7.8.2007 | 03:17
ENN EINU SINNI ELTIR LÖGREGLAN UNGAN MANN TIL DAUÐA
Hvað þarf þetta að gerast oft til að megi fara að ræða það?
Blessuð sé minning piltsins og samúðarkveðjur til þeirra sem um sárt eiga að binda.
Banaslys á Laugarvatnsvegi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Nýjustu færslur
- Þaggað ofan í þeirri óþekku
- Sumir bókstaflega skíta peningum
- Klukk, þú ert´ann!
- Svartnætti
- 4Play: Sigur Ros
- Ammæli
- Fíknó fattaði og tengdó dó ekki
- CRAFT
- Didgeridoo dododo
- Djöfullinn danskur
- Silfurskotturnar
- Paul Whatshisname á leið til landsins - í nótt! Jibbí, allir ...
- Sölva Ford á Íslandi - missið ekki af þessari frábæru söngkonu
- Ég fann apahreiður!
- Hamingja Ísfólksins er bráðsmitandi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2008
2007
Bloggvinir
- Steingrímur Helgason
- Tiger
- Sverrir Stormsker
- Yngvi Högnason
- Markús frá Djúpalæk
- Jakob Jörunds Jónsson
- Sigurbjörn Friðriksson
- Kolbrún Hilmars
- Halla Rut
- Halla Vilbergsdóttir
- Anna Einarsdóttir
- Árni Gunnarsson
- Haraldur Davíðsson
- Jens Guð
- Skattborgari
- Rannveig H
- Helga Dóra
- Einar Bragi Bragason.
- Gunnar Ásgeir Ásgeirsson
- Benedikt Halldórsson
- kiza
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Eyþór Árnason
- Ingi B. Ingason
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Inga Lára Helgadóttir
- Brynjar Jóhannsson
- Jóhann Páll Símonarson
- Jón Svavarsson
- Linda
- Hrönn Sigurðardóttir
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Ágúst Dalkvist
- Huld S. Ringsted
- Jóna Á. Gísladóttir
- Hlynur Þór Magnússon
- Grænlandsblogg Gumma Þ
- Freyr Árnason
- Gústaf Níelsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Þröstur Helgason
- Karl Gauti Hjaltason
- Óskar Helgi Helgason
- Sigurjón Sigurðsson
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Guðný Jóhannesdóttir
- Bryndís G Friðgeirsdóttir
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Flower
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Sævar Einarsson
- Bjarki Tryggvason
- Bergur Thorberg
- Óli Ingi
- Alfreð Símonarson
- Kristján G. Arngrímsson
- polly82
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fannar frá Rifi
- Loopman
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Einar Vignir Einarsson
- LKS - hvunndagshetja
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Heimir Tómasson
- Lovísa
- Hugrún Jónsdóttir
- Brynja skordal
- Hlynur Jón Michelsen
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Júlíus Valsson
- Handtöskuserían
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Ungar konur
- Runólfur Jónatan Hauksson
- Vefritid
- Gulli litli
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Ingunn Guðnadóttir
- Brjánn Guðjónsson
- Bjarni Harðarson
- Emma Agneta Björgvinsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- Bwahahaha...
- dittan
- ÞJÓÐARSÁLIN
Athugasemdir
Mér finnst fremur ósmekkleg fyrirsögnin á þessarri bloggfærslu hjá þér.Lögreglan brást hárrétt við, og mér finnst engin ástæða til að kenna lögreglunni um það þó að menn kunni ekki fótum sínum forráð.Menn sem aka um eins og brjálæðingar og reyna að stinga lögregluna af ættu ekki að hafa ökuréttindi og mér finnst það ekki spurning að lögreglan reyni að stöðva menn sem þannig aka.
Aðstandendum piltsins sendi ég mínar samúðarkveðjur.
Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 7.8.2007 kl. 03:54
Þú fyrirgefur mér vonandi Sigurður, en í þessu tilfelli er samúð mín "bílstjóramegin". Það var eitthvað að hjá þessum unga manni sem þú kallar brjálæðing, eitthvað augnabliksæði sem gerði það að verkum að hann gat ekki hugsað sér að mæta köldum yfirheyrslum lögreglu þá stundina. Þeir gerðu hins vegar það sem þeim hefur ítrekað verið uppálagt að gera alls ekki; að veita eftirför hvað sem það kostar. Þeir segjast að vísu hafa slökkt á blikkljósum og sírenum en um það bera sjónarvottar aðra sögu. Ég fellst á að fyrirsögnin mín sé ógeðfelld en hún á því miður fyllilega rétt á sér.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 7.8.2007 kl. 04:20
nei, helga hættu nú alveg.
ég get ómögulega safnað til, í sjálfum mér, samúð með þeim látna. svona ekur enginn heilvita maður.
mín samúð er með fjöldskyldu hins látna. og reyndar líka með þeim lögreglumönnum sem áttu þarna hlut í máli og fengu sennilega að koma fyrstir á vettvang. myndir í sjónvarpsfréttum báru með sér hversu hroðalega aðkoman var.
ástæðan fyrir því að svona aksturslag er bannað með lögum er ekki einhver móðursjúk forræðishyggja, heldur fyrst og fremst til að koma í veg fyrir að ökufantar verði öðrum að fjörtjóni. lögreglan vinnur þarft og þakklátt starf (fra mínum bæjardyrum séð) þegar hún tekur glæfraakstursmenn úr umferð. að halda því fram að þeir
þú talar um "augnabliksæði" (!) en maðurinn ók sem óður og tillitslaus væri frá minni borg um framhjá svínavatni upp að laugavatns afleggjara. þarna fékk skynsemin sín tækifæri til að taka í taumana.
maður veit ekkert um það ennþá hvort áfengi eða fíkniefni trufluðu dómgreind þessa manns, en hvort sem maðurinn var allsgáður, í uppnámi eða drukkinn, þá var hárrétt af lögreglu að reyna til hins ítrasta að stöðva ferð hans. það er mjög sorglegt hvernig fór, en miðað við aksturslagið, hefði þetta getað farið enn verr.
óskar holm (IP-tala skráð) 7.8.2007 kl. 06:11
Ósammála Sigurði, þetta er ekki rétt aðferð hjá lögreglunni það ættu allir að vita, þeir virðast fara offari sbr. Blönduós..
Skarfurinn, 7.8.2007 kl. 08:52
Það er fólk eins og þið sem haldið þessu fram sem réttlætir það að setja hraðatakmarkanir í bíla. Ef að þið getið ekki viðurkennt vald lögreglunnar á vegum landsins og það hversu sjálfsagt það er að stöðva bíl þegar lögreglan biður þig um það þá er eitthvað mikið að hjá ykkur. Hvað er að lögreglunni á Blönduósi? Hún framfylgir lögum, og hver andskotinn er að því? Stoppar hún fólk kannski fyrir að keyra á löglegum hraða? Nei, hún stoppar fólk sem keyrir of hratt. Hver djöfullinn er að því? Ekkert. Að halda því fram að það sé lögreglunni að kenna að fólk keyri of hratt er fáránlegt, og það að kenna lögreglunni um sorglegt fráfall ungs manns hjálpar engum. Þeir gáfu honum skilaboð um að stöðva bílinn, og hann gefur í. Á hvaða tímapunkti er það sök lögreglunnar? Þetta er ekki eins og þeir hafi verið að reyna að ná stjórn á hrossi með því að sprengja flugelda. Þeir voru að reyna að stöðva manneskju með því að setja af stað blá blikkljós.
Ég er hneykslaður að lesa svona lagað.
Elli (IP-tala skráð) 7.8.2007 kl. 09:20
Elli þó, blót þitt er til skammar, þvoðu kjaftinn upp úr grænsápu og svo skulum við tala saman.
Skarfurinn, 7.8.2007 kl. 09:27
Skarfur, ég biðst afsökunar á heiftarlegu orðbragði mínu. Það breytir því ekki sem ég sagði. Það er ekki lögreglunni að kenna að fólk keyrir eins og fífl. Fólk sem heldur öðru fram er ekki með rétt sjónarhorn á raunveruleikann. Blönduósslögreglan er öðrum lögreglusveitum til fyrirmyndar í starfi sínu, og sýnir raunverulegan vilja til að viðhalda lögum og reglu á vegum landsins, eitthvað sem mér og fleirum hefur þótt vanta síðastliðin ár. Það skýtur nokkuð skökku við að fólk skuli gagnrýna lögregluna fyrir að vilja vernda okkur.
Lögreglan reyndi í tvígang að stöðva bifhjólamenn á ofsaakstri á Hellisheiði fyrir nokkrum mánuðum. Þeir lentu báðir í slysi og voru heppnir að týna ekki lífi. Var það lögreglunni að kenna að þeir gátu ekki látið sér segjast? Nei. Um daginn stöðvaði lögreglan mann á 166 kílómetra hraða á Miklubraut, og reyndi hann fyrst um sinn að stinga lögregluna af áður en hann lét undan. Þetta sést í upptöku á mbl.is. Var það lögreglunni að kenna að hann freistaðist til þess? Nei, alls ekki. Það var lögreglunni að þakka að hann var stöðvaður. Ef hún hefði ekki gripið inn í hefði hann farið sér og öðrum að voða, hvað þá ef einhver bjáninn hefði farið að reyna að stöðva hann "handvirkt", eins og maður hefur lesið um að bifhjólamenn (m.a.s. þeir fjölmörgu löghlýðnu) hafi lent í undanfarið. Þá er nú betra að láta blá ljós hægja á sér heldur en steinvegg, jeppa eða vegkant.
Elli (IP-tala skráð) 7.8.2007 kl. 09:46
Get tekið undir margt hjá þér Elli, en ósammála öðru, en mér finnst að hægt eigi að vera að ræða þessi mál án einhverjar illsku og vonsku eins og stundum gerist.
Auðvitað er ég ekki að kenna löggunni um þessi alltof tíðu dauðaslys að undanförnu,en ég leyfi mér hins vegar að velta því upp hvort aðferð þeirra sé sú eina rétta, því miður finnst mér lögreglan fara offari með blikki og sírenuvæli, en að taka númer bíls og stöðva síðar hlýtur að koma til álita, þeir með allar sýnar myndavéla og talstöðvar ?
Skarfurinn, 7.8.2007 kl. 10:06
Að sjálfsögðu er það rétt að það á ekki að fara offari í eftirför. En það bendir ekkert til þess að slíkt hafi gerst í þessu tilviki, og raunar hefur lögreglan oft sýnt rétt og góð viðbrögð þegar sýnt er að ökumaður muni ekki láta sér segjast, eins og gerðist á Hellisheiðinni fyrir nokkrum mánuðum. Þar hætti lögreglan fyrstu eftirför og lét vita fram fyrir sig til Reykjavíkur, þar sem tekið var á móti ókuníðingunum. Það er samt sem áður fyrsta skylda hennar að byrja á að reyna að stöðva ökumanninn, svo hann fari ekki að skapa aukna hættu fyrir sjálfan sig og aðra. Ég hef sjálfur séð lögreglu að verki við að stöðva ökumann sem keyrði á ofsahraða fram úr mér, hún hætti eftirför mjög fljótlega, og um 10 mínútum síðar ók ég fram hjá viðkomandi ökumanni stopp úti í vegkanti með annan lögreglubíl fyrir framan sig.
Lögreglan í Borgarnesi gerir mikið af því að taka upp ökumenn, t.a.m. með hraðamyndavélum undir Hafnarfjalli, og senda þeim sektirnar í pósti.
Þeir eru því augljóslega að gera það sem þú ert að biðja um. Ég hef að sjálfsögðu ekki hugmynd um hvort það er alltaf raunin, en það breytir því ekki að það að saka lögregluna um þetta hræðilega slys, eins og upphaflegur bloggari gerir, er fáránlegt og hneykslanlegt. Öfugt við staðleysuna sem hún heldur fram bendir ekkert til þess að lögreglan hafi gert neitt athugavert í þessu tilviki.
Elli (IP-tala skráð) 7.8.2007 kl. 10:30
Eftir alltof mörg sorgleg dauðsöll þar sem lögreglan veitti mönnum stífa eftirför í ofsaakstri þar til þeir misstu vald á ökutækinu með hörmulegum afleiðingum, þá endurskoðuðu lögregluyfirvöld starfsaðferðir sínar. Við blaðamenn gerðum úttekt á þessum málum fyrir um 15 árum og vafalaust hefur það verið gert síðan. En það var í framhaldi á umfjöllun okkar á þeim tíma sem lögreglan tók þetta fyrir innan sinna raða og breyttu fyrirmælum sínum til lögreglumanna sem í þessu lenda.
Auðvitað er það fráleitt að kenna lögreglunni um ofsaakstur, og eins og Skarfurinn bendir á, bæði óþarft og óviðeigandi að vera með munnsöfnuð og læti. En sú niðurstaða sem yfirvöld komust að eftir mikla umræðu og málaskoðun var einmitt ekki ólík því sem Elli lýsir hér að ofan; nefnilega það að veita ökumönnum í æstum flótta eftirför úti á þjóðvegum sé eins og að reyna að ná stjórn á hrossi með því að sprengja flugelda.
Allt önnur lögmál gilda innanbæjar en á þjóðvegum. Allir lögregluþjónar eru með labbrabb-tæki og síma á sér og í eftirlitsbílunum. Þegar manneskja í hræðslu, paniki og oft undir áhrifum víns eða lyfja, tekur þá ákvörðun að "láta ekki ná sér", er lögreglumönnum uppálagt að veita EKKI hraðaeftirför heldur gera kollegum sínum viðvart svo að hægt sé að koma FRAMAN að þeim og stöðva þannig háskaförina.
Ég er að langflestu leyti sammála báðum skrifurum hér að ofan, en það er enginn fullkominn og mannleg mistök verða innan lögreglunnar eins og annarstaðar. Það er full ástæða til að staldra við og velta því upp hvað er hægt að gera betur og reyna að læra af reynslunni. Þar er okkar annars ágæta lögregla ekkert undanskilin öðrum.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 7.8.2007 kl. 14:32
Um þetta dapurlega slys er það helst að segja:
Gott er að hann tók ekki fleiri með sér í dauðann.
Ár & síð, 7.8.2007 kl. 16:43
Helga, ég verð að segja að ég er mjög ánægður með síðasta innlegg þitt. Það veitir mér (og öðrum lesendum) betri innsýn í skoðanir þínar á málinu og leiðréttir misskilning sem ég virðist hafa haft um upphaflega bloggfærslu. Auðvitað er nauðsynlegt að fólk læri af reynslunni eins og þú segir, og vonandi fara allir atburðir sem þessi í reynslubankann, og bæti við innistæðu bæði lögreglumanna og annarra ökumanna.
Það er gott að geta átt rökræn skoðanaskipti á miðli sem þessum, en það er því miður alltof sjaldgæft þegar jafn viðkvæm mál og þessi koma upp.
Elli (IP-tala skráð) 7.8.2007 kl. 18:22
Takk fyrir Elli minn, og ég tek heilshugar undir síðustu setninguna þína.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 7.8.2007 kl. 18:36
Ég sá vídeó (auglýsingu)um ofsaakstur og afleiðingar, Það var bloggari með hana á síðunni sinni og maður er gjörsamlega eftir sig eftir að hafa séð þá mynd. Lögreglan hefur skildu að gegna, eltingaleikur til lengdar þjónar engum tilgangi, enn eftirlits myndarvélar og hraðamælingar gera það og keðjuköll Blönduós löggurnar eru hetjur, þeir hirða þá sem keyra of hratt, punktur. Þessi maður sinnti ekki stöðvunarkalli lögreglunnar, fyrir vikið er hann dáinn, hvað sem það var sem orsakaði það að hann tók þá fáránlegu ákvörðun um að neita að stoppa, þá situr fjölskilda hans eftir með opið sár í hjartastað og syrgir ungann mann sem átti óteljandi möguleika eftir í lífinu.
Dánir á Íslandi vegna umferðaslysa til dagsins í dag eru 6. það er 6 of mikið.
Linda, 7.8.2007 kl. 23:46
Ef þið vissuð rétta sögu af þessum atburði sem ég veit , því ég þekkti þennan strák vel. En já ef þið vissuð hana þá mynduð þið skilja afhverju hann stakk lögregluna af, en það var ekki útaf dóp eða áfengisneyslu. Ég veit ég er að skipta mér af en ég þurfti bara að koma þessu á framfæri.
Laufey (IP-tala skráð) 8.8.2007 kl. 23:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.