12.10.2007 | 02:02
LÍF Í VOÐA
Ég er nú ekki mikið fyrir að eltast við hvað fræga, ríka og fallega fólkið er að gera þessa dagana og árin. Ekki síðan ég hafði það að atvinnu að skýra frá því hvað það aðhefðist eða aðhefðist ekki og hvernig þrútin brjóstin ýmist þrýstust út eða þrútnuðu inn, allt eftir tískustraumum árstíðarinnar.
En angans ólánstátan hún Britney. -Hvaða leiðindatilgangi þjónar það að meina henni aðgang að stuttuguttunum? Þetta eru börnin hennar og sennilega það eina í dag sem segir henni að lífið sé þrátt fyrir allt þess virði að lifa því.
-Af hverju hefjum við fólk til himins, án þess beinlínis að drepa það og binda það við ragettur, og vegsömum hæfileika þeirra, fegurð eða gáfur.. rétt til að troða það svo undir hælum og háði ef því verður á mistök?
Ekkert okkar er fullkomið og ég skal ekki segja með ykkur "aðalsfólkið", en ykkar einlæg hefur gert ótal mistök og bommertur á lífsleiðinni sem ég vildi ekkert endilega verða uppvís að, hvað þá að flaggað yrði í fjölmiðlum.
Hjá Brittustuttu virðast gilda sannindin; Þegar ég átti þig síst skilið, þurfti ég mest á þér að halda.
Og stuttu seinna:
"Þegar mest ég þurfti við
þá voru flestir hvergi".
Kannski ættum við að nota þetta til að staldra við. Kannski eigum við ástvini sem eiga erfitt án þess að tjá erfiðleika sína í fjölskylduboðum. Kannski gætum við lagt meiri áherslu á að hlusta. Ekki bara á tragedíur og vonbrigði heldur líka á hamingju og sigra. Taka þátt. Kannski gætum við verið betri vinir. Betri ættingjar. Betri manneskjur. Kannski. Vonandi.
Britney sækir um aukinn umgengnisrétt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Frábærlega vel skrifuð og skemmtileg færsla
Heiða Þórðar, 13.10.2007 kl. 10:19
Helga Guðrún mín góð!
Heiða hérna að ofan Bergþóra, er greinilega viti borin skutla, mælir manna eða kvenna heillust um þig!
Og jájá,Brittney greyið er augljóslega enn eitt fórnarlamb frægðarinnar!
En híhí stelpa, hvað ertu að gefa í skyn, þó ekki að hafa farið "allslaus" út á lífið eins og Spears?
Magnús Geir Guðmundsson, 13.10.2007 kl. 23:39
Now, that would be telling...
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 14.10.2007 kl. 00:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.