Ömurleg slátrun í Skagafirði

"Það hefði hins vegar verið hægt að henda æti að honum og reyna að lokka hann í gildru eða búr. „Ég er því ósáttur við að ekki var reynt frá byrjun að ná honum lifandi og það hefði átt að loka veginum," sagði Egill Steingrímsson, héraðsdýralæknir á Blönduósi.

Að sögn Ingiveigar (Gunnarsdóttir, leiðsögumaður og ráðgjafi sem sérhæfir sig í vistvænni ferðamennsku, og starfar hjá Excellentia ferðamiðlun og ráðgjöf) eru hvítabirnir í mikilli útrýmingarhættu og því veki þessi atburður í morgun óhug hjá henni og segir hún það ekki sæma þjóð sem státar af ósnortinni náttúru og því að standa framarlega í umhverfismálum, að sýna slíka óvirðingu fyrir villtu dýralífi.  Umhverfisráðherra verður að gefa skýringar og sæta ábyrgð, segir Ingiveig. 

„Hvaða vald getur umhverfisráðherra tekið sér þegar um er að ræða dýrategund sem er í útrýmingarhættu.  Það hefði verið hægt að bjarga dýrinu, af hverju var ekki talað við dýralækni, af hverju var þessi ákvörðun tekin án þess að málið væri krufið til mergjar," segir Ingiveig og bætir við að þessi viðbrögð stjórnvalda sýni virðingarleysi fyrir náttúrunni og villtu dýralífi.

Ég er sammála Agli og Ingiveigu. Og rosalega hlýtur bjarnarbaninn að vera stoltur yfir afreki sínu. Svei attan! Það er ekki sama hvaðan gestirnir koma hvernig tekið er á móti þeim á Íslandi. Var þessi of hvítur?? Angry


mbl.is Einmana og villtur hvítabjörn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Elsku bloggvinkona, ég bloggaði líka um þetta.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 3.6.2008 kl. 18:27

2 Smámynd: halkatla

ég er búin að blogga um þetta þrisvar í dag á nýja blogginu mínu, er gjörsamlega að missa mig af sorg, en líka smá gleði yfir því að fólk sé upptilhópa svona brjálað yfir þessu. Þá er enn von.

halkatla, 3.6.2008 kl. 19:35

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég er með skoðun á þessu máli en ætla ekki að segja frá...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 3.6.2008 kl. 19:40

4 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Ég held að við Anna Karen séum þær einu hér um að vera sammála því að þetta hafi verið ógeðfelld móttaka og flestum sem að komu til lítils sóma.

En það er nú svona krakkar mínir, við þurfum ekkert að vera sammála til að vera vinir. Ég skil rök þeirra sem verja þetta. Ég tel bara að með smá hugsun og skynsemi hefði mátt ná dýrinu lifandi og ósærðu. Að mínu áliti var þetta algerlega ónauðsynlegt dráp og það hryggir mig að lesa þessar fréttir úr firðinum mínum.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 3.6.2008 kl. 19:55

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

".....ekki sæma þjóð sem státar af ósnortinni náttúru"

Hér rísa álver bak við hvern hól! Missti hún af því?

Hrönn Sigurðardóttir, 3.6.2008 kl. 20:00

6 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Ég er nú alveg sammála, það hefði í það minnsta mátt reyna að þyrma lífi bangsa, það hefði nú klárlega ekki drepið neinn að reyna...

Svo er aldrei að vita, kannski hefðu náttúruverndarsamtök leyft okkur að veiða hval í friði fyrir vikið hehehe...

Haraldur Davíðsson, 3.6.2008 kl. 20:01

7 identicon

Nú fýsir mig að vita hvort þið, og einkum og sér í lagi Johnny Rebel, skilja rándýr að þessu tagi. Segi og skrifa RÁNDÝR!!! Eitthvert það hættulegasta í heimi. Ég er Skagfirðingur og bý í klukkustundar göngufæri fyrir svona dýr með konu mína og dóttur.

En hvað hefði nú verið sagt ef nefndur hvítabjörn hefði rölt sér heim á næsta bæ. Sá er nokkurra mínútna akstur frá þessum stað. Þar býr fjölskyldufólk líka.

Ég er sáttur við að dýrið var fellt fljótt og örugglega. Og hvað svo sem aðrir halda fram þá rann ekki meira morðæði á Skagfirðinga þennan dag heldur en Reykvíkinga um hverja helgi.

Stefán Jökull Jónsson (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 20:21

8 identicon

Ósammála, vel við brugðist, lang skynsamlegast að skjóta dýrið. Þið vitið ekkert um ísbirni til að taka skynsamlega ákvörðun um þetta.

Björninn var á leið í átt til byggða, ekki nema 6km frá byggð. Það hefði ekki verið spurning hvað gert yrði við hann ef hann dræpi barn eða manneskju nærri byggð enda þessi dýr mjög fær um slíkt verði þau hrædd eða svöng, hvað haldiði að svona dýr fái að borða hérna á landinu, ekki neitt nefnilega. Hann myndi drepa og rífa í tætlur og borða fyrsta barn sem hann kæmi auga á.

Og gaur það virka engin VENJULEG deifilyf á slíka skemmnu, það voru engin deyfilyf af réttri tegund á landinu.

Steinar (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 20:24

9 Smámynd: Yngvi Högnason

Ég átti nú von á histeríukasti út af þessu og jafnvel að Birni Bjarnasyni yrði kennt um þetta,annað eins upphlaup hefur nú orðið á blogginu út af litlu sem engu.
   En ekki átti ég von á því hér.

Yngvi Högnason, 3.6.2008 kl. 20:36

10 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Ég skil alveg tilfinningu og rök Stefáns Jökuls. Vissulega væri ekki um það að ræða hvor "ætti réttinn" ef valið væri milli manns eða dýrs. Ég er sjálf fjölskyldumanneskja auk þess að vera fædd og uppalin á sveitabæ í Skagafirði svo ég skil vel verndartilfinninguna gagnvart sínu "hreiðri".

En þarna voru háværar raddir um að ranglega hafi verið að þessu öllu staðið frá upphafi, meðal annars með því að lögregla skyldi ekki hafa lokað veginum langt frá dýrinu beggja megin um leið og fréttir bárust af því. Þá hafa nú þyrlurnar farið í útköll af minna tilefni en ísbirni á ferli á fjallvegi. Með henni hefði mátt fylgjast grannt með ferðum dýrsins meðan dýralæknum og öðru fagfólki væri komið á staðinn með réttan búnað til að ná birninum lifandi. Og almenningi öruggum.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 3.6.2008 kl. 20:45

11 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Sammála Johnny. Og það er engin hystería í gangi hérna, Yngvi minn. Ég bara vildi óska að þessi ísbjörn hefði komist lifandi til baka "heim til sín". Ég hef séð birnu með lítin húnahnoðra á ísjaka við Grænland. Það var falleg sjón og tignarleg. Og það eru ekki nema (að því að talið er) rúmir 20 þúsund hvítabirnir eftir í öllum heiminum og þeim fer hratt fækkandi.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 3.6.2008 kl. 20:56

12 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

PS. Stefán Jökull, flott skot á "Tjöruborg" (eins og snillingur Steini minn kallar Reygjavíg).  

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 3.6.2008 kl. 21:02

13 Smámynd: Evil monkey

Að sjálfsögðu væri réttlætanlegt að skjóta dýrið ef það hefði ógnað einhverjum. En í fyrsta lagi þá var hann bara á röltinu greyið, og tíu manneskjur miðandi á hann, þannig að það hefðu nú verið hæg heimatökin að aflífa hann ef hann hefði tekið sig til og STOKKIÐ fimmtíu metra, eða hvað það nú var, að næstu manneskju, í öðru lagi, þá er það staðreynd að ísbirni er yfirleitt mjög auðvelt að stökkva á flótta, þeir ráðast mjög sjaldan á manneskjur, og það er í lögum sums staðar þar sem hvítabirnir eru algengir, að það þurfi að vera hægt að sýna fram á það að manneskjur hafi reynt að stökkva bangsa á flótta áður en hann var drepinn.

Hver einasti ísbjarnarhúnn sem kemst á legg er kraftaverk! Þessi bangsi hafði náð að lifa af í harðgeru umhverfi og komast upp á (næstum, var ekki einu sinni alveg fullvaxinn) fullorðinsár, og þá er hann bara plaffaður niður af einhverjum köllum í byssuleik??

Þetta er hreinlega til háborinnar skammar!

Evil monkey, 3.6.2008 kl. 21:03

14 Smámynd: Linda

Þetta er ömurlegt á alla staði, svo fór það með mig þegar það var sagt í fréttum að kjötinu yrði fargað þar sem ekki væri hægt að éta kjöt úr dýri í útrýmingar hættu.  Mér var spurn, og er það í lagi að drepa slíkt dýr??

knús vina

Linda, 3.6.2008 kl. 21:04

15 identicon

Þetta var illa  ígrundað DRÁP á dýri í útrýmingarhættu,hafið skömm fyrir skyttur.

Málfríður (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 21:26

16 Smámynd: Tiger

  Well, þar sem ég elska þig! Þá ætla ég ekki að segja þér mína skoðun á þessu villidýri. Ég ætla bara að strjúka á þér kviðinn og elska með þér friðinn - eða kannski bara elska þig áfram..

Tiger, 4.6.2008 kl. 00:15

17 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Ég sætti mig alveg við að þú elskir mig bara áfram, Tígradýrið mitt urrandi sexý og sísæta. Werðum bara að knúsast á dísugrísirnar in this one, babe...

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 4.6.2008 kl. 00:34

19 Smámynd: Halla Rut

Hum, dálítið hissa á þér vinkona. En ég fyrirgef þér einfeldnina fyrirfram.

Svangur, 250 kílóa Ísbjörn með 10 cm klær og tennur, á leið til byggða. 

Halla Rut , 4.6.2008 kl. 11:21

20 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Mannaþefur í helli mínum! Mmm sounds good.. even to me!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 5.6.2008 kl. 00:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband