Bloggfærslur mánaðarins, september 2007
7.9.2007 | 13:35
MANNORÐSMORÐ Í BEINNI ÚTSENDINGU
Alger hryllingur að sjá vesalings foreldrana dregna til yfirheyrslu með mörg hundruð manns öskrandi ókvæðisorð að þeim fyrir framan lögreglustöðina.
Eftir að hafa séð viðtöl við foreldra og systkini hjónanna í sjónvarpinu hér í dag, þá hef ég styrkst enn frekar í þeim grun mínum að ef blóð úr Maddie hefur fundist í bílaleigubíl sem hjónin tóku 25 dögum eftir að barninu var rænt, þá getur enginn hafa komið því þangað nema sá eða þeir sem rændu barninu.
Og það gefur aukna von um að hafi hún verið á lífi 25 dögum eftir að henni var rænt, þá er ekki óhugsandi að hún sé enn á lífi. En eftir rúma 4 mánuði, þá verður að segjast eins og er að sú von fer þverrandi.
En McCann hjónin eru alsaklaus, svo mikið er á hreinu!
Móðir Madeleine hugsanlega ákærð fyrir manndráp af gáleysi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.9.2007 | 13:10
BARNSRÆNINGINN PLANTAR "SÖNNUNARGÖGNUM" - TILGÁTA
Mikið óskaplega vorkenni ég þessum blessuðu foreldrum. Nú ofsækir portúlalska lögreglan þau í formi yfirheyrsla og ásakana, eftir að hafa gersamlega klúðrað rannsókn málsins frá byrjun. Kate þurfti í gær að sitja í ellefu klukkustundir undir 22 sömu spurningunum sem hún var spurð aftur og aftur, og Gerry mun þurfa að standa í því sama í dag.
Ástæðan er sú að þeir segjast hafa fundið blóðleyfar úr barninu í bílaleigubíl sem þau hjónin leigðu í þorpinu 25 dögum eftir að dóttur þeirra var rænt úr íbúðinni sem þau leigðu. Allir sem til þekkja vita að það er óhugsandi í tengslum við foreldrana, því þau hafa ekki fengið að vera ein og óáreitt síðan Maddie litla hvarf þann 3. maí, sl.
Mín þeoría í málinu er sú að barnsræninginn hafi verið klókari en menn gera sér grein fyrir. Það gátu allir séð hvaða bílaleigubíl hjónin leigðu, og frá hvaða leigu hann kom. Það hefði því verið glæpamanninum léttur leikur að taka blóðdropa úr litlu stúlkunni (sem þá hefur væntanlega verið enn á lífi) og nudda þeim í bílinn innanverðan, vitandi að hann myndi að líkindum verða rannsakaður fyrir eða síðar.
Þetta er sorglegur farsi, sem því miður sér ekki fyrir endann á.
Lögregla segir blóð úr Madeleine hafa fundist í fjölskyldubílnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.9.2007 | 23:53
FELLIBYLJARINS...?
Mogginn er orðinn eitt allsherjar aðhlátursefni. Það er sko ekki hlátursefni.
Felix skilur eftir sig slóð eyðileggingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 6.9.2007 kl. 14:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)