VIÐ ERUM HRÆDD

Það er mikil hræðsla og óhugur í fólki hér í Bretlandi. Hættan er nær og meiri en ég held að Íslendingar geri sér almennt grein fyrir. Hatur öfgasinnaðra múslima á vesturlandabúum er dýpra og takmarkalausara en flesta órar fyrir. Í dag er það England og Skotland sem finna fyrir heiftinni. Það gæti orðið Ísland á morgun. Mikill barnaskapur er á álykta sem svo að það séu einungis Bretar og Bandaríkjamenn sem hafi ástæðu til að óttast.

Öll vestræn lönd þar sem hópar múslima taka sér bólfestu eru í hættu. Mismikilli sjálfsagt, eftir aðild þeirra og pólitískri afstöðu, en það væri að grafa hausinn í sandinn að álíta að "litla" Ísland sé undanskilið ógninni.

 


mbl.is Fjórir í haldi vegna árása í Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er engin ógn. Þetta er fjölmiðlasirkus með þann eina tilgang að réttlæta áframhaldandi stríðsrekstur í Írak og Afganistan. Þú getur sofið róleg, svo lengi sem þú lætur af rasismanum. Þú lætur eins og Múslímar séu pöddur, eða myndir þó orða það sem svo að þú hafir tekið bólfestu í Englandi?

Elvar Geir Sævarsson (IP-tala skráð) 1.7.2007 kl. 08:12

2 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Alveg vissi ég að þetta kæmi.

Ég er ekki rasisti. Ég á vini og kunningja í öllum mannalitunum. Ég er á móti stríðsrekstri í öllum myndum og var fremst í flokki andstæðinga íhlutunar í málefni miðausturlanda. Ég leyfi ekki einusinni krökkunum mínum að kaupa eða bera rauða "poppy" blómið. Skrifaði m.a. skólanum mótmælabréf þar sem ég útskýrði afstöðu fjölskyldunnar, þegar yngra barnið kom heim með þetta í barminum einn daginn.

Þetta með "múslimapöddurnar" er nú varla svaravert að öðru leyti en því að það eru róttækir múslimar sem standa fyrir hættulegustu hryðjuverkunum á vesturlöndum í dag. Það er staðreynd sem ekkert er hægt að horfa framhjá, nema þú ákveðir að vilja ekki sjá það. Málið er að fólk er orðið svo logandi hrætt við að vera úthrópað sem rasistar, að margir mér sammála eru hættir að þora að tjá sig um þessi mál. Hræðslan við þetta orð er farin að lama skynsama og nauðsynlega umræðu.

Já, Niðurgangur sæll. Ég myndi orða það svo að ég hafi tekið mér bólfestu á Englandi. Geri það raunar í fyrstu línu í bloggi mínu frá 4. júní sl., sem ég kallaði "6 ár hjá Hróa".  

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 1.7.2007 kl. 13:17

3 Smámynd: Ómar Örn Hauksson

Mér finnst þú vera að koma af stað hræðsluáróðri með þessum orðum þínum. Með þessu ertu að segja að stjórnvöld verða að fylgjast með ákveðnum hópi fólks sem stundar ákveðna trú. Það er stór hópur af múslimum á landinu en aðal ástæða fyrir því að þeir yfirgefa heimalönd sín er út af yfirgangi öfgatrúarhópa í ríkistjórnum landanna. 

Ísland er einnig það lítið og ómerkilegt land á heimsvísu að það tekur því ekki að framkvæma hryðjuverk hér á landi. Íbúatalan er einnig svo lítil að það væri erfitt að koma á fót svona hóp án þess að einhver taki eftir því. Svo held ég að fæstir af þessum mönnum viti hvar Ísland er og að það sé yfirleitt til. 

Ómar Örn Hauksson, 1.7.2007 kl. 16:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband