19.8.2007 | 13:06
SAGÐI GUNNAR SORRY?
Kevin Rudd fór blindfullur á strippbúllu, en viðurkenndi mistök sín og baðst afsökunar. Hann á enn möguleika á að verða forsætisráðherra. Gunnar Birgisson fór líka blindfullur á strippbúllu. Reyndi fyrst að ljúga það af sér en sagði svo að okkur kæmi það ekki við. Hann verður aldrei forsætisráðherra. Það er ekki sama að vera Ruddalegur og ruddalegur.
Baðst afsökunar á heimsókn á nektardansstað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Nýjustu færslur
- Þaggað ofan í þeirri óþekku
- Sumir bókstaflega skíta peningum
- Klukk, þú ert´ann!
- Svartnætti
- 4Play: Sigur Ros
- Ammæli
- Fíknó fattaði og tengdó dó ekki
- CRAFT
- Didgeridoo dododo
- Djöfullinn danskur
- Silfurskotturnar
- Paul Whatshisname á leið til landsins - í nótt! Jibbí, allir ...
- Sölva Ford á Íslandi - missið ekki af þessari frábæru söngkonu
- Ég fann apahreiður!
- Hamingja Ísfólksins er bráðsmitandi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 170468
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2008
2007
Bloggvinir
- Steingrímur Helgason
- Tiger
- Sverrir Stormsker
- Yngvi Högnason
- Markús frá Djúpalæk
- Jakob Jörunds Jónsson
- Sigurbjörn Friðriksson
- Kolbrún Hilmars
- Halla Rut
- Halla Vilbergsdóttir
- Anna Einarsdóttir
- Árni Gunnarsson
- Haraldur Davíðsson
- Jens Guð
- Skattborgari
- Rannveig H
- Helga Dóra
- Einar Bragi Bragason.
- Gunnar Ásgeir Ásgeirsson
- Benedikt Halldórsson
- kiza
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Eyþór Árnason
- Ingi B. Ingason
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Inga Lára Helgadóttir
- Brynjar Jóhannsson
- Jóhann Páll Símonarson
- Jón Svavarsson
- Linda
- Hrönn Sigurðardóttir
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Ágúst Dalkvist
- Huld S. Ringsted
- Jóna Á. Gísladóttir
- Hlynur Þór Magnússon
- Grænlandsblogg Gumma Þ
- Freyr Árnason
- Gústaf Níelsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Þröstur Helgason
- Karl Gauti Hjaltason
- Óskar Helgi Helgason
- Sigurjón Sigurðsson
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Guðný Jóhannesdóttir
- Bryndís G Friðgeirsdóttir
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Flower
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Sævar Einarsson
- Bjarki Tryggvason
- Bergur Thorberg
- Óli Ingi
- Alfreð Símonarson
- Kristján G. Arngrímsson
- polly82
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fannar frá Rifi
- Loopman
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Einar Vignir Einarsson
- LKS - hvunndagshetja
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Heimir Tómasson
- Lovísa
- Hugrún Jónsdóttir
- Brynja skordal
- Hlynur Jón Michelsen
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Júlíus Valsson
- Handtöskuserían
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Ungar konur
- Runólfur Jónatan Hauksson
- Vefritid
- Gulli litli
- Pjetur Hafstein Lárusson
- Ingunn Guðnadóttir
- Brjánn Guðjónsson
- Bjarni Harðarson
- Emma Agneta Björgvinsdóttir
- Mál 214
- Bullukolla
- Bwahahaha...
- dittan
- ÞJÓÐARSÁLIN
Athugasemdir
Afhverju ætti hann að biðjast afsökunar?!? Gerði hann eitthvað af sér?
Logi (IP-tala skráð) 19.8.2007 kl. 20:25
ég myndi nú ekki vera of viss. ótrúlegasta fólk sest á valdastóla á þessu landi okkar
Jóna Á. Gísladóttir, 20.8.2007 kl. 14:42
Ónei, mín kæra Helga Guðrún, en þegar hann og Geiri sátu að sumbli eitt skiptið, söng hann við raust!
Don´t Worry, don´t worry...
Be Happy!
Eitthvað hefur þó skyggt á gleði Geira sl. daga fyrst banna á strippið, eða reyna að loka búllunni!
Magnús Geir Guðmundsson, 20.8.2007 kl. 18:01
Kæri Skúli, skoðanabróðir í flestu öðru en þessu. Mér var skemmt við að lesa kommentið þitt og skellihló í restina. Það eru falleg orð og flutt af röggsemi er þú verð bæjarstjórann þinn og mannorð hans.
Manninum mínum varð að orði eftir að hafa lesið bloggið mitt: "-Aldrei forsætisráðherra? Ég myndi nú fara varlega í að fullyrða um það eftir endurkomu Árna á þing. Það sýnir að kraftaverkin eru enn að gerast, þó ekki séu þau öll gleðiefni!" Eftir skamma umhugsun þá féllst ég á að það væri alveg rétt hjá honum, og dreg hér með þá fullyrðingu til baka. Gunnar Birgisson á ágæta möguleika á að verða forsætisráðherra Íslands.
"Framkvæmdir til framfara.."- setningin er þín skoðun og sumra annara, aðallega þó flokkssystkina hans reikna ég með. En þó eru einnig afar margir ósammála þessu, og m.a. held ég að það fynndust ekki margir hestamenn sem tækju undir orð þín. Um Þetta ætla ég samt ekki að fjölyrða frekar, til þess eruð þið íbúarnir sjálfir betur fallnir.
Ég hef sennilega kosið Sjálfstæðisflokkinn oftar en flesta aðra flokka, en það kæmi mér aldrei til hugar að vera svo mikill blindhlaupari að vera gagnrýnislaus á allt sem flokkssystkini mín segðu eða aðhefðust á almannafæri. Bommerturnar verða ekkert betri þótt þessháttar skyldleiki sé fyrir hendi.
Það er mín skoðun að jafnvel þótt Gunnar hafi verið í lagalegum rétti til að vera blindfullur inni á vægast sagt umdeildri strippbúllu, sem mér skilst að sé nú góðu heilli búið að loka, þá hafi hann verið að skauta á siðferðislega hálu svelli. Fyrir utan að vera kvæntur fjölskyldufaðir og þar með líklegur til að valda konu sinni og börnum sárindum og niðurlægingu, þá verður ekki framhjá því horft að þó hann hafi verið þarna í "einkaerindum", þá er hann ambassador síns bæjarfélags og fer ekkert úr því hlutverki um leið og vinnugallanum eftir vinnu. Þessvegna er raunhæft og réttlætanlegt það að gera meiri kröfur til siðferðis hans á almannafæri en Nonna Jóns á horninu. Þessvegna finnst mér að hann skuldi "þegnum sínum" afsökunarbeiðni.
Rétt er að lokum að taka það fram að framansagt er einungis mitt álit, og endurspeglar á engann hátt skoðanir Morgunblaðsins!
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 20.8.2007 kl. 22:10
Já, sæl.
Þar sem að ég ætla nú eitthvað á kjósa sjálfviljugur að vera ósammála þér á þínu moggeríi í fyrsta sinn, þá biðst ég fyrirfram afsökunar á þeim óskunda.
Dona, þar sem að ég hef nú aldrei farið á umræddann skemmtistað, þá er ég nú heldur ekki að verja persónulega hagsmuni mína heldur í þessu, hvað þá Gunnars, nú eða þann flokk hans sem að við kusum að kjósa meira en aðra flokka einhverntíman.
Þar sem ég er nú bara þessi 'Nonni Jóns' á horninu þá get ég nú alveg sagt þér frá því, dona bara okkar á milli, að starfsemi sem þessi, tíðkast víðar en í Kópavogi.
Ég hef meira að segja látið konu mína fíbbla mig inn á svona staði, bæði í 'Mayfair' hverfinu í borginni sem að þú býrð í núna, já, & einu sinni í 'Soho', (já, máske tvisvar), & ég held nú að elsta barnið okkar hafi einhvern tíman fengið að heyra af því, & sé tiltölulega óskaddað á eftir.
Hún náttúrlega byrjaði þann ósóma í því að afvegleiða mig á þessi glapstigu einhverjum áratug fyrir aldamótin, þegar henni var rétt eitthvað dona dónabréf frá einhverjum blámanni, þegar við vorum í Nýju Jórvík, rétt útkomin af góðum veitíngastað.
Trú mínu kristilega uppeldi & verandi nú saklaus sveitadrengur úr Strandasýslu, aftók ég þetta með öllu, & brúkaði líka þau rök að ~konum~ væri nú ekki hleypt inn á svona túttudýra kampavínsstaði. Árangurslaust.
Það fyrr framsagða álit mitt líka alveg gjaldféll, þegar við mættum síðust í röðina fyrir utan 'Paradise Club' & konan á undan okkur í röðinni sagði við vinkonu sína fyrir framan mennina þeirra.
"Sjáðu bara Begga, víst hleypa þeir konum inn hérna, sjáðu bara fólkið fyrir aftan okkur".
Enda var þetta alveg fínt shjów, & ágætur næturklúbbur, fyrir þennann peníng.
& ég tel mig nú alveg jafn ágætann fjölskylduföður á eftir.
S.
Steingrímur Helgason, 20.8.2007 kl. 22:48
Haha Helga Guðrún, nú er komin tími á hið andlega atgerfi, enda aldeilis tilefni hér til!
Bullustampar, blaðri hampa,
brosi í kampin yfir því.
Ef með dampi, á þeim trampa,
enda svampur hausum í!
Þessar hendingar er að sjálfsögðu bannað að mæla af munni fram nema með GRJÓTHÖRÐUM eyfirskum hætti, ættuðum úr Svarvaðardal!
Magnús Geir Guðmundsson, 21.8.2007 kl. 15:54
Steingrímur, það var sko ekki nokkur ástæða fyrir þig að biðjast afsökunar á einu né neinu. Ég hafði gaman af að lesa um ævintýri þín með konudýrinu í stórborginni Lundúnum, ásamt mikið fleiri ævintýrum á þínu eigin bloggi. Ég bý hinsvegar í fjölskylduvænu þorpi á stærð við Kópavog, rétt utan við Nottingham.
Þú hittir einmitt naglann á höfuðið; sem Nonni Jóns segir enginn neitt þó að þú lendir í ýmiskonar ævintýrum, með eða án dýrsins (), en ef þú værir í forsvari fyrir stórt bæjarfélag, þá myndi skynsemi þín kannski hvísla því að þér að rétt væri að vanda sig smávegis í eigin siðferðismálum. Ég fór einusinni til London að taka viðtöl við gleðikonur, og fór í þeirri ferð í einhverja þá athygliverðustu skoðunarferð sem ég hef upplifað hingað til. Það var á klámsafnið í London, sem mig minnir að hafi verið á 4 hæðum. Mjallhvít og dvergarnir sjö sem teiknimynd var svo fyndin að mér hefur ekki tekist að lesa saklausu útgáfuna fyrir börnin mín síðan, án þess að flissa eða skella uppúr. Mæli með því safni næst þegar þið farið út.
Skúli, þú heldur líka áfram að skemmta mér. Þetta með fertugsaldurinn finnst mér bráðfyndið.
Og Magnús minn, þér bregst ekki bogalistinn frekar en fyrri daginn. Vísan er frábær og vísnabókin þín, sem barst mér í gærmorgun, er ástæða þess að ég hef verið fjarverandi blogginu meira en minn er vani. Bókin er stórskemmtileg lesning og ég sendi þér risaknús og takkkoss yfir hafið!
Þið eruð yndislegir bloggvinir, hress, fyndin, nöldrandi, skemmtileg, óútreiknanleg, skammandi, hrósandi og allur skalinn.. og það sem skemmtilegast er; ekki alltaf sammála!
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 22.8.2007 kl. 00:02
Svo er hún Jóna mín algerlega sér á parti og súperspes, elska að lesa bloggin hennar... og ætla að gista fyrir framan Eymundson til að verða fyrst að kaupa bókina hennar!
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 22.8.2007 kl. 00:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.