20.11.2007 | 00:34
ER EKKI TÝNDUR HLEKKUR Í ÞESSARI SÖGU?
Kona er sektuð um hundrað þúsund kall fyrir að aka á dreng á götu á Selfossi. Í fréttinni kemur fram að bæði ökumanni og föður drengsins ber saman um að hún hafi ekið á gönguhraða, sem ætti því að jafnast á við harða hrindingu. Hvergi kemur fram að hún hefði ekið á barnið á/eða við gangbraut eða verið undir áhrifum áfengis eða lyfja. Strákurinn, skilst manni, féll í götuna og kjálkabrotnað í fallinu.
-Eru ekki götur ætlaðar fyrir bifreiðar og önnur vélknúin ökutæki? -Eru ekki alla jafna gangstéttir meðfram þeim, sem ætlaðar eru fyrir gangandi "vegfarendur"?
-Fyrir hvað var konan sektuð? Og í framhaldi af því, ef "sekt" þótti sönnuð, er þá ekki kominn grundvöllur fyrir foreldra götustráksins kjálkabrotna á málshöfðun til miskabóta?
-Er ég ein um að þykja eitthvað vanta hérna?
Dæmd í sekt fyrir að aka á dreng | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
í Danmörku átti alltaf gangandi vegfarandi réttinn!...veit ekki með Ísland, en hef hagað mér samkvæmt því!...pjúfff
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 20.11.2007 kl. 01:39
Hahaha, ég skil hvað þú meinar Anna en þá ætti samkvæmt bókinni sá að vera í rétti sem stætti færis og henti sér fyrir framan bíl á ferð. Það er eitthvað hérna sem gengur ekki upp.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 20.11.2007 kl. 01:44
sætti.. ekki stætti..
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 20.11.2007 kl. 01:45
Til að öðlast einhvern skilning á þessum dóm þá bendi ég þér á að lesa dóminn. Hann er að finna hér: http://www.domstolar.is/domaleit/nanar/?ID=S200700256&Domur=4&type=1&Serial=1&Words=
Eftir að hafa lesið dóminn kemur í ljós að drengurinn var að hjóla yfir gangbraut. Þó svo að alla jafna sé mælt með því að reiða hjól yfir gangbraut þá gefur það ekki tilefni til sýknudóms í þessu tilviki.
Þegar allt kemur til alls þá er bara bannað að keyra á krakka á gangbrautum!
Allt í allt greiðir hún krónur 253.479,- auk annars afleidds kostnaðar - stórir jeppar eru greinilega dýrari í rekstri en maður gerir sér grein fyrir!!
Kv.
S.Þ.
Siggi Þór (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 04:23
Bestu þakkir fyrir þetta, Siggi Þór! Þetta skýrir allt það sem fréttin gerði ekki. Þetta undirstrikar enn fremur rökstudda gagnrýni mína á lélega blaðamennsku.
Það er vond frétt sem vekur upp margfalt fleiri spurningar en hún "svarar".. þ.e. á mannamáli að þú rífur í hárið á þér af réttlátri gremju yfir fjandans letinni í blaðasnápnum að hafa ekki nennt að kynna sér málið og skilur þig ekki bara eftir engu nær heldur með vangaveltur um það sem dylgjað var um með bundið fyrir augun.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 20.11.2007 kl. 04:42
Sum kommentin eru gullkorn sem ætti að ramma inn.. sbr:
"Þegar allt kemur til alls þá er bara bannað að keyra á krakka á gangbrautum!" (Siggi Þór)
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 20.11.2007 kl. 04:48
Er smá masó í þér Mummi minn? Þig langar til að verða barinn smá, er það ekki?
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 20.11.2007 kl. 14:29
Mín er ánægjan og njótið vel. Hvort heldur sem er útskýringanna eða kommenta ;-)
Siggi Þór (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 15:59
Netfréttir moggans er oft hálfkveðnar vísur án fyrriparts.
Benedikt Halldórsson, 20.11.2007 kl. 21:50
Botnlausar. Þá er ekki von að maður botni neitt í neinu.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 20.11.2007 kl. 21:53
Mmmmm, magnaður Mummi ...
Steingrímur Helgason, 21.11.2007 kl. 11:30
Adam var skapaður fyrst og þá Eva. Það er rökrétt, því ef maður ætlar virkilega að vanda sig, þá gerir maður fyrst lauslegt uppkast - og hreinskrifar svo.
Það var síðan Adam sem beit í forboðna ávöxtinn sem kostaði þau Paradísarmissi. Það er líka í takti við það sem reynslan hefur kennt Evudætrum síðan; að það er vissara að hafa með þeim auga ef freistingar eru í boði.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 21.11.2007 kl. 15:12
Eins & Steve Jobs sagði einu sinni...
'Woman or Apple ..." ?
Greindur gutti, greindur gutti...
Steingrímur Helgason, 22.11.2007 kl. 00:27
Or is a Bore. Cleaver guys get both!
Varstu að segja eitthvað, Steini minn?
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 22.11.2007 kl. 00:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.