CRAFT

Breskur maður sá aldraðan föður sinn sprelllifandi í sjónvarpinu fimm árum eftir að hann hafði verið viðstaddur bálför hans.

BBC skýrir frá því að John Delaney sem þjáist af minnisleysi hafi týnst árið 2000 og að þremur árum síðar hafi fundist rotnandi lík klætt í svipuð föt og með sömu ör á líkamanum.

Ég sé fyrir mér að þetta hafi verið fremur einhliða fagnaðarfundir... Wizard


mbl.is Feðgar hittast fimm árum eftir útför föðurins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Helga mín.

Mér hefði nú brugðið ef ég hefði hitt pabba minn og ég sem vissi ekki annað en að hann væri allur.

Betra að karl var sprelllifandi en að strákur hefði hitt draug.

Margt skrýtið og greinilega eitthvað að liðinu sem ákvað að þetta væri faðir þessa manns sem nú átta árum seinna hefur hitt föður sinn og það sprelllifandi.

Margt skrýtið í kýrhausnum verð ég nú að segja.

Guð veri með þér og þínum

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 4.9.2008 kl. 18:07

2 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Virkilega craft-mikil færsla...

Markús frá Djúpalæk, 4.9.2008 kl. 18:34

3 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Gat ekki stillt mig um að blogga um þetta CRAFT-averk.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 4.9.2008 kl. 20:12

4 Smámynd: Skattborgari

Ætli kallinn hafi bara ekki látið sig hverva geri ég ráð fyrir. Ég geri það alltaf þegar ég á afmæli eða eitthvað svoleiðis og drep oft á símanum á meðan en fyrr má nú vera.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 4.9.2008 kl. 20:15

5 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Ég tel hverfandi líkur á því að hann hafi munað eftir afmælinu sínu þessi, hvað þá að skipuleggja minnistæðan flótta.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 4.9.2008 kl. 20:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband