FJÁRHAGSLEGT ÁFALL EÐA TILFINNINGALEGT?

Skelfilegt að lesa þetta. Og sem gömul sveitastelpa þá lýsi ég furðu minni á fréttamatinu:

"Ljóst er að mikið tjón varð á Stærra Árskógi í dag, því fjósið þar var eitt það fullkomnasta í Eyjafirði og voru pláss fyrir um 200 gripi í því."

Fréttir fyrir fréttamanninn af mölinni: Það er ekki það að fjósið hafi verið fullkomið og rúmað margar kýr sem er áfallið fyrir ábúendurna. Það brunnu inni 200 skepnur. Það er áfall. Samúð mín er öll hjá eigendum þeirra, og ekki fyrir mögulegt tekjutap. Það er einföldun þess sem ekki skilur. Og þeim sem skilja sárnar skilningsleysið.


mbl.is Fjölmargir nautgripir dauðir - tugmilljóna tjón á Stærra Árskógi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góðan dag

Einhverstaðar hefur verið sagt að "Ef maður hefur ekki eitthvað viturlegt að segja,er betra að þegja"

Kveðja 

Gunnar Egilsson (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 05:55

2 identicon

Þegar ég sá fréttir af þessum bruna hafði ég nú ekki rænu á því að hugsa um peninga. Ég hugsaði um blessaðar skepnurnar og mér leið heldur illa, að ekki sé meira sagt. Enda fæddur og uppalinn í sveit.

Hlynur Þór Magnússon (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 06:12

3 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Tek undir þetta með ykkur, sem gamall sveitamaður varð mér nú eins fyrir, það voru skepnurnar sem brunnu inni,og líðan þeirra fá sem sluppu út í náttmyrkrið og hríðina ærðar af hræðslu..Í.

Það gleymist á mölini að þótt þetta sé atvinnurekstur bóndans ,er hann bundinn gripum sínum  ákveðnum tilfinningaböndum,þannig að svona áfall er margfalt meira en peningatjón

Ari Guðmar Hallgrímsson, 18.11.2007 kl. 08:47

4 identicon

þetta er í einu orði sagt hræðilegt. Ég er úr bænum en að hluta alin í sveit, og eitt það versta sem ég frétti er eitthvað líkt þessu, því þó að peningatjón megi alltaf bæta á einhvern hátt grær tilfinningalegt tjón gagnvart skepnunum seint og illa. Hugsunin ein um skepnur sem enga björg sér geta veitt við svona aðstæður lætur manni líða hryllilega. Svo finnst mér fréttamenn sem fara á staðinn oft ekki sýna neina nærgætni gagnvart ábúendum þegar þeir skjóta fram spurningum eins og "hvernig líður þér" eða "er þetta mikið tilfinningalegt tjón"... þarf að svara þessum spurningum???

Karen Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 09:47

5 Smámynd: halkatla

 ég brotna bara niður yfir svona frétt, er sammála þér um matið

halkatla, 18.11.2007 kl. 13:02

6 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heil og sæl Helga Guðrún.

Fyrir mér eru þetta skelfileg tíðindi fyrir dýrin sem brunnu inni og engin gat veit þeim hjálp. fyrir utan þau dýr sem sluppu út úr eldhafinu ég held að þau hafa hreinlega tryllst og þess vegna komist út. Sem lýsir hugarástandi dýrana.

Hitt er svo annað mál eins og Karen KRISTJÁNSDÓTTIR bendir réttilega á ég tek undir með skrifum hennar og öðrum.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 18.11.2007 kl. 13:53

7 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Einfaldlega ömurlegur atburður!

Getum rétt ímyndað okkur hvernig bóndanum líður, örugglega haldin sektarkennd yfir því að þetta gæti gerst. En flestir sem lesa missa nú ekki svefn, færu kannski að hafa áhyggjur ef þetta þýddi mjólkurskort í búðinni þeirra!

Magnús Geir Guðmundsson, 18.11.2007 kl. 16:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband