31.8.2008 | 17:22
Djöfullinn danskur
Færeyingar fara eftir þeim lögum að kona eigi rétt á fóstureyðingu sé líf hennar í hættu, fóstrið sé alvarlega veikt eða að konan sé fórnarlamb kynferðisbrots.
Þar með eru mínar ástæður til réttlætingar á fóstureyðingum upptaldar.
Bjóða færeyskum konum aðstoð við fóstureyðingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Nýjustu færslur
- Þaggað ofan í þeirri óþekku
- Sumir bókstaflega skíta peningum
- Klukk, þú ert´ann!
- Svartnætti
- 4Play: Sigur Ros
- Ammæli
- Fíknó fattaði og tengdó dó ekki
- CRAFT
- Didgeridoo dododo
- Djöfullinn danskur
- Silfurskotturnar
- Paul Whatshisname á leið til landsins - í nótt! Jibbí, allir ...
- Sölva Ford á Íslandi - missið ekki af þessari frábæru söngkonu
- Ég fann apahreiður!
- Hamingja Ísfólksins er bráðsmitandi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2008
2007
Bloggvinir
- Steingrímur Helgason
- Tiger
- Sverrir Stormsker
- Yngvi Högnason
- Markús frá Djúpalæk
- Jakob Jörunds Jónsson
- Sigurbjörn Friðriksson
- Kolbrún Hilmars
- Halla Rut
- Halla Vilbergsdóttir
- Anna Einarsdóttir
- Árni Gunnarsson
- Haraldur Davíðsson
- Jens Guð
- Skattborgari
- Rannveig H
- Helga Dóra
- Einar Bragi Bragason.
- Gunnar Ásgeir Ásgeirsson
- Benedikt Halldórsson
- kiza
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Eyþór Árnason
- Ingi B. Ingason
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Inga Lára Helgadóttir
- Brynjar Jóhannsson
- Jóhann Páll Símonarson
- Jón Svavarsson
- Linda
- Hrönn Sigurðardóttir
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Ágúst Dalkvist
- Huld S. Ringsted
- Jóna Á. Gísladóttir
- Hlynur Þór Magnússon
- Grænlandsblogg Gumma Þ
- Freyr Árnason
- Gústaf Níelsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Þröstur Helgason
- Karl Gauti Hjaltason
- Óskar Helgi Helgason
- Sigurjón Sigurðsson
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Guðný Jóhannesdóttir
- Bryndís G Friðgeirsdóttir
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Flower
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Sævar Einarsson
- Bjarki Tryggvason
- Bergur Thorberg
- Óli Ingi
- Alfreð Símonarson
- Kristján G. Arngrímsson
- polly82
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fannar frá Rifi
- Loopman
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Einar Vignir Einarsson
- LKS - hvunndagshetja
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Heimir Tómasson
- Lovísa
- Hugrún Jónsdóttir
- Brynja skordal
- Hlynur Jón Michelsen
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Júlíus Valsson
- Handtöskuserían
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Ungar konur
- Runólfur Jónatan Hauksson
- Vefritid
- Gulli litli
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Ingunn Guðnadóttir
- Brjánn Guðjónsson
- Bjarni Harðarson
- Emma Agneta Björgvinsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- Bwahahaha...
- dittan
- ÞJÓÐARSÁLIN
Athugasemdir
Þegar "félagslegar aðstæður" innihalda: "Úpps!", þá er ég ekki "memm".
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 31.8.2008 kl. 17:44
Sæl Helga mín.
Ég er alveg hjartanlega sammála þér. Ef kona sem hefur orðið fyrir alvarlegu kynferðisbroti verðu barnshafandi þá er ég alveg viss um að hún á erfitt með að elska barnið sem kom undir við svo voveiflegar aðstæður. Margar konur sem hafa lent í slíkum aðstæðum hafa gefið börnin til fólks sem geta ekki átt börn og er það til fyrirmyndar. Sumar geta bara ekki gengið með barnið því barnið sem gengið er með minnir stöðugt á verknaðinn. Við getum ekki dæmt þessar konur.
Ég er ósátt að heilbrigðisstarfsmenn hvetji til fóstureyðinga þegar barn greinist fatlað í móðurkviði. Finnst foreldrar eigi að ráða þessu ein og sjálf. Einhvern vegin tel ég að færri myndu taka ákvörðun að fara í fóstureyðingu ef þeim væri ekki ýtt út í þetta.
Ég á vinkonu sem átti tvær dætur og svo varð hún ófrísk og hjónabandið í rúst vegna þess að maðurinn lenti í eiturlyfjaneyslu. Heilbrigðisstarfsmenn hvöttu hana til að fara í fóstureyðingu en hún neitaði. Hún á myndarlegan strák í dag sem gæti verið 18 ára.
Ég á vini sem hafa lent í því að taka ákörðun að móðirin færi í fóstureyðingu og einnig á ég vini sem ákváðu að barnið fæddist og þau vissu að það myndi lifa mjög stutt. Ég get ekki dæmt þetta fólk.
Aftur á móti er ég alveg viss um að í flestum tilvikum voru börnin sem voru ekki velkomin, heilbrigð og falleg börn. Það hafa verið framkvæmdar 35 000 þúsund fóstureyðingar frá því árið 1975. Við hefðum getað sparað okkur allan þennan innflutning á fólki til að vinna ef við hefðum virt líf ófæddra barna í gegnum árin.
Vertu Guði falin.
Shalom/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 31.8.2008 kl. 18:23
Ef allar konur hefðu notað þetta trikk; "Félagslegar aðstæður er þó oft réttlætanlegar hjá fólki sem á í basli með að sjá þeim börnum sem fyrir eru farboða", þá værum við sjálfsagt fæst að rabba saman hérna, fólkið sem ekki eru frumburðir.
Flestar konur sem ég þekki hafa farið í fóstureyðingu. Sumar oftar en einusinni. Flestar af "Úpps!"-ástæðunni. Sumar af allt öðrum og annars konar persónulegum ástæðum. Það er ekki mitt að dæma. Ég var bara að segja það sem mér finnst. Og eftir að hafa séð börnin mín vinka til mín úr sónarnum á þeim æviskeiðum sem ennþá er löglegt að deyða jafnaldra þeirra, þá er mér meiri sorg í hug en flest annað. Þetta eru lítil, ófædd börn. Við bara sjáum þau ekki þarna inni nema fara í sónar...
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 31.8.2008 kl. 19:05
Sæl Helga mín.
ÞÚ ERT HETJAN MÍN Í DAG.
Vertu Guði falin.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 31.8.2008 kl. 19:11
Sammála, réttur barnsins til lífs hlýtur að vega þyngst.
Haraldur Davíðsson, 31.8.2008 kl. 19:38
Sæll Haraldur.
Þetta líkar mér.
Vertu Guði falinn
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 31.8.2008 kl. 19:48
Ég veit það ekki, en ein/n er einni/einum of mikið.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 31.8.2008 kl. 20:00
Í dag 2008 á ekki að vera til neitt sem heitir "slys" Ef kona vill ekki verða ófrísk þá verður hún ekki ófrísk! Ég hoppa hæð mína þegar ég heyri svoleiðis rök......
Annars er ég bara samála ykkur.........
Amen!
Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 21:36
Nú ætla ég að hætta mér út á ísinn og segja HEYR HEYR!! Ragnheiður.
Haraldur Davíðsson, 31.8.2008 kl. 21:43
Hvaða hvaða Haraldur!!
Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 21:49
Haraldur Davíðsson, 31.8.2008 kl. 21:52
Ég ætla að bíða dáldið lengur með að vera ózammálga þér um eitthvað vitrænt.
Farðu nú að 'ljózkast' eitthvað & hættu að vera 'kýrskýr' zkaffózkríll.
Steingrímur Helgason, 31.8.2008 kl. 22:42
Ég er sammála. Er á móti fóstureyðingum nema í mjög afmörkuðum undantekningatilvikum. En þetta er svakalega eldfimt mál. Rak mig á það þegar ég bloggaði mína skoðun um málefnið fyrir allnokkru. Fólk getur alveg hreint tapað glórunni án nokkurs fyrirvara, bara við það að vera ósammála.
Anna Einarsdóttir, 31.8.2008 kl. 23:46
Sæl öll.
Kíkið á síðuna hjá Höllu Rut. Þar er hörku fjör um þessi mál.
Slóðin: http://hallarut.blog.is/blog/hallarut/entry/629246/#comments
Guð veri með ykkur
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 1.9.2008 kl. 01:35
Veist þú hvað ólöglegar fóstureyðingar hafa í för með sér? Veist þú hve margar konur deyja árlega vegna þeirra?
Hér fyrir 1975 áður en fóstureyðingar voru leyfðar voru það kerlingar eða skottulæknar sem gerður fóstureyðingar í heimahúsum. Eftirköstin voru oft skelfileg.
Halla Rut , 1.9.2008 kl. 10:35
Einu sinni var kona sem varð fyrir þeirri ömurlegri lífsreynslu að missa fóstur. Á ganginum vippaði að henni einhver slutta og spurði no hvað er þessi fóstureyðing hjá þér? Nei þetta er nefnilega mín fjórða! Bara eins og hún hafi verið að fara út í búð og fá sér ís! Konan hvæsti á hana og sagði að hún hafi verið að missa sitt barn ekki að losa sig við það! Þetta dæmi er ekkert einsdæmi..... það eru nú konur sem nota fóstureyðingar sem getnaðarvarnir og þá sest ég í algjört dómarasæti og segi "rífa svona manneskjur úr sambandi"
Síðan hin hliðin, ég þekki konu sem ólst upp í strangkaþólsku samfélagi og foreldrarnir skelfilega strangir. Hún varð ólétt áður en hún gifti sig (tek fram að við erum að tala slatta ár aftur í tímann) og vissi það að hún yrði útskúfuð þjóðfélagsséð og einnig myndi hún aldrei eiga afturkvæmt í foreldrahús, hún gat ekki farið neitt því fóstureyðingar voru og eru bannaðar þar sem hún á heima þá greip hún í örvæntingu sinni það ráð að stinga prjóni eins langt og losaði sig við fóstrið........ Skelfilegt...... ég þarf ekki að útskýra líkamlega þjáninguna og andlegu......Þarna td get ég EKKI sest í dómarasætið.....
Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 11:39
Hver í ands...... fór að leyfa að trúarbrögð ættu að hafa eitthvað um þetta að segja??!!
Fyrst ætti kirkjan og allir prelátarnir að berjast gegn sígarettureykingum, dópi og öðrum þessháttar óþvera. Láta kynlíf fólks í friði! Þeim kemur þetta ekkert við og þeir beita fyrir sign Gamla Testamentinu sem er með kenningar sem Jesu Kristur barðist á móti!
Það er engin kona sem fer í fóstureyðingu af því henni fynnst það gott eða gaman. Það er gert í algjörri neyð, í verstu sálarkvöl. Þetta litla hlutfall sem notar fóstureyðingu sem getnaðarvörn, er fólk sem þarf á alvarlegri geðhjálp að halda og kemur þessu máli því þannig ekki við. Það er enginn sem tekur slíkt fólk sér til fyrirmyndar.
Kveðja, Björn bóndi LSigurbjörn Friðriksson, 1.9.2008 kl. 15:10
Það fyrsta sem ég var spurð um þegar ég fór í mínar fyrstu mæðraskoðanir í upphafi beggja minna meðganga var "hvort ég ætlaði að eiga þau". Og í framhaldi af því; hvort ég vildi ekki legástungu til að kanna hvort þau væru heilbrigð svo ég gæti losað mig við þau væri það ekki tilfellið. Alveg án þess að spyrja fyrst einu orði um aðstæður mínar heimafyrir, hjúskaparstöðu, fjárhagssöðu, atvinnumál og annað sem manni finnst nú kannski frekar flokkast undir "félagslegar aðstæður".
Svo var litið á mig eins og algeran furðufugl þegar ég sagðist ekki vilja legvatnsprufuna (hún getur valdið fórsturláti ein og sér) vegna þess að þetta væri barnið mitt og ég myndi elska það eins og það kæmi "af kúnni". Og börnin mín tvö - heilbrigðu, yndislegu, fallegu, skemmtilegu húmorshnoðrarnir mínir hafa verið mér endalaus uppspretta hamingju og lífsfyllingar. Þetta eru mínar dýrmætustu guðsgjafir. Það truflar mig heldur ekkert þó einhverjir hnussi við orðinu guðsgjafir og segi að þau hafi bara orðið til vegna þess að ég fékk mér að ****. Mikið til í því líka.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 1.9.2008 kl. 16:00
..
...börnin vega þyngst, réttur þeirra til lífs er er ekki skilyrtur, heldur sjálfsagður.
Haraldur Davíðsson, 1.9.2008 kl. 16:07
Sæl Helga mín
Helga þú ert flottust og Haraldur næstflottastur
Börnin hafa nefnilega sinn rétt og þau eru Guðs gjöf. Helga gefur í skyn eitthvað dodo en hún blessunin veit að hún gat engu um það ráðið hvort Guð myndi blása lífi þennan litla einstakling og eins vissi hún ekki hvort húnfengi að ganga með börnin sín í 9 mán. og til viðbótar að þau væru og eru í dag heilbrigð.Margar konur missa fóstur og þvílíkur sársauki sem þær og fjölskyldur þeirra ganga í gegnum á meðan aðrar láta eyða fóstrinu. Jafnsjálfsagður hlutur og að drekka vatn. Margt skrýtið í kýrhausnum.
Athyglisvert innlegg frá Ragnheiði. Þetta er sorglegt dæmi. Við vitum að fóstureyðingar hafa verið framkvæmdar af allskyns skottulæknum og valdið tjóni og við vitum líka að það er ólöglegt. Ég tala nú ekki um í Afríku þar sem framkvæmdar eru svona aðgerðir undir berum himni og eins allar stúlkurnar sem eru umskornar og það undir berum himni og margar þeirra eru skildar þar eftir og sumar deyja af sárum sínum þar.
Ég var líka einu sinni stödd í kirkju í Reykjavík. þar var okkur sagt frá konu sem hafði verið í mikilli neyð. Hún fór erlendis í fóstureyðingu áður en fóstureyðingar voru leyfðar hér 1975. Hún sá svo mikið eftir þessu og þurfti á hjálp að halda vegna sársaukans sem hún upplifði eftirá. Við erum ekki upplýst um hvað mörg prósent af konum líða þjáningar eftir á vegna eftirsjá. Við erum ekki heldur upplýst um hvað margar konur verða ófrjóar eftir fóstureyðingu. Þær eru fleiri en við höldum. Ég veit um dæmi og örugglega margir aðrir en þetta er hálfpartinn þagað í hel. Surprice.
Baráttukveður/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 1.9.2008 kl. 16:56
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Rósa Aðalsteinsdóttir, 1.9.2008 kl. 18:05
Lífið er fjársjóður - innan kviðar sem utan, elskurnar mínar!
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 1.9.2008 kl. 21:27
Björn minn, bóndi. Mig langar í fullri vinsemd og með örlitlu glotti að benda þér á að þegar þú, í athugasemd þinni nr. 20 hér að ofan, ferð mikinn og fjörugan og spyrð: "'Hver í ands...... fór að leyfa að trúarbrögð ættu að hafa eitthvað um þetta að segja??!!", þá hafði enginn svo mikið sem minnst á trúarbrögð. Ekki einusinni Rósa!
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 1.9.2008 kl. 21:36
Hin fullkomna hönnun sem stundum er talað um, gerir ráð fyrir heilbrigðri skynsemi, þeas, ef eitthvað er ekki eins og best verður á kosið þá hafnar líkaminn fóstrinu í sumum tilfellum.
Svo meira að segja "guð" er fylgjandi fóstureyðingum í vissum tilfellum...
....svo mér sýnist sem svo að sumir trúaðir séu að reyna að hafa vit fyrir guði líka ekki bara okkur hinum.
Annars hafa trúmál ekkert með þetta að gera, það eru bara örfáir ofstækismenn sem eru að reyna að gera þetta að Narcissískum stökkpalli í guðdóminn.
Haraldur Davíðsson, 1.9.2008 kl. 23:20
Fóstureyðingar eru stundum réttlætanlegar en ekki alltaf og þær á ekki að nota sem getnaðarvörn nema konunar sem nota þær þannig beri fullan kostnað af þeim því að aðrar getnaðarvarnir hafa minni aukaverkanir og eru ódýrari.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 1.9.2008 kl. 23:49
Nú skal það upplýst að ég er trúaður spíritisti, nokkuð sem mörgum trúsystkinum mínum á trúarvængnum finnst að ekki geti farið saman. En þessi færsla átti ekki á neinn hátt að verða trúarleg. Sú umræða hefur farið fram annars staðar og hvergi eins líflega og hjá henni Höllu Rut, minni frábæru bloggvinkonu og samherja með flest (annað en þetta kannski). http://hallarut.blog.is/blog/hallarut/entry/629246/#comments
Ég treð ekki trú minni uppá aðra og hef að mestu fengið að hafa hana í friði. Það þykir mér ágætt.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 2.9.2008 kl. 00:04
Sæl Helga mín.
Takk fyrir stuðninginn somewhere.
"þá hafði enginn svo mikið sem minnst á trúarbrögð. Ekki einusinni Rósa!"
Guð gefi þér góða nótt.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 2.9.2008 kl. 00:16
Góða nótt, vinkona!
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 2.9.2008 kl. 00:26
Hjartans Helga Guðrún mín! (Færsla þín nr. 26 vegna færslu mnnar nr. 20).
Þarna hljóp ég á mig. Þetta er búið að sjóða svo lengi á mér vegna afskipta allskonar preláta hinna og þessara trúarbragða og kirkja, svo ég minnist nú ekki á stjórnmálamenn einnig um fóstureyðingar í hinum og þessum færslum, að ég jós úr skálum reiði minnar á vitlausum stað, við ranga færslu. Þetta átti að vera færsla annarsstaðar fyrir nokkru síðan. En nú er ég allavega búinn að blása út í bili. Now you know!!
Kær kveðja, Björn bóndiïJðSigurbjörn Friðriksson, 2.9.2008 kl. 18:25
Alltaf gaman að sjá þig, Björn bóndi!
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 2.9.2008 kl. 20:30
Þessum þungunum myndi fækka ef við karlarnir hættum að láta undan þessari þrábeiðni kvenna að skoða báttið ofan við hnéð.
Árni Gunnarsson, 3.9.2008 kl. 12:55
Hæ og hó.
Árni skemmtilegur. Auðvita eigið þið að vera duglegir að kíkja á okkur og dytta vel að okkur.
Eigið skemmtilegan dag.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 3.9.2008 kl. 12:57
Ég er sammála Rósu. Okkur þarf að vera vel við haldið!
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 3.9.2008 kl. 13:00
Mér finnst allavega of mikið haldið að konum möguleikanum fóstureyðingum. Þegar ég varð ólétt af yngri dóttur minni - var það "lykkjufall" og af því hún var greinilega ekki "í áætlun" þá bauð læknirinn mér af fyrra bragði fóstureyðingu - þarna var ég 23 ára. En ég afþakkaði sem betur fer.
Þegar ég var 39 og 41 árs varð ég ólétt af sonum mínum - hefð er fyrir því að þá fari maður vegna aldurs í legvatnsástungu til að athuga ástand barnsins með gallaða litninga eða eitthvað - en ég afþakkaði (sem betur fer!!!) og sagði að ef ég myndi fæða fatlað barn væri það bara það barn sem Guð vill gefa mér.
Veit um unga konu - er í dag sennilega um þrítugt - en þegar hún var um tvítugt fór hún á sinni fyrstu meðgöngu í sónar og í hnakkamælingu og þar kom fram að barnið ætti að verða með vatnshöfuð ofl. Henni var boðin fóstureyðing en hún gat ekki hugsað sér það. Ákvað að eignast barnið.
Þegar barnið fæddist var það alheilbrigt - ekkert að því!!!
Hún hugsar enn í dag með hryllingi til þess þegar hún horfir á drenginn sinn ef hún hefði þegið fóstureyðingu!!!!
Takk fyrir frábæra umræðu Helga Guðrún!!!
Ása (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 13:30
Sælar stelpur,
Ég á ekki til eitt aukatekið orð. Þið segið að það séu stelpur sem fara í fóstureyðingu eins og þær skelli sér út í búð að kaupa sér ís. Þið hljótið að vera að grínast? Fóstureyðing er tilfinningalega mjög erfið aðgerð sem ekki á að fara svona létt með. Að hafa kost á henni er eitt það besta við þjóðfélagið sem við lifum í. Með þessu er verið að auka kvenfrelsi og það er eitthvað sem við stelpurnar ættum að vera ánægðar með.
Þó þið nýtið ykkur þennan möguleika aldrei nokkurn tímann getið þið ekki með góðu móti verið hlynntar því að frelsisskerða okkur hinar sem þurfum á honum að halda. Sumir eru einfaldlega ekki tilbúnir að eignast barn þegar getnaður á sér óvart (já úbbs) stað. Sumir eru óheppnir, ungir og óreyndir og átta sig ekki á því að smokkurinn rifnaði. Viljið þið í alvörunni fleiri börn í þennan heim sem eru í umsjá foreldra sem hafa ekki tíma fyrir þau og reyna að henda þeim yfir á kerfis svo þau losni við þá ábyrgð af uppeldi sem þau voru ekki tilbúin fyrir?
Þið hljótið, kristnar sem og ókristnar, að sjá að þetta sjónarmið er því miður að verða svolítið úrelt. Það er mjög óeðlilegt ef kona fer fjórum sinnum í fóstureyðingu og ætti henni að sjálfsögðu að vera vísað til geðlæknis ef slíkt á sér stað. En við hinar sem verðum fyrir þessu óhappi og neyðumst til að gera þetta kannski einu sinni á lífsleiðinni eigum að hafa möguleikann á því.
Hildur Sif Thorarensen, 3.9.2008 kl. 14:15
Sæl
Ég mátti til með að taka undir með Hildi. Ég var satt að segja steinhissa á að lesa kommentin hérna sem virðast öll vera á eina leið. Fóstureyðing er væntanlega (og vonandi) neyðarúrræði hjá konum sem í hana fara.
Þessi athugasemd með að ef að allar 35 þúsund fóstureyðingarnar sem hafa verið framkvæmdar hér á landi síðan 1975 hefðu kannski komið í veg fyrir að hér væri allt fullt af útlendingum að vinna.. jú hún er bara kjánaleg og dæmir sig sjálf. Mér finnst með fóstureyðingu gilda að hver verður að ákveða fyrir sig. Að möguleikinn sé fyrir hendi er dýrmætt
Júlía Birgisdóttir (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 20:46
Já ég á ekki aukatekið orð heldur yfir áróðnum hérna.
Konur sem fara í eyðingu gera það með þungu hjarta, ég veit það vegna þess að ég er ein af þeim. Barn er mikil ábyrð.
Eg sé ekki eftir ákvörðun minni því aðstæður mínar voru erfiðar og ég var mjög ung (og er enn. Lengi eftir var ég þunglynd þó ég hafi kanski ekki áttað mig á því fyrr en eftir á hversvegna mér leið illa.
Alveg merkilegt hvað sumir hérna áætla að stórhluti kvenna noti fóstureyðingar sem getnaðarvörn með einga samvisku, hvers vegna að halda að aðrir hegði sér svona ef þið gerið það ekki? Er ekki réttara að konur sem fari í eyðingu séu konur alveg eins og þið með sömu tilfiningar?
Svo er bara sárt að sjá upp lognar gróusögur til að fá fólk til að standa með ykkar málstað, það er nefnilega þannig að einginn getur farið oftar i eyðingu nema þrisvar nema aðstæður séu einstaklega sérstakar. Ef þessi saga er sönn hér að ofan þá er það skýrt að einhvað alvarlegt er að konunni sem gekk upp að hinni sem missti fóstrið.
Svo eru hlutir sem fylgja mannkyninu, fóstureyðingar munu ekki hverfa þó lögin banna þær, heldur mun þetta verða rekið niður í undirheima þar sem aðgerðirnar eru stórvarasamar og bitna helst á ungum stúlkum.
Mér finnst sumir hlutir á þessu bloggi sorglegir og hafa ekkert gert nema að gera mig forvitnari um starf FEM'IS, sem ég veit litið um.
Sigrún (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 14:28
Já, það eru sannarlega skiptar skoðanir um þetta viðkvæma málefni. Ég set mig ekki í dómarasæti enda hef ég engin efni á því. En skoðun mín er ljós.
Með virðingu,
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 4.3.2009 kl. 14:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.