28.10.2007 | 15:31
VÍSA TIL FÖÐURHÚSA OG FÖÐURLANDS...
Hér í uppsveitum Nottinghamskíris náði hitinn að komast uppí ótrúlegar átján gráður í dag og enn skrítnara er að þennann sama dag telur sólarhringurinn 25 klukkustundir. Á meðan fennir í hvítakaf á klakanum og allt er í fjöri samkvæmt hefð.
Datt þá í hug örlítið vísukorn sem ég læt bara flakka. Lofa að hrekkja ekki oft í bundnu máli, enda aðrir betur vaxnir í svoleiðis:
Úti voru átján gráður
Allsráður að vetri hló
Auraríkur, fannafjáður
Flýgur landinn út í mó.
RNF: Hálka stærsti þátturinn í því að flugvélin rann út af braut | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Nýjustu færslur
- Þaggað ofan í þeirri óþekku
- Sumir bókstaflega skíta peningum
- Klukk, þú ert´ann!
- Svartnætti
- 4Play: Sigur Ros
- Ammæli
- Fíknó fattaði og tengdó dó ekki
- CRAFT
- Didgeridoo dododo
- Djöfullinn danskur
- Silfurskotturnar
- Paul Whatshisname á leið til landsins - í nótt! Jibbí, allir ...
- Sölva Ford á Íslandi - missið ekki af þessari frábæru söngkonu
- Ég fann apahreiður!
- Hamingja Ísfólksins er bráðsmitandi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2008
2007
Bloggvinir
- Steingrímur Helgason
- Tiger
- Sverrir Stormsker
- Yngvi Högnason
- Markús frá Djúpalæk
- Jakob Jörunds Jónsson
- Sigurbjörn Friðriksson
- Kolbrún Hilmars
- Halla Rut
- Halla Vilbergsdóttir
- Anna Einarsdóttir
- Árni Gunnarsson
- Haraldur Davíðsson
- Jens Guð
- Skattborgari
- Rannveig H
- Helga Dóra
- Einar Bragi Bragason.
- Gunnar Ásgeir Ásgeirsson
- Benedikt Halldórsson
- kiza
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Eyþór Árnason
- Ingi B. Ingason
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Inga Lára Helgadóttir
- Brynjar Jóhannsson
- Jóhann Páll Símonarson
- Jón Svavarsson
- Linda
- Hrönn Sigurðardóttir
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Ágúst Dalkvist
- Huld S. Ringsted
- Jóna Á. Gísladóttir
- Hlynur Þór Magnússon
- Grænlandsblogg Gumma Þ
- Freyr Árnason
- Gústaf Níelsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Þröstur Helgason
- Karl Gauti Hjaltason
- Óskar Helgi Helgason
- Sigurjón Sigurðsson
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Guðný Jóhannesdóttir
- Bryndís G Friðgeirsdóttir
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Flower
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Sævar Einarsson
- Bjarki Tryggvason
- Bergur Thorberg
- Óli Ingi
- Alfreð Símonarson
- Kristján G. Arngrímsson
- polly82
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fannar frá Rifi
- Loopman
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Einar Vignir Einarsson
- LKS - hvunndagshetja
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Heimir Tómasson
- Lovísa
- Hugrún Jónsdóttir
- Brynja skordal
- Hlynur Jón Michelsen
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Júlíus Valsson
- Handtöskuserían
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Ungar konur
- Runólfur Jónatan Hauksson
- Vefritid
- Gulli litli
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Ingunn Guðnadóttir
- Brjánn Guðjónsson
- Bjarni Harðarson
- Emma Agneta Björgvinsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- Bwahahaha...
- dittan
- ÞJÓÐARSÁLIN
Athugasemdir
Sæl nafna mín - ég átti eftir að þakka þér fyrir komuna og góð orð til mín. Mig langaði líka að fá að vita hver sveitin þín er - varla þarna í uppsveitinni í ríki drottningarinnar? kv.
Helga R. Einarsdóttir, 28.10.2007 kl. 17:18
Sæl ljúfan!
Hér er nú bara sól og blíða já og funheitt í kolum, tveggja stiga hiti!
Einhverja daga náði hann meira að segja 18 stigum fyrr í mánuðinum!
Annars eitt lítið korn handa þér sem ég man frá vopnaskaki aftur til ´95 held ég bara!
hákon Aðalsteins varpaði fram þessum fyrriparti.
Nú er úti blíður blær,
blámi svífur vötnum yfir.
Séra Hjálmar J. botnaði snarlega.
Jesús grætur, heimur hlær,
Halldór blöndal ennþá lifir!
hákon lét að sjálfsögðu í ljós óánægju sína með botninn, "Ljótt af hjálmari að fara svona ílla með fallegan fyrripart"!
Magnús Geir Guðmundsson, 28.10.2007 kl. 17:32
Helga, sveitin mín er Skagafjörður. Og þó að stelpan fari úr sveitinni, þá fer aldrei sveitin úr stelpunni.
Magnús, það eru margar góðar til eftir þessa "drengi" báða, enda húmoristar fram í klær.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 28.10.2007 kl. 19:11
Jamm, mín kæra sveitas´tulka, kannast nú við það!
En datt þetta sísvona í hug er veðursældina bar á góma.
Sr. Hjálmar sleit annars sínum barnsskóm hér í bæ og hér búa sömuleiðis margir nánir ættingjar Hákonar, sem ég hef þekkt í gegnum tíðina, m.a. Haffi Helga systursonur hans og Sída systir hans!
Magnús Geir Guðmundsson, 28.10.2007 kl. 20:28
Kalt og hvítt hér í dag, en enginn fauk útí mó Takk fyrir kveðjuna á minni síðu. Mjög falleg kveðja. Knús
Margrét St Hafsteinsdóttir, 28.10.2007 kl. 21:03
Ég vær næstum dottinn í morgun á svellinu.
Benedikt Halldórsson, 28.10.2007 kl. 22:13
Eru ekki seldir mannbroddar ennþá? (Mér hefur alltaf fundist þetta alveg óskaplega fyndið orð)
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 28.10.2007 kl. 22:32
Já, mannbroddar? Þetta er stórskrýtið orð þegar ég hugsa um það.
Benedikt Halldórsson, 29.10.2007 kl. 00:36
Jamm, allt svellandi í svellóhöppum sunnan heiða, fastir liðir eins og venjulega!
En í Nottinghamskífi detta´menn nú lítið, er það ekki, nema svona reglulega íða!?
Magnús Geir Guðmundsson, 29.10.2007 kl. 18:47
Ég hætti mér yfirleitt ekki á aðal ídettustaðina (stórborgin á kvöldin) og er nærri hætt að nenna á lókal pöbbana eftir að þeir bönnuðu mér að reykja með hvítvínsglasinu. En snjór er hér sjaldgæft fyrirbæri.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 29.10.2007 kl. 18:54
Heil og sæl Helga Guðrún.
Ég þekkti félaga sem var að koma með þessari vél frá Tyrklandi hans lýsing var ekki góð. honum fannst þotan koma of hratt inn til lendingar, og viðbrögð áhafna ekki góð. það var ekki fyrr en öryggisvörður birtist að kom á faglegum ummönnum um farþega sem voru að koma til landsins.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 29.10.2007 kl. 23:58
Hef rétt aðeins heyrt í farþegum og talað við einn af flugmönnum sem þarna áttu í hlut. Mér skilst að meira hafi verið gert úr þessu en efni voru til, enginn slasaðist og enginn lét lífið. Og eins og flugmaðurinn sagði réttilega að ef það hefði verið rétt sem fram kom í fréttum að vélin hefði skoppað 15 metra í loft upp eftir nema við jörð í lendingu, þá hefðum við ekki verið að tala um að hún hefði skautað útaf brautarenda, heldur mannskæða brotlendingu.
Vil annars nota tækifærið og benda þeim sem eru að skreppa hingað inn til að njósna um nýja færslu sem ég lofaði þeim sem kröfðu mig um afstöðu mína til "útlendinga" (í öllum litum), að ég er farin að tjá mig um þau mál á síðunni hans Jóhanns Páls hér að ofan. Ætlaði að setja inn færslu hérna um sömu mál en það er óþarfi að endurtaka sig víða. Á líka pottþétt eftir að skrifa um þessi og hliðstæð mál hérna á síðunni minni í nánustu framtíð.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 30.10.2007 kl. 00:24
Fríða Eyland, 31.10.2007 kl. 22:23
Helga mín!
Af því þú talar um frost og af því þú settir vísu eftir Halla Hjálmars á bloggið mitt þá dettur mér nú í hug vísan hans Halla:
Gerðu ekki grín að mér,
góða hef ég kosti,
þó mér standi eins og er
ekki nema í frosti.
Með ljúfum kveðjum!
Árni Gunnarsson, 1.11.2007 kl. 05:32
Hversu súrt sem sinnið finn
sólarlaust og frosið
Ávallt tekst þér Árni minn
að endurvekja brosið.
------------------------------
Með ljúfum kveðjum til baka í fjörðinn okkar fallega!
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 1.11.2007 kl. 06:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.