23.7.2008 | 00:37
Hamingja Ísfólksins er bráðsmitandi
Reyndar svo rosalega að eftir viku á landinu er ég orðin svo skoppandi happý að ég var farin að stinga mér kollhnýsa og valhoppa með villiblóm í fanginu og grasgrænkuna á áður óþekktum stöðum. Hjartað er orðið svo sneysafullt af hamingju að söngurinn hreinlega lúðrast sjálfkrafa upp úr manni án þess að það hafi endilega verið ætlunin og labbararnir hoppa dansspor af gáskafullri gleði og óhaminni kátínu yfir að hafa þetta yndisland undir iljum!
Á morgun ætla ég til Skagafjarðar.
Viðurkennum ekki annað en hamingju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Nýjustu færslur
- Þaggað ofan í þeirri óþekku
- Sumir bókstaflega skíta peningum
- Klukk, þú ert´ann!
- Svartnætti
- 4Play: Sigur Ros
- Ammæli
- Fíknó fattaði og tengdó dó ekki
- CRAFT
- Didgeridoo dododo
- Djöfullinn danskur
- Silfurskotturnar
- Paul Whatshisname á leið til landsins - í nótt! Jibbí, allir ...
- Sölva Ford á Íslandi - missið ekki af þessari frábæru söngkonu
- Ég fann apahreiður!
- Hamingja Ísfólksins er bráðsmitandi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2008
2007
Bloggvinir
- Steingrímur Helgason
- Tiger
- Sverrir Stormsker
- Yngvi Högnason
- Markús frá Djúpalæk
- Jakob Jörunds Jónsson
- Sigurbjörn Friðriksson
- Kolbrún Hilmars
- Halla Rut
- Halla Vilbergsdóttir
- Anna Einarsdóttir
- Árni Gunnarsson
- Haraldur Davíðsson
- Jens Guð
- Skattborgari
- Rannveig H
- Helga Dóra
- Einar Bragi Bragason.
- Gunnar Ásgeir Ásgeirsson
- Benedikt Halldórsson
- kiza
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Eyþór Árnason
- Ingi B. Ingason
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Inga Lára Helgadóttir
- Brynjar Jóhannsson
- Jóhann Páll Símonarson
- Jón Svavarsson
- Linda
- Hrönn Sigurðardóttir
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Ágúst Dalkvist
- Huld S. Ringsted
- Jóna Á. Gísladóttir
- Hlynur Þór Magnússon
- Grænlandsblogg Gumma Þ
- Freyr Árnason
- Gústaf Níelsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Þröstur Helgason
- Karl Gauti Hjaltason
- Óskar Helgi Helgason
- Sigurjón Sigurðsson
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Guðný Jóhannesdóttir
- Bryndís G Friðgeirsdóttir
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Flower
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Sævar Einarsson
- Bjarki Tryggvason
- Bergur Thorberg
- Óli Ingi
- Alfreð Símonarson
- Kristján G. Arngrímsson
- polly82
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fannar frá Rifi
- Loopman
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Einar Vignir Einarsson
- LKS - hvunndagshetja
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Heimir Tómasson
- Lovísa
- Hugrún Jónsdóttir
- Brynja skordal
- Hlynur Jón Michelsen
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Júlíus Valsson
- Handtöskuserían
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Ungar konur
- Runólfur Jónatan Hauksson
- Vefritid
- Gulli litli
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Ingunn Guðnadóttir
- Brjánn Guðjónsson
- Bjarni Harðarson
- Emma Agneta Björgvinsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- Bwahahaha...
- dittan
- ÞJÓÐARSÁLIN
Athugasemdir
Skagafjörður er virkilega fallegur fjörður hafðu það gott þar og allstaðar annarstaðar Helga.
Kveðja Skattborgari
Skattborgari, 23.7.2008 kl. 00:52
"Skín við sólu Skagafjörður", Sæmundarhlíðin, over the rainbow og allur pakkinn.
Yngvi Högnason, 23.7.2008 kl. 02:17
Ertu viss um að þetta sé ekki bara áleitrun sem er að hrjá þig svona?
Mér skilst á fjölmiðlum og Saving Iceland að það sé ekki verandi á Íslandi sökum mengunar og náttúruspjalla!
Getur það verið að Saving Iceland sé að ljúga mann uppfullan hérna í útlandinu???
Jakob Jörunds Jónsson, 23.7.2008 kl. 02:21
ókei, þú vinkar í mig þegar þú keyrir fram hjá Dósinni á Blönduósi, hamingjusama bloggvinkona. Skagafjörðinn...hmmmm...farðu þá í Grettislaug og baðaðu þig - þú verður!! Það boðar gæfu sko!!
A:K:Æ (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 03:16
..úbbs!!! - Skagafjörður....passaðu þig á ísbjörnunum þar og í Húnavatnssýslu. Þeir geta verið í dulargervi, t.d. hestagervi eða álftagervi....síminn er 112 ef þú sérð þá.....góða ferð ...sólskin fyrir norðan.
Haraldur Bjarnason, 23.7.2008 kl. 09:30
Já, það gæti verið stórvarasamt fyrir mig svona hvítkollu og ljóskulega ásýndum að vaða heim á bjarnaslóðir án þess að hafa eitthvert flagg meðferðis sem gæfi það til kynna að ég væri ekki ísbirna og mér þætti það heldur lakara að verða skotin á færi. Kannski ég láti útbúa fyrir mig svona upprunavottorð..
Einu álvarlegu náttúruspjöllin sem ég hef orðið vör við til þessa eru bjánakjálkarnir í Seifing Æsland að spjalla um eigið náttúruleysi með Evu ótrúlegu í broddi fylkingar.. ég er farin að elta uppi staðina sem hún stingur niður penna - bara til að geta hlegið!
Músa, ég ætla að vinka þér á leiðinni í Gretti.. hey, bjallaðu bara í mig og við skellum okkur á Evunni í laugina og gefum túristunum eitthvað til að skrifa um í "postcard from Iceland"!
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 23.7.2008 kl. 10:51
PS. Ísgemlingsnúmerið mitt er 699 0726
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 23.7.2008 kl. 10:56
Sæl Helga mín og velkomin á klakann, og ég bið kærlega að heilsa í fjörðinn fríða ótrúlegt hvað maður getur enn þjást að heimþrá þangað, þó maður hafi ekki búið þar í 26 ár fjandinn eru þetta orðin svona mörg ár?? Ferðu eitthvað lengra í austur??? ef ske kynni þá er kaffi og gleði á Laufás 3 Knús á þig og þína. Þín vinkona Silla s-8478221
Sigurlaug Gísladóttir (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 11:35
svo manstu að núna hefuru ástæðu til að renna aðeins lengra til Akureyrar
Valla (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 12:19
Sæl og blessuð og velkomin heim á Frón.
Það er aldeilis hvað þú ert ánægð með þig. Í dag var sól og hiti hér en hvernig viðrar í Skagafirði? Ég vona að engin áleitrun sé að plaga þig og endilega passaðu þig á hvítum stórum dýrum hvort sem það eru Ísbirnir eða tveir menn í búningi Ísbjarnar.
Guð veri með þér kæra vinkona
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 23.7.2008 kl. 23:01
Verđurđu i Rvk 27.-29.? Hvernig vaeri ađ stefna nokkrum bloggvinum a eitthvađ kaffihus yfir einni eđa tveimur krusum? Kem heim fra Kroatiu tann 27. Safnađu liđi!
Gunnar Th. Gunnarsson, 24.7.2008 kl. 14:05
Skagafjörðurinn heilsaði mér baðaður sól og ótrúlegri fegurð kl. 10 á miðvikudagskvöld. Maður tekur hreinlega andköf af lotningu þegar ekið er niður Vatnsskarðið og sér eyjarnar sínar til vinstri, Vallhólminn yndislega fyrir framan sig og Blönduhlíðarfjöllin ramma inn þá yndislegu náttúrumynd sem við blasir. Þetta er eitt af því fáa sem gerir mig lotningafulla.. og orða vant.
Svo beið okkar hangikjötsveisla hjá mömmu og stjúpa og síðan hefur allt það besta verið í boði í einni allsherjar matarveislu; silungur og silungssúpa, slátur, svið, lambasteikur og gæs... það kemur sér vel þegar komið er í foreldrahús að þurfa ekki að óttast aukakíló og svoleiðis gotterí. Ef ég vissi ekki betur þá gæti manni dottið í hug að þau væru að reyna að fita mann til jólanna!
Þetta er hrein paradís, síðustu tveir dagar hafa verið yndislegir og veðursældin eins og á sólarströndum, bara miklu, miklu fallegri náttúra hér. Sundlaugin og potturinn í mínútu göngufjarlægð og tíu mínútna akstur niður í Vallanes, æskuheimilið mitt sem mér þykir vænna um en alla aðra staði í heiminum. Þar höfum við verið að moka upp spikfeitum ljósnálum, því nú er ganga í vötnunum. Berin eru orðin nægilega blóðrík til að börnin fara á beit og núna ætla ég að fara með kaffibollann út í garð og setjast milli trjáa og ilmandi rósarunna í steikjandi sólskini og tuttugu stiga hita.
Ég ætla að vera í viku á þessum sælustað og kem ekki til borgarinnar fyrr en fimmtudaginn 31. júlí. Þá væri nú ekki ónýtt að fá að hitta þá bloggvini sína sem staddir eru á höfuðborgarsvæðinu og eiga heimangengt á kaffihús eða annan kósí samkomustað.
Lífið er yndislegt og ég er að springa úr hamingju!
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 25.7.2008 kl. 11:59
Sæl Helga mín.
Yndislegt að heyra hvað þú átt góða daga í skagafirðinum.
Guð blessi þig og varðveiti.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.7.2008 kl. 12:56
Maður er nú kannski ekki hátt skrifaður en skemmir það ekki "mystíkina" ef að bloggvinir hittast? Ég hef til dæmis alla tíð haft þig í huga líka Oliviu de Havilland sem Maid Marion í Skírisskógi og ef að þú lítur ekki þannig út, hvað þá? Maður er nú ekki það mikill bógur að þola eitthvað áfall.
Yngvi Högnason, 25.7.2008 kl. 13:08
Vá ertu á okkar fallega landi, mikið er gaman hjá þér og gaman að vita af þér hér.
knús
Linda, 25.7.2008 kl. 13:49
Var einmitt að tala við hana Jónínu í Laugarmýri sem var að dásama blíðuna þarna líka, hafðu það gott og ég bið að heilsa mömmu þinni og Kristjáni og í Vallanes líka þó ég þekki minna til þar, hef þó grun um að ein dama þaðan sé lofuð hér austur til vinkonu minnar Skál og syngja. KV Silla
Sigurlaug Gísladóttir (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 15:08
Takk fyrir allar flottu kveðjurnar!
PS. Ég gafst upp á Hroðafón hryllingnum sem alls staðar var utan þjónustusvæðis. Nýja gemsanúmerið mitt er 841 0334
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 25.7.2008 kl. 21:43
...á Evunni úje, það væri nú gaman og saga til næsta bæjar hahahaha!!
Skemmtu þér gasalega vel í blíðunni hérna á klakanum, þú ert rosalega heppin með veðrið
Hringi í þig eftir 15 ár...þegar krakkarnir eru orðnir stórir og þá förum við á evunni í Grettislaug, hehe!!
alva (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 01:45
Velkomin á klakann og skemmtu þér vel.
Haraldur Davíðsson, 26.7.2008 kl. 19:25
Velkomin til Íslands en veistu að það er rosalega stutt til Akureyrar frá Skagafirði og góð kaffihús rétt hjá mér
Huld S. Ringsted, 27.7.2008 kl. 21:43
Heil og sæl Helga mín,
Ég er búinn að kíkja á allt nýlegt blogg hjá þér og sé að þú hefur haft talsverð hamskipti. Heil gaman að þessu.
Þekki náunga úr Skagafirði og frétti af ferðum þínum þar.
Bestu kveðjur,
Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 21:57
Jæja, þá er maður kominn aftur til höfuðborgarinnar eftir yndislega viku í sveitinni. Aldrei komst ég norðar (austar) en í Skagafjörðinn í þetta skipti, en ástæða þess var nú meira bílleysi en áhuga- og viljaleysi. En það kemur dagur eftir þennan dag og tækifærin bíða. Akureyri er ein af mínum uppáhalds "borgum". - Ævinlega sæll Skúli minn, já ég hef reglulega hamskipti og fer hamförum mér til gamans og lundléttingar og ómögulegt að segja hvað manni dettur í hug, enda frekar uppátækjasamur apaköttur að eðlisfari. Ég held að fjölskyldan hafi lengi lifað í þeirri von að það myndi eitthvað rjátlast af manni með aldrinum en það hugsa ég að sé orðin borin von því ég er helst á því að þetta ágerist með aldrinum ef eitthvað er. -Fréttist af mér í Skagafirðinum, já? Og ég sem hélt að ég hefði látið óvanalega lítið fyrir mér fara í þetta skiptið.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 2.8.2008 kl. 12:55
Njóttu þín á landinu, að meðan þú ert Þekki það sjálf að búa erlendis, og að koma heim í heimsókn.
Ingunn Guðnadóttir, 2.8.2008 kl. 20:24
Ertu týnd Helga??? - Þessir ísbirnir þarna fyrir norðan, úbbs!!! slapp frá þeim oh keyrði hratt í gegn um Húnaing og Skagafjörð um helgina.
Haraldur Bjarnason, 6.8.2008 kl. 21:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.