Auðvitað virðir fólk ekki flugbannið

... þetta eru Íslendingar og vísasta leiðin til að fá fólk á staðinn er að banna aðgang.

Iceland 1000 Kronur L1961 P46 Flugbann getur reyndar verið ýmiskonar. Nú um helgina datt Rósa mín aldeilis í lukkupottinn og vann vikudvöl í sumardvöl hjá KFUM&K í Kaldárseli. Það varð heldur betur kátt í höllinni og nú átti að hafa hraðar hendur til að koma stelpunni heim, því dagskráin átti að hefjast á mánudag.

iceland_.jpg En Adam var ekki lengi í Paradís því ódýrasta farið heim á sunnudag og til baka um næstu helgi var 61 þúsund krónur... og vegna þess að farþeginn er bara 8 ára þá bættust við fimm þúsund krónur fylgdargjald hvora leið. Fargjaldið fyrir krakkann var þá komið í 71 þúsund, og þá var ennþá ótalinn kostnaðurinn við tvær ferðir héðan til London til að koma henni á vélina og sækja að viku liðinni.  

iceland Það kostaði sem sagt ekki undir 80.000 krónum að koma stelpunni til Íslands. Jafnvel þó hún hefði unnið vikudvöl í íslensku sveitinni að jafnvirði 25.000 krónur þá var kostnaðurinn við farið orðinn of hár til að við teldum gerlegt að leyfa henni að fara.

Iceland -Hvað ætli kosti að koma bangsanum aftur heim til sín? -Ætli þeir sem borga undir dýrið séu með svona ferðasjóð fyrir fleiri sjaldséð dýr sem eiga ekki fyrir farinu? -Ætli Rósin geti sótt um? Hún er örugglega síst hættuminni og að minnsta kosti jafn óútreiknanleg...

At the beach En ég vona að bangsinn komist heim til sín heill á húfi. Eigi góða ferð og að aungvir Íslendingar né annað mannfólk skaðist við gerð myndarinnar um hana. 

sad En Rósin þarf sennilega að safna svolítið lengur...

 


mbl.is Björgunaraðgerðir undirbúnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Hefðir átt að senda hana á tónleikana með Björk Iceland Express var að bjóða miða á 10000 kall en það er sennilega ekki fyrir börn sem að vilja koma heim

Jón Aðalsteinn Jónsson, 17.6.2008 kl. 15:58

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Helga mín.

Lífið leikur ekki alltaf við okkur Rósirnar. Við þurfum oft að dansa á Rósarstilkum eins og aðrir.

Áttu dóttir sem heitir Rósa? Það er nú kúl ef svo er.

Guð veri með þér

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 21.6.2008 kl. 16:51

3 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Já vinkona, rósin mín heitir Rósa Signý og hún er sko kelling í krapinu get ég sagt þér!  Hún var nú svo heppin að Sólrún í Kaldárseli var svo ofsalega elskuleg að bjóða henni að skipta á vikum og koma öðru hvoru megin við verslunarmannahelgi í staðinn. Og mikil er nú tilhlökkunin, maður minn lifandi!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 21.6.2008 kl. 18:45

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Æðislegt og ég er hreykin að eiga nöfnu sem þú átt. Held ég sé að rifna, ég er svo montin.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 21.6.2008 kl. 19:01

5 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

 RosaHérna er spes kveðja til nöfnu á Íslandi! Rosa

rosa e farfalla *Knús* frá mömmunni líka!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 21.6.2008 kl. 19:18

6 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl aftur.

Mikið ert þú flott að finna út myndir og setja inn texta eins og inní hjartað. Já og svo skrifar Rósarstilkurinn á bréfið nafnið okkar Rósu. Þetta er glæsilegt.

Meiriháttar flott.

Kærar þakkir. RÓSA

Rósa Aðalsteinsdóttir, 21.6.2008 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband