13.7.2008 | 15:37
Save Iceland from Saving Iceland
Ísland þarf vissulega á því að halda að því sé bjargað úr klóm þeirra óökufæru óvita sem eru að stýra því hraðbyri til helvítis, bremsulaust og í frígír. Fleiri veruleikafirrtir, glórulausir góltrantar og útlenskir költnötterar eru ekki það sem okkur vantar núna.
Okkur vantar hugrakkt, íslenskt fólk til starfa og aðgerða. Fólk eins og Eirík Stefánsson, Höllu Rut og Magnús Þór. Já, þetta er í rauninni ekkert flókið; okkur vantar Frjálslynda flokkinn til að bjarga því sem bjargað verður. Ef landinu er á annað borð ennþá við bjargandi.
Styðja Saving Iceland á hljóðlátan hátt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:58 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Nýjustu færslur
- Þaggað ofan í þeirri óþekku
- Sumir bókstaflega skíta peningum
- Klukk, þú ert´ann!
- Svartnætti
- 4Play: Sigur Ros
- Ammæli
- Fíknó fattaði og tengdó dó ekki
- CRAFT
- Didgeridoo dododo
- Djöfullinn danskur
- Silfurskotturnar
- Paul Whatshisname á leið til landsins - í nótt! Jibbí, allir ...
- Sölva Ford á Íslandi - missið ekki af þessari frábæru söngkonu
- Ég fann apahreiður!
- Hamingja Ísfólksins er bráðsmitandi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2008
2007
Bloggvinir
- Steingrímur Helgason
- Tiger
- Sverrir Stormsker
- Yngvi Högnason
- Markús frá Djúpalæk
- Jakob Jörunds Jónsson
- Sigurbjörn Friðriksson
- Kolbrún Hilmars
- Halla Rut
- Halla Vilbergsdóttir
- Anna Einarsdóttir
- Árni Gunnarsson
- Haraldur Davíðsson
- Jens Guð
- Skattborgari
- Rannveig H
- Helga Dóra
- Einar Bragi Bragason.
- Gunnar Ásgeir Ásgeirsson
- Benedikt Halldórsson
- kiza
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Eyþór Árnason
- Ingi B. Ingason
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Inga Lára Helgadóttir
- Brynjar Jóhannsson
- Jóhann Páll Símonarson
- Jón Svavarsson
- Linda
- Hrönn Sigurðardóttir
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Ágúst Dalkvist
- Huld S. Ringsted
- Jóna Á. Gísladóttir
- Hlynur Þór Magnússon
- Grænlandsblogg Gumma Þ
- Freyr Árnason
- Gústaf Níelsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Þröstur Helgason
- Karl Gauti Hjaltason
- Óskar Helgi Helgason
- Sigurjón Sigurðsson
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Guðný Jóhannesdóttir
- Bryndís G Friðgeirsdóttir
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Flower
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Sævar Einarsson
- Bjarki Tryggvason
- Bergur Thorberg
- Óli Ingi
- Alfreð Símonarson
- Kristján G. Arngrímsson
- polly82
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fannar frá Rifi
- Loopman
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Einar Vignir Einarsson
- LKS - hvunndagshetja
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Heimir Tómasson
- Lovísa
- Hugrún Jónsdóttir
- Brynja skordal
- Hlynur Jón Michelsen
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Júlíus Valsson
- Handtöskuserían
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Ungar konur
- Runólfur Jónatan Hauksson
- Vefritid
- Gulli litli
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Ingunn Guðnadóttir
- Brjánn Guðjónsson
- Bjarni Harðarson
- Emma Agneta Björgvinsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- Bwahahaha...
- dittan
- ÞJÓÐARSÁLIN
Athugasemdir
Landinu er við bjargandi. Tækifærin eru mikil og það er rétt hjá þér að það þarf aðra stjórn í þessu landi.
Jón Magnússon, 13.7.2008 kl. 16:26
Og nú skýla þeir sér bak við einverja bandaríska pappírsvöndlaútgáfu þessir sem þú nefndir svona vingjarnlega Helga mín.
Reyndar undrast ég ekki þó þeim detti samanvöðlaður pappír í hug eftir að hafa gert svona rækilega á sig í boði Hannesar H. og Adams Smith. Svo má nú ekki gleyma aðmírálnum í Seðlabankanum sem hratt hinni metnaðarfullu útrás af stað og blés í herlúður frjálshyggjunnar. Eitthvað hefur hann minnst á pappírinn fyrir westan.
Árni Gunnarsson, 13.7.2008 kl. 17:02
Jón Magnússon, að mér skyldi yfirsjást að nefna þig meðal hinna þriggja er náttúrlega ekkert annað en yfirsjón hjá mér. Þar áttu vissulega heima með alla þína reynslu og framkvæmanlegar tillögur. En þarna má margt fólk nefna til sögunnar þó ég ætli ekki að verða til þess núna. Bestu þakkir fyrir innlitið og gangi þér ætíð sem best!
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 13.7.2008 kl. 17:08
Þarna er ég alveg sammála þér Helga Frjálslyndir þurfa að komast til valda sem fyrst. Kveðja Skattborgari
Skattborgari, 13.7.2008 kl. 17:34
Málið er bara að það er sama kálhöfuðið á þessum pólitíkusum öllum, sami rassinn og sömu sviknu loforðin þegar á hólmann er komið.
Það er svo endalaust auðvelt að halda uppi málefnalegum loforðum á meðan maður er í stjórnarandstöðu - en það er ennþá auðveldara að lyfta upp horninu á teppinu og sópa öllum gömlum tuggum þangað undir þegar á toppinn er komið.
Kálböglar eru bestir til matargerðar, sem aukahlutir - en það er heildin sem skiptir máli. Því myndi ég vilja fá allar stórar ákvarðanir sem varða land og þjóð - í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Mér hugnast ekki frjálslyndi flokkurinn, en það er bara mín tík að bera ...
Þinn rass aftur á móti myndi ég helst vilja sjá sem oftast og á sem flestum stöðum mín ljúfa & erótíska mótmælaönd.. Knús og kram á þig!
Tiger, 13.7.2008 kl. 18:05
Er Sverrir hættur sem frjálslyndur?
Yngvi Högnason, 13.7.2008 kl. 20:02
Það er enginn hörgull á alvöru tilefnum til mótmæla á Íslandi.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 13.7.2008 kl. 20:03
Vissi að þú ert alveg geggjaður húmoristi , en ég hafði ekki gertmér grein fyrir hversu djöf... kaldhæðin þú gætir verið. Yes, það vantar ekkert annað en þessa "herramenn" sem þú taldir upp og þá væri landinu reddað?
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 13.7.2008 kl. 20:48
Skjóta sig með bensíni og kveikja svo í sér það má fara einhvern milliveg í mótmælum. Senda þessa aðili sem eru komnir frá útlöndum til að mómæla beint heim og í endurkomubann.
Skattborgari, 13.7.2008 kl. 20:51
Góltrantur er skemmtilegt orð. Mætti nota um marga.
Bergur Thorberg, 13.7.2008 kl. 21:38
Alveg sammála mín kæra.
Það er alla vega dugur þar og þor á að taka á og ræða þau mál sem þarf. Sem og enginn annar flokkur þorir! Eins og kvótamálið, innflytjendamál, Samgöngu og byggðamál og ekki sýst núna það sem snýr að öllum, efnahagur þjóðarinnar.
Hvað fannst ykkur annars um fiskimanninn í fréttonum í gær á suðurnesjum. Evrópudómstóllinn hefur dæmt hann í rétti til að fiska hér við land, sem hann og gerir. Kvótalaus!
Þetta er mín hetja, og ég vona að þessi kúgaða þjóð standi einhuga bak við hann.
Það þarf oft bara einn stórhuga Víking til að standa upp og berja í borðið. Eins og Davíð gerði forðum, og síðan standa allir við sama barborðið og njóta veiganna. Í stað fárra áður.
Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 13.7.2008 kl. 23:12
Það er alltaf sama dónó radíkalska byltíngargólið hérna á 'helgu bloggi'.
Dézkoti finnzt mér það 'gúddý' ...
Steingrímur Helgason, 13.7.2008 kl. 23:24
Nú eru þeir búnir að svipta Sandgerðinginn veiðleyfinu. Einn kontóristadindillinn frá Fiskistofu birtist á sjónvarpsskjánum í kvöld og boðaði réttlæti. Hann hótaði sektum og rasphúsi ef sá gamli héldi uppteknum hætti og baukaði með færið sitt frammi á bótinni.
En þeir Fiskistofumenn treysta sér ekki til að beita viðurlögum þá menn sem sannanlega fölsuðu aflaskýrslur og lönduðu framhjá vigt þúsundum tonna. Þetta var í umræðunni fyrir u.þ,b. ári síðan og það var raunalegt að horfa-og hlusta á stjórabjálfann hjá Fiskistofu reyna að drepa þessu máli á dreif í fréttaviðtali sjónvarps. Þarna var nefnilega um að ræða vildarvini frá LÍÚ.
Henn sagði að þarna væri margt orðum aukið en auðvitað yrði eftirlit með þessu aukið að mun.
Árni Gunnarsson, 14.7.2008 kl. 00:23
Helga Guðrún !Það sem okkur vantar núna meðal annars er svona valkyrju eins og þig.Komdu heim mín kæra.
Rannveig H, 14.7.2008 kl. 00:39
Nú vænti ég einskis minna en að Íslendingar láti í sér heyra með ekki minni andskotagangi og fylki sér að baki íslenska sjómanninum frá Sandgerði af ekki minni ákafa en þeir gerðu á dögunum fyrir svertingja sem þeir vissu ekki einu sinni hvað hét!
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 14.7.2008 kl. 00:41
RH, ég kem reyndar heim eftir rúman sólarhring, en ekki til að taka þátt í pólitíkinni.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 14.7.2008 kl. 00:55
Já sér er nú hvert réttlætið. Þessara eftirlitsstofnana. En hver hefur eftirlit með þeim?
'' Nú vænti ég einskis minna en að Íslendingar láti í sér heyra með ekki minni andskotagangi og fylki sér að baki íslenska sjómanninum frá Sandgerði af ekki minni ákafa en þeir gerðu á dögunum fyrir svertingja sem þeir vissu ekki einu sinni hvað hét! ''
Heyr heyr, Helga Guðrún. Ég held að fólki væri nær að flykkjast í Fiskistofu og Ráðuneyti útvegs, og láta líðum ljóst að framkoma slík fær ekki viðgengist.
Og er Ráðherra þar, Einari K. Guðfinnssyni, og flokki hans öllum svo og hans slekti, til líta og verður ávalt mynnst sem svörtum bletti í líðveldissögunni.
Rétt sem sagan um Skúla Magnússon Fógeta, ''Mældu rétt strákur'' sem Danakaupmaðurinn mælti til hans er hann skildi ætíð halla á Íslendinga við vigtun.
Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 01:27
Ég býð mig fram sem umhverfisráðherra ! og djöfull skyldi ég taka á þessu fólki sem heldur að náttúran sé meira verðmæt en hreinn orkuiðnaður og með því að fá fleiri hreinar virkjanir erum við kominn með eitt mesta ríkisdæmi í heimi, hrein orka og hreinasta vatnið ! og svo þarf fyrir utan eru þetta gríslingar á mótþróaskeiðinu.
Sævar Einarsson, 14.7.2008 kl. 04:05
Og eitt getur fólk bókað, að ef maður kemst á þing þá fær Geir að kynnast dónaskap með réttu !!! hann heldur að þó svo hann sé forsetisráðherra þá meigi hann gefa almenningi puttann, ég held nú síður ! Valdarán ! Ríkjarán !
Sævar Einarsson, 14.7.2008 kl. 04:08
Pant verða landbúnaðarráherra í ríkistjórn Helgu , þar er ekki vanþörf á að hrista upp og stokka all verulega jafnt og í sjávarútvegi, en voðalega er ég hrædd um að þó Frjálslyndir kæmust einir að þá færi það eins og Tigercopper segir, það yrði bara annars konar plott, því þetta virðist vera smitandi andskoti að verða viljalaust verkfæri um leið og menn eru komnir í stjórn. En ef flokkur Helgu yrði samstarfsflokkur er ég til Knús til þín Helga mín, verður þú lengi á Fróni????
Sigurlaug Gísladóttir (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 10:53
Ég skal ekki segja um þetta ágæta fólk sem þú nefndir en ég er hræddur um að margt "önderdoggið" sem þvælst hefur inn í frjálslynda flokkinn myndi gera lítið annað en að sleikja út um kæmist það til valda með gamla fjórflokknum.
Gott dæmi um þetta er Björn Haraldsson fulltrúi frjálslyndra í bæjarstjórn Grindavíkur sem að greiddi atkvæði með skandalráðningarsamningi bæjarstjórans þar. Hann tilheyrir ekki einu sinni meirihlutanum. Sleikjugangurinn er bara svona mikill. "Sjálfstæðisflokksvannabí" sem finnst gott að finna ylinn frá "the real McCoy" leika um sig.
Nú er það spurningin. Henda frjálslyndir þessum "snillingi" út eða slá þeir skjaldborg um hann eins og reglan hefur verið í "gamla flokknum".
marco (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 17:43
Góða ferð gæskan og skemmtu þér ekki mjög svo ílla!
Magnús Geir Guðmundsson, 14.7.2008 kl. 19:28
Bendum Saving Iceland á þetta. Stefnum þeim þangað:
Tjöru landað á Ísafirði
Hollenska skipið Bitland landaði 400 tonnum af tjöru á Ísafirði fyrir helgi. Tjaran fer til slitlagslagningar á Vestfjörðum.
Skipið lagðist við tjörutankinn á Mávagarði og var tilkomumikil sjón að sjá svo stórt skip við þessa litlu bryggju, segir á vef Bæjarins besta.
Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri, segir að það sé vandasamt verk að leggja svo stóru skipi við Mávagarðinn og starfsmenn hafnarinnar hugsi mjög til þess þegar ný hafnaraðstaða verði gerð við Mávagarðinn en til stendur að fara í þær framkvæmdir á næstu árum.
Friðrik Þór Guðmundsson, 15.7.2008 kl. 01:10
Held að þeir séu best geymdir þar setja þá í einhvern firðinn og loka þá þar inni.
Skattborgari, 15.7.2008 kl. 01:12
Vestfirðingar eiga betra skilið en svona sendingar. Frikki, þú sérð um tjöruna, ég redda fjöðrum!
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 15.7.2008 kl. 02:24
Senda þá á einhverja eyðieyju best geymdir þar.
Skattborgari, 16.7.2008 kl. 01:31
Talandi um "saving Iceland"
Ég var að setja saman undirskriftarlista til stuðnings Ásmundar Jóhannssonar, sem ég mun svo afhenda stjórnvöldum þegar að því kemur.
Hann er að finna hér http://www.petitiononline.com/mod_perl/signed.cgi?asmundur
Fyrirgefðu að þetta kemur greininni einni ekkert við, en ég veit að þú tekur vel í þetta.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 16.7.2008 kl. 22:48
Sammála Helga........
Runólfur Jónatan Hauksson, 16.7.2008 kl. 23:53
Var bara að sjá þessa færslu núna. Þakka hólið mín kæra. Komdu heim og hjálpaðu mér.
Í okkar ríkistjórn mundum við einbeita okkur að okkar eigin landi og taka þannig til heima hjá okkur en ekki plægja akra í fjarlægum löndum á meðan arfinn vex frjáls í okkar eigin landi, eins og núverandi ráðamenn gera.
Litlir peningar eru til í landinu en samt sem áður hafa þeir þegar gefið hundruður milljóna til Afganistan og fleiri landa sem eru ekki einu sinni sömu megin á kringlunni og við og munu aldrei skila sér til baka. Hvorki með velvilja í okkar garð né auknum viðskiptum í framtíðinni.
Halla Rut , 18.7.2008 kl. 20:26
Sæl Helga mín.
Það er aldeilis kraftur í minni núna. Stutt færsla en heldur betur hnitmiðuð. Innleggið frá Tiggercopper var dásamlegt, bæði hér og í lok síðustu færslu.
Vonandi hefur þú rétt fyrir þér með Frjálslyndaflokkinn.
Guð blessi þig kæra vinkona.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 19.7.2008 kl. 23:48
Charity begins at home! -Hver nennir að þýða það fyrir óstjórnina? -Og það sem meira er; útskýra það fyrir þeim?
Annars er ég orðin bjartsýnni en ég var þegar ég skrifaði færsluna. Ísland er ekki næstum því jafn ömurlegt og mig minnti!
Takk fyrir innlitið og kommentin, kæru vinir. Alltaf jafn yndislegt að sjá ykkur!
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 23.7.2008 kl. 08:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.