HVAR ER BLAÐAMANNAFÉLAGIÐ NÚNA?!

Geta allir sem vilja koma vörum sínum eða fyrirtækjum á framfæri fengið svona "frétt" um sig hjá Mogganum?? Með sjónvarpsviðtali og allt, bara til að minna á að búðin sé til og í fullum rekstri og selji allt mögulegt??

Það er ekki eins og hún eigi fimmtugs afmæli eða eitthvað, nei nei, bara 27 svo ekki er stórafmæli tilgangurinn. Og svo ef maður vill sjá "fréttina" þá er maður neyddur til að horfa fyrst á aðra auglýsingu frá Flugleiðum! Angry

Djöfuls siðleysi og smekkleysa! Blaðamannafélagið á að láta svonalagað til sín taka. Það er ekki í verkahring blaðamanna að búa til auglýsingar!!


mbl.is Fornlegir munir á Vesturgötunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ekki bað hún um þetta Helga mín

Huld S. Ringsted, 19.11.2007 kl. 17:42

2 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

-Eru þá að segja að hún hafi ekkert þurft að borga fyrir þessa auglýsingu? -Að þeir hafi bara komið rétt sisona uppúr þurru og gefið henni margra mínútna sjónvarpsauglýsingu bara af því að þeir höfðu ekkert skárra við tímann að gera?

Gerirðu þér grein fyrir hvað svona auglýsing kostar?

Ekki misskilja mig, ég hef ekkert á móti búðinni og eigandanum, síður en svo, ég elska að koma þarna inn og gramsa. En þegar fjölmiðill gerir sig sekan um svona yfirgengilega lágkúru, þá get ég ekki orða bundist sem gamall blaðamaður!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 19.11.2007 kl. 17:55

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Er sannað að hún hafi ekki beðið um þetta?

Aftur á móti hefur mér skilist að svona auglýsingar séu oft kostaðar af þeim sem um er fjallað. Hvort það er brot á einhverjum lögum er svo önnur saga.

Árni Gunnarsson, 19.11.2007 kl. 18:00

4 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Þetta er klárlega brot á siðareglum Blaðamannafélagsins og ég hreinlega heimta að þeir taki þetta mál upp á borð hjá sér!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 19.11.2007 kl. 18:02

5 Smámynd: Huld S. Ringsted

Já Helga ég er að segja það, hún bað ekki um þetta.

Huld S. Ringsted, 19.11.2007 kl. 18:03

6 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Nú er Helga ill grrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrr

Einar Bragi Bragason., 19.11.2007 kl. 19:00

7 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Já, virkilega.. og stórhneyksluð í ofanálag. Blaðamannastéttin hefur átt undir högg að sækja, álitslega séð, og svona vinnubrögð koma óorði á alla þá sem við þetta starfa af heiðarleika og heilindum. Ég ætla að skrifa siðanefndinni og leggja inn formlega kvörtun, og ég vona að það geri það fleiri. Svona forkastanlegan skrifhórdóm getum við ekki og eigum ekki að láta líðast.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 19.11.2007 kl. 19:27

8 Smámynd: Huld S. Ringsted

Kannski finnst þeim þetta frétt þó að þér finnist það ekki, veit ekki betur en að margar fréttir sem birtast á mbl séu ansi fáránlegar. Það eru ekki allir fréttamenn eins

Huld S. Ringsted, 19.11.2007 kl. 19:38

9 Smámynd: Þröstur Unnar

Róaðu þig snúlla.

Þröstur Unnar, 19.11.2007 kl. 19:53

10 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Það er skítalykt af málinu, ég verð nú bara að segja það.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 19.11.2007 kl. 20:06

11 identicon

Verslunin er svo hlaðin dýrgripum að það glamrar í henni þegar stigið er inn fæti ...

H. Magnússon (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 21:21

12 Smámynd: Sigurður Hreiðar

So so so so, Helga mín Guðrún, slakaðu nú aðeins á! Ef maður má ekki, sem blaðamaður, fjalla um efni sem maður hefur áhuga á og gaman af, að ótta við að einhver kunni að hafa hagnað af því, er illa komið fyrir okkur.

Ef við skilum efninu sæmilega faglega frá okkur eigum við ekki að óttast hugsanlega umræðu um textaauglýsingar. Veröldin væri fátækari ef við þyrðum ekki að fjalla um skemmtilega staði, jafnvel verslanir, af ótta við ásakanir um hagsmunatengsl.

Góð kveðja frá blaðamanni nr. 61.

Sigurður Hreiðar, 20.11.2007 kl. 08:14

13 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Við getum fjallað um allt mögulegt okkur hugleikið í pistlum og greinum. En að pakka illa gerðum auglýsingum í silfurpappír og presentera þær sem "fréttir", er bæði móðgun við lesandann.. og gerir þann aulalegan sem greiddi fyrir þær undir borðið.

Þú veist það sjálfsagt jafnvel og ég að þetta hefur lengi tíðkast hjá "sumum", en breytir ekki því að þetta flokkast undir vonda blaðamennsku og lágt atvinnusiðferði. Ég bakka ekki með það.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 20.11.2007 kl. 14:49

14 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Vond blaðamennska er fyrst og fremst að gera efninu vond skil. Þessir "sumir" sem þú nefnir hafa yfirleitt ekki orðið langlífir í starfi. Hins vegar eru aðrir "sumir", og það veist þú jafn vel og ég, sem hafa gengið of langt í hina áttina: Ekki má fjalla um það sem hugsanlega gæti komið umfjöllunarefninu vel fyrir ekkert.

Þessi filmubútur? Ég fór nú bara að skoða hann aftur því í fyrstu fannst mér hann ekki áhugaverður. Reyndar ekki heldur núna þegar ég horfði á hann til enda. Það liggur við að mér þyki hann hæfilega andlaus til að fallast á þá skoðun þína að hann sé dulin auglýsing. Það vantaði alla innlifun fréttamannsins í skranið! Sem sagt: Vond blaðamennska -- ef kvikmyndaðar fréttir eru þá blaðamennska!

Sigurður Hreiðar, 20.11.2007 kl. 15:21

15 identicon

Mér finnst synd að sjá svona duglega athafna konu eins og "Fríða frænka" er, endaust með fyrstu mönnum við opnum hjá GÓÐA HIRÐINUM NYTJAFÉLAGI SORPU vera að raða dóti í körfurnar og selja það svo milklu dýrara í búðinni hjá sér. Sama á um fólkið með básana sína í Kolaportinu.

Mér fins búðin hennar mjög heillandi en fer ekki þangað lengur.

kristjan (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 18:37

16 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Þarna verð ég að vera ósammála Kristjáni. Það er einmitt hennar skemmtilega vinna að finna gamla muni á sem bestu verða til að geta endurselt með einhverjum hagnaði. Öðruvísi gæti hún ekki rekið búðina.

Öfugt við Góða hirðinn þá er hún ekki í góðgerðarstarfsemi með sína verslun og á sama rétt og allir aðrir til að versla þar sem henni sýnist.

Það var hvorki búðin né eigandinn sem ég beindi spjótum mínum að, heldur siðferðið í blaðamennskunni á sumum bæjum. Mér þykir búðin fín og eigandinn er það örugglega líka.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 21.11.2007 kl. 19:10

17 identicon

Voðaleg viðkvæmni er þetta, ég veit ekki betur en að flest dagblöð sem hafa litið dagsins ljós hér á Íslandi og út um víða veröld skrifi reglulega um "daglegt líf" og menningu. Yfirleitt eru þær greinar umfjöllun um verslanir, kaupmenn, hönnuði, listamenn og fleira fólk sem er jafnvel að selja eitthvað og enginn segir neitt við því, sérstaklega svona skömmu fyrir jólin - gjarnan ein smákökuuppskrift látin fylgja með. ...Er þessi pirringur ekki bara vegna þess að þessi umfjöllun er í sjónvarpsforminu? Haaaa.....

Solla (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 19:32

18 identicon

Ég var kannski ekki að eina orðum mínum til þín Helga, ég er líka sammála um að þetta er auglýsing en ekki frétt og á ekki skilt við fréttamennsku sem slíka. En mér leiðist að sjá búðareigendu kaupa upp bestu bitana í GÓÐA HIRÐINUM til þess eingöngu að græða sjálft á þeim í sinni búð. Þarna kemur fólk með lítið á milli handanna til að kaupa sér eitthvað til heimilisins en og jafnvél öryrkjar sem get ekki mætt 30 minútum fyrir oppnum og staðið í röð til að berjast við þessa búðareigendur um bestu bitan. Ég hef séð það bókstaflega hlaupa inn á undan til að ná þessu. Hefur þú séð röðina þarna? Sömuleiðis man ég eftir búðareigendum sem hamstra í Bónus og selja svo mikið dýrara í sínum smá núðum . Mjög hvimleitt. Þetta hefur ma haft í för með sér að maður sér stundum skilti í td Bónus um "aðeins tvö á mann" vegna þessa um afsláttarvörur. Hvernig er þetta annars , þarf ekki að borga söluskatt af þessu kaupum?

kristjan (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband