18.11.2007 | 14:11
EIGUM VIÐ AÐ SJÓÐA OKKUR SKYR Í KVÖLD, HEILLIN?
"Það kann að koma sumum á óvart, en það var ekki stór ákvörðun fyrir ungan hagfræðing í fjármálahverfinu hjá Wall Street, Sigurð Hilmarsson, að venda kvæði sínu í kross, byrja að flóa skyr og framleiða það ofan í New York-búa."
-Síðan hvenær hefur skyr verið flóað? -Þ.e. soðið? -Hvaða rugl er hérna í gangi? -Er ég bara búin að vera of lengi í útlöndum? Ég skil ekki svona málfar.
Sagði skilið við fjármálahverfið og hóf framleiðslu á skyri í New York | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:01 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Nýjustu færslur
- Þaggað ofan í þeirri óþekku
- Sumir bókstaflega skíta peningum
- Klukk, þú ert´ann!
- Svartnætti
- 4Play: Sigur Ros
- Ammæli
- Fíknó fattaði og tengdó dó ekki
- CRAFT
- Didgeridoo dododo
- Djöfullinn danskur
- Silfurskotturnar
- Paul Whatshisname á leið til landsins - í nótt! Jibbí, allir ...
- Sölva Ford á Íslandi - missið ekki af þessari frábæru söngkonu
- Ég fann apahreiður!
- Hamingja Ísfólksins er bráðsmitandi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 170349
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2008
2007
Bloggvinir
- Steingrímur Helgason
- Tiger
- Sverrir Stormsker
- Yngvi Högnason
- Markús frá Djúpalæk
- Jakob Jörunds Jónsson
- Sigurbjörn Friðriksson
- Kolbrún Hilmars
- Halla Rut
- Halla Vilbergsdóttir
- Anna Einarsdóttir
- Árni Gunnarsson
- Haraldur Davíðsson
- Jens Guð
- Skattborgari
- Rannveig H
- Helga Dóra
- Einar Bragi Bragason.
- Gunnar Ásgeir Ásgeirsson
- Benedikt Halldórsson
- kiza
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Eyþór Árnason
- Ingi B. Ingason
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Inga Lára Helgadóttir
- Brynjar Jóhannsson
- Jóhann Páll Símonarson
- Jón Svavarsson
- Linda
- Hrönn Sigurðardóttir
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Ágúst Dalkvist
- Huld S. Ringsted
- Jóna Á. Gísladóttir
- Hlynur Þór Magnússon
- Grænlandsblogg Gumma Þ
- Freyr Árnason
- Gústaf Níelsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Þröstur Helgason
- Karl Gauti Hjaltason
- Óskar Helgi Helgason
- Sigurjón Sigurðsson
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Guðný Jóhannesdóttir
- Bryndís G Friðgeirsdóttir
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Flower
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Sævar Einarsson
- Bjarki Tryggvason
- Bergur Thorberg
- Óli Ingi
- Alfreð Símonarson
- Kristján G. Arngrímsson
- polly82
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fannar frá Rifi
- Loopman
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Einar Vignir Einarsson
- LKS - hvunndagshetja
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Heimir Tómasson
- Lovísa
- Hugrún Jónsdóttir
- Brynja skordal
- Hlynur Jón Michelsen
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Júlíus Valsson
- Handtöskuserían
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Ungar konur
- Runólfur Jónatan Hauksson
- Vefritid
- Gulli litli
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Ingunn Guðnadóttir
- Brjánn Guðjónsson
- Bjarni Harðarson
- Emma Agneta Björgvinsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- Bwahahaha...
- dittan
- ÞJÓÐARSÁLIN
Athugasemdir
Er ekki átt við að mjólkin er hituð/flóuð fyrst, áður en hleypirinn er settur saman við?
kv.
nöldrari (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 14:21
Í fréttinni er talað berum orðum um að flóa skyr ...
Gaman væri að fá útskýringu á þessari aðferð við skyrgerð ...
H. Magnússon (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 14:36
Þetta er einfaldlega bull og svo bara fyndið að tengja þetta við áhuga hans á matreiðslu!
En auðvitað hefur þú verið allt of lengi fjarri góða Helga guðrún, Glæsileika Íslands sett niður þess vegna að mér skilst!
Magnús Geir Guðmundsson, 18.11.2007 kl. 15:59
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 18.11.2007 kl. 16:16
Ekki alveg rétt heldur. Það er undanrennan sem hituð upp að suðumarki og látin kólna ofan í 40 gráður áður en skyrþéttir og ostahleypir eru settir saman við.
En það er gaman að sjá þetta fyrir sér: "-Viltu lækka undir skyrinu, elskan!"
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 18.11.2007 kl. 17:18
Well, most things do... so, who knows!
Ok, kannski ekki skyr. Ferlegt törnoff eiginlega.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 18.11.2007 kl. 23:54
Varstu nokkuð í sveit í Vallanesi? Mamma mín framdi einhvern tíma þennann viðbjóð og bar á borð fyrir mig og önnur fórnarlömb. Ég kenni henni ennþá um skipbrot æskuáranna og það er sko ekki brennsa eða sígó að kenna ónei.. hræringurinn óbjóðslegi er örlagavaldur í þeim dramadansi. Og svo kom súrmjólkin.... -er nema von að við höfum orðið ýmist alkar eða blaðamenn? Stundum even bæði..
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 19.11.2007 kl. 00:34
Ja nú þykir mér skyrinu slett!
Ekki get ég orða bundist þegar skyrhræringnum eru sendar þvílíkar kveðjur sem hér. Þetta er mesti herramannsmatur og ætti að vera hafður í forrétt í öllum viðhafnarveislum. Veit ekki annað en að í brúðkaupi aldarinnar sem framið var seint í gær hafi skyrhræringur verið uppistaðan í veisluföngunum ásamt með súrum blóðmör og hrútspungum. Urðu þar margir hrærðir og viknuðu eins og til var ætlast.
Hann Guðmundur Árnason langafabróðir minn sem um langt skeið ferðaðist um sveitir sem erindreki menningarinnar á Íslandi og nefndur var Gvendur dúllari hafði mjög afdráttarlausar skoðanir á þessum þjóðarrétti okkar. Því til sönnunar var eftir honum höfð svohljóðandi ályktun:
"Hún fóstra mín hafði ekki nema einn galla, en hann var líka stór. Og það var að hún setti ævinlega grautinn út í skyrið í staðinn fyrir að setja skyrið út í grautinn!"
Og það er ég meira en sannfærður um að þessi grátlega reynsla ykkar af skyrhræringnum á rætur sínar að rekja til mistaka af þessum toga.
Svona getur nú fljótfærni sem að lítt ígrunduðu máli sýnist ekki stórvægileg, haft hrikalegar og óbætanlegar afleiðingar.
Árni Gunnarsson, 19.11.2007 kl. 01:01
Ég átti afskaplega góða foreldra og hefði átt fína æsku ef ég hefði ekki átt eldri bróður. Hann hafði ekki sama skilning á heiminum og við hin. Eða hafi hann haft það, þá deildi hann því ekki með hinum.. . En við lifðum það öll af og hann líka. Merkilegt.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 19.11.2007 kl. 01:12
Þú ert sko hetja í lifanda lífi. Lifðir af barnæskuna blindfullur og í beinu framhaldi 16 ár án hvítvínsins og brennsans. Það kallar á veisluhöld og skál...dskap.. djö hvað mar er klár að bjarga sér sko.. .. - en að þú hafir lifað af 4!! (segi og skrifa: FJÓRA) bræður, það kallar á riddarakrossinn!
En þar sem ég hef aldrei komist nær honum en að leika hin hlutverkin, s.s. hrókur alls fagnaðar, óbarinn biskup, algert peð, drottning drauma minna (Einar), kóngur í ríki þínu (Einar líka..) þá ætla ég að skottast út af skákborðinu og óska þér til hamingju með að vera á lífi.. og að því er virðist, tiltölulega óbrjálaður.
Húrra fyrir þér!
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 19.11.2007 kl. 04:17
Árni minn, veistu að það er nákvæmlega sama hvernig þessu baneitraða bjakki var sullað saman, þetta var alltaf sami óbjóðurinn.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 19.11.2007 kl. 04:26
nú veit ég loksins hvað hefur verið að hrjá mig, skyrhræringur úr æsku bragðlaukarnir skreppa saman af hryllingi við þessa minningu.
Linda, 19.11.2007 kl. 09:38
Kannski á ég geðheilbrigði mitt því að þakka að skyrhræra var ekki á boðstólum þegar ég var lítil, nema pabbi fær sér stöku sinnum af því að honum finnst þetta gott Hafragrautur er hins vegar sælgæti og ég tala nú ekki um með sneið af nýjum blóðmör, hollt og þjóðlegt.
Flower, 19.11.2007 kl. 14:34
Sammála Blóminu fallega. Ég ólst upp við hafragraut, slátur og lýsi á hverjum morgni og ískalt mjólkurglas á eftir. Mmmm, í þá gömlu, góðu daga þegar maður gat bara sest að hlöðnu matborði, guð má vita hversu oft á dag, og þurfti ekkert að hafa fyrir því sjálfur. Og svo í miðdagskaffinu þegar borðið svignaði undan stórum bökkum af smurðu brauði og heimabökuðm kökum í miklu úrvali.
Það skal nú reyndar viðurkennast að ég á alveg sérstaklega duglega og myndarlega mömmu. Vildi að ég hefði tærnar þar sem hún hefur hælana, þá væri ég sko flott. En nú er ég farin að skammast mín og ákveð hér með að bæta fjölskyldunni upp letiganginn og taka á móti þeim með heitu kakói og vöfflum þegar þau koma heim úr skóla og vinnu á eftir.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 19.11.2007 kl. 15:31
Þessi færsla þín er komin út í snilld og kímni sem gaman er af að lesa, þó verð ég bara að vera óssamála með hafragraut og slátur, hjálpi mér, ég er svo mikil íslands svikari að hálfu væri nóg tíhí.
Linda, 19.11.2007 kl. 18:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.