Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er varað við hálku og snjókomu á Fjarðarheiði, Hellisheiði eystri og Vatnsskarði eystra aðfaranótt laugardags. Einnig má búast við slyddu á Möðrudalsöræfum, Oddskarði, Vopnafjarðarheiði og Breiðdalsheiði.

Ég kem til Íslands eftir rösklega tvær vikur...  

Mmmm...

Farin afsíðis að ... hlæja upphátt...

PS. Ég lýg stundum.

 

 


mbl.is Varað við snjókomu og hálku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Yngvi Högnason

"Ísland, fagra Ísland, ástkær fósturjörð.......... í júní!!!!! 
PS. Þetta með lygina,meintirðu að hlægja upphátt eða koma?

Yngvi Högnason, 28.6.2008 kl. 07:32

2 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Að hlæja upphátt. Hitt hefði flokkast undir að feika´ða.  

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 28.6.2008 kl. 08:57

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Helga. Þegar ég bjó fyrir austan sagði ég alltaf að það snjóaði einna minnst í júlí....það er bara júni ennþá.......hér áður fyrr kom Smyrill (sem var á undan Norrænu) alltaf sína fyrstu ferð um miðjan júní. Þá var oftar en ekki snjór á Fjarðarheiði, enda er hún 630 metra hæð, jafn há og hæsti tindur Akrafjalls.- kv. úr sólinni á Akranesi.

Haraldur Bjarnason, 28.6.2008 kl. 09:21

4 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Sólarkveðjur til þín, Haraldur minn.  Mér er nú heldur ekki eins leitt og ég læt, raunar hlakka ég afskaplega mikið til að koma í heimsókn núna í sumar. Það eru mörg ár síðan ég hef séð Ísland á þeim tíma árs. Fyrirhugaður heimflutningur er aftur ögn meiri hjartaverkur en það þýðir ekkert annað en taka nýjum ævintýrum fagnandi, vera jákvæður og bjartsýnn og gera sitt besta.

Mér er ekki alveg ljóst hvort ég var að reyna að sannfæra þig eða mig...

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 28.6.2008 kl. 12:19

5 identicon

brrrrr það er kalt núna...krakkarnir eru pakkaðir inn í 14 sængur og búið að kveikja á ofnunum...það næðir um í gamla húsinu mínu hérna á brekkunni minni...vona að það sé hlýrra á slóðum Hróa Hattar..

alva (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 00:55

6 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Tuttugasti og níundi júní... kalt og 14 sængur??  Guð minn góður, er ekki gler í gluggunum hjá þér kona..? Þak oná og allt þetta hefðbundna gums sem fylgir oftast gömlum húskofum sem ennþá er búið í..?  

CRYiNG  Sjö gráður á Celcius..! Ég var að skera lauk... Crying

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 29.6.2008 kl. 01:24

7 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Það hefur rokkað svona á bilinu 18 til 28 gráður síðustu vikur, oftast rétt um 20.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 29.6.2008 kl. 01:28

8 identicon

æi ég var aðeins að ýkjaEn ég kveikti á ofnunum og við fórum öll undir sæng í gærkvöldi, enda búin að vera mikið úti þann daginn..

alva (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 13:47

9 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Æi, það er nú bara kósí stundum, við kúrum oft fjögur undir minni tvíbreiðu. Þá þarf ekkert að vera kalt, bara eitthvað í sjónvarpinu sem öllum finnst gaman að.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 29.6.2008 kl. 13:57

10 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð.

Hér er snjór niður í miðjar hlíðar. Þrjár síðustu vikur hafa verið leiðinlegar hér á Norðausturhorninu. Sem betur fer sluppum við pabbi við hluta af þeim á meðan við vorum í höfuðborginni. Við komum heim 18. júní og þá lentum við í snjókomu á Mývatnsheiði og Mývatnsöræfum. Daginn eftir þegar ég leit út voru fjöllin grá alveg niður að bæjunum hérna hinu megin.

Snjórinn hopaði og hopaði en svo snjóaði niður í miðjar hlíðar aðfaranótt laugadagsins. Aðeins hopað en hér er ekki sumar fyrir fimmeyring og úthaginn er eins og í maí.

Takk fyrir góðar óskir á síðuna hjá mér. Ekki veitir af þegar það ser svona kalt og 1/3 af sumrinu er búinn.

Guð blessi þig og gefi þér gott sumar bæði úti og eins hér þegar þú kemur.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 30.6.2008 kl. 14:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband