Svartnætti

Ég var að horfa á ofsalega undarlegan sjónvarpsþátt hér úti í Englandi. Þátt um Sigur Rós.

Annað hvort eru þetta ofvitar eða vanvitar.

Sennilega ekki ofvitar. -Er í tísku að koma fram fyrir Íslands hönd sem gersamlega heilalaus og næstum ótalandi á öll tungumál... þar með talið sitt eigið?

Veit það ekki. Þeir komu mér fyrir sjónir sem vanvitar. Ég vildi að ég gæti sagt hversu stolt ég væri að vera Íslendingur. Nú kjafta ég aldrei frá!


mbl.is Mikill mannfjöldi á Ljósanótt
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Tjúíiiúuu.........

Haraldur Davíðsson, 7.9.2008 kl. 01:12

2 Smámynd: Ísdrottningin

Á það við um alla hljómsveitarmeðlimina?

Ég þekki einn þeirra, Kjartan og veit að hann er bráðvel gefinn og skemmtilegur drengur en hann hefur sig nánast aldrei í frammi opinberlega.

Ísdrottningin, 7.9.2008 kl. 01:54

3 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Vildi að hann hefði ekki gert undantekningu á því.  

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 7.9.2008 kl. 01:56

4 identicon

Og hvernig tengist þessi álitsgjöf þín Ljósanótt?

Annars held ég að þessir strákar séu vel klárir.

Jóhann (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 07:33

5 Smámynd: Gulli litli

Kadda mar!(hvað er þetta maður)

Gulli litli, 7.9.2008 kl. 09:05

6 Smámynd: Yngvi Högnason

Að vera góður tónlistarmaður og gáfaður er ekki það sama og að vera skemmtilegur. Gott á tjallana að fá svona leiðindi í sjónvarpið.Þeir fatta þá kannski hvað það er stundum leiðinlegt að vera íslendingur.
M.ö.o. ég var að keyra niður Laugaveginn með strákana mína á föstudagskvöldið og benti þeim á að þarna væri Björk á gangi með einhverjum kellingum og þá spurði sá tólf ára: Hver er það? Og hinn leit ekki upp.

Yngvi Högnason, 7.9.2008 kl. 10:19

7 Smámynd: Helga Dóra

Mér finnst tónæistin leiðinleg og myndböndin kjánaleg.... Ég barasta fíla ekkert við þessa hljómsveit og hefði sennilega ekki byrjað að horfa á þátt með þeim innanborðs...

Helga Dóra, 7.9.2008 kl. 11:34

8 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Þetta var eins og japanski hafnarbakkinn.. (k)hvalafullt.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 7.9.2008 kl. 12:29

9 identicon

Spurning um óviðeigandi tengingu við frétt.....

Sé ekki hvað Sigurrós hefur með Ljósanótt að gera.

Ég skemmti mér vel á Ljósanótt. Sá mikið af fallegum listaverkum, bæði myndlist og tónlist.

Kv.

Elías

Elías (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 12:38

10 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Biðst forláts ef tenging á færslu minni, Svartnætti, við Ljósanótt fer fyrir hjartað á einhverjum. Hefði reyndar mun heldur vilja vera þar og njóta lista og lands heldur en horfandi á Sigur Rós gera sig að fíflum við tjallana.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 7.9.2008 kl. 12:44

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Elli minn tók þátt í myndbandi sem þeir voru að gera fyrir nokkrum árum.  Þeir komu saman lúðrasveitin í búningum.  Mér finnst Sigurrós annars ekki skemmtileg hljómsveit.  En það er mjög misjafn smekkur fólks, og allt í lagi með það. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.9.2008 kl. 13:31

12 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Klukk

Markús frá Djúpalæk, 7.9.2008 kl. 14:41

13 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Erum við í eltingaleik?

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 7.9.2008 kl. 14:46

14 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

 nei, ekki núna. Ég var að leggja á þig hræðileg örlög. Að svara undarlegum spurningum... mjög undarlegum. Sjáðu bloggið mitt....

Markús frá Djúpalæk, 7.9.2008 kl. 15:02

15 Smámynd: Yngvi Högnason

Það er gott Helga, að eiga fáa bloggvini því að þá er minni hætta á að maður lendi í einhverju veseni,eins og fallin spýta,brennó eða klukk. Næst kemur:lifðu í lukku en ekki í krukku.

Yngvi Högnason, 7.9.2008 kl. 15:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband