10.7.2008 | 10:25
Hversu lengi getur gott batnað?!
Karlmenn og konur á áttræðisaldri stunda mun oftar kynlíf í dag heldur en jafnaldrar þeirra fyrir þremur til fjórum áratugum síðan, samkvæmt nýrri sænskri rannsókn".
Kæra sænska rannsókn! Ertu viss..? Jafnaldrar þeirra voru á fertugs- og fimmtugsaldri fyrir þremur til fjórum áratugum síðan!?
En sé þetta rétt þá bið ég þig um skriflega staðfestingu á því. Það verður dagurinn sem ég öskra jabbadabbadú, hætti að reykja og tek upp heilbrigt líferni, gerist grænmetisæta og baka gulrótartertur! Lifi langlífið!
-Ég þarf víst ekkert að óttast, er það nokkuð?
Meira kynlíf og oftar fullnæging | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:28 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Nýjustu færslur
- Þaggað ofan í þeirri óþekku
- Sumir bókstaflega skíta peningum
- Klukk, þú ert´ann!
- Svartnætti
- 4Play: Sigur Ros
- Ammæli
- Fíknó fattaði og tengdó dó ekki
- CRAFT
- Didgeridoo dododo
- Djöfullinn danskur
- Silfurskotturnar
- Paul Whatshisname á leið til landsins - í nótt! Jibbí, allir ...
- Sölva Ford á Íslandi - missið ekki af þessari frábæru söngkonu
- Ég fann apahreiður!
- Hamingja Ísfólksins er bráðsmitandi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2008
2007
Bloggvinir
- Steingrímur Helgason
- Tiger
- Sverrir Stormsker
- Yngvi Högnason
- Markús frá Djúpalæk
- Jakob Jörunds Jónsson
- Sigurbjörn Friðriksson
- Kolbrún Hilmars
- Halla Rut
- Halla Vilbergsdóttir
- Anna Einarsdóttir
- Árni Gunnarsson
- Haraldur Davíðsson
- Jens Guð
- Skattborgari
- Rannveig H
- Helga Dóra
- Einar Bragi Bragason.
- Gunnar Ásgeir Ásgeirsson
- Benedikt Halldórsson
- kiza
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Eyþór Árnason
- Ingi B. Ingason
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Inga Lára Helgadóttir
- Brynjar Jóhannsson
- Jóhann Páll Símonarson
- Jón Svavarsson
- Linda
- Hrönn Sigurðardóttir
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Ágúst Dalkvist
- Huld S. Ringsted
- Jóna Á. Gísladóttir
- Hlynur Þór Magnússon
- Grænlandsblogg Gumma Þ
- Freyr Árnason
- Gústaf Níelsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Þröstur Helgason
- Karl Gauti Hjaltason
- Óskar Helgi Helgason
- Sigurjón Sigurðsson
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Guðný Jóhannesdóttir
- Bryndís G Friðgeirsdóttir
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Flower
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Sævar Einarsson
- Bjarki Tryggvason
- Bergur Thorberg
- Óli Ingi
- Alfreð Símonarson
- Kristján G. Arngrímsson
- polly82
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fannar frá Rifi
- Loopman
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Einar Vignir Einarsson
- LKS - hvunndagshetja
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Heimir Tómasson
- Lovísa
- Hugrún Jónsdóttir
- Brynja skordal
- Hlynur Jón Michelsen
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Júlíus Valsson
- Handtöskuserían
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Ungar konur
- Runólfur Jónatan Hauksson
- Vefritid
- Gulli litli
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Ingunn Guðnadóttir
- Brjánn Guðjónsson
- Bjarni Harðarson
- Emma Agneta Björgvinsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- Bwahahaha...
- dittan
- ÞJÓÐARSÁLIN
Athugasemdir
Óttast eigi...
Markús frá Djúpalæk, 10.7.2008 kl. 10:36
Já, þetta þótti mér líka svolítið merkilegt. Þeir sem voru jafnaldrar mínir fyrir 40-50 árum eru það enn!
Og vonandi jafn sprækir og ég eða jafnvel betri sumir. Ekki síst kerlingarnar -- og svo merkilegt að þær eru ekki síður sætar núna en þær voru þá, flestar.
Sigurður Hreiðar, 10.7.2008 kl. 11:08
Sko - ef ég verð í námunda við þig þegar ég næ göngugrindaaldrinum - þá verður meira líf í mér en nokkurn tíman áður. Þú dregur fram púkann í mér - og líklega öllum sem koma hérna inn.
Minns púki verður óháður samviskusemi, skynsemi og háttvísi - reyndar skilur hann allt slíkt eftir ofaní skúffu þegar þú ert annars vegar!
Knús og daðððr á þig skottið mitt - þó þú sért ekki jafnaldra mín - eða ætli við verðum jafnaldrar í framtíðinni - eða kannski eru púkarnir okkar jafnaldrar!
Tiger, 10.7.2008 kl. 18:35
Fólk heldur heislu lengur í dag en það gerði. 70ára einstaklingar eru við mun betri heilsu í dag en fyrir 30árum þannig að þetta fylgir því.
Skattborgari, 10.7.2008 kl. 18:42
Takk fyrir að samþykja mig sem Blogvin.
Skattborgari, 10.7.2008 kl. 19:22
....skilgreindu kynlíf......... ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 10.7.2008 kl. 19:40
Jamm, ég veit ekki !
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 10.7.2008 kl. 21:10
Gat það nú skeð að þú bloggaðir um þetta En mér finnst þetta bara gott hjá gamla fólkinu, og því ætti það ekki að vera?
Flower, 10.7.2008 kl. 22:48
Við eigum eftir að hömpa til ðí end
p.s. búin að senda þeim póst hjá bloggnefndinni.
Helga Dóra, 10.7.2008 kl. 23:37
Sæl Helga mín.
Það er til mikils að hlakka þegar við förum á elliheimilið og gæjar eins og Tigercopper verða þá kannski á lausu sem nú eru bundnir .
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 10.7.2008 kl. 23:48
Markús, sennilega er óttaleysið það sem gerir mig hættulega í augum andstæðinga minna. Mér gæti nefnilega ekki verið meira sama um það sem götunni finnst um mig. Þeir sem þekkja mig vita hver ég er og hvað ég stend fyrir. Það dugar mér bærilega.
Sigurður Hreiðar, mig langaði að taka þessa frétt fyrir, lið fyrir lið. Ákvað svo að það væri ekki nema sanngjarnt að skilja eitthvað eftir handa ykkur HM-ingum.
Tigercopper, það "klæðir mig ekki" að kalla þig svona"fullu nafni". Vanari að hugsa og segja eitthvað sem gæti útlagst á helgísku: Garg, hvað mig langar að opna öll búrin og dansa við þig um dýragarðinn þar til ekkert nema dagur rís.. og leiðast svo niður að flæðarmálinu og leyfa morgunsólinni að vera meðal þess sem afsannar það...
Stígur, minn er heiðurinn af bloggvináttunni. Kannski að kojukætin í gamla settinu sé bættu heilsufari þeirra að þakka en mér kemur nú fyrst í hug sú augljósa ástæða að nú fara ungarnir fyrr úr hreiðrinu en áður var og þaulsetnum hreiðurhrúgum er einfaldlega hrint. Flæ or dæ.
Hrönn, kynlíf er eitt af því sem enginn vandi er að skilgreina til Skagafjarðar og til baka ef þú vilt setja það í skilgreiningarskúffurnar. Það sem einni finnst ómissandi finnst annarri OhDearGetThatThingAwayFromMyFace! En í mínum huga er það allt frá því að vera alger sameining tveggja huga í einu hjarta sem slær fyrir bæði og augu sem sjá í allsnaktar sálir hins óháð metrum á milli og elska það sem þau sjá - til þess að vera algert sprengjuregn óbeislaðrar greddu þar sem uppsafnaður ofsi náttúruaflanna fær argandi útrás. Og allt þar á milli. -Hvernig myndir þú skilgreina það?
Lilja Guðrún, kommentið þitt er nákvæmlega svarið sem Imbasól gaf Geirharði eftir prakkaralegt hik...um leið og hún henti sér í fangið á honum og sagði "audda veit ég það, kjánaprik, ég hef aldrei átt samleið með þessu almúgapakki. En einhvern veginn varð ég að gabba mig inn á þetta auðtrúa apasamfélag".
Flower, ekki það að ég geti fært sönnur á það persónulega en mér finnst það líka gott að þeim skuli þykja það gott. Það gefur mér enn eitt til að hlakka til í ellinni. En þangað til ætla ég bara að njóta alls þess sem millistríðsárin hafa upp á að bjóða.
Helga mín, aldeilis og eins og enginn sé morgundagurinn! Sem hann verður ekki einhvern morguninn. Notum tímann!
Rósa mín, ef við kæmumst í tæri við Tígradýrið zúperzexy á GamlaGarði hinum síðari (en samkvæmt nýjustu rannsóknum, hinum langtumfremri) þá fengju orðin laus og bundinn alveg nýja merkingu... Skítt með alla skynsemi - gáfur eru gull!
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 11.7.2008 kl. 03:31
Hahaha, Fagra daman á fullu gasi, enda Notthinghamsnóttin verið hlý og fögur!
Enn nú "opnar sloppin",
eðalfraukan hér.
Tekur niður "toppin",
teiga býður þér!
En þó aðallega MÉR!?)
Magnús Geir Guðmundsson, 11.7.2008 kl. 07:53
Skilgreini aldrei neitt! Síst af öllu kynlíf! Bara nýt þess ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 11.7.2008 kl. 17:03
Hrönn, ég vona að þú farir ekki að vorkenna mér vegna skilgreiningar minnar á kynlífi. Ég nebbla á það til að njóta þess líka...
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 11.7.2008 kl. 23:29
....hvarflar ekki að mér...... ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 11.7.2008 kl. 23:35
Ég vara við því að þessi sænska rannsókn sé heimfærð upp á aðrar þjóðir. Svíar eiga það sameiginlegt með rykmaurum að hugsa bara um kynlíf. Þá á ég við minni tegundina af rykmaurum. Það eru til tvær tegundir af rykmaurum og stærri tegundin hugsar um ýmislegt fleira. Er jafnvel dálítið menningarlega sinnuð.
Jens Guð, 12.7.2008 kl. 03:00
Mér er skemmt! .. eða ég er skemmd, eins og nýbúinn myndi orða það..
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 12.7.2008 kl. 03:48
Hvað segiru helga mín ..
ertu ekki enn hætt að reykja
ég er ekki búin að reykja í 8 daga og er bara ferskur á morgun verða þeir 9 og áður en ég veit af þá verður komið ár og síðan áratugur.
Bara að minna þig á það að sama hvenær þú verður reyklaus þa var ég reyklaus á undan þér.
Ahhh hvað það er mannnærandi og hollt að að skemmta sér á kostnað annarra.Brynjar Jóhannsson, 12.7.2008 kl. 13:18
Ég er svo fattlaus stundum Helga er oft búin að skoða bloggið þitt og var bara alls ekki búin að ná því hver þú ert, held ég sé búin að kveikja á perunni núna, en þú verður að viðurkenna að það er ansi langt síðan við höfum hist eða heyrst. Kveðja til þín og þinna Silla Gíslad frá Litladal
Sigurlaug Gísladóttir (IP-tala skráð) 12.7.2008 kl. 18:47
Langt á undan mér, Brynjar. Ég er stolt af þér strákur!
En æðislega frábært að sjá þig, elsku Silla mín! Öll manns aulablogg verða þess virði að hafa verið krotuð þegar maður finnur gamla vini gegnum þessa vitleysu. Það voru nú ekki ónýtar móttökurnar sem ég fékk hjá þér fyrir austan fyrir... guðmávita hversu mörgum árum! Nú þarf ég að að laumast á þitt blogg og lesa og lesa til að njósna um hvað á þína daga hefur drifið. *Knús og komdu sem oftast!!
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 12.7.2008 kl. 19:12
Takk sömuleiðis Helga mín já við skulum nú ekkert fara rifja upp hvað árin eru mörg þá þarf maður að fara finna út hvað við erum "ungar" . Á ekkert að fara kíka á Austurlandið? Ég er búin að færa mig um set eins og þú sérð ef þú ferð á mitt blogg, en þar er ég nú ekkert rosalega aktív. Vertu ævinlega hjartanlega velkomin, og vonandi sjáumst við hið fyrsta, en á meðan verðum við bara í bloggbandi knús og kossar til þín.
Sigurlaug Gísladóttir (IP-tala skráð) 12.7.2008 kl. 23:05
Ómææææ .. á ég sem sagt að skilja það þannig að þú mín yndislega Helga - og Valkyrjan Rósa - ætlið að binda mig niður í framtíðinni - og hmmm.. gera hvað við mig? Ætti ég að vera óttasleginn með framtíðina í huga - eða fullur tilhlökkunar?
Ætli maður verði ekki bara að mæta á Grund í leðuralfitti - til að fitta inn í leikinn!
Wofff ...
Tiger, 13.7.2008 kl. 18:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.