nagar þau hverja sekúntu, ofan í lamandi sorgina.

Steininn tekur þó úr í þessari fréttaómynd þegar blaðamaðurinn þýðir það svo að lögreglan í Portúgal hafi þessa nágranna mína (fjölskyldan býr í hálftíma fjarlægð frá okkur hér) grunaða um að hafa ekki hreint mjöl í pokahorninu. Það er fullkomlega fjarstæða og ég var rétt í þessu að sjá viðtal við McCann hjónin þar sem þau eru niðurbrotin og örþreytt, en ákveðnari sem aldrei fyrr að hætta ekki leitinni að dóttur sinni fyrr en hún finnst. Þau sögðu að portúgalska lögreglan væri í góðu og stöðugu sambandi við þau og að hún segði þeim að þeir leituðu enn að lifandi barni, en ekki líki. Guð gefi að þeim verði að ósk sinni og þeir finni þetta litla, fallega barn á lífi.


mbl.is Telja að Madeleine hafi verið myrt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

http://www.diariodenavarra.es/actualidad/noticia.asp?not=2007080715251091&dia=20070807&seccion=nacional&seccion2=sucesos

Já stundum er illa þýtt en mér finnst nú alveg að þú hefðir getað flett upp þeim heimildum sem blaðamaður mbl.is vitnar í.

Ég þurfti ekki að gúggla mikið til að finnum fullt af fréttum sem styðja frétt mbl.is

Lauslega þýtt þá þýðir fyrirsögn þessarar fréttar(sjá slóð að ofan) : Portúgalska lögreglan grunar að Madaleine hafi dáið þann dag sem hún hvarf og efast um foreldrana...

Blaðamaður mbl.is vitnar í Diario de Noticias og efa ég að þeir hafi notað ensku sbr. "traces of blood" í skrifum sínum svo að hvað áttu nákvæmlega við þegar þú segir :"lesa fréttir sem þýddar eru af blaðamönnum sem kunna ekki málið sem þýtt er úr." ?

Svo að gott væri að fá þessa grein frá þér sem þú telur blaðamanninn hafa þýtt svona illa svo að vitað væri hvort um sömu grein væri að ræða.

Mér finnst þú taka aðeins of stórt upp í þig með þessum skrifum. Ég tek það fram að ég þekki ekkert til blaðamannsins sem skrifaði greinina.

valdi (IP-tala skráð) 7.8.2007 kl. 18:44

2 identicon

Er að læra á þetta og setti ekki slóðina í fréttina sem ég vísaði ekki á réttan stað. Bæti úr því nú. Mér yfirást einnig að McCann hjónin búa í einungis hálftíma fjarlægð frá þér. Það hlýtur að styrkja sakleysi þeirra

valdi (IP-tala skráð) 7.8.2007 kl. 19:07

3 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

MORGUNBLAÐIР- Fyrstir með fréttirnar 

Myndi einhver sem ekkert hefur með þessi bjánaskrif að gera leggja það á sig sem þú hefur gert "fyrir" blaðamanninn?  Þú ert nú ekkert alltof klókur vinur. Og þaðan af síður sniðugur.

Fyrir hina, þá er slóðin sem valdi blaðamaður vísar á hér: http://www.diariodenavarra.es/actualidad/noticia.asp?not=2007080715251091&dia=20070807&seccion=nacional&seccion2=sucesos

Þar sem ég reikna síður með að hann sé færari í portúlölsku en ensku þá býst ég við að blaðamaður hafi notast við beina þýðingu tölvuforits vefsíðu blaðsins, en hana má finna hér: http://translate.google.com/translate?hl=en&sl=pt&u=http://dn.sapo.pt/&sa=X&oi=translate&resnum=3&ct=result&prev=/search%3Fq%3DDiario%2Bde%2BNoticias%26hl%3Den 

Þetta er rætin slúðurgrein sem fleiri fjölmiðlar hafa vitnað til í dag og jafnframt hrakið allflest það rugl sem þar kemur fram. Hvergi í heiminum nema hjá "valda" hefur verið talað um blóðslóð. Það er því "heimsfrumsýning á stórfrétt" hjá Morgunblaðinu.

Hér er svo grein frá í morgun þar sem kemur fram að portúgalska lögreglan hefur ekki nú sem fyrr viljað tjá sig um uppsláttarfréttir sumra þarlendra blaða: http://euronews.net/index.php?page=info&article=436898&lng=1 

Nú er beðið eftir niðurstöðum úr rannsóknum um hvort meintur gamall, uppþurrkaður blettur sé yfirhöfuð blóð, og þá í framhaldi af því hvort það sé nægilegt magn til að hægt sé að ná úr því DNA sýni. 

Ég hef fylgst með þessu átakanlega máli hérna á hverjum degi síðan barnið hvarf. Hef einnig séð hvert einasta sjónvarpsviðtal sem McCann hjónin hafa gefið breskum sjónvarpsrásum. Og þó það samræmist ekki  illviljuðum samsæriskenningum sumra glerbúa í grjótkasti, þá veit ég það algerlega 100% að foreldrar stúlkunnar höfðu ekkert með hvarf hennar að gera.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 7.8.2007 kl. 21:01

4 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Já Skúli minn. Þessi var nú samt einum of gegnsær fyrir minn smekk, en það er nú í lagi.  Hjartanlega sammála þér með þýðingarnar, það hlýtur að vera hægt að fá hæft fólk í þetta. Svona vitleysa er einfaldlega ekki mönnum bjóðandi.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 7.8.2007 kl. 21:10

5 Smámynd: Linda

Merkilegt alveg hvað þetta er eitthvað flólkið fyrir suma.  Trace = trace evidence þegar maður skoðar samhengið þá skilur maður alveg að hér er ekki um blóðpoll að ræða eða rosa slóð.

Enska/Íslenska orðabókinn þýðir orðið Trace svona. n. spor, far, slóði; eða merki, menjar, snefill.

Í þessari frétt er gert of mikið úr því sem er í raun svo lítið.  Þetta er orðaleikur.

The trace evidence speaks for it self, the blod spot(lítið magn)

eða.

The trace evidens speaks for it self, the blod spray(gefur til kinna mikið magn) os.f.v.

Ég vona svo sannarlega að þesesi unga dama verðu fundin lifandi, von er eitthvað sem við megum ekki gefa upp á bátinn

Linda, 8.8.2007 kl. 00:03

6 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Einmitt Linda, í fréttum hér er talað um traces of blood, sem í þessu samhengi merkir agnarsmár snefill af blóði. Ekki einusinni sjáanlegt, en það er svo merkilegt í þessari rannsókn að breskir hundar eru að sniffa þetta upp núna rúmum 3 mánuðum eftir barnsránið. Og ef það er rétt að íbúðin hafi verið leigð út síðan, þá segir það ekki aðra sögu en þá að skúrkurnar á hótelinu hafi ekki verið neitt sérlega vandvirkar.

En öll umræða hér er á þá lund að portúgölsku rannsóknarmennirnir hafi í upphafi gert flest þau mistök sem hægt sé að gera í svona máli. Verstu mistökin tel ég þó vera þau að þeir skyldu ekki strax hafa þegið boð breskra tæknimanna í sakamálum, (forensic detectives) sem eru þeir færustu í heiminum á sínu sviði, um aðstoð við rannsókn málsins.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 8.8.2007 kl. 00:42

7 Smámynd: Linda

gee  hvað gengur mér til  "blod"...vitanlega á ég blood. Rosalega getur maður verið sofandi. ja hérna.

Linda, 8.8.2007 kl. 15:53

8 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Ég bloggadi um thetta sama,fréttin kom seint og ekki rétt,ég fylgist med thessu í gegnum spánska sjónvarpid og blodin, El pais og Elmundo.Adeins hefur komid fram ad blód hafi fundis í svefniherverginu ekki slód ffá hótelinu.Vona ad málid fari ad leysast foreldrana vegna.  Kvedja María

María Anna P Kristjánsdóttir, 8.8.2007 kl. 16:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband