17.6.2008 | 14:48
Auðvitað virðir fólk ekki flugbannið
... þetta eru Íslendingar og vísasta leiðin til að fá fólk á staðinn er að banna aðgang.
Flugbann getur reyndar verið ýmiskonar. Nú um helgina datt Rósa mín aldeilis í lukkupottinn og vann vikudvöl í sumardvöl hjá KFUM&K í Kaldárseli. Það varð heldur betur kátt í höllinni og nú átti að hafa hraðar hendur til að koma stelpunni heim, því dagskráin átti að hefjast á mánudag.
En Adam var ekki lengi í Paradís því ódýrasta farið heim á sunnudag og til baka um næstu helgi var 61 þúsund krónur... og vegna þess að farþeginn er bara 8 ára þá bættust við fimm þúsund krónur fylgdargjald hvora leið. Fargjaldið fyrir krakkann var þá komið í 71 þúsund, og þá var ennþá ótalinn kostnaðurinn við tvær ferðir héðan til London til að koma henni á vélina og sækja að viku liðinni.
Það kostaði sem sagt ekki undir 80.000 krónum að koma stelpunni til Íslands. Jafnvel þó hún hefði unnið vikudvöl í íslensku sveitinni að jafnvirði 25.000 krónur þá var kostnaðurinn við farið orðinn of hár til að við teldum gerlegt að leyfa henni að fara.
-Hvað ætli kosti að koma bangsanum aftur heim til sín? -Ætli þeir sem borga undir dýrið séu með svona ferðasjóð fyrir fleiri sjaldséð dýr sem eiga ekki fyrir farinu? -Ætli Rósin geti sótt um? Hún er örugglega síst hættuminni og að minnsta kosti jafn óútreiknanleg...
En ég vona að bangsinn komist heim til sín heill á húfi. Eigi góða ferð og að aungvir Íslendingar né annað mannfólk skaðist við gerð myndarinnar um hana.
En Rósin þarf sennilega að safna svolítið lengur...
Björgunaraðgerðir undirbúnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hefðir átt að senda hana á tónleikana með Björk Iceland Express var að bjóða miða á 10000 kall en það er sennilega ekki fyrir börn sem að vilja koma heim
Jón Aðalsteinn Jónsson, 17.6.2008 kl. 15:58
Sæl Helga mín.
Lífið leikur ekki alltaf við okkur Rósirnar. Við þurfum oft að dansa á Rósarstilkum eins og aðrir.
Áttu dóttir sem heitir Rósa? Það er nú kúl ef svo er.
Guð veri með þér
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 21.6.2008 kl. 16:51
Já vinkona, rósin mín heitir Rósa Signý og hún er sko kelling í krapinu get ég sagt þér! Hún var nú svo heppin að Sólrún í Kaldárseli var svo ofsalega elskuleg að bjóða henni að skipta á vikum og koma öðru hvoru megin við verslunarmannahelgi í staðinn. Og mikil er nú tilhlökkunin, maður minn lifandi!
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 21.6.2008 kl. 18:45
Æðislegt og ég er hreykin að eiga nöfnu sem þú átt. Held ég sé að rifna, ég er svo montin.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 21.6.2008 kl. 19:01
Hérna er spes kveðja til nöfnu á Íslandi!
*Knús* frá mömmunni líka!
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 21.6.2008 kl. 19:18
Sæl aftur.
Mikið ert þú flott að finna út myndir og setja inn texta eins og inní hjartað. Já og svo skrifar Rósarstilkurinn á bréfið nafnið okkar Rósu. Þetta er glæsilegt.
Meiriháttar flott.
Kærar þakkir. RÓSA
Rósa Aðalsteinsdóttir, 21.6.2008 kl. 23:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.