24.3.2008 | 10:29
Hún er fundin!
Síðasta íslenska beinakellingin er komin í leitirnar í Kjósinni, þar sem hún hafði borið beinaber beinin. Hún var flutt beina leið á Lansann þar sem skorðið verður úr um það hvort hún hafi verið komin í beinan kvenlegg frá fyrstu íslensku ellikellingunni.
...en nú er íslenska bullukellingin í Englandi að hoppa út í bíl með sínu fólki og bruna upp til Skotlands, þar sem við ætlum að skottast fram á föstudag.
Mannabein fundust á víðavangi í Kjósarhreppi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Nýjustu færslur
- Þaggað ofan í þeirri óþekku
- Sumir bókstaflega skíta peningum
- Klukk, þú ert´ann!
- Svartnætti
- 4Play: Sigur Ros
- Ammæli
- Fíknó fattaði og tengdó dó ekki
- CRAFT
- Didgeridoo dododo
- Djöfullinn danskur
- Silfurskotturnar
- Paul Whatshisname á leið til landsins - í nótt! Jibbí, allir ...
- Sölva Ford á Íslandi - missið ekki af þessari frábæru söngkonu
- Ég fann apahreiður!
- Hamingja Ísfólksins er bráðsmitandi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2008
2007
Bloggvinir
- Steingrímur Helgason
- Tiger
- Sverrir Stormsker
- Yngvi Högnason
- Markús frá Djúpalæk
- Jakob Jörunds Jónsson
- Sigurbjörn Friðriksson
- Kolbrún Hilmars
- Halla Rut
- Halla Vilbergsdóttir
- Anna Einarsdóttir
- Árni Gunnarsson
- Haraldur Davíðsson
- Jens Guð
- Skattborgari
- Rannveig H
- Helga Dóra
- Einar Bragi Bragason.
- Gunnar Ásgeir Ásgeirsson
- Benedikt Halldórsson
- kiza
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Eyþór Árnason
- Ingi B. Ingason
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Inga Lára Helgadóttir
- Brynjar Jóhannsson
- Jóhann Páll Símonarson
- Jón Svavarsson
- Linda
- Hrönn Sigurðardóttir
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Ágúst Dalkvist
- Huld S. Ringsted
- Jóna Á. Gísladóttir
- Hlynur Þór Magnússon
- Grænlandsblogg Gumma Þ
- Freyr Árnason
- Gústaf Níelsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Þröstur Helgason
- Karl Gauti Hjaltason
- Óskar Helgi Helgason
- Sigurjón Sigurðsson
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Guðný Jóhannesdóttir
- Bryndís G Friðgeirsdóttir
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Flower
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Sævar Einarsson
- Bjarki Tryggvason
- Bergur Thorberg
- Óli Ingi
- Alfreð Símonarson
- Kristján G. Arngrímsson
- polly82
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fannar frá Rifi
- Loopman
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Einar Vignir Einarsson
- LKS - hvunndagshetja
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Heimir Tómasson
- Lovísa
- Hugrún Jónsdóttir
- Brynja skordal
- Hlynur Jón Michelsen
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Júlíus Valsson
- Handtöskuserían
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Ungar konur
- Runólfur Jónatan Hauksson
- Vefritid
- Gulli litli
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Ingunn Guðnadóttir
- Brjánn Guðjónsson
- Bjarni Harðarson
- Emma Agneta Björgvinsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- Bwahahaha...
- dittan
- ÞJÓÐARSÁLIN
Athugasemdir
Finnst þér þetta fyndið?
Nei ég bara spyr?
Ef þetta er nú manneskja, og þó svo að þetta sé af dýri, þá finnst mér þetta nú meira en óviðeigandi.
Kíktu nú aðeins inná við og athugaðu hvort það sé ekki allt í lagi hjá þér.
Dísa (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 10:59
fullorðin kona að tala svona.... mér blöskrar
Íris (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 11:02
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 24.3.2008 kl. 11:10
Beinafundi byrjar ekki dár og spé. Um slíkt skall fjalla af grátklökkvandi alvöru.
Jóhannes Ragnarsson, 24.3.2008 kl. 11:12
Húmorsleysið er beinlínis grátlegt.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 24.3.2008 kl. 11:26
Voðaleg leiðindi eru þetta í ykkur. Talandi um hvort ekki sé allt í lagi einhversstaðar..hmmm
Gunnar Th. Gunnarsson, 24.3.2008 kl. 11:29
Nei...
Þú ert grátleg að lifa svo innantómu lífi að þurfa að nota andlát annarra sem húmor.
Ég tala stundum við vini mína og segi sem svo, "hvað er komið fyrir íslendinum". Og finnst siðleysið og sálleysið algjört.
Þú veist ekki hvaðan þessi bein komu, þú veist ekki að þetta gæti verið, systir, frænka, móðir, jafnvel mín eða þín?
Finnst samt ágætt að vita til þess að jafnvel séu þessir siðlausu að fara úr landi, og eru þá jafnvel best geymdir í skotlandi eins og þú!
Dísa (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 11:34
Það er talið að þessi bein séu af konu, og að þau hafi legið þarna að minnsta kosti 10-30 ár. Mér finnst nú sárasaklaust að kersknast aðeins með þetta, það hafa íslendingar gert í gegnum aldirnar og ekkert verið taldir verra fólk fyrir vikið.
Markús frá Djúpalæk, 24.3.2008 kl. 12:29
Ég er farin út að leika mér með leggina mína og skeljarnar. Við skulum vona "dísu" vegna að það séu ekki lærleggir og hnéskeljar...
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 24.3.2008 kl. 12:42
æ hvað það er nú gott að vita að þú berð enga virðingu fyrir jarðneskjum leifum annarra, fínt væri að hoppa og hía á gröf móður þinnar, þetta er nú allt í glensi hvort sem er
hvort sem þetta sé úr kirkjugarði þarna nálægt eða hvort þarna séu komin fram bein konu sem hvarf þá finnst mér vitsmunafarið hjá þér vera sambærilegt cro-magnon. Gleymist hratt að hér hafa allmörg mannshvörf orðið, en í rauninni skiptir það ekki máli. þú ert greinilega týpan sem hrækir á gröf annarra því það hefur þú gert hér.
Íris (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 13:05
Helga Guðrún er semsagt orðin Cro-Magnon-rasisti!
Markús frá Djúpalæk, 24.3.2008 kl. 13:31
Neanderdalsmenn höfðu mikla samkennd og virðast hafa hugsað um hina veiku og öldruðu. Greftrunarsiðir þeirra benda og til átrúnaðar á annað líf. Cro Magnon maðurinn kom til Evrópu fyrir 40-45 þúsund árum og var á sömu svæðum og Neanderdalsmaðurinn. Cro Magnon voru of fámennir til að geta útrýmt Neanderdalsmanninum, en þeir hafa eflaust haft áhrif á útrýmingu þeirra. Kannski komin tenging hér
Markús frá Djúpalæk, 24.3.2008 kl. 13:37
Ég hef alveg húmor fyrir svona... en mér fannst þetta bara ekkert fyndið...
Andri (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 16:06
Það er nú alveg skefilegt að sjá hversu óvirðulega þú skrifar um öskubakka. En, endilega meira svo að bónusheilarnir geti hneykslast.
Yngvi Högnason, 24.3.2008 kl. 20:20
Hvaða, hvaða, hvaða ???
Ég hef nú séð færslur sem eru mun meira sjokkerandi en þetta blogg ?
Er þetta eitthvað persónulegt með þessa andúð ?
Lárus Gabríel Guðmundsson, 24.3.2008 kl. 21:44
Já Lárus, það er það, nafnlausu athugasemdirnar hér að ofan komu allar úr sömu tölvunni, verst hvað hún er óákveðin með hvað hún vill heita. En mér fannst karlmannsnafnið sem hún notaði fara best við útlitið á henni. Stundum kemur sér vel að eiga tölvumenntaðan mann.
En málfrelsið er okkur mikilvægt og ég blokkera helst ekki fólk, þótt því sé illa við mig.
Annars erum við nú komin á fallegt hótel í Glasgowborg og erum í himnasælu með lífið og tilveruna. Það muggaði á okkur þegar við renndum inn í skoska landhelgi og það fannst okkur heimilislegt. Skotar eru líka skemmtilegt fólk; miklir sagnamenn, glaðlyndir, jákvæðir og syngja saman. Það þykir minni nú ekki leiðinlegt!
Vink að sinni frá herbergi 328 Erskine Bridge Hotel.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 24.3.2008 kl. 23:10
Yngvi: Það virðist ómögulegt að gera þessu bindindisliði til geðs; fyrst vælir það árum saman sömu þurrkuntuþuluna um að fólk eigi að "drepa í sígarettunni". Svo þegar einhver gefst upp og gegnir því, þá verður allt vitlaust yfir hvar það var gert!
Vanþakkláta pakk.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 25.3.2008 kl. 02:48
Er enginn húmor hér hvað er þetta .....mér finnst nú alveg í lagi að grínast aðeins með þetta
Einar Bragi Bragason., 25.3.2008 kl. 18:02
Húmor er hryllingur
Markús frá Djúpalæk, 25.3.2008 kl. 18:12
Það er alltaf sama sagan með þig Helga mín.
Þú ferð alltaf að 'skokkera' bjánana & ég hlæ lángmest & hæst af því að ég er vitlausari en þeir í því að skilja á minn hátt eitt grin um einn öskubakka til eða frá.
'Bite an haggiz 4 mí girlí' ..
Steingrímur Helgason, 27.3.2008 kl. 00:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.