Mamma, ertu að fara að skrifa kynlífsbók?

...spurði sonur mig um daginn.

"Nei, elskan, ekki stendur það nú til, hvernig dettur þér það í hug?", spurði ég hálfhissa á móti.

"Ég hélt að þú værir komin í einhverja rannsóknarvinnu, -til hvers ertu annars að prenta út allt sem Jóna Ingibjörg kynfræðingur er búin að skrifa á blogginu?", spurði drengurinn og hélt á hundrað blaða handritsbunka í fanginu.

Mér finnst gaman að lesa bloggið hjá Jónu og hafði rekist á flotta mynd á síðunni hennar sem ég hafði ætlað að prenta út. Eina mynd. Nú sárvantar mig prentarablöð - en börnin eru orðin vel upplýst. Happy


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ætlarðu aldrei að verða fullorðin?

Eins eftirsóknarvert og það nú er. 

Árni Gunnarsson, 22.1.2008 kl. 23:01

2 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Þú hefur trúlega lítinn grun um það, Árni minn, hversu oft ég hef verið spurð þessarar spurningar.

Sennilega verð ég gömul án þess að verða nokkurn tíma fullorðin.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 22.1.2008 kl. 23:38

3 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Helga mín, ég elska svona "barnaskap" enda er bloggið yfirfullt af ráðsettu "fullorðnu" fólki sem talar í kór.

Og takk fyrir póstin.

Benedikt Halldórsson, 23.1.2008 kl. 01:10

4 Smámynd: Lárus Gabríel Guðmundsson

Góð

Lárus Gabríel Guðmundsson, 23.1.2008 kl. 01:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband